Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 22

Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 ✝ Stefán Bjarnasonvar fæddur í Ölv- isholti í Árnessýslu 7. maí 1910. Hann lést á Landakotsspítala 18. ágúst síðastliðinn, 100 ára að aldri. Foreldrar Stefáns voru Bjarni Stef- ánsson, bóndi og verkamaður, f. 5. des. 1873 að Núpstúni í Hrunamannahreppi, d. 16. okt. 1952 í Reykjavík og Guðný Guðnadóttir hús- freyja, f. 21. ágúst 1872 í Forsæti í V-Landeyjum, d. 5. júní 1933 í Reykjavík. Systkini Stefáns voru Brynjólfur, alþingismaður og ráð- herra, f. 26. maí, 1898, d. 16. apríl 1989, kvæntur Hallfríði Jón- asdóttur, Elín Stefanía, f. 29. mars 1902, d. 3. maí 1902 og Einar Steindór, bankastarfsmaður og sjó- maður, f. 14. sept. 1906, d. 5. maí 1997. Uppeldissystir Stefáns var Elín Kristgeirsdóttir húsmóðir, f. 23. mars 1925, d. 16. apríl 2003. Kona Stefáns var Rósa Sigríður Kristjánsdóttir kjólameistari, f. 7. maí 1912 að Innra-Leiti á Skógar- strönd, d. 18. nóvember 1998. For- d. 21. jan 1976. Dóttir þeirra er Elsa Vestmann Stefánsdóttir myndlistarkona, f. 30. mars 1940. Maki: Birgir Sigurðsson rithöf- undur. Fyrri maki: Ágúst Halldór Elíasson tæknifræðingur og börn þeirra: Anna Steinunn, f. 1959, Einar Ingi, f. 1960, Elías Halldór, f. 1963 og Eva f. 1967. Auk barna og barnabarna, lætur Stefán eftir sig fjölda, barnabarnabarna og barnabarnabarnabarna. Auk almennrar menntunar gekk Stefán í Héraðskólann á Laug- arvatni 1929-1930. Hann vann við bústörf og annað sem til féll, svo sem sjómennsku. Þegar Stefán var að verða tvítugur brá faðir hans búi. Fluttist Stefán þá til Reykja- víkur í upphafi kreppunnar miklu. Stefán starfaði við ýmsa vinnu á þessum árum, aðallega við hús- byggingar og við höfnina. Seinna starfaði hann aðallega við múr- verk. Meðal húsa sem Stefán vann við voru Þjóðleikhúsið og Hall- grímskirkja. Stefán var einlægur baráttumaður fyrir réttlæti og jöfnuði hér á jörð. Hann tók því virkan þátt í verkalýðsbaráttu sem félagi í Dagsbrún og stjórnmála- baráttu sem félagi í Komm- únistaflokknum og Sósíal- istaflokknum. Útför Stefáns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 25. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. eldrar hennar voru Kristján Gunn- laugsson bóndi, f. 14. júlí 1858, d. 16. maí 1918 og Ragnheiður Árnadóttir, f. 22. ágúst 1873, d. 7. nóv. 1954. Börn þeirra eru: 1) Guðný Bjarn- heiður Stefánsdóttir Snæland, verkstjóri og matráður, f. 28. ágúst 1935. Maki. Hafsteinn Snæland, bifreiðarstjóri. Börn: Þórhildur Heiða, f. 1959, Kristjana Rósa, f. 1960 og Steinunn Helga, f. 1965. 2) Ragnar Kristján Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur og prófessor, f. 14. ágúst 1938. Maki: Ingibjörg Hjart- ardóttir rithöfundur. Fyrri maki var Astrid Ákadóttir mennta- skólakennari og börn þeirra: Krist- ína Sigríður, f. 1962, Stefán Áki, f. 1966 og Gunnar Bjarni, f. 1970. Með Björk Gísladóttur á hann Bryndísi Hrönn, f. 1974. Barns- móðir Stefáns var Ingibjörg Vest- mann saumakona, f. 25. des. 1919 í Kanada, d. 22. des. 1988. Foreldrar hennar voru Einar Bjarnason Vest- mann járnsmiður, f. 24. nóv. 1888, Hann fæddist til lífs sem var fullt af umhyggju og ást. Hann átti æsku á fátæku sveitaheimili í Fló- anum og tók snemma þátt í dag- legum störfum á bænum og í sveit- inni. Hann fór til Reykjavíkur 1930 inn í ólgu baráttu fyrir betra mann- lífi og inn í baráttu fyrir því að lifa af í kreppunni sem varði frá 1930- 1940. En ekki aðeins baráttu til að lifa af sjálfur. Ekkert var fjær hans lífsviðhorfi en kjörorð auðvaldsins að hver sé sjálfum sér næstur. Hann barðist alla tíð fyrir góðu lífi sinna nánustu en líka með öðrum sem áttu erfitt. Eins og fyrir marga samherja hans voru ár kreppunnar tími erfiðleika en líka mikilla sigra. Þeir urðu fyrir atvinnuofsóknum vegna skoðanna sinna. En þeir unnu líka sigra, sigra sem fólust í að byggja upp sjálfstraust, sam- stöðu og baráttu hinna fátæku. Hann var alltaf hraustur og gat unnið mikið og þegar á leið ævina hafði hann það betra efnislega en margir samferðamenn úr alþýðu- stétt. En hann var alltaf trúr þeirri æskuhugsjón sinni að allir ættu að bera jafn mikið úr býtum og hafa sömu möguleika til að njóta góðs lífs. Hann tók alla tíð þátt í baráttu verkamannafélagsins Dagsbrúnar, og var virkur í verkföllum. En hann sagði mér að hann hefði aldrei á síðari áratugum samþykkt nýgerða kjarasamninga foringjanna. Það var alltaf verið að fallast á allt of lág laun, sagði hann, sérstaklega fyrir þá lægst launuðu. Hvernig gat ég samþykkt samninga um laun sem voru miklu lægri en þau sem hægt var að lifa af ? Hann studdi lítilmagnann sem leitaði skjóls hjá honum og baráttu fyrir mannréttindum hérlendis og um allan heim. Hann studdi alla tíð grasrótarsamtök sem börðust fyrir betra lífi og betra umhverfi gegn framferði auðs og valds. Hann dáði alla tíð starf Komm- únistaflokks Íslands á fjórða tug síðustu aldar. Hann hefði verið sverð og skjöldur þeirra sem þjáð- ust undir kreppunni og aldrei geng- ið til liðs við andstæðingana. Hann gagnrýndi þá sem kenndu sig við hagsmuni alþýðunnar en notuðu þau völd sem alþýðan veitti þeim í eigin sókn eftir vegtyllum og völd- um. Hann pældi ekki mikið í lífi eftir dauðann. Kannski vonaði hann að hugsjónir hans og þrár mundu er- fast til síðari kynslóða, í þeim mundi hann lifa áfram. Börn og ungmenni áttu sérstakan griðastað hjá honum til að ræða sín vandamál og til að skilja betur heiminn sem þau voru að ganga inn í. Hann var ekki trúaður í venju- legum skilningi þess orðs. Honum fannst Jesús Kristur hafa verið sannur baráttumaður fyrir réttlæti, góður byltingarmaður. Hann var trúaður á að barátta fyrir betra samfélagi og betra mannlífi mundi sigra að lokum Þó að pabbi væri harður gagn- rýnandi auðvalds og arðráns talaði hann aldrei illa um nokkurn mann. Hann tók aldrei undir það sem hon- um fannst vera að rífa andstæð- ingana niður með óvægnum per- sónulegum árásum. Óvinur hans var röng stefna en ekki manneskj- urnar sem höfðu látið glepjast af þessari stefnu. Hann dó umvafinn ástvinum, sem voru með honum dag og nótt meðan dauðastríðið varði. Ragnar Stefánsson. Ég kynntist Stefáni tengdaföður mínum árið 1976 þegar við Elsa dóttir hans hófum sambúð. Þá hafði hann þegar lifað stóran hluta hundrað ára ævi sinnar. Mér varð strax ljóst að hann var einlægur sósíalisti með ívafi af pólitískri hörku sem var ættuð úr Komm- únistaflokknum en þar varð hann félagi kornungur og síðan í Sósíal- istaflokknum. Jafnframt tók hann þátt í þeirri átakamiklu verkalýðs- baráttu sem fram fór á fyrri helm- ingi síðustu aldar. Á þeirri tíð var sósíalisminn áhrifamesta stjórnmálastefnan. Hann var samofinn lífstilfinningu, siðferðisvitund og réttlætiskennd Stefáns. Sama gilti um milljónir manna um allan heim. Sovétríkin voru í augum þessara manna von mannkynsins. Þeir bentu á þau og sögðu: Sjá, þarna er draumsjón sósíalismans að verða veruleiki. Þeim mun hroðalegra varð áfallið þegar ljóst varð að mannúðarlífið fyrirheitna átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Á næstu áratugum afhjúpuðust sífellt fleiri glæpsamlegir stjórnar- hættir í ríkjum sem kenndu sig við sósíalisma eða kommúnisma. Þegar fram liðu stundir áttum við Stefán nokkrum sinnum samræður um þessi mál. Þá kom fram að hann taldi engan veginn að hlutverki sósíalismans í mannlífinu væri lok- ið. Því hlutverki væri ekki lokið fyrr en kapitalisminn með allri sinni mannfjandsamlegu gróðagræðgi væri liðinn undir lok og samfélög jafnréttis og mannúðar risin upp. Um þetta vorum við sammála. Bróðir Stefáns, Brynjólfur, var einn af forystumönnum Sósíalista- flokksins og ráðherra um skeið. En þótt stjórnmál væru Stefáni hug- leikin alla tíð veit ég ekki til þess að hann hafi nokkru sinni ætlað sér pólitískan frama. Hinsvegar átti ungt róttækt fólk athvarf á heimili hans og konu hans um árabil sem og sumir þeir er illa gekk að fóta sig í tilverunni. Þar mætti þeim hlýja og skilningur. Ég þekkti ekki þetta heimili. Ég kynntist Stefáni á heimili tengda- móður minnar, Ingibjargar Vest- mann. Vart leið sá dagur að hann kæmi ekki á hennar fund. Þau Ingi- björg áttu með sér ástarsamband frá því hún var sautján ára og þar til hún andaðist árið 1988 sextíu og sjö ára gömul. Auk Elsu eignuðust þau son en hann dó nýfæddur. Stef- án vakti yfir Ingibjörgu dag og nótt þegar hún lá banaleguna og þegar aðstandendur hennar auglýstu jarð- arför hennar var nafn hans þeirra á meðal að hans eigin ósk. Stefán var margbrotinn og til- finningaríkur en dagfarsprúður að jafnaði. Hann bjó yfir fágætum per- sónutöfrum, skarpgreindur, afar minnugur og vel að sér og hafði djúpan og hlýjan mannskilning. Þótt hann hefði ákveðnar stjórn- málaskoðanir tróð hann þeim ekki upp á fólk. Hann var afburðagóður hlustandi, hafði einstakt lag á því að ná til þeirra sem hann ræddi við og kímnin var sjaldan langt undan. Þessir kostir með meiru entust hon- um alla ævi og gerðu hann mjög að- laðandi og mikilsverðan þeim sem þekktu hann. Hann vakti í senn virðingu og væntumþykju. Hans verður því lengi minnst og saknað. Ég sendi ættingjum, venslamönn- um og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Birgir Sigurðsson. Afi var mjög ræðinn maður, þótt fáorður væri. Ég kynntist honum sennilega best um veturinn 1978-79, þegar móðuramma mín heitin, Ingi- björg Vestmann, hélt hús fyrir mig að Spítalastíg 3 í fjarvist móður minnar sem bjó þá í Hrísey ásamt systur minni og manni sínum, en ég gekk þá í MR. Afi kom í heimsókn á hverju kvöldi á leið heim úr vinnu í Hallgrímskirkjuturni og margt kvöldið sátum við þrjú og ræddum daginn og veginn og lífið og til- veruna. Þá kynntist ég þessari merkilegu hnyttni hans sem var oft svo margræð að maður uppgötvaði ekki broddinn fyrr en löngu síðar. Kímnigáfa afa var eins og hann sjálfur, þroskuð, en síung og spræk. Hann hló eins og maður sem hefur gaman af lífinu. Lífsgleði hans var slík að fáir hrifust ekki með. Hann hélt þessari kímnigáfu til hins síð- asta og hún er það sem ég man þegar ég minnist hans. Elías Halldór Ágústsson. Elsku besti afi. Það var nótt hér í Seattle þegar við fréttum að þú værir orðinn mjög veikur. Arnar var þegar á Ís- landi, Gunnar og Leifur fóru heim Stefán Bjarnason✝ Faðir okkar, JENS G. VÍBORG, andaðist miðvikudaginn 11. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ómar Jensson, Gísli Jensson, Ólafur Jensson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN STEFÁNSSON, Hvassaleiti 25, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 13.00. Steinunn D. Sveinsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Birgir Árnason, Ingileif Jónsdóttir, Rüdiger Seidenfaden, Sveinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS GUÐMUNDSSON, frá Flatey á Skjálfanda, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild B-7 á Landspítalanum í Fossvogi. Auður Gísladóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA MAGNÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Asparási 12, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 17. ágúst, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 27. ágúst kl. 13.00. Hermann Guðjón Hermannsson, Inga Erna Hermannsdóttir, Samúel Páll Magnússon, Jón Bjarni Hermannsson, Anna María Valtýsdóttir, Hermann Hermannsson, Kristinn Þór Hermannsson, Íris Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á, Langholtsvegi 8, Reykjavík, sem lézt á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 12. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Valur Jensson, Karitas Jensdóttir, Kolbrún Jensdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR, Laugateig 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 14. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 26. ágúst klukkan 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Berglind Bragadóttir, Hjálmar Jónsson, Ingibjörg Klemenzdóttir, Brynjar Jónsson, Steinunn Steinarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.