Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 1 0
Stofnað 1913 197. tölublað 98. árgangur
FÍFLALÆTIN TÓKU
VÖLDIN HJÁ
SNIGLABANDINU
ARON OG
FÉLAGAR Í
KIEL GÓÐIR
ÞINGEYRINGUR
SMÍÐAR HLJÓÐFÆRI
Í TÓMSTUNDUM
LIÐINU SPÁÐ TITLINUM EFTIR AUGANU 10FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI 29
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Í minnisblaði sem lögfræðingar
unnu fyrir efnahags- og viðskipta-
ráðuneytið og kynntu viðskipta-
nefnd Alþingis í gær kemur fram að
samkvæmt lögum beri ríkið enga
ábyrgð á skuldbindingum Trygging-
arsjóðs innstæðueigenda og fjár-
festa.
Tryggingarsjóðnum er m.a. ætlað
að tryggja Bretum og Hollending-
um greiðslu á Icesave-reikningun-
um en flestar fjármálastofnanir
greiða í sjóðinn, sem á að verja inn-
stæðueigendur fyrir fjárhagslegum
skaða ef fjármálastofnun hrynur líkt
og Landsbankinn, sem átti Icesave,
gerði haustið 2008.
Það vekur athygli að lögfræðing-
urinn sem samdi álitið var áður
stjórnarformaður sjóðsins og ráðu-
neytisstjóri viðskiptaráðuneytisins.
Lilja Mósesdóttir, formaður við-
skiptanefndar Alþingis, segir að
túlka megi minnisblaðið á þann hátt
að andstæðingar Icesave-samnings-
ins sem gerður var á síðasta ári hafi
haft rétt fyrir sér.
„Svo má líka segja að þeir sem
voru hlynntir því að gera upp þessar
skuldbindingar svokölluðu við Breta
og Hollendinga líti svo á að við verð-
um að læra af því og nú verði að
tryggja að ekkert bendi til þess að
það sé ríkisábyrgð,“ segir Lilja.
Ríkið ber ekki ábyrgð
Minnisblað sem kynnt var viðskiptanefnd í gær segir ríkið ekki bera ábyrgð á
Tryggingarsjóði innstæðueigenda sem ætlað var að greiða Icesave-innstæðurnar
MEngin ríkisábyrgð »4
Minnisblaðið
» Ekki eru ákvæði um ríkis-
ábyrgð á skuldbindingum í lög-
um um Tryggingarsjóð inn-
stæðueigenda og fjárfesta.
» Ríkið á ekki tryggingarsjóð-
inn þar sem hann er sjálfseign-
arstofnun, á sig sjálfur.
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Þetta er hrein og bein afleiðing af loftslags-
hlýnun. Efst á toppi Oksins er fallegur hringlaga
gígur þar sem nú hefur myndast stöðuvatn. Það
er um 240 sinnum 400 metrar að stærð og er um
3-4½ metra djúpt,“ segir Hilmar J. Malmquist,
forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Hópur á vegum stofunnar hélt í vísindaleið-
angur upp á Okið í gær til að rannsaka stöðu-
vatnið sem myndast hefur á síðustu árum í gígn-
um við toppinn vegna bráðnunar jökulsins. Sýni
voru tekin úr vatninu til að efnagreina það og
jafnframt voru tekin þörungasýni til að kanna
hvaða tegundir hafa tekið sér bólfestu þar. Að
sögn Hilmars gekk hann fram á vatnið ásamt
eiginkonu sinni hinn 7. ágúst árið 2007. „Enginn
hafði þá minnst á þetta vatn og þetta hefur vænt-
anlega verið í fyrsta skipti sem einhver gekk
fram á það.“
Hilmar segir jafnframt mikilvægt að nafn
verði fundið á vatnið hið fyrsta. „Ein tillagan er
Kringluvatn til heiðurs Snorra Sturlusyni enda
er vatnið kringlulaga. En Borgfirðingar verða
að finna gott nafn á vatnið.“
Oddur Sigurðsson jarðfræðingur segir að
jöklar Íslands hopi nú á áður óþekktum hraða.
„Síðustu 15 árin hafa jöklar hér hopað hraðar en
nokkru sinni fyrr í allri þeirri sögu sem við
þekkjum. Okið er sérstaklega á hröðu und-
anhaldi og er í dag eiginlega á mörkum þess að
geta talist jökull.“
Oddur segir jafnframt að íslenskir jöklar
hafi minnkað mikið á 20. öld. „Litla ísöldin náði
alveg frá Sturlungaöld og fram til aldamótanna
1900 en þá byrjaði að hlýna og íslenskir jöklar
rýrnuðu mikið. En síðustu 15 ár hafa verið verst.
Jöklarnir hér minnka um 0,3-0,4% á ári. Hver
jökull sem er 1.000 ferkílómetrar minnkar um
fjóra ferkílómetra á ári og Vatnajökull minnkar
um 30-40 ferkílómetra.“
Jöklarnir skreppa saman
Stöðuvatn hefur myndast uppi á gígnum við topp Oksins vegna hlýnunar
andrúmsloftsins Vatnið er nokkrir hektarar að stærð og 3-4½ metra djúpt
Ljósmynd/Hilmar Malmquist
Okið Haraldur Rafn Ingvarsson, Stefán Már Stefánsson, Þóra Hrafnsdóttir og Finnur Ingimarsson að störfum við vatnið á toppi Oksins í gær.
Háttsettir
stjórnendur
verslanakeðj-
unnar Whole
Foods Market í
Bandaríkjunum,
sem rekur nær
300 sælkeraverslanir, eru komnir
til landsins. Þeir ætla að kynna sér
veiðar og vinnslu sjávarafla, gæða-
vottun, fara á sjó og fylgjast með
verkun. Í undirbúningi er að kaup-
andinn geti rakið ferlið allt frá því
að fiskurinn veiðist og þar til hann
er afgreiddur út úr búð. »8
Af öngli og alla leið
út úr verslun vestra
Um 7,7% munur er á hæsta og
lægsta verði á rafmagni til heimila.
Þetta þýðir að venjulegt heimili
getur sparað um 2000 krónur á ári
með því að skipta við þann sem býð-
ur lægsta verðið. Þetta er óvenju-
lega mikill munur, en oftast hefur
munurinn ekki verið nema 200-300
kr. á ári. Orkubú Vestfjarða og
Orkuveita Reykjavíkur eru með
lægsta verðið, en búist er við að
verðmunurinn minnki þegar OR
breytir gjaldskrá á næstu dögum.
Kristján Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða,
segir að Orkubúið ætli sér að bjóða
ávallt lægsta verðið. »12
Orkubú Vestfjarða
með lægsta verðið
Framkvæmda-
stjóri og aðaleig-
andi bresku
ferðaskrifstof-
unnar Discover
The World segir
frestanir og af-
lýsingar áætl-
unarferða Ice-
land Express of
tíðar og því beini hann við-
skiptavinum sínum annað í dag.
Forstjóri Iceland Express segir
hins vegar ágreining um kostnað
hafa ráðið því að viðskiptasamband
fyrirtækjanna rofnaði. »14
Segir of mörgum
flugferðum aflýst
Stjórn Prestafélags Íslands hefur
boðað til almenns félagsfundar um
þau málefni sem eru efst á baugi á
vettvangi kirkjunnar þessa dagana.
Fundurinn verður haldinn næst-
komandi mánudag.
Stuðningur virðist vera við þá til-
lögu séra Sigríðar Guðmarsdóttur
að yfirstjórn þjóðkirkjunnar óski
eftir því við stjórnvöld að skipuð
verði óháð sannleiksnefnd til að
rannsaka ásakanir um þöggun
kirkjunnar vegna meints kynferð-
isbrots fyrrverandi biskups. »2
Prestar funda um
málefni kirkjunnar