Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Þeir sem koma akandi í miðborgina á Menningarnótt
um næstu helgi ættu að huga vel að því hvar þeir leggja
bílum sínum því í fyrsta sinn verður sektað fyrir stöðu-
brot í miðbænum þetta kvöld. Þetta kom fram á fundi
borgarráðs á fimmtudag en jafnframt að ferðum
strætisvagna yrði fjölgað á Menningarnótt.
Einungis er um að ræða sektir fyrir stöðubrot, þ.e.
fyrir það að leggja ólöglega. Ekki þarf að borga í
stöðumæla á Menningarnótt.
Að sögn Kolbrúnar Jónatansdóttur, framkvæmda-
stjóra Bílastæðasjóðs, hefur verið rætt í mörg ár um að
auka eftirlit með því hvernig bílum er lagt á hátíðum
eins og Menningarnótt, 17. júní og Gay Pride. „Þetta er
löngu orðið tímabært. Við getum bara ekki horft upp á
það lengur að bílum sé lagt þvers og kruss um allt, jafn-
vel þannig að þeir skapa mikla hættu þar sem sjúkra-
bílar og slökkviliðsbílar komast ekki leiðar sinnar ef
eitthvað kemur uppá,“ segir Kolbrún.
Hún segir dæmi um að bílar hafi verið dregnir í
burtu á Menningarnótt vegna þessa. Lögregla og Bíla-
stæðasjóður munu hafa með sér náið samstarf um sekt-
ir vegna stöðubrota en Kolbrún vonast þó til þess að
engan þurfi að sekta. „Aðalatriðið er að reyna að koma
í veg fyrir að ökutækjunum sé lagt eins og þeim hefur
verið lagt síðustu ár og að fólk noti strætó eða bíla-
stæðahúsin,“ segir Kolbrún.
Gestir Menningarnætur taki
strætó eða noti bílastæðahús
Yfirmaður Bílastæðasjóðs
vill ekki þurfa að sekta neinn
Bílastæðasjóður
Sæbraut Myndin er tekin 17. júní sl. Mörg dæmi eru um
gróðurskemmdir eftir hátíðahöld í miðborginni.
Nefndir
Alþingis að
hefja störf
Alþingismenn
snúa til baka úr
sumarleyfum eft-
ir helgi en þá
hefjast nefndar-
störf.
Samkvæmt
dagskrá þingsins
koma nefndir
þess til starfa á
þriðjudaginn og munu starfa óslitið
fram til 30. ágúst. Þingmanna-
nefndin, sem fjallar um
rannsóknarskýrslu Alþingis, mun
funda alla dagana. Þá verða einnig
tíð fundahöld í fjárlaganefnd þessa
daga.
Alþingi, 138. löggjafarþingið,
mun síðan koma saman til fundar
fimmtudaginn 2. september, en því
var frestað 24. júní síðastliðinn.
Að venju kemur nýtt þing, 139.
löggjafarþingið, saman hinn 1.
október.
Verður það sett með hefð-
bundnum hætti að lokinni guðs-
þjónustu. sisi@mbl.is
Þingfundir hefjast
að nýju 2. september
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru í öllum
helstu ræktunarhéruðum. Kartöflur komu
óvenju snemma á markað í sumar og eru nú víða
fullsprottnar. Bændur eru því byrjaðir að taka
upp kartöflur til geymslu en þeir sem vilja
geyma þær aðeins lengur í jörðinni stöðva vöxt-
inn.
„Sprettan er nokkuð góð og lofar ágætu fyrir
haustið. Sumarið hefur verið nokkuð milt og
jafnt um allt land, hæfileg væta og hlýindi,“ seg-
ir Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli
við Eyjafjörð. Sigurbjartur Pálsson í Skarði í
Þykkvabæ hefur sömu sögu að segja. „Þetta lít-
ur afskaplega vel út. Sumarið hefur verið ald-
eilis frábært,“ segir hann. Sigurbjartur segir
raunar að undanfarin sumur hafi verið góð til
kartöfluræktar ef undan eru skildar tvær frost-
nætur seinnihluta júlímánaðar á síðasta ári. Þá
drápust kartöflugrös í Þykkvabæ og víðar á
Suðurlandi og uppskeran varð aðeins helmingur
af því sem venjulegt er. „Gaman er að fara um
akrana, kartöflugrasið er heilbrigt og óskaddað
og skemmtilegt að standa í ræktun þegar svona
er,“ segir hann.
Góð sala í júlí
Kartöflur hafa verið teknar upp á Suðurlandi
og sendar á markað frá því í byrjun júlí en það
er viku eða tíu dögum fyrr en venjulega. Mark-
aðurinn tók því vel og var góð sala í júlí, að sögn
bænda. Grös tóku heldur seinna við sér á Norð-
urlandi og fóru bændur því ekki að selja kart-
öflur fyrr en undir lok mánaðarins.
Nú eru kartöflur fullsprottnar í bestu ökrum
á suðurhluta landsins og ekki vantar mikið upp á
það á Norðurlandi.
„Ég byrjaði að taka upp í hús í gær. Það er
best að taka upp sem fyrst, á meðan tíðarfarið er
hagstætt,“ segir Hjalti Egilsson á Seljavöllum í
Hornafirði.
Margir bændur sem vilja bíða með að taka
upp kartöflur til geymslu, til að hýðið styrkist og
þær geymist betur, taka það ráð að úða garðana
til að stöðva vöxtinn. Ármann Ólafsson í Vest-
urholtum II í Þykkvabæ segir að neytendur vilji
hafa kartöflurnar 35 til 50 millimetra í þvermál
og erfitt sé að selja stærri kartöflur. Því grípi
menn til þess ráðs að stöðva vöxtinn.
Nóg verður til fyrir innlenda markaðinn
Þegar góð uppskera hefur verið um allt land
hefur verðið oft lækkað. Bergvin segir að vissu-
lega sé hætta á verðstríði í offramleiðslu. Hann
telur þó ekki tilefni til þess nú. Menn rétt
skrimti af þessu og framleiðendur hafi hætt
vegna fjárhagserfiðleika. „Við erum ekkert að
selja mikið meira þótt verðið lækki.“
Hjalti á Seljavöllum segir ekki hægt að meta
uppskeruna fyrr en hún verður öll komin í hús.
Margt geti gerst á haustin. „Trúlega verður þó
nóg af íslenskum kartöflum fyrir innanlands-
markaðinn,“ segir Hjalti og telur ekki vandamál
að hafa góðar kartöflur á boðstólum fram á
næsta sumar, þegar byrjað verður að taka upp
að nýju.
Byrjað að taka upp til geymslu
Góð kartöfluspretta og útlit fyrir ágæta uppskeru um allt land Kartöflurnar víða fullsprottnar og
bændur að stöðva vöxt Ekki hægt að meta uppskeruna fyrr en síðasti pokinn er kominn í hús
Morgunblaðið/Eggert
Kartöfluræktin
» Kartöflur eru ræktaðar á um 550
hekturum lands sem er um 200 ha
minna en fyrir áratug.
» Uppskeran hefur verið 12.500 til
13.000 tonn í meðalári. Uppskeran á síð-
asta ári var aðeins um helmingur þess.
» Framleiðendum hefur fækkað. Talið er
að um 40 bú hafi mestallar tekjur sínar
af kartöflurækt.
Stefnt er að því
að útflutningur
hrossa hefjist á
ný 15. september
nk. eftir fjög-
urra mánaða hlé
vegna faraldurs
smitandi hósta.
Enn ber nokk-
uð á veikinni
víða um land og hefur smitið m.a.
viðhaldist í stóðhestagirðingum og
í öðrum hópum, sérstaklega þar
sem veikir hestar hafa komist í
snertingu við móttækilega hesta,
segir á heimasíðu Matvælastofn-
unar. Komið hefur í ljós að hestar
sem hafa gengið í gegnum veikina
geta tekið hana aftur. Margt bend-
ir þó til að hrossastofninn sé hægt
og sígandi að byggja upp nokkra
mótstöðu gegn þessum sjúkdóms-
valdi og að óbeint smit sé ekki
eins öflugt og áður.
Ekki hefur verið hægt að tengja
sjúkdóminn við neina þekkta
veirusýkingu í hrossum og ekkert
bendir til að veirusjúkdómur né
ónæmisbæling liggi að baki sjúk-
dómnum. Fullyrðingar um annað
eiga ekki við rök að styðjast, segir
á mast.is.
Útflutningur
á hrossum
eftir mánuð
Útför Bendikts Gröndal, fyrrverandi forsætisráðherra,
var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Séra Geir Waage í
Reykholti jarðsöng en Jóhann Friðgeir Valdimarsson
og Kammerkór Dómkirkjunnar sungu, organisti var
Kári Þormar. Kistuna báru Haukur Geir Gröndal, Árni
Gunnarsson, Karl Steinar Guðnason, Sighvatur Björg-
vinsson, Benedikt Karl Gröndal, Jón Baldvin Hanni-
balsson, Sigurður Guðmundsson og Eiður Guðnason.
Morgunblaðið/Eggert
Útför Benedikts Gröndal
Alls voru 2.315 einstaklingar á aldr-
inum 16-24 ára atvinnulausir í lok
júlí en 2.438 í lok júní eða um 17%
allra atvinnulausra. Fækkaði þeim
um 123 frá því í júní. Í júlí 2009 var
fjöldi atvinnulausra ungmenna 2.934
og hefur því fækkað um 619 á einu
ári. Þetta kemur fram í yfirliti
Vinnumálastofnunar.
Fjöldi þeirra sem hafa verið at-
vinnulausir lengur en sex mánuði er
nú 8.332. Hefur þeim fjölgað um 113
frá lokum júní og er um 61% þeirra
sem eru á atvinnuleysisskrá í lok
júlí. Þeim sem verið hafa atvinnu-
lausir í meira en eitt ár fækkar úr
4.526 í lok júní í 4.482 í lok júlí.
Skráð atvinnuleysi í júlí var 7,5%,
en að meðaltali voru 12.569 atvinnu-
lausir í þeim mánuði. Heldur hefur
dregið úr atvinnuleysi frá því í júní
þegar það mældist 7,6%. Atvinnu-
leysið er 7,4% meðal karla og 7,5%
meðal kvenna. Körlum á atvinnu-
leysisskrá fækkar um 437 en konum
fjölgaði hins vegar um 18.
Mest fækkar atvinnulausum hlut-
fallslega á Vesturlandi eða um 52
manns. Atvinnuleysið er 8,5% á höf-
uðborgarsvæðinu en 5,8% á lands-
byggðinni. Mest er það á Suð-
urnesjum 11,7%, en minnst á
Norðurlandi vestra 2,5%.
Yfirleitt batnar atvinnuástandið
frá júlí til ágúst m.a. vegna árstíða-
sveiflu. Í ágúst 2009 var atvinnuleysi
7,7% og minnkaði úr 8% í júlí.
Vinnumálastofnun áætlar að at-
vinnuleysið í ágúst minnki og verði á
bilinu 7,1%-7,5%.
Dregur úr atvinnu-
leysi hjá ungu fólki
Langtímaatvinnuleysi hefur aukist