Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 18
18 Umræðan
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Ýmsir ráðast nú gegn sr. Geir
Waage vegna þess að hann hefur
lýst þeirri skoðun, að prestar séu
ávallt bundnir trúnaði við sóknar-
börn sín og óheimilt að upplýsa
þriðja aðila um efni trún-
aðarsamtala við þau, einnig þótt
um brotamann sé að ræða. Grunar
mig að þeir sem þessa gagnrýni
hafa uppi skilji ekki þann grund-
vallarmun sem er á trúnaði annars
vegar og þöggun – samsæri um að
hindra að sannleikur máls komi
fram – hins vegar.
Það segir sig sjálft að séu prest-
ar ekki bundnir trúnaði, mun eng-
inn brotamaður leita til þeirra og
viðurkenna brot sitt í trúnaði. Sé
trúnaðarskyldan hins vegar ótví-
ræð, kann brotamaðurinn að leita
til prestsins, sem þá getur leið-
beint honum um breytta hegðun,
verndað hugsanleg fórnarlömb
hans og hvatt hann til að gefa sig
fram. Sé þessi öryggisventill úr
gildi numinn, getur því afleiðingin
orðið sú ein að afbrotum fjölgi og
líkur á að upp um þau komist
minnki.
Af þessu sést að Alþingi gerði
mistök í því, að undanskilja ekki
presta tilkynningaskyldu, þegar
barnaverndarlög voru samþykkt
árið 1992. Og séu lög gölluð á
ekki að hanga á þeim eins og
hundur á roði, heldur færa til
betri vegar. Bersýnilegt er að
þessi lög þarf að lagfæra sem
fyrst, svo trúnaður presta við
skjólstæðinga sína geti áfram
gegnt því mikilvæga félagslega
hlutverki að fækka afbrotum og
auka líkur á að upp um þau kom-
ist.
En í trúnaðarskyldu prests felst
ekki það eitt að hann þegi um það
sem honum er trúað fyrir. Hún
felur líka í sér að hann noti sér
ekki trúnaðartraust skjólstæð-
ingsins í ósæmilegum tilgangi, eða
bregðist honum á annan hátt, þar
með talið með því að þagga niður
umkvartanir sem skjólstæðing-
urinn óskar að komi fram. Trún-
aður almennt snýst raunar ávallt
um þetta tvennt og verður það
ekki aðskilið. Í þessu ljósi er at-
hyglivert að bera saman afstöðu
sr. Geirs nú gagnvart þagnar-
skyldunni og svo hins vegar fyrir
fimmtán árum, þegar hann var
einn fárra presta, sem ekki sættu
sig við að hin dapurlegu mál, sem
nú hafa skotið upp kollinum á ný,
yrðu þögguð niður. Afstaða hans
nú er greinilega af sömu rót runn-
in og þá, grundvölluð á óskoraðri
virðingu fyrir trúnaðarskyldunni í
heild sinni og djúprættri andstöðu
við þau óheilindi sem þöggun
grundvallast ávallt á.
Það er því öfugmæli að krefjast
þess að sr. Geir verði áminntur
vegna skoðana sinna. Er nær að
ýmsir aðrir dragi sjálfsagðan lær-
dóm af réttmætri ábendingu hans.
Um trúnað
Eftir Þorstein
Siglaugsson » Og séu lög gölluð á
ekki að hanga á
þeim eins og hundur á
roði, heldur færa til
betri vegar.
Höfundur er í þjóðkirkjunni.
Í grein sem Edda
Júlía Þráinsdóttir
ritar í Morgunblaðið
þann 13. ág. sl. drep-
ur hún á hlutdeild
Freysteins Þor-
bergssonar í aðdrag-
anda að einvígi
þeirra Fischers og
Spasskys í Reykja-
vík árið 1972, eink-
um þannig að hann
hafi undirbúið jarð-
veginn svo af slíku einvígi gæti
orðið. Að sjálfsögðu legg ég eng-
an dóm á það sem fram kemur í
greininni, en það gefur mér þó
tilefni til að greina frá atviki þar
sem Freysteinn kom við sögu. Á
þeim tíma hafði lengi staðið þóf
um það hvort Fischer fengist til
að tefla við Spassky hér á landi
og hafði hann ítrekað sett fram
ný skilyrði fyrir því að af því
gæti orðið. Var þá svo komið að
sumir óttuðust að málið allt væri
komið út af borðinu.
Við þessar aðstæður rakst ég á
Freystein Þorbergsson fyrir
framan sal neðri deildar Alþingis.
Þar stóð hann, eða réttara sagt
studdist við vegginn, því ég hafði
varla séð þreytulegri mann. Ég
var málkunnugur Freysteini og
spurði hverra erinda hann væri
kominn og hvort ég gæti orðið
honum að liði. Freysteinn kvaðst
hafa komið þá um morguninn frá
Bandaríkjunum með þau skilaboð
frá Fischer að það sem nú gæti
best greitt fyrir því að af ská-
keinvíginu yrði í
Reykjavík, væri að
fram kæmi skýr yf-
irlýsing frá íslensk-
um stjórnvöldum um
að þau myndu meta
það afar mikils ef
skáksnillingurinn
Fischer fengist til að
heyja einvígið í
Reykjavík. Frey-
steinn kvaðst vonast
til að geta náð fundi
Einars Ágústssonar
utanríkisráðherra
með þetta erindi.
Hér var auðvitað um sérkennileg
tilmæli eða skilyrði að ræða, en
flestir vita að Fischer var ekki
einungis snillingur heldur líka
sérkennilegur maður.
Freysteinn virtist hafa farið til
Bandaríkjanna rakleiðis til að
hitta Fischer eða umboðsmann
hans. Allt hans fas bar vitni um
að hann trúði því staðfastlega
sjálfur, að yfirlýsing af þessu
tagi myndi ryðja síðustu hindr-
unum einvígisins úr vegi. Ég
spurði hvort hann treysti mér til
að koma þessum tilmælum á
framfæri við utanríkisráðherra.
Hann féllst á það og kvaddi.
Fundur var ekki hafinn á Al-
þingi og ég gekk til utanrík-
isráðherra, sem þegar var kom-
inn í sæti sitt. Allir sem þekktu
Einar Ágústsson vita að hann var
einstakt prúðmenni. Nú brá þó
svo við að hann tók erindinu
heldur treglega, kvaðst orðinn
þreyttur á þessu máli öllu og
vildi helst ekki koma nálægt því
frekar. Ég sagðist skilja það
mætavel, en ef það gæti skeð að
orðsending hans til utanrík-
isráðuneytis Bandaríkjanna,
ásamt beiðni um að hún bærist til
Fischers, hefði áhrif, mætti varla
láta slíkt undir höfuð leggjast.
Einar féllst á það eftir nokkra
umhugsun og gekk út úr húsinu.
Frásögn mín nær ekki lengra,
hlutverk mitt var einungis að
bera boð milli manna. Ég trúi því
að Einar Ágústsson hafi komið
yfirlýsingu á framfæri við rétta
aðila. En ég veit ekkert um hvort
sú yfirlýsing hefur ráðið úrslitum
eða hvort nýjar kröfur eða skil-
málar hafa komið fram af hálfu
Fischers eftir þetta. Staðeyndin
er þó sú að fáum dögum seinna
mætti Fischer til leiks. Hann
hafði þá tapað fyrstu skákinni
vegna fjarveru. Við tók heims-
viðburður, stórkostlegt einvígi,
sem kallað var „skákeinvígi ald-
arinnar“.
Freysteinn Þorbergsson og
aðdragandi einvígis aldarinnar
Eftir Pálma
Jónsson » Staðeyndin er þó sú
að fáum dögum
seinna mætti Fischer til
leiks. Hann hafði þá tap-
að fyrstu skákinni
vegna fjarveru. Við tók
heimsviðburður, stór-
kostlegt einvígi, sem
kallað var „skákeinvígi
aldarinnar“.Pálmi Jónsson
Höfundur er fyrrv. alþingismaður.
Einn færasti gam-
anleikari þjóðarinnar,
Jón Gnarr, náði ótrú-
legum árangri í kosn-
ingum á liðnu vori og
hefur síðan farnast
frekar vel í embætti.
Gamanleikinn hefur
hann nú til punts en
svarar spurningum af
og til af skynsemi. En
gamlir og lúnir stjórn-
málamenn hafa þolað
fordæmi Jóns misvel.
Þannig hefur þjóðin í sumar mátt
horfa á sitjandi utanríkisráðherra
haga sér eins og misheppnaður gam-
anleikari bæði hér heima og erlend-
is. Við hlið embættismanna ESB tal-
ar hann um aðildarviðræður Íslands
af slíku þekkingarleysi og fagurgala
að jafnvel stækkunarstjóri ESB
verður að sussa á skrípaleikinn og
minna á að auðvitað fái Íslendingar
engar undanþágur.
Næst þegar sami ráðherra kemst
í fjölmiðla lætur hann eins og ekkert
sé að marka embættismenn ESB og
talar í óráði um að samningar verði
bara betri og betri eftir því sem ljós-
ara liggur fyrir að Íslendingar ná
engum frávikum frá almennum
reglum Rómarréttarins.
Á sama tíma og andstaða meðal
þings og þjóðar fer sívaxandi talar
utanríkisráðherra um að fylgi við
ESB-aðild sé að
aukast. Þannig eru öf-
ugmælin orðin að
reglu.
Það er full ástæða til
að óttast að meðal við-
semjenda okkar lýsi
Össur Skarphéðinsson
því næst yfir að helsta
áhugamál íslensku
þjóðarinnar sé að er-
lendar þjóðir yfirtaki
bæði landhelgina, orku-
auðlindir þjóðarinnar
og alla stjórn innan-
landsmála.
Ef hæstvirtur ráðherra væri ann-
aðhvort fyndinn eða hagmæltur gæti
sagan skipað honum á bekk með
Jóni Gnarr eða Bjarna Borgfirð-
ingaskáldi sem orti svo fagurlega:
Í eld er best að ausa snjó,
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
Skrípagangur
til útflutnings
Eftir Bjarna
Harðarson
Bjarni
Harðarson
» Það er ástæða til að
óttast að meðal við-
semjenda okkar lýsi
Össur því yfir að helsta
áhugamál Íslendinga sé
að erlendar þjóðir yf-
irtaki landhelgina …
Höfundur er bóksali.
I.
Ofangreind setning
er höfð eftir Winston
Churchill, er hann lýsti
kommúnistum og hinni
misheppnuðu tilraun
þeirra til að koma á
sæluríki í Sovétríkj-
unum. Nú hafa rauð-
liðar á Alþingi sam-
þykkt lög um
auðlegðarskatt, frá 23.
desember 2009, nr. 128, sbr. lög nr.
90/2003 um tekjuskatt skv. breyting-
arákvæði til bráðabirgða. Skv.
álagningu eiga 3817 fjölskyldur að
greiða þennan 1,25% skatt á þessu
ári og á næstu þrem árum endur-
taka skattlagninguna, ca. fjóra millj-
arða ár hvert.
II.
Í nokkrum ríkjum hefur verið
reynt að leggja á stóreignaskatta, en
gefist illa. Þó hefur þótt hæfilegt að
leggja á slíkan skatt á 50 ára fresti.
En hvernig hefur þessu verið farið á
Íslandi?
III.
Fyrstu stóreignaskattslögin voru
samþykkt á Alþingi þann 19. mars
1950, lög nr. 22/1950. Sjö árum síðar
var enn höggvið í sama knérunn með
lögum nr. 44/1957, þótt enn væri
ógreiddur 2/3 af skattinum frá 1950.
Var upphæðin nú 136 milljónir, lögð
á 609 einstaklinga. Skyldi greiða
skattinn á 10 árum. Hart var brugð-
ist við þessum ofsóknum löggjaf-
arvaldsins og hófust nú langvinn
málaferli fyrir dómstólum landsins.
Sem prófmál var valið mál Trésmiðj-
unnar Víðis hf. og eiganda hennar,
Guðmundar Guðmundssonar. Að-
alkrafan var sú, að skatturinn yrði
felldur niður að fullu vegna þess að
hann væri brot á 67.
gr. stjórnarskrárinnar
(nú 72. gr.) um frið-
helgi eignarréttarins,
en á það féllst Hæsti-
réttur ekki, en lét þess
jafnframt getið að:
„með því að leggja háa
eignarskatta á eignir
manna með stuttu ára-
bili, er hins vegar að
sjálfsögðu unnt að fara
á svig við greint
ákvæði stjórnar-
skrárinnar.“ Skilaboð
Hæstaréttar virðast því vera: Hing-
að og ekki lengra. Eftir langvinn
málaferli tókst að lækka skattinn úr
136 milljónum í 63,5 milljónir eða
53% af upphaflegri álagningu.
IV.
Óhjákvæmilegt er að kæra þenn-
an auðlegðarskatt til yfir-
skattanefndar og bera álagninguna
síðan undir dómstóla landsins. Gott
væri einnig að stjórnlagaþingið
tryggði betur 72. gr. stjórnarskrár-
innar, þannig að við Íslendingar
fáum nýja og betri stjórnarskrá, í
stað þeirrar gömlu, sem er orðin
nokkuð lúin.
Heimildir:
DV. 13. ágúst 2010, bls. 18 – 20
Kjartan Stefánsson: Með viljann að vopni
lífssaga Guðmundar í Víði (1910 – 1987),
Vaka Reykjavík 1983.
„Þitt er mitt, en mitt
er mitt“ Um auð-
legðarskattinn nýja
Eftir Leif
Sveinsson
» Óhjákvæmilegt er að
kæra þennan auð-
legðarskatt til yfir-
skattanefndar og bera
álagninguna síðan undir
dómstóla landsins.
Leifur
Sveinsson
Höfundur er lögfræðingur
í Reykjavík
Núverandi ríkisstjórn, sem hefur haft tækifæri, mán-
uðum saman, til að leysa vandamál kreppunnar hefur
ekki staðið sig í þeim verkefnum. Það eina góða við rík-
isstjórnina var ráðning svokallaðra fagráðherra, Gylfa
Magnússonar og Rögnu Árnadóttur. Nú hafa þessir
fagráðherrar því miður fengið sömu einkunn og hinir
ráðherrarnir, falleinkunn.
Gylfi Magnússon tók feilspor í svörum sínum á Al-
þingi um lögmæti lána í erlendri mynt. Ragna Árna-
dóttir, sem að öðru leyti virðist standa sig með prýði,
hefur nú tekið þá ákvörðun að skoða lögmæti rannsókn-
arheimilda án rökstudd gruns um brot þegna landsins.
Fagráðherrarnir eru, því miður, komnir í hóp hinna
ráðherranna sem eru ekki hæfir í störfum fyrir íslenska
þjóð. Það er því einhvern veginn borðleggjandi að það
verður að lýsa vantrausti á þessa afturhaldsstjórn og
umhverfisterroristana í Vinstri grænum sem ekki virð-
ast geta leyst vandamál þjóðarinnar og munu skapa
okkur skelfilega framtíð ef t.d. aðild að Evrópusam-
bandinu nær fram að ganga og ef við tökum ekki af-
dráttarlausa nei-afstöðu um allar greiðslur vegna Ice-
save.
Vonandi gengur stjórnarandstaðan vasklega fram til
að ná þessu vantrausti í gegn og við getum gengið til
kosninga sem fyrst.
BALDVIN BERNDSEN
Lautasmára 51, Kópavogi
Fallnir fagráðherrar
Frá Baldvini Berndsen