Morgunblaðið - 14.08.2010, Qupperneq 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
✝ Sigurjón Jónssonfæddist í Þver-
spyrnu Hrunamanna-
hreppi 22. nóvember
1921. Hann lést á
Kumbaravogi 2. ágúst
2010.
Sigurjón var sonur
hjónanna í Þver-
spyrnu Jóns Guð-
mundar Jónssonar, f.
1888, d. 1965, og Guð-
laugar Eiríksdóttur, f.
1895, d. 1988, og næst-
elstur barna þeirra.
Systkini Sigurjóns
eru: Eiríkur Jónsson, bóndi á Berg-
hyl, Hrunamannahreppi, f. 1920, d.
2005, Sigríður Jónsdóttir, verkakona
í Reykjavík, f. 1923, d. 2002, Kristinn
Jónsson, lengst ráðunautur á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð, f. 1926, d. 2005,
Guðmundur Jónsson, smiður og
bóndi á Birnustöðum, Skeiðum, f.
1927, Sigrún Jónsdóttir, ljósmóðir í
Reykjavík, f. 1929, Guðrún Jóns-
dóttir, húsmóðir í Mosfellsbæ, f. 1933,
Stefán Jónsson, húsa-
smiður á Selfossi, f.
1934, Ásta Jónsdóttir,
húsmóðir í Kópavogi,
f. 1936, og Valgeir
Jónsson, bóndi í Þver-
spyrnu, f. 1939.
Sigurjón ólst upp í
Þverspyrnu við al-
menn sveitastörf eins
og tíðkaðist á þeim
tíma. Hann var ráðs-
maður á Kálfatjörn á
Vatnsleysuströnd vet-
urinn 1940-1941. Á
fimmta og sjötta ára-
tug síðustu aldar vann Sigurjón fyrst
við vörubílaakstur og síðar lengi á
skurðgröfu í Hrunamannahreppi og
víðar. Hann tók við búi í Þverspyrnu
árið 1956 og bjó þar alla tíð upp frá
því, síðar ásamt Valgeiri bróður sín-
um. Sigurjón var á dvalarheimilinu
Kumbaravogi síðustu æviár sín.
Sigurjón verður jarðsettur frá
Hrunakirkju í dag, 14. ágúst 2010, og
hefst athöfnin kl. 14.
Ég var fjögra ára þegar ég kynntist
Sigga. Mamma kom sem ráðskona í
Þverspyrnu og þar ólst ég upp fram
undir tvítugt. Fljótt fór ég að stússa
með Sigga í búverkum og því sem á
daga dreif. Hann var hlýr maður og
lét gott af sér leiða hvarvetna. Vinnu-
samur og ósérhlífinn. Hafði gott
verksvit og gerði mikið á stuttum
tíma án hávaða. Að jafnaði frekar
glaðlyndur og skipti sjaldan skapi.
Góð fyrirmynd og gæfa að hafa fengið
að njóta hans samfylgdar í uppvext-
inum. Seinna nutu eldri synir mínir
þess líka um tíma. Siggi hafði ótrúlegt
umburðarlyndi fyrir alls konar vit-
leysu sem mér datt í hug. Eitt sinn
bjargaði hann kannski lífi mínu, eða
forðaði mér a.m.k. frá því að stórslas-
ast. Ég hafði klifrað upp í hlöðumæni
til að hengja upp kaðal fyrir spröngu.
Svo missti ég takið og datt þráðbeint
niður um 10 metra. En Siggi hafði
verið að fylgjast með mér, greip mig í
fallinu og ég slapp nánast ómeiddur.
Siggi lifði tímana tvenna og var
einn þeirra sem með dugnaði sínum
gjörbyltu lífskjörum Íslendinga á síð-
ustu öld. Um fermingu fór hann eins
og tíðkaðist að reka fé til slátrunar
alla leið til Reykjavíkur. Það tók
nokkra daga og mig minnir að fyrsta
dagleiðin hafi verið í Skeiðaréttir,
önnur í Ölfusið og þriðja daginn var
rekið yfir Hellisheiðina. Stundum var
safnið náttað í Árbænum þar sem ég
bý núna og er það dæmi um breyt-
ingar á einni mannsævi. Þegar Siggi
komst á fullorðinsár fór hann að aka
vörubílum, en þó mun lengur að vinna
á beltagröfum. Eftir stríð voru marg-
ar mýrar í Gull-Hreppunum og nær-
sveitum þurrkaðar og breytt í rækt-
arland. Siggi sagði mér stundum frá
þessari vinnu. Gröfurnar voru
skrapatól og biluðu mikið. Stöðugur
barningur var að halda þeim gang-
andi og á floti í blautum mýrunum.
Með tímanum náðu gröfumennirnir
þó ótrúlega góðum tökum á þessu.
Sagði líka að þetta hefði reynt mikið á
líkamann, sérstaklega fæturna. Lík-
lega hefur hann þó haft nokkrar
tekjur af þessu, altént sagði hann að
þær hefðu aukist mikið þegar tekin
var upp akkorðsvinna í stað tíma-
kaups. Svo tók Siggi við búskap í
Þverspyrnu og smátt og smátt dró úr
vinnu útífrá. Hann byggði gott íbúð-
arhús árið 1957 og síðar ýmis útihús.
Á efri árum minnkuðu búverkin.
Hann las mikið og hlustaði á útvarp.
Fáir veðurfréttatímar fóru fram hjá
honum enda hafði hann gaman af því
að spá í tíðarfarið eins og títt er hjá
þeim sem lifa á því sem jörðin gefur.
Yfirleitt gat maður gengið að mentol
hálsbrjóstsykri vísum á skrifborðinu
þar sem hann skrifaði í fjárbækurnar
innan um búnaðarblaðið Frey,
markaskrána og önnur merkileg al-
þýðufræði.
Þegar heilsunni hrakaði flutti Siggi
á dvalarheimilið á Kumbaravogi þar
sem hann dvaldi síðustu árin. Hann
fékk góða aðhlynningu hjá frábæru
starfsfólki sem ber að þakka. Ég
reyndi að heimsækja Sigga af og til á
þessum tíma. Hann var oftast hress
og æðrulaus eins og hans var vandi.
Hafði gaman af því að rifja upp gamla
tíma og tala um sveitunga sína og ná-
granna. Hann hélt góðu minni og
skýrri hugsun fram undir það síðasta.
Megi Guð blessa minningu um góðan
mann.
Þorsteinn Sverrisson.
Við systurnar viljum þakka Sigga
vini okkar fyrir góðu árin sem við átt-
um saman á Þverspyrnu. Á þessum
tímamótum rifjast upp fyrir okkur
ótal góðar minningar þegar við vorum
þar í sveit ungar að árum. Útreiðar-
túrarnir á Hetju gömlu og Brynju,
alltaf var Siggi til í að koma með okk-
ur og voru margir leiðangrarnir farn-
ir, m.a. inn á Hrunakrók í berjamó og
náttúruskoðun. Þarna lærðum við
systur að ganga í öll störf svona eins
og gengur á stóru og mannmörgu
bóndabýli.
Okkur eru minnistæð öll samtölin
sem áttu sér stað, þar sem heimsins
mál voru rædd í eldhúsinu yfir kræs-
ingum frá Unnu eða í herbergjunum
þegar þreyttir vinnumenn lögðu sig
gjarnan eftir mjaltir eða hádegismat.
Þá skipti engu máli á hvaða aldri þeir
voru sem tóku þátt í umræðunum.
Alltaf hefur heimilisfólkið á Þver-
spyrnu tekið okkur fagnandi og börn-
in okkar hafa fengið að finna lykt af
sveitasælu og sauðburði. Þau hafa
fengið að fara á hestbak og fyrir þetta
erum við ævinlega þakklátar. Eftir að
heilsu Sigga hrakaði og hann fór á
Kumbaravog fórum við systur í heim-
sókn þangað. Hann var glaður að sjá
okkur og virtist sáttur við dvöld sína
þar. Elsku Siggi, farðu í friði og takk
fyrir að vera vinur okkar í öll þessi ár.
Við sendum samúðarkveðjur til
heimilisfólksins á Þverspyrnu og ann-
arra ættingja og vina Sigga.
Guðrún Ellen og Hrafnhildur
Halldórsdætur.
Fallinn er nú frá Sigurjón Jónsson,
bóndi í Þverspyrnu í Hrunamanna-
hreppi, í hárri elli. Í mínum huga og
margra annarra er hann alltaf hann
Siggi okkar eða Siggi frændi. Við
krakkarnir í Þverspyrnu ólumst upp
með Sigga, og hann kannski með okk-
ur. Allavega er öll bernskan umvafin
minningum um hann Sigga. Hann var
bóndi í bestu merkingu þess orðs,
unni jörðinni og skepnunum og leið-
beindi okkur krökkunum strax til að
verða þátttakendur og hjálpa til við
búskapinn eftir aldri og ástæðum.
Það voru ófáar pælingarnar, spáð í
kindur og annan búfénað og sýslað
með skepnurnar, hvort sem það var
að þylja upp öll nöfn og númer á kind-
unum eða að spá og spekúlera í hvað
myndi nú reynast besta ræktunin.
Þarna naut Siggi sín best og þó hann
væri í raun hlédrægur og hefði ekki
hátt um vitneskju sína, þá var hann
mjög fróður maður og vel lesinn og
glöggur á skepnur og börn. Þannig
minnist ég Sigga frænda sem ein-
staks frænda sem var okkur afar góð-
ur og gott að leita til, hvort sem það
var vegna málefna um daginn og veg-
inn eða sníkja af honum nammi.
Ef einhver eftirmæli ættu við Sigga
væru þau, að þar færi góður maður
sem vildi öllum vel. Þó hann ætti ekki
börn sjálfur held ég að við krakkarnir
í Þverspyrnu höfum alltaf verið
krakkarnir hans í hans augum. Þann-
ig var það gagnkvæmt að Siggi var og
er alltaf órjúfanlegur hluti af lífi okk-
ar og eftir hann Sigga okkar liggja
ekkert nema góðar minningar. Hann
var ekki maður sem hafði hátt eða bar
vandamál sín á torg. Í raun held ég að
hann hafi haft jarðsamband við flesta
hluti og það var alltaf friður í kringum
Sigga. Siggi minn, þú mátt vita að þín
verður minnst. Þín verður minnst
vegna glettninnar, útreiðartúrann,
samræðnanna í leik og starfi, góða
skapsins, léttleikans og umfram allt
góðmennsku þinnar og mannkosta.
Far þú í friði. Blessuð sé minning þín.
Jón G. Valgeirsson og fjölskylda.
Austurkrókur nefndist byggðin
milli Stóru-Laxár og Litlu-Laxár
norðan við heimalönd Sólheima og
Hruna í Hrunamannahreppi. Næst
syðstu núverandi afréttarlöndum
Hrunamannahrepps, Hrunaheiðum,
er Hrunakrókur austast, hann fór í
eyði 1901. Þá er Kaldbakur, þar lagð-
ist búskapur af 2001. Vestast eru
Kluftir sem fóru í eyði 1954. Sunnan
við Kaldbak var stórbýlið Hörgsholt,
þar var síðast búið 1973.
Í Jarðabók 1708 er getið um tvær
hjáleigur frá Hörgsholti, Vestannepju
og Þverspyrnu. Hin fyrrnefnda var
nálægt Litlu-Laxá, næst landi Kald-
baks, en sú síðarnefnda næst Hruna.
Nöfnin eru sérkennileg, mynduð af
staðháttum með áþekkum hætti:
Vestannepjuna leggur inn með Berg-
hylsfjalli, oft með útsynningséljum,
en sunnan við Þverspyrnu liggja ásar
svo þétt og þröngt að líkja má við
spyrnu gegn umferð í Austurkrókinn.
Hjáleigur þessar hlutu ólík örlög.
Vestannepja reyndist óbyggileg.
„Sumir kölluðu hana upp á spott
Handarprýði,“ segir jarðabókin, „og
aðrir Skrautholt.“ Þar var síðast búið
1757. Þverspyrna varð hins vegar lög-
býli og er nú eina jörðin í Austur-
króknum þar sem búið er að nútíma-
hætti með ræktun og endurnýjun
tækja og húsakosts. Síðan 1881 hefur
sama ættin búið þar í fjóra ættliði og
er svo að sjá sem búskapur taki þar
fyrst að eflast með tilkomu hennar.
Og þetta yfirlit er fest á blað af því til-
efni að einn sterkasti meiður hennar,
kær nágranni og velgerðarmaður
minn á bernskudögum, Sigurjón
Jónsson, lést 2. ágúst sl.
Um leið rifjast upp sú þakkarskuld
sem bernskuheimili mitt stóð í við for-
eldra hans, þau merku heiðurshjón,
manna skilningsríkust og reiðubúin
til liðveislu þegar hennar var mest
þörf. Sama á við um heimili þeirra og
verður aldrei fullþakkað.
Þegar að því kom að sveitabúskap-
ur stóð og féll með ræktun og vélvæð-
ingu um miðja síðustu öld voru Þver-
spyrnuhjónin tekin að reskjast og
börn þeirra að flytjast að heiman eitt
af öðru. Þá kom það í hlut Sigurjóns
að standa fyrir þeim umbótum sem
búið kallaði á – og taka við því af for-
eldrum sínum 1957 til að létta þeim
lífið og firra ævikvöldið áhyggjum.
Hann vann sjálfur á skurðgröfu og
gerði hið mikla votlendi, Þverspyrnu-
flóðin, að grasmiklum töðuvelli. Hann
var góður smiður eins og flestir Þver-
spyrnumenn og allar nýsmíðar og
byggingar báru vitni um vandvirkni
þeirra. Mjólkursalan var lyftistöng
búsins, fjós byggt samkvæmt ýtrustu
kröfum um hreinlæti. Samvinna um
mjólkurflutninga í Austurkróknum
minnir eins og önnur samskipti á
hjálpfýsi Sigurjóns, glaðværð og
hlýju. Þegar yngsti bróðir hans hafði
eignast fjölskyldu og hugði á búskap
1968 var jörðin honum til reiðu, þeir
bræður bjuggu saman til ársins 1997,
og illa þekkti ég Sigurjón ef bróður-
börn hans hafa ekki notið umhyggju
hans og góðvildar.
Þeir sem verja ævi sinni án þess að
krefjast neins sér til handa annars en
gleðinnar af því að sjá verk sín verða
öðrum að liði eru stundum nefndir
hetjur hversdagslífsins. Sigurjón í
Þverspyrnu var ein þeirra.
Með einlægri samúðarkveðju til
Þverspyrnufólks,
Kristinn Kristmundsson
frá Kaldbak.
Sigurjón Jónsson ✝
Móðir okkar,
ERLA GEIRSDÓTTIR,
Hamrahlíð 31,
er látin.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Helga Björnsdóttir,
Geir Björnsson,
Halldóra Björnsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástrík eiginkona, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSTRÍÐUR SVEINSDÓTTIR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
er lézt föstudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. ágúst
kl. 15.00.
Jarðsett verður í Hafnarfirði.
Magnús Ingi Sigurðsson
Helga Jóna Ólafsdóttir, Ásgeir Friðsteinsson,
Edda Ólafsdóttir,
Þóra Ólafsdóttir, Aad Groeneweg,
Sigríður Margrét Magnúsdóttir,Björn Jónsson,
Kristín María Magnúsdóttir, Jón Magnús Sveinsson,
Herta Maríanna Magnúsdóttir, Arthur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
ÁGÚST HÖRÐUR HELGASON
læknir,
Houston, Texas,
lést föstudaginn 6. ágúst, útförin hefur farið fram.
Kolbrún Helgason,
Þórunn Helgason,
Sigríður Helgason, James John San Filippo,
Barbara Birna Helgason,
systkini og vandamenn hins látna.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
FANNEY ÞORSTEINSDÓTTIR,
frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum,
áður til heimilis að,
Rauðarárstíg 34,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
11. ágúst.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík
fimmtudaginn 19. ágúst kl. 15.00.
Hilmar Reynir Ólafsson, Anna Jónmundsdóttir,
Þorsteinn Gunnar Tryggvason, Ósk Sigurrós Ágústsdóttir,
Ketill Rúnar Tryggvason, Laugheiður Bjarnadóttir,
Sigurður Sævar Tryggvason, Jóhanna Hermannsdóttir,
Erlendur Viðar Tryggvason, Harpa Arnþórsdóttir,
Lilja Björk Tryggvadóttir, Guðlaugur Arason,
Tryggvi Tómas Tryggvason, Anna Scheving Hansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn
8. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningakort Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, sími 525-0000.
Jóna Gísladóttir,
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Kristín Pálsdóttir,
Axel Jónsson, Þórunn María Halldórsdóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Óskar Jóhannsson,
Ragnheiður Sigurðardóttir, Guðmundur Jóhannesson,
Björg Sigurðardóttir, Gunnar Haukur Gunnarsson,
Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir, Þröstur Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.