Morgunblaðið - 25.08.2010, Side 11
Morgunblaðið/Kristinn
Jón og langspilið Jón Sigurðsson hefur mikinn áhuga á heimshljóðfæraflórunni. Hér heldur hann á langspili sínu.
þau sem eru með kúpt bak, bæði
balalæka og bouzouki sem er
grískt hljóðfæri. Það smíðaði ég úr
krossviði og möndlaði við að búa til
kúpt bak, það tókst á endanum en
það leit ekki vel út enda er það
hljóðfæri bara uppi í skáp, ekki til
sýnis. Hljómurinn hefur samt allt-
af heppnast,“ segir Jón sem lærir
líka að spila á hljóðfærin af netinu.
Jón hefur verið viðriðinn tón-
list síðan hann var í grunnskóla og
segir mikinn tónlistaráhuga vera á
Þingeyri og hafi alltaf verið.
„Pabbi spilar á harmónikku
svo ég hef verið í kringum tónlist
alla tíð. Ég var eitt sinn í hljóm-
sveit sem hét Export, við vorum
þrír gaurar í henni og spiluðum
hérna í tvö til þrjú ár á hverju ein-
asta balli eins og gengur og gerist
í sveitinni.“
Upprunaleg langspil
Jón hóf að selja langspilin sín
í heimshljóðfærabúðinni Hljóð-
heimurinn Sangitamiya á Grett-
isgötu nýlega og var það vegna eft-
irspurnar.
„Mér skildist á eiganda búð-
arinnar að þetta væri í fyrsta
skipti sem langspil væri til sölu í
búð á Íslandi. Ég seldi mitt fyrsta
langspil á Minjasafnið á Austur-
landi og þannig spurðist það út að
ég væri að smíða þau. Minjasafnið
frétti af því að ég væri að prófa að
smíða langspil eftir að ég heimsótti
Þjóðlagasetrið á Siglufirði í fyrra-
sumar til að skoða langspil. Þar sá
ég í fyrsta skipti nákvæmlega
hvernig langspilið lítur út því ég
hafði bara skoðað það af myndum.
Það eru til allskonar eftirlík-
ingar af langspilum en ég vil hafa
mín eins og þessi upprunalegu ís-
lensku. Erlendu langspilin, sem er
verið að smíða núna, eru betrum-
bætt og búið að setja öðruvísi
stillihnappa sem eru eins og á nú-
tímagíturum. Ég vil hafa það sem
ég geri sem næst því að vera upp-
runalegt en auðvitað er útlitið mín
túlkun út frá öllum myndum sem
ég hef séð. Ég nota íslenskan við í
smíðarnar og handvel hann í timb-
ursölu hér fyrir vestan, það er ekki
sama hvernig æðarnar í viðnum
liggja,“ segir Jón. Hann notast að-
allega við furu og greni. „Þess
vegna eru langspilin mín ekkert
rosalega dýr, það gæti nánast hver
sem er keypt þau. Ég hef hins veg-
ar hugsað mér að fara út í það líka
að smíða úr harðviði til að hafa
báðar sortir, en harðviðurinn er
dýrari og hljómar öðruvísi.“
Aðeins verið að spila heima
Jón smíðar ekki eingöngu
hljóðfæri heldur safnar hann þeim
líka.
„Ég reyni að kaupa alltaf eitt
ef ég fer eitthvað til útlanda, man-
dólín frá 1890 pantaði ég í gegnum
netið frá Bandaríkjunum. Ég fékk
það mjög ódýrt því það var brotið
og ég gat lagað það. Mér finnst
mjög spennandi að fá eitthvað
gamalt upp í hendurnar sem ég
get lagað.“
Spurður hvort hann komi ein-
hvern tímann fram og leiki á þessa
hljóðfæraflóru sína segist Jón lítið
gera af því.
„Það er karlahópur í sveitinni
sem kallar sig Harmónikkukarlana
og ég hef verið að leika með þeim
á banjó og mandólín til að lyfta
undir harmónikkutónana. Það
verður kannski einhvern tímann
sem ég kem fram og spila á eigið
langspil. Ég hef aðeins verið að
spila hérna heima og æfa mig og
reyni að fá konuna til að syngja
með mér, við vorum að æfa aðeins
að gamni okkar saman í sumar,
bæði á langspil og á íslensku fiðl-
una.“
Jón segist ekki vera með neitt
nýtt á smíðaborðinu, hann þurfi að
halda áfram að smíða langspil því
eftirspurnin eftir þeim sé töluverð.
„Það er aldrei að vita nema
maður fari að finna upp eitthvað
nýtt enda er maður búinn að
kynna sér flóru strengjahljóðfær-
anna,“ segir Jón kankvís að lokum.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Daglegt líf 11
„Mín mesta upplifun í köfun var
þegar ég kafaði fyrr á þessu ári nið-
ur í skipsflak í Valpariso í Chile. Það
var rosalega gaman,“ segir Hrafn-
hildur Magnúsdóttir sem veit fátt
skemmtilegra en að kafa niður í
undirdjúpin.
„Þetta var í fyrsta skipti sem ég
sá skipsflak og við fengum að fara
inn í flakið og skoða okkur um. Það
var mjög sérstakt og magnað á all-
an hátt. Ég var líka með tvo kúta á
bakinu í þessari köfun en það hafði
ég aldrei prófað áður. Þetta var því
mjög eftirminnilegt,“ segir Hrafn-
hildur sem lærði köfun hér heima á
Íslandi en mest hefur hún kafað
með skemmtilegum köfunarhóp
þegar hún var í Chile.
„Í annarri köfunarferð í Chile fékk
ég líka að rafsjóða neðansjávar, sem
var verulega svalt. Þar sem ég var
„gringa“ eða útlendingurinn í köf-
unarhópnum, þá fékk ég undanþágu
og fékk að prófa þetta án leyfis. Ég
þótti standa mig stórvel, ég fékk
ekki rafstraum í tennurnar eða neitt
slíkt, en félagar mínir biðu spenntir
eftir að ég kipptist við vegna
straumsins. Ég varð því óvænt neð-
ansjávar-rafsuðusnillingur.“
Hrafnhildur er fædd og uppalin í
Vestmanneyjum í mikilli nálægð við
sjóinn. „Kannski er það þess vegna
sem mér finnst svo frábært að upp-
lifa nýja veröld neðansjávar og mér
finnst ég komast á einhvern hátt
nær afa mínum heitnum, honum
Sighvati Bjarnasyni, þegar ég kafa
ofan í sjóinn, því ég fór oft með
honum niður að sjó að skoða báta
þegar ég var lítil stelpa.“
Uppáhaldsköfunarstaður Hrafnhildar Magnúsdóttur
Ljósmynd/Patricio Barra Tassara
Svöl Hrafnhildur með kafarafélögum sínum í Chile, þeim Mario og Patricio.
Neðansjávartöfrar í Chile
Holtagörðum 2. hæð
Sími 512 6800
www.dorma.is
dorma@dorma.is
30x30 cm kr. 99,-
50x100 cm kr. 499,-
70x140 cm kr. 995,-
Baðmottur 50x85 cm kr. 1.090,-
Ellefu litir
OPIÐ
Virka daga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-17
handklæði -
Ný sending
ótrúlegt ver
ð
Sænskar konur sem borðuðu einn til
tvo skammta af dökku súkkulaði á
viku fengu í einum þriðja tilfella
sjaldnar hjartabilun en þær sem borð-
uðu ekki þetta magn af súkkulaði.
Samkvæmt rannsókninni voru engin
varnaráhrif fyrir þær konur sem borð-
uðu súkkulaði á hverjum degi eða nán-
ast á hverjum degi.
Rannsóknin birtist um miðjan ágúst
í tímaritinu Circulation: Heart Failure.
Tíðni hjartabilunar var skoðuð í 31.823
sænskum konum á aldrinum 48-83
ára sem höfðu fyllt út spurningarlista
um mataræði, fylgst var með kon-
unum á árunum 1998-2006.
Konur sem borðuðu einn til þrjá
skammta af súkkulaði á mánuði voru
með 26% færri tilfelli hjartabilana og
þær sem borðuðu einn til tvo
skammta á viku voru með 32% færri
tilfelli.
Fræðingar leiða líkur að því að efni í
súkkulaðinu lækki blóðþrýstinginn og
dragi því úr áhættu á hjartabilun.
Þær konur sem komu best út úr
rannsókninni borða einn til tvo
skammta, sem eru 19 til 30 grömm, af
dökku súkkulaði á viku. Dökkt súkku-
laði í Svíþjóð inniheldur a.m.k. 30%
kakó.
Heilsa
Reuters
Súkkulaði Hollt og gott í hófi.
Hófleg neysla á dökku súkku-
laði dregur úr hjartabilunum