Morgunblaðið - 25.08.2010, Side 20

Morgunblaðið - 25.08.2010, Side 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 ✝ Óttar Rafn Garð-arsson Ellingsen, tölvunarfræðingur, var fæddur í Reykja- vík 23. ág. 1960. For- eldrar: Dagný Þ. Ell- ingsen, f. 7.1. 1939 og Garðar V. Sig- urgeirsson, viðskipta- fræðingur, f. 3.2. 1937. Bræður: Sveinn Ingi, viðskiptafræð- ingur, f. 8.3. 1963 og Benedikt Jón, f. 18.4. 1971. Óttar ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Arat- úni í Garðabæ. Hann stundaði nám við Barna- og Gagnfræðaskólann í Garðabæ, og lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ árið 1983. Hann útskrif- aðist með BS-gráðu í tölv- unarfræðum frá Ohio University árið 1989 og vann síðan við þróun samskipta- og upplýsingakerfa í Reykjavík, Mílanó, London og í Sitges í Katalóníu. Hann starfaði m.a. fyrir Landspítalann, Tele- com og Alcatel Italia, Pride, og við kerf- isþróun fyrir ferða- þjónustu í Skandinav- íu. Frá árinu 2007 gegndi hann starfi vefstjóra hjá Lands- kerfi bókasafna. Óttar átti dóttur, Helgu, f. 17.7. 1988, líffræðinema. Þann 14.11. 1995 kvæntist hann Celeste Chia frá Singapúr, mark- aðsfræðingi frá Ohio University, en þau skildu árið 2005. Eftirlifandi unnusta Óttars er Guðbjörg Eiríksdóttir. Útförin fór fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 23.8. 2010 en þann dag hefði Óttar orðið fimm- tugur. Starfsfólk Landskerfis bókasafna hf. kveður í dag samstarfsmann sinn, Óttar Rafn Ellingsen tölvunarfræð- ing, sem gekk til liðs við fyrirtækið árið 2007. Á starfstíma sínum hjá fyrirtæk- inu vann Óttar Rafn að uppbyggingu og endurgerð vefjar bókasafnskerf- isins Gegnis með margvíslegum hætti, og vó framlag hans þungt, einkum á sviði forritunar og gagna- úrvinnslu. Óttar var fámáll maður og ekki mikið fyrir að deila hugsunum sínum með öðrum, þó var hann ekki skoð- analaus og gat verið fastur fyrir þeg- ar því var að skipta. Hann sinnti verkefnum sínum af trúmennsku og kostaði kapps um að standa við gefin fyrirheit. Óttar sinnti fjölþættum verkefnum og kom ýmsu í betri farveg; með fráfalli hans er stórt skarð höggvið í okkar fá- menna vinnustað. Við kveðjum nú góðan vinnufélaga með söknuði og sendum aðstandend- um einlægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Landskerfis bókasafna hf., Sveinbjörg Sveinsdóttir. Óttar Rafn Garðarsson Ellingsen ✝ Inger Elise Sig-urðsson, fædd Madsen, fæddist 28. febrúar 1927 í Hornd- rup á Jótlandi í Dan- mörku. Hún lést 14. ágúst síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Foreldrar Ingerar voru Johannes Mad- sen, amtráðsmaður i Skanderborg amt í Danmörku, f. 22. jan- úar 1902, d. 3. apríl 1975 og Anna Marie Madsen húsmóðir, f. 10. janúar 1908, d. 26 mars 1996. Inger á eina systur, Henny Petersen, f. 7. janúar 1934, gift Harry Petersen. Inger giftist 5. desember 1951 Benedikt Bjarna Sigurðssyni verk- fræðingi, f. 9. október 1923. Bene- dikt starfaði fyrst hjá borgar- verkfæðingi, rak síðan eigin verkfræðistofu til margra ára og starfaði hjá Húsnæðisstofnun rík- isins í lok starfsferilsins. Hann er sonur hjónanna Sigurðar Björns- sonar brúarsmiðs, f. 16. maí 1890, d. 28. ágúst 1964 og Ásu Benedikts- dóttur húsmóður, f. 1.júlí 1897, d. 4. maí 1933. Seinni eiginkona Sig- urðar var Guðfríður Lilja Bene- Höllu er Sigurður Björn Bjarkason. 3) Anna María, arkitekt, f. 4.12. 1965. Barn hennar er Benedikt Bjarni, f. 11. júlí 2008, d. 11. júlí 2008. Barnsfaðir er Arnar Þór Árnason. Inger lauk gagnfræðaprófi 1942. 14 ára gömul fluttist Inger að heiman í vist til tveggja fjölskyldna í sveitinni. Inger hóf störf 16 ára gömul hjá Rigstelefonen í Dan- mörku að loknu sérnámi, fyrst í Skanderborg og síðar í Kaup- mannahöfn þar sem hún kynntist Benedikt, eiginmanni sínum. Þau fluttu til Íslands 1952. Fyrstu árin á Íslandi sinnti Inger húsmóður- störfum en hóf síðan störf við sím- svörun á Landspítalanum. Síðar við gestamóttökuna á Hótel Borg, Hrafnistu og hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Inger og Benedikt að æsku- heimili hans að Bergstaðastræti 55. Frá árinu 1963 bjuggu þau í Safa- mýri 85 en þar byggðu þau sér tví- býlishús ásamt Birni Leví bróður Benedikts og hans fjölskyldu. Árið 1960 gekk Inger í Oddfellowregl- una, Rb. St. 1 Bergþóru, einnig var hún félagi í dansk kvindeklub. Síð- ustu æviárin sín fór Inger ásamt Benedikt í Þorrasel, dagvistun aldraðra og naut þar góðrar umönnunar. Frá 25. júní 2010 dvaldi Inger á Droplaugarstöðum. Útför Ingerar fer fram 25. ágúst 2010 kl. 15 frá Fossvogskirkju. diktsdóttir, f. 26 maí 1902, d. 12. febrúar 1990. Börn Ingerar og Benedikts eru: 1) Ása, flugkortagerð- armaður, fædd 15. júlí 1954. Ása á tvö börn með Jóni Helga- syni, fyrrverandi eig- inmanni sínum. Þau eru Inger Rós, f. 3. apríl 1976 og Bene- dikt Helgi, f. 1. des- ember 1983. Eigin- maður Ingerar Rósar er Kristinn Jón Eysteinsson. Börn þeirra eru Alexandra Rós og Sig- urrós Elísa, f. 2. júlí 2005, d. 2. júlí 2005, Víkingur Atli, f. 24. ágúst 2006 og Kári Steinn, f. 7. maí 2009. 2) Jóhannes, byggingartækni- fræðingur, f. 29. apríl 1957. Maki Björg B. Pálmadóttir, f. 24. júlí 1957. Börn þeirra eru Þorvarður, f. 17. júlí 1978, Kristján, f. 19. mars 1985, Halla Helga, f. 23. febrúar 1991. Sambýliskona Þorvarðar er Kristjana Thors Brynjólfsdóttir. Dóttir þeirra er Tara Björg, f. 26 desember 2008. Einnig á Þorvarð- ur soninn Óla Fannar, f. 9. júlí 2000. Sambýliskona Kristjáns er Erna Viktoría Jansdóttir. Unnusti Elsku amma. Hérna sitjum við öll og skiptumst á sögum og minningum sem við eig- um þig og tengjast þér. Hvort sem það eru sumarbústaðarferðir í Mun- aðarnes, grill í Skjaldhömrum, mat- arboð í Safamýri eða jólaböll í Odd- fellow, þá eiga allar minningarnar og sögurnar það sameiginlegt að það var alltaf stutt í gleðina og sönginn þar sem þú varst. Það besta sem þú gafst okkur eru hefðir sem eru hluti af okkar dag- lega lífi. Þessar hefðir erum við nú þegar farin að kenna barnabarna- börnum þínum og þannig munu þær lifa áfram eftir okkar daga. Þessar hefðir eru frá fæðingarlandinu þínu, Danmörku, og eru margar hverjar ansi sérstakar. Okkur finnst til dæmis að það séu ekki jól nema það sé ris a la mande í eftirrétt, bestu bollurnar eru auðvitað frikadeller, lifrarkæfan er best þegar hún er borin fram heit með heimagerðum rauðbeðum og beikoni, fátt er betra en rauðar danskar pylsur í brauði sem er ekki nema helmingur af lengd pylsunnar, áleggið á smörre- bröddet skal hylja brauðið algjör- lega og Carlsberg-bjórinn ískaldur með. Allt eru þetta litlar en skemmtilegar hefðir sem lita okkar líf með þínum rauðu og hvítu fána- litum. Síðustu vikurnar varstu á Drop- laugarstöðum. Herbergið þitt var mjög fínt með fallegum myndum og húsgögnum. Herbergið hefur ef- laust verið það tæknivæddasta í öllu húsinu. Í því var flatskjár, fartölva, rafrænn myndarammi, afruglari, örugglega með 100 sjónvarpsstöðv- um, háhraða internettenging og svo varstu komin með Facebook-síðu svo þú gætir örugglega fylgst með þínum nánustu. Þetta lýsir kannski best þínum persónuleika, þótt árin væru byrjuð að færast yfir þá varstu alltaf með á hreinu hvað var nýjasta nýtt og fylgdist vel með öllu. Við munum taka þetta til fyrir- myndar eins og margir fleiri. Þú lifðir lífinu lifandi og kunnir vel að meta það sem það bauð upp á. Hvíldu í friði, elsku amma. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt: „Himneskt er að lifa!“ (Hannes Hafstein) Þorvarður, Kristján, Halla Helga, makar og börn. Í minningunni um hana ömmu er af mörgu að taka. Það sem stendur upp úr í minningunni frá æskuárum okkar systkina er: „Amma, hvað áttu að borða?“ það fyrsta sem spurt var um þegar við komum í Safamýrina í heimsókn til ömmu og afa þar sem stefnan var tekin beint á ísskápinn. Við vorum samt ekkert sérstaklega svöng, það var bara svo gott að borða hjá ömmu og afa. Þetta breyttist ekkert enda voru þau mjög svo gestrisin og ætíð var tekið vel á móti okkur þegar við komum. Amma og ég vorum mjög nánar, hún var viðstödd er ég fæddist og var ég mjög mikið hjá henni sem barn. Amma reyndist mér best þeg- ar ég var sem veikust á spítalanum og hafði ákveðnar óskir um mat, þá var hún oftar en ekki tilbúin til að útbúa fyrir mig grillaðar kartöflur með kryddsmjöri og koma með til mín. Seinustu árin komum við fjöl- skyldan í Safamýrina á laugardög- um þar sem boðið var upp á hádeg- isverð og voru þær stundir mjög skemmtilegar. Strákarnir okkar hlökkuðu mikið til þessara vikulegra heimsókna til langafa og langömmu. Vissi Víkingur Atli að í ísskápnum biði hans uppáhaldið, kókómjólkin. Kiddi fór oft til ömmu og afa í há- deginu úr vinnu til að spjalla við þau og drekka með þeim kaffi sem þeim þótti svo vænt um. Víkingur og Kári urðu strax perluvinir ömmu. Þeim fannst það æðislegt þegar amma söng fyrir þá, hvort sem það var á dönsku eða íslensku, og var hún ætíð tilbúin að syngja með þeim eða fyrir þá. Amma var hörkukona, sterk, ákveðin, fyndin, með sterkar skoð- anir og vissi nákvæmlega hvernig hún vildi hafa hlutina, alveg fram á síðustu stundu. Það fór ekki mikið framhjá henni ömmu minni, ég var t.d. ekki búin að vera lengi í heim- sókn hjá henni þegar hún óskaði mér og Kidda til hamingju með trú- lofunina, hún bara sá hringinn strax. Ég og amma vorum mjög lík- ar í skapinu enda kom okkur mjög vel saman. Það kom líka fyrir að við urðum ósáttar en það varði yfirleitt ekki lengi og við urðum fljótt sáttar aftur. Faðmlag ömmu var gott og var hún ævinlega tilbúin að veita mér huggun og ráð þegar ég þurfti á því að halda. Ég verð henni ávallt þakklát fyrir þann stuðning sem hún og afi veittu mér í veikindum mínum og baráttu okkar hjóna við barneignirnar sem og þegar Víkingur Atli var sem veikastur. Hún kenndi okkur að gef- ast ekki upp, standa fast á okkar skoðunum og horfa á björtu hlið- arnar á tilverunni. Ég hef sjaldan kynnst nokkrum með jafn mikinn lífsvilja og hún hafði. Hún hélt í vonina og lífsgleð- ina alveg fram undir það síðasta. Það hafa verið forréttindi að fá að eiga svona góða og trausta konu að sem ömmu og fyrir strákana mína að fá að kynnast henni.Víkingur Atli veltir því mikið fyrir sér þessa dag- ana hvar amma Inger sé núna og hvort hún sé með vængi, englar eru jú með vængi og geta fylgst með okkur og passað upp á okkur. Ömmu mun verða sárt saknað á okkar heimili og það er skrýtið að geta ekki farið til hennar og spjall- að. Það er samt huggun að núna hefur hún fengið frið og hvíld frá veikindunum. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Inger Rós, Kristinn Jón, Víkingur Atli og Kári Steinn. Eftirvæntingin var mikil þegar von var á Benna hinn 4. janúar 1952 með dönsku blómarósina sína. Þau höfðu kynnst í gömlu höfuðborginni þegar hann var þar í framhaldsnámi í byggingaverkfræði við danska verkfræðiháskólann, DTH. Þau gengu í hjónaband mánuði fyrir heimkomuna hjá foreldrum hennar, er fögnuðu líka sínu silfurbrúð- kaupi. Brúðkaupsveislan var fjöl- menn og glæsileg. Það þurfti mikinn kjark hjá ungri, glæsilegri danskri stúlku að bindast manni frá litla Íslandi og koma til landsins á dimmasta og kaldasta tíma ársins. En Inger var þá sem og alla tíð staðföst, óhrædd, kjarkmikil og ákveðin. Hún lét aldrei bugast. Litla íbúðin á Bergstaðastrætinu beið brúðhjónanna. Þau bjuggu þar í nokkur ár en byggðu svo í félagi við Björn bróður og konu hans Sig- ríði stórt tvíbýlishús í Safamýri og hafa búið þar síðan 1963. Það var mikill fengur að fá þessa vel gerðu stúlku í fjölskylduna og til fastrar búsetu hér á landi. Hún auðgaði líf okkar á ótal vegu og var einstök á margan hátt. Hún var fljót að átta sig á aðalatriðum og mynda sér skoðun á mönnum og málefnum og óhrædd að láta þær í ljós og koma því í verk er hún taldi rétt. Hún unni fjölskyldu sinni og var mikil húsmóðir og móðir. Börnin þrjú og afkomendur þeirra nutu ást- ríkis hennar, en hún var líka föst fyrir í uppeldinu og hafði lag á að ná fram reglu án þess að það kæmi fram í minni umhyggju og ást. Tengsl hennar við foreldra og skyldfólk í Danmörku voru alla tíð náin og sérstakt kærleikssamband var við Henny, einu systurina. Ing- er heimsótti oft fjölskylduna í Dan- mörku með börnin sem nutu góðs atlætis hjá afa og ömmu og náðu leikni í dönskunni. Foreldrar og systir komu einnig oft til Íslands. Inger var ótal góðum kostum bú- in. Hún var snillingur í matargerð og kaffimeðlætið ætíð gómsætt. Heimboðin til Inger og Benna voru ávallt tilhlökkunarefni, hvort sem þau tengdust jólum eða afmælum eða þá bara því að vera til. Þau voru samhent hjón, Inger og Benni. Þau sköpuðu glaðværð og innilega sam- veru hvort sem var í litlu íbúðinni eða stóra húsinu í Safamýri eða þá í samkomusölum, þar sem gleði skyldi haldið hátt á loft. Inger var glettin og hafði gott skopskyn. En það sem allir dáðu þó mest var hennar tæra og fallega söngrödd, sem hún nýtti í góðra vina hópi. All- ir undruðust hversu mörg lög hún kunni og þá ekki síst þau íslensku. Þá var hún alltaf viss á textanum hvort sem hann var íslenskur, danskur eða á öðru tungumáli. Eng- inn sló henni við í þeim efnum. Hún var mjög fljót að ná góðu valdi á ís- lenskunni og það svo að vart mátti greina að þar færi kona af erlendu þjóðerni. Þau Benni voru félagslynd og höfðu oft boð heima hjá sér og þá gjarnan með námsfélögum Benna í Kaupmannahöfn. Þau voru létt á dansgólfinu og sóttu reyndar kennslu á því sviði. Það er margs að minnast frá þessum nær sextíu árum. Við Sig- rún minnumst með þakklæti ótal samverustunda hér heima en einnig líka í Danmörku. Við fáum aldrei fullþakkað allt það sem Inger og Benni hafa fyrir okkur gert í gegn- um tíðina. Við þessi þáttaskil getum við aðeins þakkað með fátæklegum orðum þá sólskinsbletti í heiði sem Inger hefur gefið okkur. Blessuð sé minning hennar. Grétar Áss Sigurðsson. Þegar ég hélt í hönd Inger á dán- arbeðnum og hlustaði á hana anda svo nálægt hinum síðasta andar- drætti þá komu mér engar frásagnir í hug heldur bara sönglög. Ég hefði þurft á hjálp Inger að halda við að muna textana, en líklega söng hún með mér án þess að ég heyrði og leiddi tónfallið af þeirri röggsemi sem henni einni var lagið. Inger missti aldrei af góðri söngstund. Barátta Inger við erfið veikindi undanfarin misseri lýsir henni lík- lega best. Á stundum þegar flestir hefðu gefið upp alla von og beðist vægðar þrammaði Inger áfram af einskærri lífslöngun. Þrautseigjan var sterkari en stál: hún skyldi lifa annan dag, gleðjast og vera bjart- sýn. Og það var líka Inger líkt að ákveða sjálf hvenær og hvernig ætti að kveðja; sviðakjammi og rófu- stappa skyldi vera síðasta máltíðin. Ólíkt kvölunum sem á undan höfðu gengið var hinsta stundin friðsæl og falleg. Inger var tilbúin til að kveðja á réttum tíma, sínum tíma. Hún lifði og dó með stæl. Það var margt af Inger að læra. Þegar aðrir voru þjakaðir af efa og sáu hindranir allt um kring hafði Inger trú á sjálfri sér og lífinu. Ing- er virtist gefið í vöggugjöf að horfa jákvætt fram á veginn. Hún var stjórnsöm og atorkusöm og hæfi- leiki hennar til að gleðjast og hvíla í sjálfri sér, láta ekki draga úr sér kjarkinn, er og verður okkur öllum fyrirmynd. Það var alltaf gott að koma í Safa- mýrina til Inger og Benna. Þau voru eitt í mínum huga. Frá því ég var barn hlakkaði ég til að vera með þeim í veislum: Benni ævinlega með ljóðræna og ljúfa tölu (fyrirmynd í ræðumennsku frá fyrstu tíð), Inger einatt með snarpar athugasemdir til Benna um hvað betur mætti fara, hlátrasköll í kjölfarið, og svo styrk rödd Inger í stemningu og söng. Fjölskyldan var náin og umhyggjan einlæg og sönn sem streymdi til Inger frá börnum hennar. Þar fór ekki aðeins elskuð móðir heldur vin- ur og félagi. Elsku Benni, Ása, Jói, Anna María, barnabörn og fjölskylda öll, við Steinunn vottum ykkur innilega samúð. Inger verður sárt saknað. Eitt þykist ég þó vita: Nú dvelur Inger sæl í æðri vistarverum og er þegar búin að tryggja sér þar nokk- ur lyklavöld. Ekki kæmi á óvart að hún væri orðin forsöngvari í ein- hverjum englakórnum, búin að betr- umbæta söngskrána og kenna þar öllum með snert af dönskum hreim mörg af sínum uppáhaldslögum: Og svo dönsum við dátt, þá er gam- an meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús K. Gíslason) Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Inger Elise Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.