Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Munur á rafmagnsverði í smásölu til heimila er
óvenjulega mikill um þessar mundir eða 7,7%.
Það þýðir að munur á hæsta og lægsta verði er
um 2000 krónur á ári miðað við meðalnotkun.
Verðið er lægst hjá Orkubúi Vestfjarða og Orku-
veitu Reykjavíkur. Innan við 1% af heimilum í
landinu hafa skipt um orkukaupanda frá því
samkeppni var innleidd á raforkumarkaði. All-
mörg fyrirtæki hafa hins vegar leitað eftir til-
boðum hjá orkufyrirtækjunum. Þar er því hægt
að tala um virkan samkeppnismarkað.
Um fimm ár eru síðan tekin var upp sam-
keppni við sölu á rafmagni. Samkvæmt lögum
ríkir samkeppni í sölu og framleiðslu á rafmagni,
en ekki í dreifingu. Rúmlega helmingur af venju-
legum rafmagnsreikningi er tilkominn vegna
dreifingar rafmagns. Fólk í Reykjavík verður að
borga Orkuveitu Reykjavíkur, sem á raflínurnar,
fyrir þessa þjónustu. Fólk getur hins vegar
keypt rafmagnið af hvaða orkufyrirtæki sem er.
Óvenjulega mikill verðmunur
Það eru sex fyrirtæki sem bjóða rafmagn til
sölu í smásölu hér á landi. Miðað við verð á al-
mennum taxta er munur á hæsta og lægsta verði
7,7%. Lægst er verðið hjá Orkubúi Vestfjarða,
en hæst er verðið hjá Orkusölunni, sem er dótt-
urfélag RARIK.
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku,
dótturfélags Norðurorku á Akureyri, segir að
þessi verðmunur sé óvenjulega mikill um þessar
mundir. Oftast nær hafi venjulegt heimili hagn-
ast um 200-300 kr. á ári með því að skipta við
þann sem býður lægsta verðið frekar en þann
sem er með hæsta verðið. Nú er þessi munur um
2000 kr. miðað við ársnotkun. Andri á von á að
munurinn minnki aftur þegar OR breyti
verðskrá sinni.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða hækkaði um
3% 1. ágúst sl. og fyrir liggur að verðskrá Orku-
veitu Reykjavíkur, sem er með svipað verð og
Orkubú Vestfjarða, hækkar á næstunni. Öll
orkufyrirtækin hafa hækkað gjaldskrána á síð-
ustu mánuðum. Gjaldskrá Landsvirkjunar hækk-
aði um 8,3% 1. júlí sl., en flest orkufyrirtækin
kaupa rafmagn af Landsvirkjun og selja það auk
eigin framleiðslu til heimila og fyrirtækja.
Fyrirtæki leita tilboða
Andri segir að þó að heimilin í landinu hafi
sýnt samkeppni á raforkumarkaði lítinn áhuga
gildi ekki það sama um fyrirtækin. Þau hafi ver-
ið nokkuð dugleg að óska eftir tilboðum frá
orkufyrirtækjunum. Það sé því virkur mark-
aður hjá stærri og meðalstórum fyrirtækjum.
Samningarnir við þau séu með ýmsum hætti.
Þeir taki m.a. mið af því hvernig notkunin er.
Bakarí sem noti mikla orku á nóttunni, geti
t.d. gert hagstæða samninga og eins fyr-
irtæki sem nota mikla raforku á sumrin. Andri
segir að fyrirtæki sem eru með starfstöðvar á
fleiri en einum stað á landinu skipti gjarnan við
sama orkusala. Þannig hafi Fallorka misst fyr-
irtæki Haga úr viðskiptum, en á móti náð Mjólk-
ursamsölunni og Vífilfelli í viðskipti. Ríkiskaup
hefur einnig óskað eftir tilboðum í kaup á raf-
magni.
Kristján Haraldsson, framkvæmdastjóri
Orkubús Vestfjarða, telur hins vegar að fyr-
irtækin mættu vera duglegri að leita tilboða í
raforku. Markaðurinn sé ekki eins virkur og
hann hafi vonast eftir.
Mjög einfalt er fyrir heimilin að færa við-
skipti með raforku annað. Einungis þarf að
senda einfalda tilkynningu um nýjan orkuselj-
anda og síðan kemur rafmagnsreikningur frá
nýjum aðila mánuði síðar.
Um 7,7% munur er á
hæsta og lægsta verði
Innan við 1% heimila hafa skipt um raforkusala frá því samkeppni hófst
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Samfok, sam-
tök foreldra
grunnskóla-
barna í
Reykjavík,
hvetur for-
eldra til að
ganga með
börnum sínum
í skólann
fyrstu skóladagana. Þetta á sér-
staklega við um yngstu börnin sem
eru að hefja skólagöngu sína í dag.
Mikilvægt sé að sýna þeim heppi-
legustu leiðina og kenna þeim á
nærumhverfi sitt. Gangan sé auk
þess hressandi og skemmtileg fyrir
alla og gefi foreldrum innsýn í heim
barnsins og umhverfi skólans.
Samfok vill jafnframt benda for-
eldrum á að útivistartími barna tek-
ur breytingum frá og með 1. sept-
ember nk. Þá mega börn 12 ára og
yngri ekki vera úti eftir kl. 20:00 og
13-16 ára unglingar mega ekki vera
úti eftir kl. 22:00.
Börnin fái fylgd
Aldrei hafa verið
fleiri íbúar í
Hveragerði en
einmitt nú. Sam-
kvæmt nýjustu
tölum eru Hver-
gerðingar 2.324
talsins, tveimur
fleiri en í júlí
2008 þegar fyrra
met var sett.
„Þegar krepp-
an skall á tókum við þá ákvörðun
að takast á við verkefnin með já-
kvæðum hætti. Halda áfram að
bæta umhverfið og skera ekki nið-
ur þjónustu við barnafólk,“ segir
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.
Þróunin í Hveragerði er athygl-
isverð í ljósi þess að Íslendingum
hefur heldur fækkað og því hefur
íbúum flestra sveitarfélaga fækk-
að. Aldís segir greinilegt að
Hveragerði sé ákjósanlegur bú-
setukostur, ekki síst fyrir fjöl-
skyldufólk.
Jákvæðni í
Hveragerði
Aldís
Hafsteinsdóttir
Notendur Nokia-síma geta nú feng-
ið Ovi Maps frítt í símann sinn. Ovi
Maps er nýtt korta- og leið-
sögukerfi sem gerir fólki kleift að
nota símann sem leiðsögu- og stað-
setningartæki nánast hvar sem er í
heiminum. Ovi Maps fylgir ókeypis
Íslandskort af bæði þéttbýli og
dreifbýli, með nákvæmu götukorti
yfir Reykjavík, ásamt upplýsingum
um áhugaverða staði, veitingahús,
sundlaugar, söfn o.fl. umhverfis
landið. Einnig er hægt að hlaða nið-
ur kortum af hundruðum borga um
allan heim.
Frítt leiðsögukerfi
fyrir Nokia-síma
Kristján Haraldsson, framkvæmdastjóri
Orkubús Vestfjarða, útilokar ekki að fyr-
irtækið muni breyta rafmagnsverði á sam-
keppnishlutanum ef Orkuveita Reykjavíkur
hækkar gjaldskrá sína. Hann segir að
Orkubúið ætli eftir sem áður að bjóða
lægsta verðið, enda hafi það allar for-
sendur til að gera það. Fyrirtækið skuldi
lítið og framleiði sjálft um 2/3 af þeirri
orku sem það selur.
Orkubú Vestfjarða hagnaðist um 234
milljónir á síðasta ári sem er besta af-
koma í sögu félagsins. Fyrirtækið skuldar
sáralítið. Kristján segir að
fyrirtækið hafi verið
rekið af íhaldssemi
og það komi því til
góða núna. Það
ætli að stækka og
endurbæta Mjólk-
árvirkjun fyrir
milljarð á þessu og
næsta ári án
þess að taka
neitt að láni.
Ætla að bjóða
áfram lægsta verð
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Orka Tæplega helmingur raforkuverðs til
heimila er á samkeppnismarkaði.
Morgunblaðið/ÞÖK
Samanburður á raforkuverði
Sala Taxti kr/kWh Kostnaður, kr/ári
Orkubú Vestfjarða Almennur 4,13 28.759
Orkuveita Reykjavíkur Almennur 4,15 28.894
Fallorka Almennur 4,39 30.518
Hitaveita Suðurnesja Almennur 4,39 30.518
Rafveita Reyðarfjarðar Almennur 4,43 30.789
Orkusalan Almennur 4,45 30.925
Forsendur: 140m2 raðhús í 110 Reykjavík (Árbær)
Jeppadekk í miklu úrvali
Bílabúð Benna er umboðsaðili BFGoodrich og TOYO TIRES á Íslandi.
Komdu við á nýju fullkomnu hjólbarðaverkstæði að Tangarhöfða 8.
Stofnað 1975
Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna - Tangarhöfða 8 - S: 590 2000 / Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333
Reykjanesb
æ
Rey
kjavík
Kristján
Haraldsson