Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 17

Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Fundur Ungir menn í Vogahverfinu í Reykjavík hittast á förnum vegi og ræða um allt milli himins og jarðar. Golli New York | Sígaunar hafa verið ofsóttir um alla Evrópu svo öld- um skiptir. Nú sæta þeir mismunun, sem á ekki sinn líka í Evr- ópu frá síðari heims- styrjöld: hópflutn- ingar og brottrekstur karla, kvenna og barna frá nokkrum evrópskum lýðræð- isríkjum á þeirri forsendu að þau séu ógn við lög og reglu. Í liðinni viku hrintu Frakkar af stað áætlun um að vísa úr landi öllum sígaunum, sem ekki eru franskir, og bendluðu þá sem hóp við glæpastarfsemi án minnstu réttarfarslegrar tilraunar til að ganga úr skugga um hvort ein- staklingarnir hefðu framið nokk- urn glæp eða öryggi almennings stafaði ógn af þeim. Þessar að- gerðir Frakka koma í kjölfarið á „öryggisaðgerðum“ Ítala 2008 þar sem svokallaðir „hirðingjar“ voru sagðir ógna þjóðaröryggi og sett voru neyðarlög, sem leiddu til brottvísunar sígauna, sem ekki voru ítalskir. Það er lögmætt viðfangsefni stjórnvalda að stöðva glæp- samlega hegðun. En brottrekstur ríkisborgara í Evrópusambandinu á grundvelli uppruna sem notaður er til marks um glæpsamlega hegðun er brot á tilskipunum ESB um mismunun á grundvelli kyn- þáttar og réttinn til að fara frjáls ferða sinna frá einu aðild- arríki ESB til annars. Reyndar er það rækilega staðfest lagalegt grundvall- aratriði að taka eigi á glæpum með því að skera úr um sekt ein- staklinga fyrir dóm- stólum. Þess utan er dæmdum glæpamönn- um allajafna ekki vís- að úr landi ef þeir eru borgarar annars aðildarríkis ESB. Þess í stað krefjast Evrópulög þess að kannað sé í hverju tilfelli fyrir sig hvort brottvísun er nauð- synleg og í samræmi við glæpinn, sem framinn var, auk annarra þátta (á borð við það hversu sterk bönd einstaklingsins eru við sam- félagið). Auðvitað eiga evrópsk samfélög ekki að líða glæpi og aðra and- félagslega hegðun. En enginn þjóðflokkur einokar sjúklega hegðun og allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Frá seinni heims- styrjöld hafa Evrópubúar talið ótækt að hópur sæti refsingu eða brottvísun á grundvelli uppruna og því er sett fordæmi, sem vekur áhyggjur, þegar grundvallar- réttindum er ýtt til hliðar í nafni öryggis og sígaunar teknir í hóp- um. Hins vegar er rétt hjá frönsku stjórninni að hvetja til aðgerða til að auka atvinnu og fjölga tækifær- um sígauna heima fyrir (í þessu tilfelli einkum Búlgaríu og Rúm- eníu), sem myndi draga úr ástæð- um og þrýstingi á þá til að fara til annarra landa. Sænsk stjórnvöld hafa brugðist við ákalli Frakka með því að skora á ESB að grípa til samræmdra aðgerða til að opna samfélagið fyrir sígaunum. Sígaunar vilja og geta aðlagað sig ef tækifæri gefst eins og verk- efni stofnunar minnar hafa sýnt. Flestir sígaunar hafa sama metn- að og fólk flest: heimili með við- unandi þjónustu, sómasamlega menntun fyrir börn sín, störf, sem gera þeim kleift að sjá fjöl- skyldum sínum farborða, og sam- skipti við meirihlutann í samfélagi þeirra. Vegna óhugnanlegrar mis- mununar og skorts heima fyrir halda þeir hins vegar áfram að flakka um Evrópu. ESB verður að viðurkenna að þetta er vandi allr- ar Evrópu og krefst þess vegna skilvirkrar heildaráætlunar um að- lögun sígauna. Grundvallarábyrgð á að vernda réttindi og vellíðan allra borgara liggur hjá aðildarríkjum ESB. Stefnumörkun og áætlanir um að veita hlutdeild í atvinnu, menntun, heilbrigðisþjónustu og húsnæði þarf að fara fram í héraði og hjá einstökum ríkjum. ESB er hins vegar í lykilhlutverki við að hvetja, samræma, aðstoða fjár- hagslega og hafa eftirlit með að slíkri áætlun verði hleypt af stokkunum í sambandinu. Árið 2009 ákvað ESB að styðja við það markmið að leggja „skýra en ekki altæka áherslu“ á sígauna og framkvæmdastjórn ESB gaf vilyrði fyrir því að uppbygging- arsjóðir yrðu notaðir í húsnæði fyrir jaðarsamfélög með sérstakri áherslu á sígauna. Þessu skrefi ber að fagna og hin „skýra en ekki altæka áhersla“ ætti einnig að ná til menntunar, heilsugæslu og at- vinnu. Enn fremur ætti að breyta reglunum um það hvernig sjóð- unum er beitt þannig að einnig megi nota þá í heilsugæslu og menntun frá unga aldri, fremur en eingöngu til starfsþjálfunar. Innbyggð fátækt í samfélagi sí- gauna er nátengd lélegri menntun og atvinnuleysi. Áætlun fram- kvæmdastjórnarinnar fyrir Evr- ópu 2020 setur skilgreind mark- mið um menntun og atvinnu allra borgara Evrópusambandsins. Á báðum sviðum eru sígaunar svo langt á eftir samborgurum sínum að markvissar aðgerðir til að brúa bilið ættu að vera snar þáttur af áætluninni fyrir Evrópu 2020. Breiðasta bilið á milli sígauna og meirihlutans liggur hvorki í menningu né lífsstíl – eins og svo oft er sagt í fjölmiðlum – heldur fátækt og misrétti. Bilið er efn- islegt, en ekki bara andlegt. Að- skilnaður í skólum stendur í vegi fyrir aðlögun og er uppspretta fordóma og falls. Aðskilnaður í húsnæðismálum er ástæðan fyrir stórum hreysabyggðum og búðum án hreinlætis og annarra grunn- skilyrða þess að lifa lífinu með reisn. Áþján milljóna sígauna á 21. öldinni gerir evrópsk gildi að aðhlátursefni og er blettur á sam- visku Evrópu. Áþján sígauna er ekki bara skammtímaöryggisvandamál, sem hægt er að taka á með gerræð- islegum aðgerðum og með því að flytja fólk með valdi frá einu að- ildarríki til annars. Þær grafa ekki aðeins undan evrópskum gildum og réttarfari, heldur eru fjarri því að taka á rót vandans. Sígaunar eru stærsti minni- hlutahópurinn í Evrópusamband- inu. Þeir eru einnig yngsti hóp- urinn og sá hópur sem stækkar hraðast. Árið 2020 verða sígaunar til dæmis einn þriðji af þeim, sem koma inn á vinnumarkaðinn í Ungverjalandi. Evrópa hefur ekki efni á einni týndri kynslóð til við- bótar. Þetta er spurning um mannréttindi og grundvallargildi og skiptir sköpum um frið og samheldni í samfélögum um alla Evrópu. Áþján sígaunanna Eftir George Soros » Breiðasta bilið á millisígauna og meiri- hlutans liggur hvorki í menningu né lífsstíl – eins og svo oft er sagt í fjölmiðlum – heldur fá- tækt og misrétti. George Soros Höfundur er formaður Soros Fund Management. ©Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Undanfarið hafa mál þjóð- kirkjunnar verið rædd af miklum tilfinningahita sem eðlilegt er vegna þess sem kom fram í máli Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um föður sinn eftir kirkjuráðsfund með henni 17. ágúst sl. Í framhaldi hefur ver- ið fjallað á ný um þau mál sem komu upp fyrir 15 árum og voru þá leidd til lykta af kirkj- unni eftir þeim leiðum sem þá voru færar. Ólafur Skúlason biskup var þvingaður til að segja af sér vegna umfjöllunar á kirkju- legum vettvangi og var til- kynnt um það á prestastefnu í Digraneskirkju 25. júní 1996. Í umfjöllun um ný þjóðkirkjulög frá 1995 til 1997, nr 78/ 1997 var komið inn sérstöku ákvæði í lögin sem tóku gildi 1. janúar 1998 til að taka á málum sem komu upp gagnvart Ólafi Skúlasyni og sambærilegum málum með ákvæði um úr- skurðar- og áfrýjunarnefnd, en í 12. gr. laganna segir: „Nú rís ágreiningur á kirkjulegum vettvangi eða starfsmaður þjóðkirkjunnar er borinn sök- um um siðferðis- eða agabrot og getur þá hver sem hags- muna á að gæta borið málið undir úrskurðarnefnd …“ Samsvarandi ákvæði er ekki að finna hjá neinni kirkjudeild í heiminum. Í framhaldi af þjóðkirkju- lögunum voru þegar settar starfsreglur um meðferð kyn- ferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar nr. 739/1998 og stofnun fagráðs til stuðnings þeim sem brotið hefur verið gegn, en slíkt fagráð þekkist ekki innan annarra kirkju- deilda. Var þetta gert í beinu fram- haldi af málum kvenna gegn Ólafi Skúlasyni. Það var allt gert sem mögulegt var til að tryggja úrræði, sem kirkjan gæti átt gegn kynferð- isbrotum innan ís- lensku þjóðkirkj- unnar 1997 og 1998. Frásögn Guð- rúnar Ebbu Ólafsdóttur á Kirkjuráðsfundi 17. ágúst sl., sem ég trúi að sé sönn gagn- vart hræðilegri reynslu henn- ar, kallar á afsökunarbeiðni gagnvart því, hvernig það gat gerst að Ólafur Skúlason var kjörinn biskup. Sem einn af forystumönnum kirkjunnar bið ég þær konur, sem þjást vegna þessa, að fyrirgefa íslensku kirkjunni. Ég bið þjóð mína af- sökunar og bið einnig að kirkj- unni sé gefið tækifæri til að takast á við daginn í dag og dagana sem framundan eru, til að vinna til trausts á ný, þann- ig að ekki verði aðskilnaður milli þjóðar og kirkju. Ég bið drottin Guð um að styrkja Guðrúnu Ebbu og fjölskyldu hennar og einnig fjölskyldu Ólafs Skúlasonar til að takast á við þessa mestu þjáningu, sem orðið getur í mannlegum sam- skiptum. Afsökunarbeiðni Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Sem einn af for- ystumönnum kirkjunnar bið ég þær konur, sem þjást vegna þessa, að fyrirgefa íslensku kirkjunni. Höfundur er prestur og kirkjuráðsmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.