Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
kom nálægt barninu mínu. Þegar slys verður þá
hlýtur garðinum að bera skylda til að kalla til lög-
reglu. Það hljóta að vera einhverjar samræmdar
verklagsreglur sem á að fara eftir. Þessi viðbrögð
eru fyrir neðan allar hellur,“ segir Petra.
Ekkert hár hefur enn vaxið í stað þess sem rifn-
aði upp af höfði litlu telpunnar og svo gæti farið að
hún þyrfti að gangast undir hárígræðslu. Petra
segir að hún vakni enn upp á nóttunni með mar-
traðir enda hafi slysið verið mikið áfall.
Starfsmaður slökkti ekki
fyrr en á þriðja öskri
Lögreglan hvatti foreldrana til að leggja fram kæru á hendur Húsdýragarðinum
Gagnrýnir vinnubrögð Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins mátu það svo að ekki væri tilefni
til að tilkynna lögreglu um slys í hringekju sem olli því að telpa missti stóran hluta hársins með rótum.
VIÐTAL
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Petra Eiríksdóttir, móðir sex ára telpu sem marð-
ist og missti fjórðung hárs síns með rótum eftir að
hún festist í hringekju í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum 30. júlí sl., telur viðbrögð starfs-
manna við slysinu hafa verið „fyrir neðan allar
hellur“. Enginn starfsmaður hafi boðið þeim
mæðgum aðstoð að fyrra bragði.
Foreldrarnir hyggjast leggja fram kæru á
hendur garðinum þar sem þess er krafist að
hringekjan sem telpan sat í þegar slysið varð
verði rannsökuð og kannað hvort aðgerðir starfs-
fólks á slysstað samræmist verklagsreglum. Að
sögn Petru hvatti rannsóknarlögreglan fjölskyld-
una til að leggja fram kæru.
Petra segist þakklát fyrir að ekki fór verr en
segir viðbrögð starfsmanna með ólíkindum og tel-
ur ámælisvert að lögregla hafi ekki verið kölluð á
vettvang.
Dóttir Petru sat í svonefndum „bolla“ í hring-
ekjunni ásamt tveimur öðrum börnum. Hún var
með hárið fast í hnút og ekki með neitt flaksandi
sem hefði getað skapað hættu á að festast. Petra
sat í öðrum bolla með bróður hennar þegar hún
heyrði skerandi öskur dóttur sinnar.
„Ég stökk upp og sá dóttur mína með hárið
flækt utan um sveif sem er í miðjum bollanum.
Hún var með höfuðið upp við sveifina og hönd og
fót upp í loft, líkt og snúist hefði upp á hana. Ég
auðvitað öskraði á að tækið yrði stoppað. Ég næ
að losa dóttur mína en tækið hélt áfram og það var
ekki fyrr en önnur kona, amma barns sem var í
tækinu, stekkur niður úr hringekjunni að starfs-
maður áttar sig á að eitthvað hefur komið upp á.
Þá loksins slekkur hann á tækinu.“
Tækið sett strax af stað aftur með
hárflyksunum föstum í bollanum
Petra fór með dóttur sína inn í lítið starfs-
mannaskýli við hringekjuna. Á meðan var öðrum
sem voru í sömu ferð hleypt af hringekjunni og
tækið svo sett strax af stað aftur jafnvel þótt ekk-
ert væri vitað um meiðsli eða orsök slyssins.
„Það var enginn starfsmaður búinn að kíkja á
áverkana þegar tækið var sett í gang aftur. Hár-
flyksurnar úr barninu mínu voru ennþá í tækinu
og hún hágrátandi. Sem betur fer kom þarna kona
sem var gestur í garðinum og gerði allt sem hún
gat til að hjálpa. Ég held að hún hljóti að vera
engill í mannsmynd. Hún var yndisleg og ég vildi
óska þess að ég gæti þakkað henni.“
Enginn starfsmaður
bauð aðstoð sína
Petra segir að hún og konan hafi óskað
eftir aðstoð starfsmanna. Tveir starfsmenn
hafi komið með klaka eftir að konan bað þá
um það. „Það var enginn starfsmaður sem
aðstoðaði mig eða athugaði með dóttur mína
að fyrra bragði. Það finnst mér verst af öllu,“
segir Petra.
Hún gerði athugasemd við að tækið væri
sett í gang aftur en fékk þau svör að engum
yrði hleypt í bollann sem dóttir hennar festist í.
Petra er afar ósátt við það hvernig starfsfólk
garðsins tók á málinu. Í samtali við Morgunblaðið
á fimmtudag sagði forstöðumaður að það væri
metið í hvert skipti hvort slíkt væri nauðsynlegt.
„Hver mat það? Það var enginn starfsmaður sem
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
„Þetta er mikill missir og alveg rosalegt sjokk. Sem
betur fer var gott fólk sem kom og aðstoðaði mig,“
segir Albert Jónsson íbúi á Helluvaði á Hellu.
Albert brann á höndum og í andliti þegar hann
reyndi að slökkva eld sem kom upp í húsi hans í
fyrradag.
Húsið og innbúið er mikið skemmt eftir brunann en
talið er öruggt að kviknað hafi í út frá sjónvarpi.
Albert hafði verið að horfa á fréttir í sjónvarpinu en
var í garðinum þegar eldurinn kom upp.
„Ég var nú bara hérna úti að slá með sláttuorfi. Svo
drapst á orfinu og þá heyrði ég í reykskynjaranum. Ég
hljóp inn og þá var sjónvarpið alelda,“ segir Albert sem
var einn heima þegar eldurinn kom upp.
Stúlka sem býr í húsinu og starfar hjá honum hafði
fengið sér gönguferð og var ekki heima þegar eld-
urinn kom upp.
Albert brá á það ráð að reyna að kæfa eldinn með
teppi en eldurinn í sjónvarpinu var þá orðinn það
mikill að það kviknaði í teppinu. Hann hljóp út með
teppið í garðskála fyrir utan húsið og brenndist við
það á höndum. „Ég fór aftur inn og reyndi að gera
það sem ég gat en varð svo bara að hlaupa út,“ segir
Albert.
Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn.
Húsið er timburhús og efri hæð þess mikið brunnin.
Steyptur kjallari er undir húsinu sem ekki brann en
hann er mikið skemmdur vegna vatns og reyks.
„Hljóp inn og þá var sjónvarpið alelda“
Ljósmynd/Óli Már Aronsson
Hella Bruni á Helluvaði.
Húsráðandi á Helluvaði við Hellu brann á höndum og
í andliti þegar hann reyndi að slökkva eld í húsi sínu
Hár stúlkunnar er talið hafa flækst í ró sem heldur sveif í miðju bollans fastri, en samkvæmt heimildum
frá Vinnueftirlitinu stóð róin ca. 7-8 millimetra út úr sveifinni.
Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins kom á vettvang aðeins um hálftíma eftir slysið og benti á að ganga
þyrfti betur frá rónni í bollunum tveimur í hringekjunni. Starfsmenn Húsdýragarðsins gerðu bráða-
birgðalagfæringar á bollunum strax að eftirlitsmanni ásjáandi.
Í Morgunblaðinu á fimmtudag staðhæfði forstöðumaður garðsins, Tómas Óskar Guð-
jónsson, að hringekjunni hefði ekki verið breytt í kjölfar slyssins. Sigrún Thorlacius, að-
stoðarforstöðumaður garðsins, sagði að Vinnueftirlitið hefði ekkert haft út á tækið að
setja. Samkvæmt heimildum frá Vinnueftirlitinu var hins vegar bæði gerð bráðabirgðalag-
færing samdægurs og varanleg viðgerð á bollunum tveimur sem eru í hringekjunni. Hús-
dýragarðurinn hefur fengið senda skýrslu um atvikið frá Vinnueftirlitinu. Engar at-
hugasemdir eru hins vegar gerðar við vélbúnaðinn sjálfan sem knýr hringekjuna áfram.
Ró sem stóð út úr sveifinni orsökin
VINNUEFTIRLITIÐ STRAX Á VETTVANG
Skemmtibáturinn RibSafari í Vest-
mannaeyjum kom í gærkvöld vél-
arvana gúmbáti til aðstoðar. Þrír
menn voru á siglingu á Zodiac-
gúmbáti þegar drapst á vél bátsins
vestur af Stórhöfða.
Þeir hringdu á Neyðarlínuna
sem kallaði út björgunarsveitina í
Vestmannaeyjum, en RibSafari
var nærstaddur og tók bátinn í
tog til hafnar í Eyjum. Mennina
sakaði ekki.
Gúmbátinn var farið að reka frá
landi þegar skemmtibáturinn náði
til hans.
Drapst á
vél gúmbáts
Morgunblaðið/ÞÖK
Æfingar á ein-
um stærsta
söngleik allra
tíma, Galdra-
karlinum í Oz,
hefjast í Borg-
arleikhúsinu eft-
ir áramót en
þessi fjölskyldu-
söngleikur verð-
ur frumsýndur á
þarnæsta leikári,
í september 2011. Af því tilefni
leitar Borgarleikhúsið að ungu
hæfileikafólki. Prufurnar verða þó
ekki fyrr en í janúar þannig að
áhugasamir geta byrjað að æfa sig
núna.
Leikhúsið hefur áhuga á hug-
rökkum og hæfileikaríkum krökk-
um á aldrinum 8-15 ára sem geta
leikið, sungið, dansað, sprellað,
farið heljarstökk eða sýnt hvers
konar aðrar listir. Einnig geta vin-
ir mætt saman í prufurnar til að
sýna listir sínar. Búið er að velja í
aðalhlutverkið en hin nýútskrifaða
leikkona Lára Jóhanna Jónsdóttir
fer í rauðu skóna hennar Dóróteu.
Á morgun verður nákvæmlega
71 ár liðið frá því að kvikmyndin
Galdrakarlinn í Oz, sem gerði
Judy Garland að stjörnu, var
frumsýnd í Hollywood og af því
tilefni er saga myndarinnar rifjuð
upp í Sunnudagsmogganum.
ingarun@mbl.is
Ferðalag
yfir regn-
bogann
Lára Jóhanna
Jónsdóttir.
Æfingar á Galdra-
karlinum í janúar