Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra skaut föstum skotum að einum ráðherra í ríkisstjórn sinni í gær og verður sú framganga að teljast nokkuð einstæð. For- sætisráðherra sagði að ef ráð- herrar framfylgdu ekki tillögum sem Alþingi samþykkti þyrftu þeir „að velta fyrir sér sinni stöðu“.     Þarna var forsætisráðherra aðvísa til þess að Jón Bjarnason hefur gert athugasemdir við aðlög- unarferlið sem hafið er vegna umsóknar að ESB.     Jón Bjarnasonog fleiri þing- menn telja að Al- þingi hafi alls ekki samþykkt að fara út í aðlög- un Íslands að ESB áður en að aðild kynni að koma og í því efni hafa þessir þing- menn augljóslega rétt fyrir sér. Enginn hélt því fram þegar sam- þykkt var að ganga til aðild- arviðræðna að þar með ætti strax að hefja aðlögun að ESB, enda var iðulega talað um könnunarvið- ræður og lítið gert úr því ferli sem framundan væri.     En ef forsætisráðherra telur aðráðherra verði að fylgja vilja þingsins, sem er út af fyrir sig skilj- anleg afstaða þó að hún eigi ekki við í þessu máli, hvað finnst for- sætisráðherra þá um vilja þjóð- arinnar?     Íslenska þjóðin hefur í atkvæða-greiðslu hafnað því með afger- andi hætti að ganga að kröfum Breta og Hollendinga vegna Ice- save. Þrátt fyrir þetta keppast for- sætisráðherra og fjármálaráðherra við að láta Íslendinga borga.     Þurfa slíkir ráðherrar ekki „aðvelta fyrir sér sinni stöðu“? Jóhanna Sigurðardóttir Að velta fyrir sér sinni stöðu Veður víða um heim 24.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Egilsstaðir 8 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Nuuk 8 skúrir Þórshöfn 10 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 15 skúrir Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 21 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 17 skúrir Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 16 alskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 19 alskýjað Chicago 25 skýjað Orlando 23 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:50 21:11 ÍSAFJÖRÐUR 5:45 21:25 SIGLUFJÖRÐUR 5:28 21:09 DJÚPIVOGUR 5:17 20:43 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market (WFM) hyggst auka kaup sín á íslensku sjávarfangi til viðbótar við íslenskar vörur sem þegar eru á boðstólum hjá WFM. Nokkrir æðstu yfirmenn versl- anakeðjunnar á heimsvísu og í Bandaríkjunum eru komnir til landsins til að kynna sér fiskveiðar og fleira varðandi matvælafram- leiðslu. Ingvar Eyfjörð, aðstoðarfor- stjóri Icelandic Group, segir að WFM hafi keypt af þeim þorsk, ýsu og flatfisk af og til í viðbót við eldis- bleikju. Þá hefur WFM selt íslensk- ar landbúnaðarvörur á borð við lambakjöt, skyr, osta, smjör o.fl. Megintilgangur yfirmanna WFM með komu hingað nú er að kynnast íslenskum sjávarútvegi, gæðakröfum og vottun sjávarafurða. Einnig að undirbúa kynningu á ís- lenskum þorski og ýsu í verslunum WFM um öll Bandaríkin í haust. Icelandic Group fékk styrk frá AVS (Aukið virði sjávarfangs) og hann verður m.a. notaður í kynningar- átakið. Kröfuharðir gæðakaupmenn Whole Foods Market rekur nú hátt í 300 smásöluverslanir víðs veg- ar um Bandaríkin, auk Kanada og Bretlands. Markhópurinn er kröfu- harðir kaupendur sem spara hvorki við sig í mat né drykk. WFM gerir miklar kröfur og verða vörurnar að uppfylla ströngustu gæða- og um- hverfiskröfur. Verslanaveldinu í Bandaríkjunum er skipt í nokkur markaðssvæði. Ingvar sagði að markaðssvæðin hefðu haft nokkurt sjálfdæmi um innkaup, en nú væri unnið að því að samræma innkaupin. Í heimsókninni verða fulltrúar WFM fræddir um íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið, umhverf- isvottun og hvernig Íslendingar standa að sjávarútvegi. Þá munu þeir verja degi hjá Matís þar sem m.a. verður fjallað um meðhöndlun hráefnisins. Ferskfiskverksmiðjan Fiskval í Keflavík verður heimsótt og einnig verður farið til Íslands- sögu á Suðureyri við Súgandafjörð. Íslandssaga vinnur með Icelandic Group að verkefni fyrir WFM sem felst í því að gera kleift að rekja feril fersks fisks allt frá bátnum sem veiddi hann og í söluborðið. „Whole Foods Market er mjög umhugað um að þekkja uppruna hráefnisins,“ sagði Ingvar. „Þeir fara á sjó frá Suðureyri og sjá hvernig línan er lögð. Svo draga þeir fisk og sjá allan ferilinn. Þeir kynna sér bæði hvernig fiskurinn fæst og umhverfið sem hann verður til í. Þeir virðast kynna sér vel virð- iskeðjurnar.“ Íslenskt gæðamerki Þá stendur til að kynna WFM nýtt íslenskt gæðamerki. Ingvar sagði að gæðamerkið yrði m.a. not- að við kynninguna í haust. „Whole Foods Market eru há- gæða smásöluverslanir, mjög um- hverfisþenkjandi og ábyrgar og gera miklar kröfur. Svona kynning þar fær mikla athygli. Þetta er mjög mikilvægur kaupandi. Það er mjög gott fyrir okkur að ná beinum viðskiptum við þá og það hjálpar okkur að gera framleiðsluna betri. Við fáum líka ákveðna viðurkenn- ingu fyrir að geta uppfyllt þessi skilyrði.“ Byrjað er að nota íslenskt upp- runamerki. Næst er að fá vottun þriðja aðila um að sjávarfangsins sé aflað og það unnið með sjálfbærum hætti. Ingvar segir markaðinn gera sífellt meiri kröfur um vottun á öll- um framleiðslustigum og nefnir í því sambandi merki Marine Stew- ardship Council. Að veitt sé úr sjálfbærum stofni og varan með- höndluð í sátt við lífríkið og um- hverfið. „Þetta hjálpar okkur sem markaðssetjum íslenskan fisk að viðhalda sérstöðu okkar á mark- aðnum,“ sagði Ingvar. Kröfuharðir kaupendur  Sérstök kynning verður á íslenskum matvælum í verslunum Whole Foods Market í haust  Þorskur, ýsa og lambakjöt frá Íslandi verða í fyrirrúmi Bragðbest Whole Foods Market segir íslenskt lambakjöt vera það bragð- besta í heimi. Það verður auglýst í öllum verslunum WFM í haust. Ljósmynd/WFM Icelandic Group hefur unnið með Baldvini Jónssyni í Áformi að markaðssetningu hjá Whole Foods Market (WFM) frá 2005. „Baldvin hefur unnið þarna al- gjört markaðskraftaverk,“ sagði Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri Icelandic Group. „Það er erfitt að komast að hjá keðju af þessu tagi. Þetta er mjög stórt tækifæri til að kynna land og þjóð og það sem við getum boðið upp á. Ekki síst þegar við þurfum að halda áfram að selja íslenskan fisk á þeim mark- aði sem borgar hæsta mögulegt verð.“ Ingvar telur það opna ótal möguleika fyrir íslenskar vörur að vera teknar til sölu hjá WFM. „Algjört markaðskraftaverk“ MIKILVÆGT TÆKIFÆRI TIL KYNNINGAR Á LANDI OG ÞJÓÐ Ingvar Eyfjörð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.