Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
ir degi. Að leiðarlokum er því margs
að minnast og gleðjast yfir. Við sem
enn lifum söknum vinar í stað. Við
þökkum Auði góð kynni og biðjum
henni og fjölskyldu hennar allrar
blessunar og vottum þeim samúð.
Erla Kristinsdóttir, sem búsett er í
Bandaríkjunum sendir innilegar sam-
úðarkveðjur heim.
Ásta, Benný, Erla, Guðlaug,
Sigurlaug og Þóra.
Þegar mér barst fregnin um andlát
Auðar Jónasdóttur þá komu upp í
hugann margar góðar minningar frá
liðnum tíma. Hér á árum áður tókst
mikil og góð vinátta á milli foreldra
minna, Elnu og Unnsteins Ólafssonar
skólastjóra, og Guðrúnar Stefáns-
dóttur og Jónasar Jónssonar frá
Hriflu og sú vinátta hefur haldist á
milli afkomendanna allt fram á þenn-
an dag.
Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj-
um í Ölfusi var stofnaður 1939. Um
svipað leyti byggðu Jónas og frú Guð-
rún sumarbústað í landi Reykja, sem
gefið var nafnið Fífilbrekka. Síðar
byggðu dætur þeirra hjóna, Auður og
Gerður, bústaðinn Systrastapa þar
hjá.
Næsta aldarfjórðunginn dvöldu
þau löngum á Reykjum á sumrin er
stundir gáfust frá annasömum störf-
um. Mikill samgangur var á milli
heimilanna sem aldrei bar neinn
skugga á. Vinátta og virðing ein-
kenndi ætíð samskiptin á milli fólks-
ins.
Jónas og frú Guðrún voru mjög
áhugasöm um alla ræktun og fegrun
umhverfisins. Þau komu upp falleg-
um trjágarði umhverfis Fífilbrekku
og ræktuðu ávexti og matjurtir í
heimilisgróðurhúsinu með góðri hjálp
fjölskyldunnar.
Við sem börn og unglingar minn-
umst með gleði og þakklæti allra sam-
verustundanna.
Ætíð var komið fram við okkur
með hlýju viðmóti, það var hlustað á
okkur og talað við okkur eins og við
værum fullorðið fólk.
Umhyggja þeirra systra fyrir for-
eldrum sínum var einstök og ekki er
hægt að hugsa sér ástríkara og feg-
urra samband á milli foreldra og
barna.
Það var mikið áfall er eiginmaður
Auðar, Steinþór Sigurðsson, náttúru-
fræðingur, lést í blóma lífsins er hann
vann við rannsóknir í Heklugosinu
1947. Systrastapi á Reykjum var
bækistöð í þeim rannsóknum. Stein-
þór var mikill mannkostamaður og
merkur vísindamaður sem var sárt
saknað af öllum þeim sem til hans
þekktu.
Góða minningu eigum við hjónin
frá í júní 1968 en þá bjuggum við í Fíf-
ilbrekku ásamt ungri dóttur okkar. Á
skírnardeginum hennar hittist svo vel
á að Auður og Gerður komu með föð-
ur sinn og aldraða systur hans, Frið-
riku, í heimsókn til okkar. Við gátum
því boðið þeim til veislu eins og þau
höfðu svo oft áður gert í Fífilbrekku
og átt með þeim ánægjulega sam-
verustund. Framtíð staðar og skóla á
Reykjum var Jónasi alla tíð mjög
hugleikin. Jónas lést i júlí það sama ár
en frú Guðrún lést 1963.
Er faðir okkar féll frá á besta aldri
1966 reyndust Jónas og þær systur
Auður og Gerður móður okkar sem
sannir vinir og létu sér mjög annt um
velferð hennar. Það var ómetanlegt
að eiga þau og fjölskyldur þeirra að,
jafnt á gleðistundum sem og á sorg-
arstundum og þegar erfiðleikar steðj-
uðu að.
Auður var merk og mikilhæf kona.
Öll samskipti okkar við hana ein-
kenndust af mikilli vináttu og tryggð.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
fjölskyldu okkar þakka Auði fyrir allt
það sem hún var okkur. Það er með
djúpri virðingu og þakklæti sem við
þökkum henni fyrir samfylgdina.
Blessuð sé minning hennar.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Grétar J. Unnsteinsson.
Látin er í hárri elli náin frændkona
mín og vinkona, Auður Jónasdóttir
húsmæðrakennari. Feður okkar voru
bræður og mjög nánir vinir langa ævi.
Við Auður hittumst ekki daglega, en
milli okkar lágu hlýir straumar eins
vera ber milli náinna frænda. Mér
fannst hún líka, bæði í sjón og raun,
minna mig mjög á föðursystur okkar,
Friðriku ljósmóður, sem var á
bernskuheimili mínu í Fremstafelli
eins og fósturmóðir mín og systkina
minna. Þótti mér sannast þar hið
fornkveðna að „föðursystrum eru
fljóð lík“. Friðrika var mjög sterk
kona og æðrulaus hvað sem að hönd-
um bar, eljusöm og fórnfús og gerði
aldrei neinar kröfur fyrir sína hönd.
En ég hygg að þær frænkur hafi, þótt
leynt færi, átt til að bera nokkuð af
metnaði nútíðarkonunnar.
Gerður, systir hennar, lýsti ein-
hverju sinni fyrir mér hvernig
bernskuheimili þeirra hefði verið líkt
og hervirki sem þola mátti linnulaus-
ar árásir pólitískra andstæðinga. Jón-
as, faðir hennar, var ávallt harður í
sókn fyrir sínum hugsjónamálum – og
þótti honum þá alveg í samræmi við
innræti óvinanna hvernig þeir höguðu
sér gagnvart honum og fjölskyldu
hans. En Auður var friðarins kona og
hefði kosið að faðir hennar sýndi
stundum meiri mildi og umburðar-
lyndi í stríði sínu. Og sú var bót í máli
að innan varnarveggja heimilisins
ríkti ávallt friður. Skoðanir gátu verið
skiptar, en undir var fjölskyldan eins
og hellubjarg.
Aldrei sýndi frænka mín betur sinn
mikla styrk og æðruleysi heldur en
þegar Steinþór, maður hennar, féll
sviplega frá eftir skamma sambúð
þeirra. Dauði hans var einn af sorg-
aratburðum Íslandssögunnar sem
aldrei gleymist. Einn í flokki færustu
vísindamanna þjóðarinnar var við
rannsóknir á Heklugosinu 1947 er
hann var sleginn í hel á einu andar-
taki af glóandi hraunsteini úr iðrum
jarðarinnar. Ég hitti frænku mína
fáum dögum síðar og þótti vandséð,
ungum manninum, hvað ég gæti sagt
henni til huggunar. En hún leysti
vanda minn, fór að tala við mig sem
ekkert væri – um skólann minn og
ýmsa daglega viðburði. Og síðan hélt
líf hennar áfram, sem þjónusta við
börnin hennar litlu sem snám saman
uxu úr grasi, og sem þjónusta við for-
eldra hennar sem smám saman gerð-
ust ellihrum. Þegar móðir hennar
andaðist fluttist hún heim til föður
síns og annaðist hann af stakri um-
hyggju uns yfir lauk. Og það sýnir
auðmýkt hennar og lítillæti til hinstu
stundar að hún óskaði þess að útför
hennar færi fram í kyrrþey þar sem
einungis væru viðstaddir nánustu
frændur og vinir. Þeim mun fremur
óskum við þess fyrir hennar hönd að
minning hennar megi lifa sem lengst,
svo fögur sem ævi hennar var og eft-
irbreytni verð.
Ég sendi samúðarkveðjur til kærra
frændsystkina.
Jónas Kristjánsson.
Auður Jónasdóttir
8
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Álfheimum 44,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 4. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðju-
daginn 17. ágúst kl. 13.00.
Haraldur Sigfússon,
Hreinn Haraldsson, Ólöf Erna Adamsdóttir,
Hanna Dóra Haraldsdóttir, Bjarni Jón Agnarsson,
S. Birgir Haraldsson, Hanna Jóhannsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar
móður, tengdamóður, ömmu og systur,
INGIBJÖRGU KALDAL,
Selvogsgrunni 3,
Reykjavík.
Sigurður Kaldal og fjölskylda,
Dagmar Kaldal.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður
minnar,
STELLU MEYVANTSDÓTTUR,
Selvogsgrunni 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Sigurður Þórarinsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR BJARNAR HAFLIÐASON,
áður til heimilis að,
Fífuhvammi 21,
og Sjafnargötu 6,
er lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
fimmtudaginn 5. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju Kópavogi
mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00.
Ásta Marteinsdóttir,
Smári Elfar Þórðarson,
Vilhjálmur Þórðarson, Heiðdís Sigursteinsdóttir,
Marteinn Bjarnar Þórðarson,
Arnar Þórðarson,
Bjarnheiður Þóra Þórðardóttir, Sigurður Eggert Ingason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÚNDÍNU ÁRNADÓTTUR,
frá Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir hlýja og góða
umönnun.
Rafn Sveinsson, Kristín Jónsdóttir,
Sveinn Brynjar Sveinsson, Aðalheiður Stefánsdóttir,
Ívar Matthías Sveinsson, Sjöfn Magnúsdóttir,
Árni Viðar Sveinsson, Margrét Sigmundsdóttir,
Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir, Pétur Kjartansson,
Kristján Arnar Sveinsson, Gullveig Ósk Kristinsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GRÉTAR SIGURÐSSON,
Hjaltabakka 14,
Reykjavík,
sem lést að morgni fimmtudags 5. ágúst, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
16. ágúst kl. 13.00.
Sigríður Þóra Ingadóttir,
Rósa Dagný Grétarsdóttir, Guðni Þór Arnórsson,
Laufey Grétarsdóttir, Eyþór Harðarson,
Ingi Grétarsson, Svandís Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN KRISTVARÐSSON
fyrrv. kaupmaður,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
4. ágúst, verður jarðsunginn frá Seljakirkju
þriðjudaginn 17. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast Kristins er bent á
Minningarsjóð Eirar, sími 522 5700.
Ragnar V. Kristinsson,
Gunnhildur K. Kristinsdóttir,
Helga E. Kristinsdóttir, Þór Þórisson,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
SIGURBJARGAR BJARNADÓTTUR,
Lindargötu 61,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Karitas hjúkrunarþjónustu.
Guð blessi ykkur öll.
Harald G. Haraldsson,
Sólveig Haraldsdóttir Hart, Neil Hart,
Sigríður Haraldsdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.