Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Rússinn Ígor Sútíagin var skilinn
eftir í London nú fyrr í sumar með
ný föt og 3.000 pund í vasanum.
Hann þráir hins vegar fátt meira en
að snúa aftur til Rússlands þó vinir
hans vari hann eindregið við.
Sútíagin er einn fjögurra njósnara
sem Bandaríkjamenn fengu í sumar í
skiptum fyrir 10 rússneska njósnara.
Handtaka rússnesku njósnaranna
vakti mikla athygli ekki síður en
njósnaraskiptin, sem Sútíagin er
ekki sáttur við.
„Auðvitað er ég ekki njósnari,“
segir Sútíagin í viðtali við New York
Times, en hann sat ellefu ár í rúss-
nesku fangelsi sem njósnari CIA.
Kæran byggir á störfum Sútíagins
fyrir breskt ráðgjafafyrirtæki, sem
Rússar segja lepp CIA, en hann
sendi því greiningar unnar upp úr
efni birtu í rússneskum fjölmiðlum.
Saga Sútíagins minnir um margt á
skáldsögu eftir Kafka. Hann var
handtekinn 1999 og sakaður um
landráð, sem hann staðfastlega neit-
ar. Það tók rússnesku leyniþjón-
ustuna fimm ár
og mikla lagaút-
úrsnúninga til að
fá kæruna til að
halda. Fyrsti
dómarinn vísaði
málinu frá, dóms-
hald var svo rofið
í miðjum mála-
ferlum númer tvö
og loks synjaði
dómari þriðju réttarhaldanna kvið-
dómi um að ákveða hvort upplýsing-
arnar væru í raun leyndarmál. Sútí-
agin sat í fangelsi allan tímann og
var loks dæmdur í 15 ára fangelsi.
Bandarísk yfirvöld hafa viður-
kennt að Sútíagin sé ekki bandarísk-
ur njósnari og segir Sútíagin rúss-
nesk yfirvöld hafa viðurkennt slíkt
hið sama fyrir sér í einrúmi. „Auðvit-
að veit ég [að kæran er svikin],“ hef-
ur hann eftir einum rannsóknar-
mannanna. „En ef við viðurkennum
það og leyfum þér að fara þá verðum
við lokaðir inni í staðinn.“
annaei@mbl.is
Þráir að komast
heim til Rússlands
Sat ellefu ár í rússnesku fangelsi fyrir
njósnir sem hann neitar að hafa framið
Ígor
Sútíagin
Matvendni hefur
lengi verið flokk-
uð sem lítið ann-
að en slæmir
mannasiðir og
hinir matvöndu
oft verið kallaðir
gikkir.
Nú eru vís-
indamenn við
Duke háskólann í
Norður-Karólínu
hins vegar að rannsaka matvendni.
Er nú unnið að alþjóðlegri skrá yfir
matvanda og vonast vísindamenn-
irnir til að komast að því af hverju
sumir geta ekki borðað vissar mat-
artegundir. Telja þeir ástæður þess
að sumir geta ómögulega borðað
brokkolí eða baunir e.t.v. vera arf-
gengar. „Þetta er nokkuð sem hefur
lítið verið rannsakað,“ hefur BBC
eftir dr. Nancy Zucker yfirmanni át-
raskanamiðstöðvar skólans. „Við
vitum í raun ekki hversu algeng
matvendnin er, né hvaða áhrif hún
hefur á líf fólks.“
Í verstu tilfellum getur matvendni
haft áhrif á vinnu, sambönd og fé-
lagslíf fólks og vonast nú einhverjir
hinna matvöndu til að matvendnin
fái alvarlegri stimpil í stað þess að
vera flokkuð sem barnaskapur .
Ástæður matvendn-
innar kunna að
leynast í genunum
Grænmeti Ekki
borða allir allan mat
BIKARINN
Hvetjum stelpurnar til dáða og tökum
fjölskylduna með!
Allir stuðningsmenn Vals og Stjörnunnar
eru hvattir til að mæta tímanlega og byggja
upp góða stemmningu fyrir úrslitaleikinn í
Visa bikarnum.
HOPPUKASTALARBOLTAÞRAUTIR
ANDLITSMÁLUN
PYLSUR OG
SVALI
Hátíðin hefst klukkan 14:30
SKEMMTIATRIÐI
Allir stuðningsmenn Vals og Stjörnunnar
eru hvattir til að mæta tímanlega og byggja
upp góða stemmningu fyrir úrslitaleikinn í
Vi a bikarnum.
Hátíðin hefst klukkan 14:30
FJÖLSKYLDU
HÁTÍÐ
VALS OG
VIÐ ÞJÓÐARLEIKVANGINN
LAUGARDAL
STJÖRNUNNAR
Ö
Pakistönsk stúlka gætir hér litla bróður síns í Sukkur í
Pakistan eftir að fjölskyldan flúði frá flóðasvæðum
landsins. Flóðin eru þau mestu í um 60 ára sögu lands-
ins og hafa nú kostað 1.600 manns lífið, auk þess sem
tvær milljónir manna hafi neyðst til að flýja heimili sín.
Aðstoð barst í gær frá bandaríska sjóhernum en
hjálparstofnanir hafa varað við hörmungum verði ekki
brugðist hraðar við. Von er á Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til Pakistan í dag
og mun hann heimsækja svæðin sem verst urðu úti.
Milljónir heimilislausar vegna flóða í Pakistan
Reuters
Vara við hörmungum í kjölfar flóðanna
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Borgarísjaki á stærð við Möltu sem
brotnaði úr Grænlandsjökli fyrir
skemmstu sýnir, að mati vísinda-
manna, að jökullinn bráðnar hraðar
fyrir tilstilli gróðurhúsaáhrifanna en
áður var talið.
Borgarísjakinn er sá stærsti
sem brotnað hefur úr jöklinum í
hálfa öld. Hann er 250 km² og brotn-
aði úr jöklinum á norðvesturhluta
Grænlands og gefur vísindamönn-
um, að sögn AFP-fréttastofunnar,
vísbendingar um það hvernig sjáv-
arstaða geti hækkað fyrir tilstilli jök-
ulsins á næstu áratugum. „Þetta er
viðvörun um breytingarnar sem við
erum að upplifa,“ hefur AFP eftir
Konrad Steffen, jöklafræðingi við
háskólann í Colorado. En Steffen
hefur yfirumsjón með Grænlands-
hluta skýrslu Sameinuðu þjóðanna
um gróðurhúsaáhrifin. Segir hann
jökulinn nú minnka hraðar en áður.
„Jökullinn minnkar nú um 350 km³ á
ári og það er meira en tvisvar sinn-
um magn allra jökla sem eru í Ölp-
unum.“ Hverfi Grænlandsjökull
kunni sjávarstaða að hækka um eina
fimm metra á heimsvísu.
Helstu sérfræðingar telja þó
ólíklegt að til þessa komi næstu tvo
áratugi. Ola Johanssen, sérfræðing-
ur við háskólann í Björgvin í Noregi,
bendir á að eftir því sem jökullinn
skríði fram verði hann þynnri og sé
líklegri til að brotna. Slíkt sé nátt-
úrlegt ferli og þurfi ekki að tengjast
gróðurhúsaáhrifum.
Margir vísindamenn hafa þó
horfið frá þeirri skoðun að íshellan
haldist nokkuð stöðug. „Við sögðum
alltaf að suðurhluti Grænlandsjökuls
væri sá hluti þar sem ísinn bráðnaði
og við þyrftum ekki að hafa áhyggjur
af norðurhlutanum,“ segir Steffen.
„Þetta er ekki lengur rétt. Norður-
hlutinn er farinn að minnka með
sama hraða.“
Jökullinn bráðnar
hraðar en áður var talið
Stærsti ísjaki sem brotnað hefur úr Grænlandsjökli í 50 ár