Morgunblaðið - 14.08.2010, Qupperneq 38
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Jazzhátíð Reykjavíkur verður
sett í Þjóðmenningarhúsinu í
dag og þar verða líka fyrstu tón-
leikar hátíðarinnar. Fjörið stendur
síðan næstu tvær vikurnar, en
djasshátíðinni lýkur með tónleikum Jon
Hassell í Listasafni Reykjavíkur 29. ágúst.
Pétur Grétarsson er framkvæmdastjóri
Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þetta er í fjórða sinn
sem hátíðin er haldin. Hún hefur gengið í gegnum nokkrar breyt-
ingar frá því Pétur tók við, var meðal annars færð frá því að vera vetr-
arhátíð í að vera haldin að hausti og stendur nú fimmtán daga.
„Þetta virkaði mjög vel í fyrra, við lengdum hana mikið, létum hana
standa í tuttugu daga vegna þess að það var tuttugu ára afmæli og það
skilaði sér í mjög góðri aðsókn,“ segir Pétur. „Tuttugu dagar er reyndar
kannski heldur mikið, en hún þarf að ná yfir dálítinn tíma til að fólk átti
sig á að það sé hátíð í gangi.“
Íslenskir djassarar verða áberandi á hátíðinni, sem vonlegt er, en
einnig koma allmargir þekktir erlendir gestir, þar kannski helstir enski pí-
anóleikarinn Django Bates og bandaríski trompetleikarinn Jon Hassell.
Einnig er vert að nefna píanóleikarann bandaríska Don Randi sem kemur
hingað með sveit sinni Quest, franska píanistann Jean Marie Machado, La
Fanfare du Belgista, æringjasveit blásara frá Belgíu, hollensku hljóm-
sveitina Hdden, sem er meðal annars skipuð Kristjáni Tryggva Marteins-
syni, þýska píanistann Achim Kaufmann sem kemur með Trio Kyrill,
landa hans Nils Wogram sem kemur með Nostalgia tríóinu og danska
Hammondorgelleikarann Kjeld Lauritsen. Ekki má svo gleyma spuna-
hljómsveitinni IKI, sem skipuð er níu söngkonum frá Íslandi, Finnlandi,
Noregi og Danmörku. Nokkuð verður líka um útgáfutónleika á hátíðinni,
þannig mun Reginfirra kynna nýja skífu og eins píanóleikarinn Sunna Gunn-
laugsdóttir og Ástvaldur Traustason. Fjölmargir listamenn kynna líka nýtt
efni, til að mynda Jóel Pálsson og adhd.
Jazzhátíð
Reykjavíkur
Fimmtán djassdagar framundan
La Fanfare du Belgistan Jon Hassell
Django Bates
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010
Sem hluti af sviðslistahátíðinni art-
Fart og Reykjavík Public Space
Programme, mun sænski danshöf-
undurinn Anna Asplind frumsýna
verkið Dancewalks, sem er dansverk
í formi hljóðleiðangurs.
Verkið verður frumsýnt í dag frá
14:00 til 17:00 og hefst við Hug-
myndahús háskólanna. Þar verður
hægt að fá lánað tæki til að halda af
stað . Einnig verður hægt að sækja
gönguna á www.artfart.is.
Verkið var frumsýnt í Berlín árið
2009. Í því veltir Asplind upp spurn-
ingunni hvað hægt sé að gera innan
borgarrýmis og hvaða hegðun sé
leyfileg í almenningsrýmum. Mögu-
leiki er á því að fara í gönguna í hóp
eða einn, en gangan hefst með því að
viðkomandi fer á upphafsstað, ýtir á
„play“, hlustar á leiðbeiningarnar og
heldur af stað inn í heim hreyfinga,
forms og tónlistar. Frekari upp-
ýsingar á dancewalks.blogg.se.
Anna Asplind er fædd í Svíþjóð.
Hún lærði dans við Sceneindgangen
í Kaupmannahöfn og við Ballett-
akademíuna í Gautaborg. Hún hóf
þróun Dancewalks í Berlín og hefur
verkið verið sýnt í Gautaborg, Karl-
stad og Borås.
Sýningar verða í dag, eins og getið
er, 16. ágúst kl. 16:00-19:00, 18.
ágúst kl. 16:00-19:00 og 20. ágúst kl.
17:00-19:00.
Dansað
um borg
og bý
Dansverk í formi
hljóðleiðangurs
Leiðangur Sænski danshöfund-
urinn Anna Asplind.
„Upphaflega var ég
ekki viss hvort ég
myndi ráða við þetta. Erf-
iðast var að finna ekki fyrir
fótunum...“40
»
Framundan er
síðasta tónleika-
helgi Alþjóðlegs
orgelsumars í
Hallgrímskirkju
2010. Að þessu
sinni leikur Hal-
geir Schiager,
organisti við Sofi-
enberg kirkjuna í
Ósló, á stóra Kla-
is-orgelið í kirkj-
unni.
Á efnisskránni eru verk eftir Jo-
hann Gottlob Schneider, Gustav
Merkel, Petr Eben og Norðmennina
Leif Solberg og Kjell Mørk Karlsen.
Hádegistónleikar í dag hefjast kl.
12:00. Sunnudagstónleikarnir, sem
jafnframt eru lokatónleikar hátíð-
arinnar, hefjast kl. 17:00.
Lokatónleikar
Alþjóðlegs
orgelsumars
Halgeir
Schiager
Frelsissveit Nýja Íslands
Tónleikahald á Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í
kvöld. og heldur svo áfram á morgun. Þá treð-
ur meðal annars upp Frelsissveit Nýja Íslands,
sem skipuð er þeim Hauki Gröndal, Óskari
Guðjónssyni, Birki Matthíassyni, Samúel J.
Samúelssyni, Valdimar K. Sigurjónssyni, Þor-
grími Jónssyni og Scott McLemore.
Frelsissveit Nýja Íslands er hugarfóstur
Hauks Gröndals, stofnuð í ársbyrjun og þá með
ákveðinn hugmyndafræðilegan grunn eins og
Haukur lýsir því: „Mig hefur lengi langað til að
storka sjálfhverfunni sem er eins og rauður
þráður í gegnum djassinn,“ segir Haukur.
Á tónleikunum flytur Frelsissveitin verk eft-
ir Óskar Guðjónsson sem Haukur hefur útsett
fyrir sveitina. „Ég hefði náttúrlega getað út-
sett mína eigin tónlist, en mig langaði að reyna
að sjá hvort meiri samvinna gæti skilað meiri
heild. Við höfum tekið fyrir tónlist ólíkra tón-
skálda á hverjum tónleikum og stefnum að því
að gera það reglulega, halda ferna tónleika á
ári og nýtt konsept á hverjum tónleikum.“
Lögin eftir Óskar sem Frelsissveitin tekur
fyrir spanna vítt svið í tíma, ná aftur til þess er
hann var að spila djass átján ára og fram í það
sem hann hefur verið að gera upp á síðkastið.
Haukur segir og að lögin hafi verið mis-útsett,
sum ekki nema einfaldar skissur og önnur út-
sett, „en ég hef mína sýn á þessa músík og útset
lögin eins og ég sé þau fyrir mér“.
Tónleikar Frelsissveitarinnar verða í Nor-
ræna húsinu á morgun og hefjast kl. 21:00.
Morgunblaðið/Ernir
Hugmyndafræði Frelsissveit Nýja Íslands heldur tónleika á Jazzhátíð í Norræna húsinu á morgun.