Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 18

Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 18
SVIPMYND Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is „Það er lykilatriði að hreyfa sig nóg og hætta því ekki þó svo að árin færist yfir,“ segir Magnús Þór Helgason, fyrrverandi ökukennari, glaður í bragði. Hann segir góða heilsu sína byggjast á kröftugum göngutúrum árla dags, lífsgleði og léttri lund. Magnús Þór er fæddur frostaveturs- árið 1918 og verður 92 ára gamall á morgun, sunnudaginn 15. ágúst. Eiginkona Magnúsar Þórs lést fyrir nokkrum árum en hann lætur það ekki á sig fá þótt hann þurfi að búa einn. Kann best við sig í Boss Blaðamaður mælti sér mót við Magnús á tann- læknastofu Inga Gunnlaugssonar í Hafnarfirði en Magnús Þór og Ingi eru góðir vinir til margra ára þrátt fyrir þó nokkurn aldursmun. Magnús var vel til hafður og sat beinn í baki en hann segist aðeins klæðast fyrsta flokks fötum. Helst sé það fatnaður frá hinu þýska HUGO BOSS sem sé í uppáhaldi og jafnvel sokkarnir séu þaðan. Ingi bætir því við að það sé engu líkara en greifablóð renni um æðar Magnúsar Þórs því karlinn sé alltaf svo flottur. Hann er þó enginn spjátrungur því hógværð metur hann mikils. Magnús Þór er nýkominn úr hringferð um land- ið. Tilgangur ferðarinnar var ekki að skoða landið heldur að njóta akstursins. Hann er með ólækn- andi bíladellu að eigin sögn en hann hefur verið með ökuréttindi síðan árið 1937. Magnús Þór ók hringveginn einsamall á þrem- ur dögum, með viðkomu á Akureyri og á Egils- stöðum. „Fyrri hluta ferðarinnar fór ég rólega yf- ir en svo keyrði ég í einum rykk frá Egilsstöðum og heim til Keflavíkur.“ Hann starfaði lengi við bifreiðarrakstur og var til dæmis vörubílstjóri um 22 ára skeið. Eftir að hann hætti vörubifreiðarakstri vann Magnús Þór sem verkstjóri hjá Keflavíkurbæ í 16 ár og einnig um tíma sem ökukennari. Ást við fyrstu sýn Hann festi í vikunni kaup á glænýjum eðalvagni af Hondu-gerð. „Lengi vel ók ég aðeins Saab og ég átti slíka bíla í 40 ár en svo var ég hálfnarraður út í að kaupa Hondu fyrir fjórum árum og það var ást við fyrstu sýn,“ segir Magnús Þór sem skiptir oft um bíla en nýi bílinn er sá þriðji á jafnmörgum árum. Sífellt koma einhverjar nýjungar sem heilla og svo er leðurlyktin alltaf jafn tælandi segir hann og hlær. Hann býst þó ekki við að skipta oftar um bíl í þessu lífi. „Ég treysti því að ég fái úr mörgum bílateg- undum að velja hjá Drottni. Það væri agalegt ef þar væri eintómir Trabantar,“ segir Magnús Þór því þá vilji hann fresta himnaförinni sem lengst. Þéttsetinn bíll með unglingsdrengjum átti leið hjá þegar Magnús Þór sýndi blaðamanni hinn nýja eðalvagn. Það var augljóst að bíllinn féll í kramið því strákarnir hreinlega göptu af hrifn- ingu við að sjá þennan töffaralega bíl sem merkt- ur er einkanúmerinu „M. Þór“. Magnús Þór er búsettur í Hornbjargi í Keflavík en Suðurnesin hafa verið hans heimavöllur síðan hann flutti þangað á fermingarárinu. Hann á tvo syni og eina dóttur sem öll hafa erft bíladellu föð- ur síns. Dansar í hverri viku Hann hefur alla tíð lagt mikið upp úr hreyfingu þótt hann hafi aldrei verið mikill íþróttamaður sjálfur. „Ég æfði glímu með Ármanni sem ungur drengur en hætti því þegar ég flutti á Suð- urnesin.“ Nú gengur hann minnst þrisvar í viku og gerir leikfimisæfingar í framhaldinu. „Ég fer svo viku- lega á Nesvelli í Keflavík þar sem við gamla fólkið dönsum saman,“ segir Magnús Þór. Aðallega séu það gömlu dansarnir en einnig samkvæmisdansar og línudans. „Ég fæ að dansa við allar frúrnar því ekkert nenna þeir að dansa karlarnir,“ segir hann kank- vís. Hann segir dans holla íþrótt því hann haldi líkamanum mjúkum. „Svo er bara svo ljúft að að sveifla fögrum konum.“ Níræður töffari á níutíu Morgunblaðið/Eggert Frískur Magnús Þór Helgason úr Keflavík lætur hringveginn ekki vefjast fyrir sér þó svo hann sé kominn á tíræðisaldur. Hann brunar um þjóðveginn á glænýrri og vel útbúinni bifreið af gerðinni Honda Accord og er með einkanúmerið M Þór en það fékk hann sér þegar hann varð níræður árið 2008.  Fer í gönguferðir, iðkar leikfimi og dansar við fagrar konur  Festi kaup á glænýjum bíl 92 ára  Kann best við sig í fatnaði frá Boss og á nýbónuðum bíl 18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Stjórnlaganefnd hefur ákveðið að halda þjóðfund um stjórnarskrá helgina 6.-7. nóvember 2010. Stjórnlaganefnd var falið með lögum nr. 90/2010 að kalla saman þjóðfund þar sem miða skal við að þátttakendur verði um eitt þúsund talsins. Þeir verða valdir með slembiúrtaki þar sem þó verður gætt að eðlilegri skiptingu þátttakenda af land- inu öllu og að kynjaskipting verði sem jöfnust. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaga- nefndar, segir þjóðfundinn lið í endurskoðun á stjórnarskrá og undanfara stjórnlagaþings. „Eins og allir vita stendur til gagnger skoðun á stjórnarskránni og til þess verður kosið sérstakt stjórnlagaþing sem ekki hefur verið gert fyrr. Stjórnlagaþingið verður kosið í nóvember en stjórnlaganefndinni er ætlað að undirbúa starf stjórnlagaþingsins,“ segir Guðrún sem kveður lið í þessum undirbúningi vera að leitast við að fá fram grundvallarsjónarmið landsmanna. „Það hefur aldrei verið gert áður og heldur ekki annars staðar. Það vekur athygli langt út fyrir landsteinana. Meðal annars hafa vísinda- menn við stjórnsýslustofnanir og rann- sóknastofnanir í stjórnsýslu boðað komu sína hingað, þannig að þetta þykir mjög spennandi tilraun sem Íslendingar eru að gera,“ segir Guð- rún en fjölmennur þjóðfundur sem haldinn var í Laugardalshöll árið 2009 vakti einnig töluverða athygli. „Sá fundur var undirbúinn af mikilli kostgæfni og við getum margt lært af því. Við höfum leitað til hópsins sem hélt þann fund og þeir hafa verið ákaflega viljugir til að miðla reynslu sinni. Á fyrsta fund stjórnlaganefndar komu fulltrúar þeirra. Við leitum í smiðju þeirra en þessi fundur er mjög ólíkur hinum,“ segir Guðrún sem kveður þjóðfundinn 2009 hafa rætt gildi þjóðarinnar en þessi fundur þurfi að fjalla um afmarkaðra mál- efni. „Við viljum samt ekki stýra umræðunum þannig að fundinum verður skipt upp í meginefni en undir hverju efni eru mörg umræðuefni, en svo ræðst það af þátttakendum á hverju borði hvaða umræðuefni verða helst á dagskrá þar. Þetta verða hundrað borð að minnsta kosti.“ Þjóðfundur um stjórnarskrármálefni  Stjórnlaganefnd hefur boðað þjóðfund um málefni stjórnarskrárinnar 6.-7. nóvember  Leitað í smiðju hópsins sem annaðist skipulagningu þjóðfundarins 2009  Vekur athygli utan landsteina Morgunblaðið/Kristinn Málefni Þjóðfundurinn 2009 vakti mikla athygli. Þjóðfundur » Alþingi ákvað með lögum nr 90 frá árinu 2010 að skipa stjórnlaganefnd til undirbúa stjórnlagaþingið. » Meðal hlutverka nefnd- arinnar er að halda þjóðfund sem fjalla skal um málefni stjórnarskrárinnar. » Nefndina skipa Guðrún Pét- ursdóttir, formaður, Að- alheiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Njörður P. Njarðvík og Skúli Magnússon. Sjómaður sem áhöfn þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF LIF, sótti í nótt var ekki jafn alvarlega veikur og talið var í fyrstu. Sjúkraflugið tók tæpar fimm klukkustundir og vegalengdin var 510 sjómílur. Flug- vél frá Mýflugi flaug með þyrlunni. „Hlutverk fylgdarflugvélarinnar er að halda uppi stöðugum fjar- skiptum þegar þyrlan er komin svona langt frá fjarskiptamiðstöð og sömuleiðis að stytta viðbragðs- tíma ef eitthvað kemur fyrir þyrl- una,“ segir Thorben Lund, yfir- stýrimaður flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Flugvélin hafi líka það hlutverk að finna bestu loftlögin til að fljúga í á lengri ferðum. Samkvæmt reglum þurfi flugvél að fylgja þyrlunni þeg- ar farið sé lengra en 150 sjómílur frá landi. Fer lengst 235 sjómílur „Það lengsta sem þyrlan getur farið er 235 sjómílur frá landi. Það jafngildir um tveggja klukkustunda flugi að áfangastað,“ segir Thorben. Þar að auki sé reiknað með um 40 mínútum á vettvangi. Þegar heim sé komið sé jafnframt áskilið af ör- yggisástæðum að þyrlan hafi elds- neyti sem dugi í 40 mínútna flug. Þegar aðeins ein vakt er mönnuð hjá Gæslunni, eins og stundum vill verða sökum manneklu og fjár- skorts, má þyrlan ekki fara lengra út á haf en svarar 20 sjómílum. „Það er aðallega svo einhver geti komið og náð í okkur ef við förum í sjóinn,“ segir Thorben. Þyrlur séu ekki öruggustu flugtækin þó svo þær henti vel til björgunarverk- efna. hjaltigeir@mbl.is Reyndi á þolmörk þyrlunnar Flugvélin fór með til halds og trausts Starfsfólki umboðsmanns skuldara verður fjölgað á næstu vikum og ráðist í kynningu á embættinu og hlutverki þess. Á vef félagsmálaráðuneytis er haft eftir Ástu S. Helgadóttir, um- boðsmanni skuldara, að margir muni leita til embættisins á næstu vikum og mánuðum, meðal annars til að nýta sér úrræði sem felast í nýjum lögum og lagabreytingum sem tóku gildi 1. ágúst síðastlið- inn. Fleiri störf hjá um- boðsmanni skuldara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.