Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 9
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Við þurfum bara að ræða það póli-
tískt nákvæmlega hvernig ferlið sem
slíkt er hugsað og hvernig að því er
staðið af okkar hálfu,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra á fundi með blaðamönnum í
gær að afloknum ríkisstjórnarfundi
um það ferli sem fór í gang í kjölfar
umsóknarinnar um inngöngu í Evr-
ópusambandið.
Steingrímur sagðist sjálfur ekki
telja að um væri að ræða aðlögunar-
ferli að sambandinu sem fæli í sér að
gera þyrfti breytingar á stofnunum
og löggjöf landsins samhliða viðræð-
um um inngöngu í það. Til þess kæmi
ekki að því er hann vissi best fyrr en
innganga hefði verið samþykkt.
Mótfallinn aðlögun
Steingrímur sagðist aðspurður
ekki vera sáttur við það ef út úr nán-
ari athugun á málinu kæmi að um að-
lögunarferli væri að ræða. „Ekki ef
það þarf að fara að gera einhverjar
breytingar á stofnunum og lögum á
Íslandi fyrirfram. Þá er ég það ekki.
Ég væri algerlega mótfallinn því.“
Aðspurður hvort kæmi til greina
að stöðva ferlið af hálfu Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs ef litið
væri svo á að það væri ekki að þróast í
ásættanlegar áttir svaraði Steingrím-
ur því til að bæði vinstri-grænir og
Alþingi hefðu áskilið sér rétt til þess.
„Við [þingflokkur vinstri-grænna]
munum ræða tiltekna þætti í þessu
sem snúa að framkvæmdinni og
áherslunum af okkar hálfu og það er
síðan þá þingsins að taka ákvarðanir
ef þær yrðu einhverjar teknar um
einhverja nýja stefnu í málinu.“
Um misskilning að ræða
Rædd voru á fundinum þau um-
mæli Jóns Bjarnasonar sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra í
Morgunblaðinu í gær að nema ætti
staðar í ferlinu þar sem um aðlögun-
arferli væri að ræða og sögðust bæði
Steingrímur og Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra telja að um
misskilning væri að ræða hjá Jóni.
Jóhanna lýsti ennfremur miklum
vonbrigðum með ummæli Jóns og
sagði að honum bæri skylda til að
framfylgja ákvörðunum Alþingis.
Steingrímur sagði um persónulegar
skoðanir Jóns að ræða sem ekki væru
ný tíðindi.
Ekki stefna stjórnarinnar
Þá undirstrikaði Steingrímur
sérstaklega að það væri ekki
stefna ríkisstjórnarinnar að
sækja um inngöngu í Evrópusam-
bandið. Einungis væri um að
ræða ákvörðun Alþingis sem
stjórnin væri að framfylgja.
Vill ekki aðlögun
Fjármálaráðherra telur ekki að aðlögun að ESB sé í gangi
en að skoða þurfi málið betur Algerlega mótfallinn aðlögun
Ráðherrar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Aðeins það besta
fyrir börnin!
Lindberg
barnagleraugu
í skólann
3 ára ábyrgð
Trommuskóli Gunnars Waage
Innritun stendur yfir fyrir nám í undirbúningsdeild.
Byrjendur jafnt sem lengra komnir óháð búsetu og á öllum aldri.
Erum á horni Suðurlandsbrautar og Grensás.
Innritun í síma 865 5890 - info@trommuskolinn.com
Nánari uppl. Á vefsíðunni Trommuskolinn.com
„Ég hef áhyggjur af því ef við
erum að fara í eitthvert aðlög-
unarferli sem alls ekki var ætl-
unin þegar a.m.k. ég greiddi at-
kvæði með þessari umsókn,“
segir Lilja Mósesdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, um þá um-
ræðu hvort Ísland sé í aðlög-
unarviðræðum við Evrópusam-
bandið en ekki einföldum
aðildarviðræðum í kjölfar þess
að umsókn var send um inn-
göngu í það sumarið 2009.
Lilja segist telja að fara þurfi
yfir málið og fá á hreint
hvernig ferli sé nákvæm-
lega í gangi. „Það var
ekki minn skilningur að
við værum að fara í að-
lögun með því að
senda inn
umsókn.“
Greiddi ekki
atkvæði með
aðlögun
LILJA MÓSESDÓTTIR
Lilja Mósesdóttir
Agnes Jóhannesdóttir
barnahjúkrunarfræð-
ingur lést mánudaginn
23. ágúst sl., 76 ára að
aldri. Agnes fæddist í
Álftafiði árið 1933 og
voru foreldrar hennar
Sigurður Páll Hall-
dórsson og Kristbjörg
Jóhannesdóttir. Agnes
var ættleidd við fæð-
ingu til systur Krist-
bjargar (Sigrúnar),
Helenu Jóhann-
esdóttur, og Jóhannesar Jónssonar
sem bjuggu lengst af á Ísafirði.
Agnes átti eina hálfsystur, Sigrid
Kaland, og voru þær dætur Sig-
urðar Páls. Sigrid er myndlist-
armaður og býr í Bergen í Noregi.
Agnes giftist Hrafnkeli Guð-
geirssyni rakara árið 1964. Þau
eignuðust þrjár dætur saman, Hel-
enu Kristbjörgu, Jóhönnu og
Svövu Snæberg.
Hrafnkell átti dóttur
frá fyrra hjónabandi,
Lilju Svövu, sem lést
árið 2004.
Agnes fluttist ung
að aldri til Reykjavík-
ur til að leggja stund
á nám í hjúkrun í
Hjúkrunarskóla Ís-
lands, þaðan sem hún
útskrifaðist árið 1958.
Hún fór síðan fram-
haldsnám í Sahl-
grenska háskólasjúkrahúsinu í Sví-
þjóð þar sem hún sérhæfði sig í
hjúkrun barna. Agnes starfaði eft-
ir það á Barnaspítala Hringsins.
Hún gegndi stöðu deildarstjóra
ungbarnadeildar í hátt á þriðja tug
ára. Landspítalinn veitti henni
heiðursviðurkenningu árið 1996
fyrir starf hennar í þágu veikra
barna.
Andlát
Agnes Jóhannesdóttir
Ásgrímur og Asger
Það leiðréttist hér með að í viðtali
við Thor Vilhjálmsson í Sunnudags-
mogganum er talað um Ásgrím
Jónsson listmálara og jafnframt að
Asger Jorn myndskreytti Söguna af
brauðinu dýra eftir Halldór Lax-
ness.
LEIÐRÉTT
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um áfram-
haldandi gæsluvarðhald yfir Guð-
laugi Agnari Guðmundssyni og Dav-
íð Garðarssyni. Þeir voru þann 23.
júlí sakfelldir, ásamt þremur öðrum,
fyrir smygl á rúmlega einu og hálfu
kílói af kókaíni til landsins.
Guðlaugur og Davíð voru báðir
dæmdir til fjögurra og hálfs árs
fangelsis og hlutu þyngstu dóma
fimmmenninganna. Dómunum var
áfrýjað. Í dómi Hæstaréttar segir að
með tilliti til alvarleika sakarefnis
þyki í þágu almannahagsmuna
nauðsynlegt að framlengja gæslu-
varðhaldið meðan mál þeirra séu til
meðferðar fyrir Hæstirétti.
Skulu þeir sæta gæsluvarðhaldi
þar til Hæstiréttur kveður upp dóm
en þó ekki lengur en til 22. október. .
Áfram í gæslu-
varðhaldi
Skemmdir voru unnar á úrkomu-
mæli Veðurstofu Íslands, sem stað-
settur er við Löngulág í Vest-
mannaeyjum, í vikunni. Að sögn
lögreglu var brotinn hattur sem er
ofan á mælinum. Ekki er vitað
hvenær skemmdirnar voru unnar
og óskar lögreglan eftir upplýs-
ingum.
Skemmdir á úr-
komumæli í Eyjum
Morgunblaðið / Billi