Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 23

Morgunblaðið - 25.08.2010, Page 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 með næsta flugi en ég varð að vera eftir. Næstu daga var hugur minn og hjarta hjá þér. Góðar minningar komu upp í hugann á degi jafnt sem nóttu. Ég kynntist ykkur ömmu sum- arið 1990 þegar ég kom til Íslands til að heimsækja Gunnar, sonarson ykkar. Hann hitti ég í heimalandi mínu Rússlandi árið áður þegar ég var leiðsögumaður hans þar. Ég tal- aði enga íslensku þá og þú kenndir mér mín fyrstu orð. Ári seinna gift- umst við Gunnar og fórum að búa í húsinu ykkar við Sunnuveg. Þið amma tókuð mig að ykkur sem ykkar eigið barnabarn og hef ég alltaf kallað ykkur ömmu og afa. Ég fór að læra íslensku og það var frábært að eiga þig að. Íslensk saga, bókmenntir og stjórnmál voru oft umræðuefni okkar og hvert sem viðfangsefnið var þá varstu besta heimild sem ég gat leitað til. Þú hélst mikið upp á Rússland og við ræddum oft sögu og menningu Rússa. Þú varst ótrúlega fróður um ýmis málefni, hæfni þín að meta staðreyndir óháð ríkjandi skoðun- um var framúrskarandi. Þegar strákarnir okkar Gunnars fæddust urðuð þið strax bestu vinir. Afi bakaði klatta og pönnukökur eða sauð bjúgu. Afi sagði skemmti- legar sögur frá æsku sinni eða úr Íslendingasögunum. Þú varst stór partur af lífi þeirra. Þetta er þeim dýrmætt og þökkum við þér hversu yndislega drengi við eigum. Þú áttir marga góða vini á öllum aldri sem heimsóttu þig oft og fögn- uðu með þér á hátíðum og afmælis- dögum. Í mínum huga er skýringin á þessum vinafjölda sú að þú barst virðingu fyrir öllum manneskjum. Þú tókst hverjum og einum eins og þeir voru og maður gat verið maður sjálfur í návist þinni. Hlýjan sem streymdi frá þér bauð mann vel- kominn. Þið amma voruð frábærir gestgjafar. Ég hef aldrei séð þig reiðan eða heyrt þig tala illa um annað fólk og sanngjarnari mann hef ég ekki þekkt. Þér þakka ég að miklu leyti að ég hélt áfram í skólanum eftir að hafa átt strákana. Þú varst ávallt til staðar fyrir okkur og hvattir mig áfram. Oft sagðirðu að svona klár stelpa ætti að vera doktor. Úr varð að við Gunnar fórum í framhalds- nám til Bandaríkjanna. Þú hafðir áfram áhuga á öllu sem fór fram í lífi okkar. Við tvö gátum talað klukkutímum saman um strákana, fótboltann, skólann og vini. Þú varst stoltur af afrekum þeirra. Ekki síður varstu stoltur af okkur Gunnari. Síðast var ég hjá þér í maí þegar þú hélst upp á 100 ára afmælið. Þú gerðir það eins og höfðingja sæmir. Hátt á annað hundrað manns var í veislunni og mikið var um skemmti- legar uppákomur. Þarna varstu í essinu þínu. Í minningu minni verð- ur þú alltaf svona kátur, hress, gamansamur og góður gestgjafi. Elsku afi, mér þykir það sárt að þú hafir ekki lifað nógu lengi til að sjá mig verja doktorsgráðuna mína sem er tileinkuð þér. Enn sárara þykir mér að hafa ekki verið við hliðina á þér á þinni síðustu stundu. Ég veit að nú líður þér vel og ég þakka þér mikið fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Þín, Sjenia. Elsku afi minn er dáinn. Minn- ingarnar hrannast upp og af mörgu að taka. Skötumáltíðir allan ársins hring, stílfærðar Grýlu- og Grett- issögur, meiriháttar afmælisveislur og Esjuferð með mig 6 ára sem endaði í félagsskap hjálparsveitar bara út af því að við tókum því fullrólega. Afi vildi vera góður við alla. Hjá afa fengu þeir sem áttu undir högg að sækja athvarf, menn sem dýr. Eitt sinn beið hans veik dúfa við útidyrnar. Hún hefur sjálf- sagt skynjað að afi myndi hjálpa henni, sem hann og gerði, hjúkraði og kom áfram í öruggt skjól. Sama átti við um alla villikettina sem bjargaði. Þó að afi hafi ekki verið lang- skólagenginn var hann gríðarlega fróður. Sem krakki var hann latur að læra að lesa, sá ekki tilganginn með því. Móðir hans sendi hann því 8 ára til ættingja á Selfossi. Lítið var við að vera en þar var þó Bibl- ían og Íslendingasögurnar sem afi neyddist til að vinna sig í gegnum, Biblíuna fyrst. Eftir veturinn var hann fluglæs, kunni bækurnar ut- anbókar og rak oft guð- og ís- lenskufræðinga á gat. Hann kunni líka að draga sjálfstæðar ályktanir. Afa fannst hin svokallaða útrás ómerkileg en fyrirleit líka eineltið gagnvart fáum einstaklingum í kjöl- far hrunsins. Hann var oft ósam- mála fólki en aldrei óvinur þess. Hann ræddi um nýjustu atburði, á sínu hundraðasta aldursári, á mun yfirvegaðri hátt en margir þeirra langskólagengnu álitsgjafa sem fjöl- miðlar draga gjarnan fram. Afi sagði að Jesús hefði verið réttlátur maður sem barðist fyrir betra mannlífi. Afi trúði að til væru æðri gildi eins og réttlæti og jöfn- uður sem við ættum að hafa að leið- arljósi. Hann gaf því lítið fyrir deil- ur sumra þeirra sem kalla sig trúleysingja við þá sem telja sig sanntrúaða. Hvort sem Guð væri til eða ekki og hvernig sem kirkjan stæði sig sem stofnun, þá væru hin æðri gildi ávallt til staðar og um það snerist trúin. Þegar afi fæddist fyrir 100 árum var samfélagið mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag. Þau gildi sem voru allsráðandi voru honum ekki alltaf auðveld eða réttlát. Hans eig- in reynsla, sterk réttlætiskennd og rík ást á lífinu hvatti hann áfram til að umbreyta samfélaginu svo allir fengju notið sín. Hann gerðist því kommúnisti og var róttækur og trúr hugsjóninni um réttlæti og jöfnuð fram á síðasta dag. Hann galt oft fyrir hugsjónir sínar en gafst ekki upp. Hann sá samfélagið breytast til batnaðar. Hann lýsti t.d. nýlega yfir gleði sinni yfir auknum réttindum samkyn- hneigðra. Hann lifði lífinu að fullu og gladdist alltaf þegar tækifæri var til. Eftir að hann hélt upp á 100 ára afmælið á stórfenglegan hátt, var nokkuð ljóst að hann væri tilbú- inn að kveðja okkur. Hans hugsun var skýr þangað til hann veiktist nokkrum dögum fyrir andlátið. Hann gaf þá fjölskyldunni ráðrúm til að vera saman og venjast þeirri tilhugsun að hann væri að deyja. Þetta var ómetanleg reynsla og hans síðasta gjöf. Ég er þakklátur fyrir það sem hann veitti okkur og hann mun áfram lifa í mér, Sjeníu sem hann tók opnum örmum og sonum okkar sem hann elskaði út af lífinu. Gunnar Bjarni Ragnarsson.  Fleiri minningargreinar um Stef- án Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hún er engill á jörðu, sagði Sigríður Klingenberg þegar hún sagði mér frá Val- borgu fyrir nokkrum árum. Ég varð að sjálfsögðu að hitta þessa konu og komst að því að Sigga hafði rétt fyrir sér. Í framhaldi af því vandi ég kom- ur mínar til Valborgar og síðasta vet- ur fór ég til hennar á hverjum mánu- dagsmorgni í svæðanudd og spjall. Þar áttum við stundir sem lifa munu innra með mér um ókomna tíð. Ég kallaði mánudagsmorgnana „Well- nessdays“ og hlakkaði til þeirra alla helgina. Einstaka sinnum á lífsleiðinni hitt- ir maður lærimeistara sem gefa bara og kenna. Valborg var ein af þeim. Á yngri árum dreymdi mig um að hitta göfugan indíánahöfðingja sem vissi svörin við öllum lífsins gátum. Það var svo í vetur sem það rann upp fyr- ir mér að draumurinn hafði fyrir löngu ræst. Valborg var einstök kona sem hafði engu tapað af hug- lægri orku sinni og visku þrátt fyrir háan aldur. Hún var mikill náttúru- unnandi og sumarið var hennar tími í görðunum sínum, enda kaus hún sér það lífsstarf að hjálpa öðrum að blómstra, hún var lótusblómið holdi klætt. Ég sagði eitt sinn við hana að það hlyti að vera frábært fyrir fólkið hennar að eiga svona mömmu, ömmu og langömmu eins einstök og hún væri en hún hló bara að þessari vit- leysu í mér af sinni stöku hógværð. Það draup fróðleikur og viska af hverju orði hennar og af þeim lærði Valborg Sigurbergsdóttir ✝ Valborg Sig-urbergsdóttir fæddist á Eyri við Fá- skrúðsfjörð 26. maí 1926. Hún andaðist á Landspítalanum 2. ágúst 2010. Valborg var jarð- sungin frá Árbæj- arkirkju í Reykjavík 10. ágúst 2010. ég margt. Hún kenndi mér t.d. að ekkert eitt svar væri hið rétta svar. Hún kenndi mér hógværð, æðruleysi og hún kenndi mér að gefa. Allt þetta kenndi hún mér án þess endi- lega að ætla sér það, fróðleikurinn og visk- an streymdi frá henni. Hún var með hreint hjarta, hjarta gjafar- ans. Hún lánaði mér sumar bækurnar sem hún hafði sankað að sér síðastliðna áratugi með fróðleik um lífið og til- veruna. Ég hafði áhuga á nánast öllu sem hún bauð upp á. Mér fannst stundum eins og við hefðum þekkst í 1.000 ár. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt með henni allar þessar góðu stundir þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Hún sagði mér frá æsku sinni og lífs- hlaupi, hvað hún hefði reynt og lært, við hlógum saman eins og enginn væri aldursmunurinn og fórum yfir litróf lífsins meðan okkur entist tími. Síðastliðinn vetur töluðum við oft um nýlegan missi hennar á Reyni sínum sem hún saknaði svo sárt. Ég reyndi eftir minni bestu getu að styðja hana þá. Það skein í gegnum tal hennar á þeim tíma að hún vissi sinn vitjunar- tíma og hún hafði rétt fyrir sér í því eins og svo mörgu öðru. Hún sagðist kveðja sátt við lífið og tilveruna enda búin að skila sínu. Með Valborgu er gengin kona sem sáði hlýju, birtu og lærdómsfræjum inn í líf fjölda fólks sem hana þekkti. Við Inga sendum samúðarkveðjur okkar til aðstandenda og vina. Takk fyrir allt, elsku Valborg mín. Þinn vinur, Eyþór Guðjónsson. Grein þessi var í Morgunblaðinu sl. mánudag en er birtist hér aftur vegna mistaka við vinnslu blaðsins. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, GUÐLAUGS ÞÓRHALLSSONAR bónda, Ormsstöðum, Eiða Þinghá. Starfsfólki sjúkrahússins á Egilsstöðum færum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju. Systkini, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR, Lundi 1, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. María S. Magnúsdóttir, Hafdís Guðmundsdóttir, Manuel Gissur Carrico, Gunnar Guðmundsson, Ingunn Lára Brynjólfsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, VALGARÐS LYNGDALS JÓNSSONAR, fyrrv. bónda, frá Eystra-Miðfelli. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi. Guðný Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Valgarðsson, Valgerður Gísladóttir, Jón Valgarðsson, Heiðrún Sveinbjörnsdóttir, Jónína Erla Valgarðsdóttir, Elín Valgarðsdóttir, Bjarni Steinarsson, Valdís Inga Valgarðsdóttir, Sæmundur Víglundsson, Jóhanna Guðrún Valgarðsdóttir, Bragi Guðmundsson, Kristmundur Valgarðsson, Böðvar Þorvaldsson, Þórunn Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, ÆVAR HEIÐAR JÓNSSON múrarameistari, Lönguhlíð 14, Akureyri, andaðist að morgni fimmtudagsins 19. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Valur Ævarsson, Jóna Ragúels Gunnarsdóttir, Halla Sif Ævarsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Valrós Árnadóttir, Helga, Atli Fannar, Elva Hrund, Arnar, Sindri og Sölvi. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SÆVAR E. GUÐLAUGSSON, Byggðarenda 4, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut mánudaginn 16. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas hjúkrunarþjónustu í síma 770 6050 og karitas@karitas.is. Karen Ólafsdóttir, Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Sólrún Sævarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Anton P. Gunnarsson, Elsa I. Konráðsdóttir, Ólafur S. Ólafsson, Mari Sampu og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.