Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 ✝ Jóna Steinbergs-dóttir fæddist í Skriðu í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu, 20. desember 1931. Hún lést á heimili sínu að Hríseyjargötu 9 á Ak- ureyri 17. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Jónu voru Jón Steinberg Friðfinnsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal, f. 30.10. 1901, d. 16.11. 1931 og Sumarrós Snorradóttir frá Steðja í Þelamörk í Hörgárdal, f. 10.5. 1905, d. 6.1. 2002. Bróðir Jónu var Ríkarður Steinbergsson verk- fræðingur, f. 13.4. 1930, d. 25.5. 1996 kvæntur Gróu Valgerði Ingimund- ardóttur, f. 13.7. 1931, d. 23.10. 1978. Börn þeirra eru: 1) Steinberg Rík- Már Ellertsson, f. 22.1. 1992. 3) Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi, f. 15.5. 1962. 4) Reynir Ríkarðsson, f. 5.6. 1964. Seinni kona Ríkarðs var Valdís Garðarsdóttir, f. 18.11. 1929. Jóna fluttist til Akureyrar tveggja ára að aldri og bjó þar alla tíð. Hún hóf ung störf hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga (KEA) og starfaði þar í 37 ár, síðast sem útibússtjóri. Lengst af starfaði hún í matvörudeild KEA í Kaupvangsstræti en einnig starfaði hún í öðrum útibúum KEA svo sem í Brekkugötu 1. Hún var varafor- maður Félags verslunar- og skrif- stofufólks Akureyri (FVSA) 1979- 1980 og formaður félagsins 1981- 1998. Eftir að hún lét af formennsku starfaði hún á skrifstofu félagsins til ársins 2000. Frá árinu 2000 var Jóna heiðursfélagi FVSA. Jóna var vara- formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) 1987-1999 og sat í framkvæmdastjórn 1983-1999. Útför Jónu fer fram hjá Akureyr- arkirkju í dag, 25. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. arðsson kennari, f. 20.12. 1954, var kvæntur Ástu Ósk- arsdóttur kennara. Þau skildu. Þeirra dætur eru: a) Val- gerður Ósk Stein- bergsdóttir, f. 5.4. 1980, í sambúð með Baldvini Þór Baldvins- syni, f. 15.7. 1978. Þeirra börn eru Heim- ir Ríkarður, f. 15.10. 2004 og Sumarrós, f. 12.2. 2007. b) Sigurlín Rós Steinbergsdóttir, f. 1.11. 1987, í sambúð með Kristófer Sigga Jóhannssyni, f. 26.5. 1988. 2) Hildur Ríkarðsdóttir verkfræð- ingur, f. 31.3. 1957, gift Ellerti Má Jónssyni verkfræðingi, f. 30.8. 1956. Börn þeirra eru: a) Sara Rós Ellerts- dóttir, f. 21.3. 1989 og b) Ríkarður Kallið er komið, komin er stundin. Stórt skarð hefur verið höggvið í litlu fjölskylduna okkar. Elsku Didda hef- ur kvatt okkur og eftir sitjum við hálfmáttlaus og dofin en ljúfar minn- ingar hrannast upp. Strax sem barn átti ég erfitt með að svara spurningu leikfélaga minna um hver Didda væri þegar ég full eftirvæntingar og gleði tilkynnti þeim að amma og Didda væru að koma. Orð eins og frænka og föðursystir pössuðu ekki, hún var svo miklu meira. Lífshlaup Diddu var farsælt enda bauð persóna hennar ekki upp á ann- að. Við fæðingu Diddu var amma ný- orðin ekkja, með pabba á öðru ári. Þegar Didda var tveggja ára flutti amma með börnin sín tvö til Akur- eyrar. Fyrstu árin á Akureyri bjó amma með móður sinni og systur. Þrjár ekkjur með sex börn. Fljótlega stofnaði amma þó sitt eigið heimili. Alla tíð var afar kært á milli þessara fjölskyldna. Af stakri ástúð, ósér- hlífni og vinnusemi sá amma fjöl- skyldu sinni farborða og var sam- band hennar, Diddu og pabba og síðar mömmu einstaklega náið. Við þetta ástríki ólumst við systkinin upp og eigum við margar góðar og skemmtilegar minningar um þau fjögur saman. Þegar mamma dó, að- eins 47 ára gömul, má segja að Didda hafi gengið okkur allt að því í móð- urstað. Didda naut velgengni í starfi. Í 37 ár starfaði hún hjá KEA, síðast sem útibússtjóri. Þaðan lá leið hennar til Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri þar sem hún var formaður til margra ára. Þá var hún mikið á ferðinni og sat oft samningafundi í Reykjavík. Gáfust þá stundir til að hittast og njóta samveru en alltaf dreif hún sig norður strax og færi gafst, ekki síst af tillitssemi við ömmu. Á þessum árunum kynntist maður nýrri hlið á Diddu sem bar- áttuglöðum ósérhlífnum verkalýðs- foringja. Alla tíð var glatt á hjalla þegar Didda birtist og ævinlega mikil til- hlökkun að hitta hana. Allir sem til hennar þekkja muna smitandi hlátur hennar sem kom manni ávallt í gott skap. Hún kunni manna best þá list að njóta lífsins og láta aðra njóta þess og var einstaklega gestrisin. Börn löðuðust að henni enda voru svo til engin takmörk fyrir því hvað þau gátu fengið Diddu til að gera. Hún dyttaði að húsinu, var stórtæk í garð- inum, ræktaði jarðarber, var lista- kokkur, stundaði sund, spilaði brids og svo mætti lengi telja. Hún var sér- fræðingur í að skapa skemmtilega stemningu og stundirnar í Hríseyj- argötu eru með öllu ógleymanlegar og dýrmæt í minningunni er Spán- arferð 2008 og fjölskylduferð í Skóg- arsel sumarið 2009. Didda kenndi sér meins í október sl. en það var ekki fyrr en í apríl að sjúkdómurinn greindist. Allan þann tíma hélt hún sínu striki og bar sig vel. Það kom berlega í ljós þegar greiningin kom hvern mann hún hafði að geyma. Hún tók fréttunum af fullkomnu æðruleysi. Áfram lagði hún kapp á að allir nytu lífsins, var hrókur alls fagnaðar, veitti okkur öll- um styrk, hlýju og umhyggjusemi. Heilsteypt að vanda. Ég kveð Diddu með óendanlegum söknuði og full þakklætis og veit að ef himnaríki er til þá er þar glatt á hjalla nú. Blessuð sé minning Diddu. Hildur Ríkarðsdóttir. Elsku Didda mín. Það er svo skrýtið að þú sért farin frá okkur. Ég man það síðan ég var lítil hversu gaman var að fara norður á Akureyri í Hríseyjargötuna til ykk- ar ömmu Sumarrósar. Ég varð alltaf jafn glöð að fá dúkinn sem þolir allt á borðið og allar kræsingarnar sem voru sko ekki af verri endanum. Það var líka alltaf visst sport hjá okkur Ríkarði að kíkja út í garð og næla okkur í nokkur jarðarber. Þetta voru bestu jarðarberin á Íslandi. Það var líka alltaf svo glatt á hjalla hjá ykkur fullorðna fólkinu. Hláturinn, sérstak- lega þinn og mömmu, barst um allt húsið svo glamraði góðlátlega í glös- unum ykkar í sólstofunni góðu. Þú varst líka alltaf svo jákvæð og kveinkaðir þér ekki út af neinu, sama hvað það var. Tókst þig til og rólaðir í rólum og fórst í myndaflipp með okk- ur fjölskyldunni. Þessi vetur sem ég fékk að vera hjá þér var mér ómetanlegur, því þar fékk ég að kynnast þér af alvöru. All- ir vinir mínir sem komu í heimsókn voru alltaf jafn gáttaðir á ótrúlegri gestrisni þinni og í Myndlistaskólan- um á Akureyri fór ekki á milli mála hver Didda frænka var. Þú varst svo sterk, svo ótrúlega sterk. Það var aðdáunarvert að sjá þig hoppa létti- lega yfir mestu hindranir lífsins, því þú lifðir lífinu svo létt. Varst alltaf mætt í sund á hverjum morgni og gestagangurinn í Hríseyjargötu 9 þvílíkur. Ég vil því fá að þakka þér fyrir allt, elsku Didda mín. Ég vona að þú sért á góðum stað með ömmu Sumarrós, afa Steinberg, afa Rikka og ömmu Gógó, umkringd blómum. Ef til vill í ykkar eigin litlu sólstofu, brosandi og hlæjandi klukkan 6. Þú munt ætíð eiga stað í hjarta mínu. Sara Rós Ellertsdóttir. Það er erfitt að minnast föðursyst- ur minnar Jónu, sem ávallt var kölluð Didda innan fjölskyldunnar, án þess að geta einstaks sambands hennar við ömmu, en þær bjuggu saman í 70 ár eða þar til Sumarrós lést í janúar 2002. Í Hríseyjargötu þar sem Didda og amma bjuggu frá 1956 hefur fjöl- skyldan alltaf átt öruggt skjól á heimili sem einkenndist af mikilli vin- áttu, væntumþykju, gestrisni og hlý- leika. Það var alltaf tilhlökkunarefni og gleðistund hjá fjölskyldunni þegar amma og Didda komu suður í heim- sókn og ekki síður þegar farið var í heimsókn til þeirra í Hríseyjargöt- una. Ég var svo heppinn að vera sendur „í sveit“ til ömmu og Diddu þegar ég var 11 ára og átti ég að vera þar í tvær vikur á meðan foreldar mínir voru erlendis. Dvölin varð lengri og dvaldi ég hjá þeim út sum- arið og síðan í öllum leyfum eftir það. Þegar móðir mín lést 1978 má segja að amma og Didda hafi komið okkur systkinunum í hennar stað. Við andlát ömmu missti Didda sinn kærasta ættingja og vin en hún tók andláti hennar af æðruleysi og lifði lífinu í hennar anda. Hún tók virkan þátt í félagslífi, ræktaði vini og ætt- ingja og sinnti fallegu heimili sínu af alúð. Didda var glæsileg, glaðvær og gefandi kona með notalegt viðmót og góða návist. Það væri hægt að halda endalaust áfram og telja upp mann- kosti Diddu en kærleikurinn var henni eðlislægur og umvafði hún alla sem voru henni nálægir ást og hlýju. Margar ógleymanlegar stundir áttum við saman hvort heldur spil- aður var Kani fram á nótt, setið og spjallað á pallinum eða í sólstofunni eða farnar dagsferðir í nágrenni Ak- ureyrar. Ferð okkar Diddu til Dan- merkur fyrir þremur árum verður ómetanleg í endurminningunni sem og Spánarferð fjölskyldunnar 2008. Það var Diddu kappsmál að fjöl- skyldan héldi saman og að við rækt- uðum hvert annað. Hún sá til þess að hún færi saman í sumarbústaðaferðir og skemmst er að minnast ógleyman- legrar samverustundar stuttu fyrir síðustu áramót þegar hún kom suður með ótrúlegt magn af laufabrauði. Nú skyldi fjölskyldan kölluð saman í laufabrauðsskurð og skemmta sér saman. Við vorum í daglegu sam- bandi en hún var minn trúnaðarvinur sem hægt var að spjalla við um allt milli himins og jarðar. Didda tók virkan þátt í öllu sem við kom hennar nánustu og vakti það stundum furðu mína hversu vel hún fylgdist með kappleikjum sem ég tók þátt í. Eftir hvern leik hafði hún ávallt samband og ræddi leikinn frekar. Í byrjun ágúst tók hún af mér loforð um að halda mínu striki og fara í langa keppnisferð þrátt fyrir erfið veikindi hennar. Sólarhring fyrir andlát henn- ar áttum við saman síðasta símtalið þar sem hún meðal annars spurði frétta af liðinu. Þegar veikindi Diddu komu í ljós í vor tók hún þeim með reisn, æðruleysi og þakklæti yfir að hún en ekki henni yngri fjölskyldumeðlimur hefði fengið þennan illvíga sjúkdóm og aldrei heyrði ég hana barma sér yfir veikind- unum. Nú þegar komið er að kveðju- stund kveð ég Diddu með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir kærleika, vin- áttu, hlýhug og stuðning sem hún ávallt sýndi mér. Blessuð sé minning Diddu. Heimir. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Á fallegu síðsumarkvöldi lagði elsku Didda frænka mín í ferðina sem við vitum að bíður okkar allra. Hún hafði á síðustu mánuðum háð snarpa baráttu við óvæginn og illvígan sjúk- dóm og gerði það með þeirri reisn og glaðlyndi sem henni var svo eðlislægt. Við vorum systradætur. Feður okk- ar létust með rúmlega eins og hálfs árs millibili þegar við börnin vorum öll mjög ung. Þurftu mæður okkar þá að fara út á vinnumarkaðinn. Samgangur á milli heimilanna var mikill og hefur það haldist svo alla tíð. Sumarrós bjó þeim Diddu og Ríkharði hlýtt og nota- legt heimili og voru þau öll sérlega samrýmd. Didda bjó alltaf á Akureyri en ég fór þaðan ung. Eðlilega var samgang- ur því ekki jafnmikill eftir það en þeg- ar ég kom norður eða Didda suður var strax hist. Síðasta veturinn sem ég var heima á Akureyri gengum við á hverju kvöldi um sexleytið hring í þorpið eins og við kölluðum það, fór- um út efri brúna, niður þorpið og inn neðri brú og töluðum og flissuðum all- an tíman. Síðustu áratugi hafa ferðir svo verið tíðar og síminn notaður vel. Árið 1956 keypti Sumarrós neðri hæðina við Hríseyjargötu 9 og þær mæðgur bjuggu sér þar sérlega hlý- legt heimili. Garðurinn var ræktaður og þar er nú að finna rifsber, sólber, hindber, jarðarber (þau bestu sem ég smakka) auk alls kyns matjurta. Einnig eru þar tvö gróðurhús með yndislegum blómum. Nokkrum árum síðar keypti Didda svo efri hæðina og í þessu húsi hefur þeim og síðan Diddu eftir að Sumarrós lést liðið mjög vel. Þarna hef ég og við Einar notið margra góðra stunda eins og raunar ævinlega á þessu heimili hvar og hvenær sem var. Didda var fædd jólabarn og var alla tíð mikil jólakona. Hún byrjaði snemma að föndra, setja upp seríur og tína fram skraut og naut þessa árstíma mjög. Henni var svo eðlis- lægt að njóta stundarinnar sem er svo dýrmætt. Í fyrra sumar hittumst við systur- börn og afkomendur á miðri leið, að Dæli í Húnavatnssýslu. Þetta var mjög góð helgi fyrir alla og naut Didda mín sín vel og var svo glöð og skemmtileg að vanda. Við áttum svo margt eftir að tala og gera. Ég sakna Diddu sárt. Að hitta hana eða lyfta símanum og heyra: „Hulda, sæl elskan“. Það var gjöf að hún fékk að halda andlegum kröftum alla leið. Hún var ekki ein þegar hún hóf ferð sína. Umhverfis rúm hennar voru bróðurbörnin sem höfðu verið hjá henni eitt eða fleiri frá því hún veiktist og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni erf- iðan tíma og gera henni mögulegt að vera heima sem ég veit að hún var svo innilega þakklát fyrir. Ég kom aðeins norður i byrjun ágúst, hún fylgdi mér út í dyr og veifaði þegar við lögðum af stað. Þannig minnist ég hennar. Elsku Didda mín. Hjartans þakkir fyrir allt. Einnig frá Einari og fjöl- skyldu minni. Sjáumst elskan. Hulda Marinósdóttir Jóna Steinbergsdóttir ✝ Ástkær dóttir mín og systir, JÓHANNA SILJA VILHJÁLMSDÓTTIR, Hjallabraut 19, Hafnarfirði, lést föstudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Birna Ósk Eðvarðsdóttir, Óskar Jóhann Birnuson. ✝ Minningarathöfn um móður mína, SIGRÚNU SVEINSSON, Balí, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp. Jón Alexander Mír og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur, lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 23. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, Hulda Snæberg Hauksdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNDÍS BJARNADÓTTIR, lést föstudaginn 20. ágúst á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudag- inn 27. ágúst kl. 13.00. Starfsfólki á Grund þökkum við fyrir einstaka alúð og umönnun. Fyrir hönd annarra vandamanna, Brynjólfur Eyvindsson, Soffía Arnardóttir, Bjarni Eyvindsson, Bergljót Ingvarsdóttir, Camilla Ása Eyvindsdóttir, Pétur Óli Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Jónu Steinbergsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. AGNES JÓHANNESDÓTTIR barnahjúkrunarfræðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.