Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.2010, Blaðsíða 30
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 ✝ Auður Jónasdóttirfæddist í Reykja- vík 1. apríl 1913. Hún lést í Reykjavík 6. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Guðrún Stefánsdóttir frá Granastöðum í Köldu- kinn í Suður- Þingeyjarsýslu, f. 5. október 1885, d. 15. janúar 1963, og Jónas Jónsson frá Hriflu í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu, skóla- stjóri, alþingismaður og ráðherra, f. 1. maí 1885, d. 19. júlí 1968. Systir Auðar var Gerður, f. 1916, d. 2007, hennar maður var Eggert Steinþórsson læknir, f. 1911, d. 1999. Hinn 12. júlí 1935 giftist Auður fyrri manni sínum, Ragnari Ólafs- syni lögfræðingi, f. 1906, d. 1982. Hann var sonur Ólafs Ólafssonar hreppstjóra í Lindarbæ í Holtum og konu hans Margrétar Þórðardóttur. Þau skildu. un. Börn Atla eru María Mínerva og Emilía. Auður var óreglulegur nemandi við Samvinnuskólann 1930–32 og stundaði nám í sumarskóla í Oxford 1928, í Bernival í Frakklandi 1929 og Lyngeby í Danmörku 1931. Hún fór í húsmæðraskóla í Stokkhólmi, Statens skolköksseminarium och hushållsskola, 1933-1934. Hún rit- aði heimilisþætti í Samvinnuna 1935–1939. Hún stundaði nám við Húsmæðrakennaraskólann 1950- 1952. Hún fór í kynnisferðir til Sví- þjóðar og Danmerkur árið 1957 til að kynna sér skólaeldhús. Var hús- stjórnarkennari við Austurbæj- arskólann í Reykjavík 1958-1977 og við Fellaskóla 1977-1979. Hún sótti fjölda námskeiða innanlands. Auð- ur ólst upp á Skólavörðustíg 35 og í Sambandshúsinu. Á fullorðinsaldri bjó hún lengst af á Ljósvallagötu 8 í Reykjavík nema í fimm ár sem hún sá um heimili föður síns í Hamra- görðum, Hávallagötu 24. Síðustu sjö árin dvaldist hún á hjúkr- unarheimilinu Grund, Hringbraut 50. Útför Auðar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 12. ágúst 2010 að ósk hinnar látnu. Hinn 10. september 1938 giftist Auður seinni manni sínum, Steinþóri Sigurðs- syni, náttúrufræðingi, f. 11. janúar 1904, d. 2. nóvember 1947. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson skólastjóri Barna- skóla Reykjavíkur og Anna Magnúsdóttir kennari. Börn Auðar og Steinþórs eru: 1) Sigurður, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, f. 29. september 1940, maki Helga Þórarinsdóttir sagnfræð- ingur, f. 1943, d. 2008. Börn þeirra eru Steinþór og Ragnheiður. Börn Steinþórs eru Ásgerður og Sólveig. Börn Ragnheiðar eru Sigursteinn og Sigurður. Sambýliskona Sig- urðar Steinþórssonar er Hanna Gunnarsdóttir, f. 1942. 2) Gerður, íslenskufræðingur, f. 17. apríl 1944, maki Gunnar Stefánsson, f. 1946. Börn þeirra eru Atli, Svava og Auð- Móðir mín, Auður Jónasdóttir, bar nafn landnámskonunnar djúpúðgu. Hún var dökk yfirlitum og dul í skapi, góður hlustandi. Hún var að mörgu leyti á undan sinni samtíð, ferðaðist mikið um Ísland, bæði um byggðir og óbyggðir á þeim tíma sem slíkt var fá- gætt. Þá ferðaðist hún mikið um Evr- ópu, en einnig um Bandaríkin, skoð- aði meðal annars hina miklu þjóðgarða þar. Útivist varð hennar hjartansmál, varla leið sá dagur að hún færi ekki út að ganga. „Er það mamma þín sem er á hjólinu?“ spurðu krakkarnir í götunni mig. Á þessum tíma sást varla fullorðið fólk á hjóli, hvað þá mömmur. En hún sagði mér að allir hjóluðu í löndum eins og Dan- mörku. Við áttum síðar eftir að hjóla um Snæfellsnes með tveimur vinkon- um hennar og sváfum í tjaldi. Á vetr- um fór mamma með okkur systkinin á skíði og oft vorum við í skíðaskálum um páska. Mamma varð ein fyrsta konan hér á landi til að taka bílpróf. Í æsku minni átti hún Willys-jeppa sem hún notaði aðeins á sumrin til ferða- laga. Þegar ég lít til baka sé ég áhrifin frá foreldrum mömmu sem bæði höfðu mikla þrá til ferðalaga. Milli þeirra systra voru miklir kærleikar alla tíð, en Gerður var þremur árum yngri. Þær ólust upp í Sambandshús- inu. Um föður hennar stóð styrr en hún taldi æskuheimili sitt eitt það hamingjuríkasta sem hún kynntist og þakkaði það móður sinni, sem hún mat mest allra. Í viðtali sem Valgeir Sigurðsson tók við mömmu árið 1978, „Fagurt er á fjöllunum núna“, segir hún frá því hvernig áhuginn á útivist var vakinn í uppvextinum. Faðir hennar tók þær systur á sunnudagsmorgnum niður að sjó og sagði þeim frá lífi fuglanna og því sem fyrir augun bar í nátt- úrunni. Einnig dvöldu þær systur í æsku tvö sumur erlendis með foreldr- um sínum, við hinn fagra Harðang- ursfjörð í Noregi og síðar við Erm- arsund í Frakklandi. Sá tími var bjartur í minningu systranna því að þá var fjölskyldan saman í friði fjarri skarkalanum heima á Íslandi. Og fað- irinn notaði tímann til að semja kennslubækur. Í viðtalinu nefndi mamma hvernig áhugi hennar á óbyggðunum vaknaði og minntist sér- staklega ferðar í Kerlingarfjöll með manni sínum og öðru ferðafélagsfólki við gerð árbókar. Þar kynntist hún veðrabrigðum öræfanna. Síðar fékk ég að fara með henni í tvær langar óbyggðaferðir um Ódáðahraun, Sprengisand og Kjöl. Einnig sýndi hún mér söfn og glæstar byggingar Kaupmannahafnar og Parísar, Rínar- dalinn og Frönsku Rívíeruna. „Er mamma þín milli?“ spurðu krakkarn- ir í götunni mig. Á þessum tíma var það nefnilega harla sjaldgæft að börn færu í ferðalög til útlanda. Á þennan hátt veitti hún mér hlutdeild í því sem hún mat mest úr eigin bernsku. Mamma var forsjál kona. Fyrir átján árum gekk hún frá erfðaskrá sinni, skipti málverkunum milli barna- barnanna og sagði fyrir um útför sína. Síðan minntist hún aldrei á það aftur. Hún kvaddi hljóðlega, þessi sterka, sjálfstæða kona, þegar hún hélt í sína hinstu för. Blessuð sé minning henn- ar. Gerður Steinþórsdóttir. Á hlýjum ágústdegi kvaddi Auður Jónasdóttir heiminn. Hún var hátt á tíræðisaldri og þrekið mjög þorrið, en samt kom andlátið óvænt og skyndi- lega, var friðsælt og þjáningarlaust. Þannig lauk hún sinni löngu ævi með reisn, eins og hún hafði lifað með reisn. Það eru meira en fjörutíu ár frá því kynni mín af Auði hófust er ég gerðist tengdasonur hennar. Alla tíð síðan hefur hún verið mér sem besta móðir. Hún hefur ætíð verið miðpunktur og kjölfesta fjölskyldunnar. Það var ekki svo að hún sæktist opinskátt eftir slíku hlutverki. Þetta kom af sjálfu sér af því að hún var slík persóna: traust, heilsteypt, fastlynd, greind og raunsæ. Hún leyfði hverjum og einum að vera sá sem hann var, með styrk sínum og veikleika, en var alltaf reiðubúin að styðja, hjálpa og leiða ef með þurfti. Samt var Auður ekki fjöl- skyldumóðir sem leggur allt í að þjóna öðrum og þokar sjálfri sér til hliðar. Til þess var hún of sterkur persónuleiki. Hún naut lífsins, sinnti sínum áhugamálum og gladdist með vinum og vandamönnum hóglátri gleði því tilfinningasemi var henni fjarri. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en var ekki dómgjörn, heldur umburðarlynd og skilningsrík. Mér er það glöggt í minni þegar ég kom fyrst á heimili Auðar sem þá var í Hamragörðum, Hávallagötu 24, hús- inu sem Sambandið byggði fyrir Jón- as frá Hriflu og Guðrúnu Stefánsdótt- ur þegar þau fluttu úr skólastjóraíbúðinni í Sambandshús- inu. Í því húsi höfðu æskuár Auðar liðið. Jónas var enn á lífi þegar ég kom í fjölskylduna, aldraður maður með mikla sögu að baki. Um hann stóð fyrrum meiri styrr en aðra menn, þótt nú væri kyrrð komin á. Ef til vill höfðu þeir stríðu vindar sem um hann blésu átt sinn þátt í að þjappa fjölskyldunni enn þéttar saman en ella. Það fyrsta sem maður skynjaði var hin órofa samstaða, ást sú og um- hyggja sem þetta fólk bar hvað til annars, ekki síst systurnar Auður og Gerður. Í bréfi til þeirra við andlát Jónasar lýsti Sigurður Nordal, guð- faðir systranna, æskuheimilinu sem óvenjulegri kærleiksheild. Og það hugarþel lifði áfram þótt elsta kyn- slóðin hyrfi af sjónarsviðinu. Þegar í stað var ég tekinn inn í þennan hlýja skjólgarð. Það er gæfa sem ekki verð- ur fullþökkuð og þar er hlutur tengdamóður minnar mestur. Á kveðjustund vil ég líka minnast þess með þakklæti hver vinkona og heilla- stoð hún var aldraðri móður minni, Rannveigu Stefánsdóttur, allan þann tíma sem þær voru samvistum. Og nú er þessu ævintýri lokið, löngu og fögru lífi mikilhæfrar konu. Auður Jónasdóttir var ekki það sem almennt er kallað trúuð kona. Hún var þó fjarri því að virða lítils trú ann- arra. Í kristindómi er rætt um tvenns konar ást, ást Guðs og manns og ást manns á manni. Hún sagði einu sinni við mig að í hennar huga væri for- eldrakærleikurinn sem hún skynjaði ung í garði móður og föður æðsta birt- ing guðdómsins. Í ljósi þeirrar trúar kveð ég tengdamóður mína og bið Auður Jónasdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁRNI SKARPHÉÐINSSON, lést fimmtudaginn 12. ágúst á Heilbrigðis- stofnuninni Hvammstanga. Kristín Árnadóttir, Jón Óli Sigurðsson, Árni Þór Óskarsson og systkyni hins látna. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, VILBORG JÓNSDÓTTIR, Þrastarlundi 4, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans Kópavogi þriðjudaginn 10. ágúst. Útför fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 13.00. Ágúst Ingólfsson, Agnar Jón Ágústsson, Ari Daníel Agnarsson og systkini hinnar látnu. ✝ Elskuð móðir okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áður á Langholtsvegi 8, Reykjavík, lézt á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt fimmtudagsins 12. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Valur Jensson, Karitas Jensdóttir, Kolbrún Jensdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og frænka, AUÐUR INGRÚN GÍSLADÓTTIR (JONSSON), Kaliforníu, Bandaríkjunum, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 12 . ágúst. Hákon Arnar Jónsson, Jón Hákonarson, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUNNARSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Lundi 1, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, María S. Magnúsdóttir, Hafdís Guðmundsdóttir, Manuel Gissur Carrico, Gunnar Guðmundsson, Ingunn Lára Brynjólfsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær kona mín, móðir okkar og dóttir, LAURA BERGS, lést föstudaginn 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Að ósk hinnar látnu eru minningargreinar afþakkaðar. Björn Baarregaard Alfreðsson, Björn Gauti Björnsson, Gyða Elín Björnsdóttir, Kristín Björg Björnsdóttir, Jón H. Bergs, Gyða Bergs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.