Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 42

Morgunblaðið - 14.08.2010, Page 42
AF KYNLÍFI Yvonne K. Fulbright Þrátt fyrir að við viljumhelst ekki viðurkenna þaðer mannfólkið einmana verur. Við eyðum miklum tíma í að reyna að fylla eitthvert tóm, hvort sem við höngum á Facebook til að stofna til einnar nætur kynna, flettum í gegnum stefnu- mótavefsíður eða nýtum okkur jafnvel fylgdarþjónustur fyrir ein- hvern viðburð eða kvöldstund. Mannfólkið þráir að mynda sam- bönd og eyða tíma með öðru fólki. Nýjasta dæmið um hversu sterk þessi þörf er er vefsíðan Renta- friend sem fær um það bil 100 þúsund flettingar á mánuði.    Rentafriend sækir innblásturí gríðarlega vinsælar síður í Japan og öðrum Asíulöndum en um það bil 2.000 meðlimir greiða tæplega 25 Bandaríkjadollara fyr- ir mánaðaraðgang eða 70 dollara fyrir ársaðgang og geta í staðinn notað þjónustu vefsíðunnar til að leita sér að vinum. Þetta er á margan hátt hálfsorglegt, sér- staklega þar sem fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þeim tæki- færum sem felast í daglegum óbeinum samskiptum við annað fólk. Tökum til dæmis það að kinka kolli til annarrar mann- eskju við strætóskýlið á hverjum morgni. Félagssálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að því meiri óbein samskipti sem þú átt við einhvern einstakling því líklegra er að þú laðist að honum og í beinu framhaldi aukast líkurnar á því að það verði einhver teng- ing.    Það sem félagsfræðingar kalla„mere exposure effects“ hefur enn frekari áhrif á það hvort við löðumst að öðrum. Því kunn- uglegri sem manneskja er okkur, jafnvel þótt það sé bara ómeðvitað, því meira aðdráttarafl hefur hún. Þannig að ef þú hefur áhuga á að kynnast einhverjum sem virðist spennandi eða bara eignast vin, ættirðu að láta viðkomandi sjá þig oftar þar sem það eitt og sér gerir þig meira aðlaðandi og vinalegri.    Þegar þú hefur komist í návígvið manneskjuna getur þú notað snertingu til að komast nær en þó á viðeigandi hátt. Þú kann- ast kannski við það frá einhverju fyrsta stefnumóti að við snertum gjarnan og horfum á þá sem okkur líkar strax vel við en snertingin er bæði merki um innileika og vænt- umþykju. Þeir sem snerta ein- hvern við fyrstu kynni finna yf- irleitt fyrir meiri væntumþykju og trausti og eru afslappaðri og óformlegri gagnvart þeirri mann- eskju. Snertingin gerir það líka að verkum að við upplifum hina manneskjuna sem móttækilega fyrir viðleitni okkar.    Allt þetta gerir það að verk-um að við upplifum meiri ná- lægð og löðumst frekar að þeim sem snertir okkur. Þetta eykur lík- urnar á því að við stofnum til ein- hvers konar sambands, að hluta til vegna þess að við löðumst að þeim sem við finnum að líkar vel við okkur. Ef fólk væri meðvitaðara um allar þessar litlu vísbendingar í daglegu lífi og gerði sér grein fyr- ir því að ómeðvitað erum við að byggja sambönd við fólk á hverj- um degi, væru þjónustur eins og Rentafriend óþarfar. Að ná sambandi án þess að segja orð » Því kunnuglegrisem manneskja er okkur, jafnvel þótt það sé bara ómeðvitað, því meira aðdráttarafl hef- ur hún. Leigðu vin Kannski koma „veflausnir“ á borð við þessa í veg fyrir að við myndum sambönd í daglegu lífi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2010 Salt kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Karate Kid kl. 1 (650kr) - 5:10 - 8 - 10:50 LEYFÐ Salt kl. 1 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 1 (650kr) - 5:45 LEYFÐ The Last Airbender 3D kl. 1 (950kr)* - 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 10 ára Knight and Day kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára *3D gleuraugu seld sér Ljóti andarunginn og ég kl. 1 - 3:30 (650 kr) LEYFÐ Sími 462 3500 The Last Arbeinder 3D kl. 2 (900kr) - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Salt kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára Ljóti andarunginn og ég kl. 2 (600kr) LEYFÐ The Karate Kid kl. 3:30 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Óttinn rís á ný... Í þessum svakalega spennutrylli SÝND Í SMÁRABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH „Salt er þrælgóð... Unnendur hasarmynda fá hér eftirlætisverk“ -Ó.H.T., Rás 2 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.