Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 14.08.2010, Síða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KOMDU, ODDI LITLI! TÍMI TIL AÐ BERJAST VIÐ ÓVINI OKKAR! REYNDAR VORU ÞESSAR PÍTSUR EKKI ÓVINIR OKKAR KANNSKI HAFÐI ÉG RANGT FYRIR MÉR MAÐUR GETUR LÆRT MIKIÐ AF HAFNABOLTA HAFNABOLTI ER MJÖG LÍKUR LÍFINU SJÁLFU HVERNIG MANNESKJA STENDUR SIG Í LEIK GETUR ENDURSPEGLAÐ HVERNIG HÚN STENDUR SIG Í LÍFINU EKKI SEGJA ÞETTA!! HELGA, ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT REIÐ ÚT Í MIG... EN HLIÐIN MÍN Í RÚMINU ER FREKAR ÓÞÆGILEG Í KVÖLD SETTIR ÞÚ NOKKUÐ STEINA Í RÚMIÐ? KANNSKI HVAÐ ER ÞETTA? NÚ? MÉR FANNSTÞETTA ÓVIÐEIGANDI SPURNING SEM FORMAÐUR HVERFISRÁÐSINS HEF ÉG ÁKVEÐIÐ AÐ BRÉFBERAR ÞURFI AÐ GANGA MEÐ ÓLAR TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞEIR SEGI EITTHVAÐ ÓVIÐEIGANDI HÆ, MAMMA! HVERNIG GENGUR MEÐ NÝJA MEÐ- LEIGJANDANN? ÉG ER ORÐINN ÞREYTTUR ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... VIÐ ERUM BARA SVO ÓTRÚLEGA ÓLÍK ÖÐRU OKKAR LANGAR HELST AÐ DREKKA VÍN OG TALA SAMAN FRAM Á NÓTT EN HINU FINNST BETRA AÐ FÁ SÉR GLAS AF MJÓLK OG FARA AÐ SOFA KLUKKAN NÍU ÉG HELD ÉG VITI HVORT YKKAR ER HVAÐ ÉG LÆT HANN SÍGA NIÐUR ÞÚ VILDIR FÁ BORGAÐ FYRIR AÐ BJARGA HONUM! JÁ, EN ÉG ER SÁ BESTI MUNDU BARA AÐ SETJA BÓNUSINN Í UMSLAGIÐ MITT EINN DAGINN ÁTTU EFTIR AÐ FÁ ÞAÐ SEM ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÉG MYNDI REKA ÞIG EF ÞÚ VÆRIR EKKI BESTUR Í ÞVÍ SEM ÞÚ GERIR Sjónvarpsauglýs- ingar sem virka – öfugt Víkverji skrifaði ágæta grein í Mbl. 10. þ.m. um fáránlega sjónvarpsauglýsingu Iceland Express og sennileg áhrif hennar á hugsanlega áhorf- endur. Auglýsingin hefst á ömurlegum söng, síðan tekur við enn ömurlegri dans og henni lýkur síðan með fáránlegu glotti Hemma Gunn. Þegar ég horfi á sjónvarp á auglýsingatíma, held ég ætíð á fjarstýringunni og slekk á hljóðinu, um leið og sýning þess- ara auglýsinga hefst. Ég hef aldr- ei verið hrifinn af þessu flugfélagi, en eftir þetta auglýsingaflóð mun ég aldrei fljúga með því. Sama er að segja um auglýsingu frá SS pylsum, þar sem sprungin pylsa kemur við sögu. Hún hefur þau áhrif á mig, að ég er farinn að sniðganga SS-pylsur og mun væntanlega gera það framvegis. Björn Stefánsson. Spaugstofan Ég vil mótmæla há- stöfum að RÚV sé að hætta með Spaug- stofuna, það er mín skoðun að þetta sé ekki sparnaðar- ráðstöfun heldur vegna þess að þeir voru orðnir of beittir fyrir suma sem ekki þoldu háðið. Ég vil líka mótmæla því að handboltinn hverfi frá RÚV yfir til 365 miðla. Það er kominn tími til að fá nýjan útvarpsstjóra eða a.m.k. að hann hætti að lesa frétt- ir. Að lokum er ég ánægð með störf lögreglunnar og það sem þeim tekst að uppræta í eitur- lyfjamálum, það á ekki að spara við lögregluna, þar sem þyrfti helst að spara væri á Alþingi, fækka alþingismönnum og spara í allri yfirbyggingunni. Guðrún. Ást er… … ekki alltaf ætluð þér. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Guðmundur Hansen yrkir brag ítilefni af því að Jörmundur Ingi Hansen, fyrrverandi allsherj- argoði, er sjötugur í dag. Hann hef- ur inngangsorð að bragnum: „Hvar var hin forna Ásbrú eða öllu heldur, hvar kemur sporður hennar á jörð? Fornmenn og miðaldamenn trúðu því að til væri slík brú og tengdi hún saman himin og jörð. Snorri Sturluson segir í Eddu sinni að hún hafi heitið Ásbrú og hafi haft ákveðnu hlutverki að gegna.“ 1. Opið er sundið og sjóferðin greið, siglir þar skúta á norðurleið, strengd eru stög öll við húna. Snæfellið gnæfir í Hrafnsfirði hátt en Himinhrjótstindur í norðurátt ber uppi sporðinn og brúna. 2. Heimdallur stendur á hárri snös og hefur því lokið að renna í glös gómsætum guðaveigum. Æsirnir koma af brúnni brátt og bergja á víninu í fullri sátt og súpa í sverum teigum. 3. Signir nú Óðinn á Urðarbrunn hvar auga hans liggur niður við grunn og segir þar sannleikann falinn. Og hér geymist veraldar hæsta hljóð sem Heimdallur öskraði goða þjóð, óður og örvita talinn. 4. Barist var áður í breiðri vök við blöðrusel nokkurn um þjófn- aðarsök, var Heimdallur hringanóri. Bera mun ég um bjartan háls Brísingamenið sem vann ég frjáls á meðan ég tef hér og tóri. 5. Yfirborð gárast við Urðarbrunnn, upp kemur höfuð með gagnaugu þunn, Mímis höfuð, og mælir það eina: Allt sem gerist bæði orð og verk undir geymi ég minni kverk, og slíkt mega regin enn reyna. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Ásbrú og afmæli Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.