Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 10

Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ég smíðaði fyrsta lang-spilið mitt 2003-2004. Þávar tónlistarkennarihérna frá Eistlandi sem langaði svo í íslenskt langspil að hann bað mig um að smíða eitt slíkt,“ segir Jón, spurður hvenær hann byrjaði á hljóðfærasmíðinni. „Þessi tónlistarkennari kom með mikla flóru af hljóðfærum með sér sem heilluðu mig. Ég hafði ekki efni á að kaupa mér hljóðfærin tilbúin þannig að eftir fyrsta langspilið fór ég bara að prófa að smíða það sem mig lang- aði í,“ segir Jón sem var á þeim ár- um smíðakennari í grunnskól- anum. Í dag kennir hann tónmennt í skólanum, er sundlaugarvörður og sér um félagsheimilið á Þing- eyri ásamt konu sinni Rakel Brynjólfsdóttur, sem er kennari í grunnskólanum. Jón er sjálfmenntaður í tón- listinni sem og í smíðunum. Hann er nú með verkstæði í bílskúrnum heima hjá sér og hefur smíðað ansi mörg hljóðfæri síðan fyrsta lang- spil hans leit dagsins ljós. „Ætli ég sé ekki búinn að smíða tíu til fimmtán langspil, eina íslenska fiðlu, saxonlýru sem er víkingahljóðfæri, salalaika frá Rússlandi, dulcimer sem er amer- ískt hljóðfæri, ýmsar lýrur og flautur. Ég fæ fyrirmyndirnar af netinu og það bara myndir, ég hef engar teikningar að neinum af þessum hljóðfærum, þetta er bara smíðað eftir auganu. Erfiðast finnst mér að smíða Smíðar hljóðfæri eftir auganu Jón Sigurðsson heitir íbúi einn á Þingeyri. Hann dundar sér við að smíða hljóðfæri í tómstundum og fór nýverið að selja íslensk langspil í hljóðfærabúð í Reykjavík. Jón er heillaður af hljóðfæraflóru heimsins og smíðar það sem hann langar til að eignast. Morgunblaðið/Kristinn Listasmíð Jón reynir að hafa langspilin sín sem líkust þeim gömlu íslensku. Safnið Hluta hljóðfærasafns Jóns stillt upp í sófanum heima á Þingeyri. Vefur Námsgagnastofnunar er ekki aðeins fyrir kennara, þar er líka margt að skoða fyrir foreldra og námsmenn á öllum aldri. Til dæmis er hægt að sjá hvaða námsefni er í vinnslu og hlaða niður hljóðbókum með almennu námsefni án endur- gjalds. Á vefnum er hægt að fara inn á mjög skemmtilegar síður með fullt af kennsluefni fyrir börn og unglinga sem hægt er að vinna í tölvunni. Síð- urnar nefnast krakkasíður og ung- lingasíður. Fyrir krakkana eru léttir leikir sem ættu að auðvelda börnum að læra íslensku og að lesa, þar er einnig landafræði, myndlist og nátt- úrufræði og einmitt þar undir má finna hinn fína fuglavef Náms- gagnastofnunar. Þar má sjá allar fuglategundir á Íslandi og lesa helstu upplýsingar um þær. Fuglavefurinn er mjög vel uppsettur og áhugaverður fyrir alla að skoða. Á unglingasíðunni er meðal annars kennsluefni í ensku og dönsku, landafræði og stærðfræði. Allt þetta kennsluefni er sett upp á skemmti- legan, litríkan og einfaldan hátt í svo- litlum tölvuleikjastíl svo það ætti auðveldlega að kveikja áhugann á námsefninu. Vefsíðan www.nams.is Morgunblaðið/Eggert Á heimleið Það er gagnlegt efni fyrir öll skólabörn á síðunni Nams.is. Það er leikur að læra Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á yfir fjörutíu námskeið á haust- misseri. Þar kennir ýmissa grasa, svo sem saga Prússlands, saga leiklistar- innar og annað um sögu bresku kon- ungsættarinnar. Tónlistarnámskeið þar sem Wagner, blásarasveitir og djass koma við sögu. Námskeið um súkkulaði, litlu fröken Reykjavík og kvíða barna og unglinga má einnig finna í framboðinu. Íslendingasögunámskeiðið fjallar að þessu sinni um sjálfa Brennu-Njáls sögu. Námskeið Endurmenntunar eru öllum opin, óháð fyrri menntun. Nánari upplýsingar og skráning á nám- skeiðin er á endurmenntun.is. Endilega … … skráið ykkur á námskeið Morgunblaðið/Arnaldur Í boði Námskeið um súkkulaði. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að koma og dansa, þetta verður rosalega gaman. Og það er mikil tilhlökkun hjá okkur að fá alla þessa erlendu gesta- kennara,“ segir Ólöf Ingólfsdóttir en hún er meðlimur í Tangófélaginu, félagi áhugafólks um tangó. Félagið blæs nú til tangóhátíðar sem hefst á morgun og kallast Tango on Iceland 2010 – Nordic Focus. „Við höfum verið með tangóhátíðir ár- lega frá því árið 2003 en núna erum við með sérstaka áherslu á tengingu við Norðurlöndin, til að byggja upp samstarf við kennara og tangó- samfélög þar, en tangósamfélög finn- ast um allan heim. Það er skemmtilegt að kynnast tangódönsurum frá öðrum löndum en svona hátíð er kjörinn vett- vangur til þess. Tangódansarar ferðast mikið í þeim tilgangi að vera með á tangóhátíðum og þeir eru kallaðir tangótúristar en við eigum einmitt von á mörgum erlendum gestum á hátíð- ina. Tangódansarar ferðast mikið á milli Norðurlandanna til að dansa og það er til dæmis mikið dansað í Malmö og Kaupmannahöfn enda stutt að fara þar á milli. Þeir sem stunda tangó ferðast líka til Buenos Aires í Argentínu, þaðan sem tangóinn kemur, til að fá þetta beint í æð og kynnast tangóinum í upp- runalega umhverfinu,“ segir Ólöf sem einmitt fór þangað í vetur í fyrsta sinn og segir það hafa verið mikla upplifun. „Argentínski tangóinn verður stöðugt vinsælli um víða veröld, kannski vegna þess að það er svo mikið frelsi innan formsins, fólk lærir grunnatriði og spor en svo er spunnið voða mikið í dansinum. Þegar horft er yfir dansgólf þar sem allir dansa argentínskan tangó þá getur stíllinn verið mjög ólík- ur.“ Gestakennarar frá Argentínu og Norðurlöndum Miðstöð tangóhátíðarinnar verður í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og þar verð- ur mikið dansað þessa fjóra daga sem hátíðin stendur yfir. „Á morgun, fimmtudagskvöld, verða tónleikar frá klukkan níu til tíu með tangóhljómsveitinni Silencio og söngvaranum Omar Fernandez, en þeir eru sérstakir gestir hátíðarinnar. Eftir tónleikana verður ball en þessi hljómsveit ætlar líka að spila á sér- stöku tangóballi sem verður á laugar- dagskvöldið. Á föstudagskvöldinu ætlar aftur á móti danskur tangó- plötusnúður að sjá um tónlistina und- ir dansinum.“ Ólöf segir að erlendu kennararnir ætli að sýna tilþrif á dansgólfinu bæði á föstudags- og laugardagskvöldinu og slík sýning gleðji augu fólks, hvort sem það dansar sjálft tangó eða ekki. „Við segjum að suðrið og norðrið mætist á þessari hátíð því gestakenn- ararnir okkar koma bæði frá Argent- ínu og Norðurlöndunum. Þetta eru þau Carolina og Donato frá Buenos Ai- res, Daniel og Anna frá Malmö, Mette og Martin frá Kaupmannahöfn og Riku og Samira frá Gautaborg.“ Dansað verður bæði síðdegis og á kvöldin og öllum er velkomið að koma og horfa eða dansa sér til ánægju á tangódansleikjunum á föstudags- eða laugardagskvöld, en þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeið þurfa aft- ur á móti að skrá sig, en uppselt er á öll námskeiðin hjá gestakennurunum nema byrjendanámskeiðið, þar eru enn laus pláss. Ólöf segir að íslenskum tangódöns- urum sé alltaf að fjölga og hátíðin gefi þeim kærkomið tækifæri til að auka færni sína undir leiðsögn erlendu kennaranna. „Fólki fer mikið fram á svona hátíð, þetta skilar svo miklu til lengri tíma. En svona hátíð er ekki síður fyrir þá sem hafa einfaldlega áhuga á að kynna sér argentínskan tangó. Við endum þetta á tangóballi á veit- ingastaðnum í Bláa lóninu á sunnu- dagskvöld, förum fyrst í lónið til að hvíla okkur eftir allan dansinn dagana á undan, borðum góðan mat og stíg- um svo tangódansinn sem aldrei fyrr,“ segir Ólöf og bætir við að fólk þurfi að skrá sig ef það vill taka þátt í loka- kvöldinu. Suður og norður mætast á tangóhátíð sem hefst á morgun Dansa tangó í fjóra daga samfleytt Morgunblaðið/Golli Sjóðheitt Tangó er einstaklega þokkafullur dans að horfa á sem og dansa. Dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðu Tangófélagsins, www.tango.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.