Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 48

Morgunblaðið - 14.08.2010, Side 48
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Svaf oft hjá karlmönnum 2. Er hægt að skíra barn þetta? 3. Leit að Ulrike haldið áfram 4. Hleypa farþegum ekki út  Yvonne K. Fulbright fjallar um kyn- líf og einmanaleika mannfólksins í blaðinu í dag. Hún steytir á veflausn- um sem hindra kannski að við mynd- um sambönd í daglegu lífi »42 Yvonne K. Fulbright fjallar um kynlíf  Hljómsveitin Spottarnir gerði góða ferð á hina árlegu tónlist- arhátíð Cornel- isdagen í Stokk- hólmi 8. ágúst síðastliðinn. Hljómsveitinni var boðið að spila á Mosebacke sem er elsti tónleika- staður Norðurlanda en hljómsveitin er nú komin heim og ætlar að spila á Skagaströnd í kvöld á veitingastaðn- um Bjarmanesi kl. 21:30. Spottarnir spiluðu á Cornelisdagen  Einn hápunkta Menningarnætur, Tónaflóð 2010, mun veita lands- mönnum skemmtun með ótal fræg- um tónlistarmönnum. Gunnar Þórðar og Rokkestra, Grafík, Dikta og Polla- pönk ætla sér ganga úr skugga um að finna megi eitthvað fyrir alla á dagskrá sem hefst klukkan 20:15 við Arn- arhól og lýkur rétt fyrir flugeldasýn- inguna klukkan 23:00. Gunnar Þórðarson verður á Tónaflóði FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 3-10 m/s, hvassast vestantil og rigning, en lengst af þurrt austan- og suðaustanlands. Hiti 14 til 20 stig að deginum. Á sunnudag Sunnanátt, 5-10 m/s og rigning, en skýjað með köflum og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti víða 12 til 19 stig, en allt að 25 stigum á Norðausturlandi. Á mánudag Suðvestlæg átt og rigning í fyrstu, en síðan skúrir víðast hvar á landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austanlands. Íslandsmeistarar Vals og Stjarnan leika til úrslita í Visa-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Laugardals- vellinum á morgun klukkan 16. Eins og í karlaflokki er reiknað með hörku- spennandi leik en liðin áttust við í Pepsi-deildinni í vikunni þar sem jafntefli varð niðurstaðan, 2:2. »2-3 Valur og Stjarnan leika til úrslita um bikarinn Reiknað er með miklu fjöl- menni á Laugardalsvell- inum í kvöld þegar KR-ingar og FH-ingar etja kappi í úr- slitaleik Visa-bikarsins í karlaflokki í knattspyrnu. Búist er við hörkuleik tveggja góðra liða en báð- um félögum var spáð vel- gengni í sumar. »2-3 Spennandi úrslitaleikur Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, hafnaði í sjötta sæti á sínu fjórða demantamóti í frjálsum íþróttum í London á Englandi í gær- kvöld. Ásdís kastaði spjótinu lengst 54,92 metra en aðstæður voru erf- iðar og flestir keppendur voru tölu- vert frá sínu besta. »1 Ásdís í sjötta sæti á demantamótinu Morgunblaðið/Eggert Honda Magnús Þór Helgason festi nýlega kaup á þessari glæsikerru. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Magnús Þór Helgason lét sig ekki muna um að aka hringveginn þó svo hann sé kominn á tíræðisaldur. Hann er með ólæknandi bíladellu að eigin sögn en hann hefur verið með öku- réttindi síðan árið 1937. Magnús Þór ók hringveginn ein- samall á þremur dögum, með við- komu á Akureyri og á Egilsstöðum. „Fyrri hluta ferðarinnar fór ég ró- lega yfir en svo keyrði ég í einum rykk frá Egilsstöðum og heim til Keflavíkur.“ Magnús Þór starfaði lengi við bifreiðaakstur. Hann var til dæmis vörubílstjóri um 22 ára skeið. Eftir að hann hætti vörubifreiðaakstri vann Magnús Þór sem verkstjóri hjá Keflavíkurbæ í 16 ár og einnig um tíma sem ökukennari. Magnús Þór festi í vikunni kaup á glænýjum eðalvagni af Hondu- gerð. „Lengi vel ók ég aðeins Saab og ég átti slíka bíla í 40 ár en svo var ég hálfnarraður út í að kaupa Hondu fyrir fjórum árum og það var ást við fyrstu sýn,“ segir Magnús Þór sem skiptir oft um bíla en nýi bílinn er sá þriðji á jafnmörgum árum. Sífellt koma einhverjar nýjungar sem heilla og svo er leðurlyktin alltaf jafn tælandi, segir hann og hlær. Hann býst þó ekki við að skipta oftar um bíl í þessu lífi. „Ég treysti því að ég fái úr mörgum bílategundum að velja hjá Drottni. Það væri agalegt ef þar væru eintómir Trabantar,“ segir Magnús Þór, því þá vilji hann fresta himnaförinni sem lengst. Ók hringinn á tíræðisaldri  Magnús Þór er með ólæknandi bíladellu 92 ára gamall Söfnunarátakið „Á allra vörum“ hófst formlega í gær en í ár rennur ágóði af sölu varagloss í nafni átaks- ins til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur. Þetta er í þriðja sinn sem söfnunarátakinu er ýtt úr vör. „Í fyrra söfnuðust 53 milljónir sem runnu til byggingar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á hvíldar- heimilinu Hetjulundi. Árið 2008 söfnuðust 50 milljónir sem runnu til Krabbameinsfélagsins til kaupa á nýjum tækjum til að greina brjósta- krabbamein á frumstigi. Á þessu ári á Ljósið 5 ára afmæli og draumur forsvarsmanna er að ná að safna fyr- ir eigin húsnæði á afmælisárinu. Við erum stolt af því að styðja félagið og vonumst til að landsmenn taki und- ir,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, upp- hafsmaður átaksins. Átakið stendur til 28. ágúst. Hægt er að leggja Ljósinu lið með kaupum á varaglossi eða með því að leggja beint inn á reikning átaksins: 101-26- 55555, kt. 510608-1350. Gloss til góðra verka  Söfnunarátakið „Á allra vörum“ styrkir Ljósið í ár Morgunblaðið/Ernir Söfnun Dorrit Moussaieff keypti fyrsta „Á allra vörum“ glossið í gær og málaði varir Ernu Magnúsdóttur, forstöðu- manns Ljóssins. Glossið fæst m.a. í Hagkaupum, Lyfjum og heilsu og á öðrum sölustöðum Dior um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.