Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér
skilja, að ég er í föður mínum og þér í
mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.)
Krossgáta
Lárétt | 1 þrjót, 4 hestum, 7
blóma, 8 ávítur, 9 lyftiduft,
11 loftgat, 13 krana, 14 náð-
hús, 15 grastorfa, 17 kapp-
söm, 20 snák, 22 fullgerður,
23 ísstykki, 24 sveiflufjöldi,
25 illi.
Lóðrétt | 1 fljót, 2 ákveð, 3
moldarsvæði, 4 kinda, 5
skalli, 6 mólendið, 10 gufa,
12 keyra, 13 ósoðin, 15 gekk
til þurrðar, 16 undirokað, 18
köggla, 19 birgðir, 20 segi,
21 grannur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 Þýskaland, 8 undar, 9 náðar, 10 arg, 11 dónar, 13 arð-
an, 15 lasts, 18 eisan, 21 tíð, 22 krani, 23 lotan, 24 fangaráði.
Lóðrétt: 2 ýldan, 3 kórar, 4 langa, 5 næðið, 6 hund, 7 Frón, 12
alt, 14 rói, 15 lykt, 16 skata, 17 sting, 18 eðlur, 19 sótið, 20 núna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2
O-O 5. c4 c6 6. b3 d5 7. Bb2 a5 8. Rc3
Be6 9. O-O Ra6 10. Re5 Re8 11. cxd5
cxd5 12. Hc1 Rec7 13. Ra4 Dd6 14. Dd2
f6 15. Rd3 Bf5 16. Rdc5 b5 17. Rb7 De6
18. Rc3 Rb8 19. Hfe1 Ha7 20. Rc5 Dd6
21. Rxd5 Rxd5 22. e4 Bxe4 23. Rxe4
Dd8 24. Rc5 Rc7 25. De3 He8 26. d5
Dd6 27. Re4 Da6 28. d6 Rd5 29. Dd2
Rb4
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Leiden í Hol-
landi. Sigurvegari mótsins, bosníski
stórmeistarinn Predrag Nikolic
(2592), hafði hvítt gegn hinum ísra-
elska kollega sínum Leonid Gofshtein
(2521). 30. Rxf6+! Bxf6 31. Bxf6 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ásablæti.
Norður
♠DG984
♥ÁD43
♦4
♣ÁKG
Vestur Austur
♠1063 ♠--
♥8 ♥KG10962
♦109853 ♦K762
♣10984 ♣D73
Suður
♠ÁK752
♥75
♦ÁDG
♣652
Suður spilar 6♠.
Austur opnar á veikum 2♥ og suður
kemur inn á 2♠. Vestur er þegar horf-
inn á vit dagdrauma sinna, en hvað á
norður að gera?
„Stopp! – fjögur grönd.“ Við þekkj-
um þetta öll. Slemma liggur í loftinu og
yfir okkur kemur óviðráðanleg löngun
til að spyrja um ása. Auðvitað er samt
meira vit í því að nota plássið til rann-
sókna, byrja til dæmis á því að krefja
makker sagna með 3♥. Ef suður á ein-
spil í hjarta gæti hæglega unnist al-
slemma. En það er sama hvað leið er
valin í þessu spili, sagnir enda alltaf í
hálfslemmu. Hvernig er best að vinna
úr spilinu með ♥8 út?
Leiðarstefið er að endaspila austur.
Það er gert þannig: drepið á ♥Á, vörn-
in aftrompuð í þremur umferðum, tíg-
ulásinn lagður niður og hjarta dúkkað
yfir. Austur sér um afganginn.
25. ágúst 1895
Hið skagfirska kvenfélag var
stofnað. Tilgangur þess var að
styðja við réttindabaráttu
kvenna og stuðla að aukinni
menningu meðal þeirra. Fé-
lagið er enn starfandi, sem
Kvenfélag Sauðárkróks, og
hefur lengi staðið fyrir dæg-
urlagakeppni í tengslum við
Sæluviku Skagfirðinga.
25. ágúst 1934
Bakarar minntust þess að stétt
þeirra hafði starfað hér á
landi í eina öld. Blómsveigar
voru lagðir á leiði tveggja
fyrstu brauðgerðarmannanna,
Daníels Bernhöfts og Heil-
manns.
25. ágúst 1940
Slökkt var á 52 vitum um
óákveðinn tíma, að fyrir-
mælum bresku herstjórnar-
innar, en áfram loguðu ljós á
19 vitum. Tíminn sagði að
ákvörðunin hefði „mælst mis-
jafnlega fyrir meðal sjófar-
enda“.
25. ágúst 1950
Gunnar Huseby varði Evr-
ópumeistaratitil sinn í kúlu-
varpi á móti í Brussel þar sem
hann kastaði 16,74 metra, sem
var Íslandsmet, Norðurlanda-
met og Evrópumet, og vann
með miklum yfirburðum.
25. ágúst 1970
Stífla í Miðkvísl í Laxá í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu var
sprengd til að mótmæla
stækkun Laxárvirkjunar.
Samkomulag tókst í Lax-
árdeilunni í maí 1973.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Freisting kemur við sögu fyrir hádegi.
Kannski er það ástæðan fyrir því að samræð-
ur við maka og nána vini eru jafn alvörugefn-
ar og raun ber vitni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Komi til árekstra milli þín og vinar
skaltu varast að láta reiðina ná tökum á þér.
Samvera í slíkum félagsskap mun vafalaust
veita þér mikla gleði.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þótt sumum þyki nóg um þá
ábyrgð, sem þér er falin, þarftu hvergi að ótt-
ast, því þú ert maður fyrir þinn hatt.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ættir að breyta út af vananum á
einhvern hátt í dag. Skeyttu því engu þó aðrir
telji það barnalegan hégóma.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Sum verkefni eru eins og langur vegur
upp í móti, ekki láta þá blekkingu aftra þér
frá því að ná árangri. Suma daga, eins og til
dæmis í dag, er bara auðveldara að sjá sam-
hengið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er óþarfi að stökkva upp á nef sér
þótt aðrir hlaupi ekki upp til handa og fóta til
að framkvæma hugmyndir þínar. Reyndu að
ýta þessu frá þér.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er nánast ekki hægt að standast
freistinguna að eyða peningum í dag, en ekki
láta eyðsluna tæma veskið. En það er óþarfi
að vorkenna sér, þótt ekki sé unnt að kaupa
alla hluti.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Óskhyggja gærdagsins er orðin
að ringulreið. Heimspekilegar vangaveltur og
trú annarra vekja áhuga þinn. Vertu ákveðinn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Vinnan verður leikur einn þegar
yfirmaðurinn bregður sér frá. Vertu bara já-
kvæður og leyfðu öðrum að blása; það skað-
ar þig hvort eð er ekkert.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Einhver sér ástæðu til þess að
umbuna þér í dag. Liðsinni þitt er nóg og því
ekki þörf á að gera nokkuð annað.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Mundu að grasið er ekki grænna
handan hornsins. Næstu fjórar til sex vik-
urnar henta því vel til einveru og íhugunar.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Spennandi atvinnutækifæri blasa við
þér á þessu ári. Sinntu þínu og þá munt þú
verða ofan á þegar vinda lægir aftur á.
Stjörnuspá
Sudoku
Frumstig
1
4 5 1 2
2 7
1 7 6 4
8 3 5
3 6
6 5 8
8 3 7
7 6 4 1
7 4 8
3 5
4
1 3 9
7 8
1 4
6 9 3 8
8 5 6 4 9
9 5 4
3 4
3 9 7 6
7
7 5
6 1 8 4 7
6 1 3
8 5 7
3 6 5 9
1 9
4 7 8 3 1 9 6 5 2
5 9 6 7 4 2 3 1 8
3 2 1 6 5 8 4 7 9
1 6 3 2 8 4 7 9 5
7 8 9 5 6 1 2 4 3
2 4 5 9 7 3 1 8 6
9 1 2 8 3 7 5 6 4
6 3 7 4 9 5 8 2 1
8 5 4 1 2 6 9 3 7
6 7 2 8 3 4 1 9 5
4 5 1 9 7 6 2 3 8
8 3 9 1 2 5 7 4 6
9 2 6 7 8 1 3 5 4
7 1 4 5 6 3 8 2 9
5 8 3 4 9 2 6 1 7
3 9 7 2 5 8 4 6 1
1 6 8 3 4 9 5 7 2
2 4 5 6 1 7 9 8 3
8 9 1 7 3 4 5 2 6
6 3 5 9 1 2 7 4 8
7 4 2 5 6 8 1 9 3
4 5 7 8 2 1 6 3 9
9 1 8 3 5 6 2 7 4
2 6 3 4 7 9 8 1 5
5 7 6 1 9 3 4 8 2
3 2 4 6 8 7 9 5 1
1 8 9 2 4 5 3 6 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 25. ágúst,
237. dagur ársins 2010
Víkverji lét sig hafa það að hlaupafjórðung Reykjavíkurmara-
þons eða tíu kílómetra. Víkverji hef-
ur oft hlaupið áður og það versta er
að honum virðist frekar fara aftur
heldur en fram. Sýnist honum hann
kominn vel á veg með að afsanna
orðskviðinn um að æfingin skapi
meistarann. Í tilfelli Víkverja virðist
æfingin ekki nema rétt ná að skapa
meðalskussann.
x x x
Mikill fjöldi tók þátt í hlaupinuþetta árið. Líkt og venjulega
mjakaðist hópurinn af stað út
Lækjargötu, Fríkirkjuveg og upp
Skothúsveg. Á Suðurgötunni fer að
losna aðeins um hópinn, en að þessu
sinni var það þó ekki fyrr en á Æg-
isíðunni að hægt var að hlaupa á eig-
in hraða. Víkverji tók eitt sinn þátt í
hlaupi í Bandaríkjunum þar sem
þátttakendum var skipt niður í hólf
eftir getu. Fremst voru settir þeir,
sem hugðust hlaupa undir 45 mín-
útum. Síðan komu þeir, sem ætluðu
að hlaupa á 45 til 55 mínútum og svo
komu þeir, sem ætluðu að hlaupa á
lengri tíma. Þetta þýddi að þeir, sem
voru ræstir um leið hugðust hlaupa á
svipuðum tíma og myndaðist þá ekki
sama örtröð og búast hefði mátt við
hefði allur hópurinn staðið í einum
hnapp og verið ræstur um leið.
Skipuleggjendur Reykjavíkur-
maraþons líta ef til vill ekki á þetta
sem áhyggjuefni, en í það minnsta er
þessari ábendingu hér með komið á
framfæri.
x x x
Veðrið á laugardaginn var íviðhryssingslegra en við höfum átt
að venjast sunnanlands í sumar og
var kaldur vindurinn, sem næddi um
þegar komið var út á Seltjarnarnes,
mörgum hlaupurum erfiður. Hins
vegar munaði mikið um þá fjöl-
mörgu, sem höfðu stillt sér upp með-
fram hlaupaleiðinni og hvöttu hlaup-
arana með hrópum, ýlum og
hrossabrestum. Sérstakt hrós á
rokkbandið á Lindarbrautinni skilið.
Það brást ekki frekar en fyrri dag-
inn og átti snaran þátt í að Víkverji
skyldi komast á leiðarenda.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
„Svei mér þá ef ég fer ekki bara batnandi með ár-
unum,“ segir Tinna Hrafnsdóttir sem í dag er 35
ára gömul. „Reyndar hef ég aldrei verið jafn sann-
færð og einmitt núna að aldur er algjörlega af-
stæður því mér líður eins og ég sé ekki degi eldri
en tuttugu og fimm!“
Tinna er leikkona og hefur mörg járn í eldinum
um þessar mundir; „Það eru nokkur verkefni í
gangi núna. Tökur í stuttmynd, handritavinna fyrir
sjálfstæða leiksýningu sem ég og fleiri fengum
styrk fyrir frá Leiklistarráði til að setja upp, en auk
þess er ég þessa dagana að framleiða Alþjóðlega
kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem flestir þekkja sem RIFF.“
Tinna hefur ekki ákveðið hvort hún blæs til veislu í tilefni afmælisins
en ætlar í það minnsta að hitta sína nánustu í dag. „Og svo á ég von á
einhverju óvæntu og skemmtilegu frá ástinni minni,“ segir Tinna. Hún
segir koma til greina að halda upp á tímamótin með vinkonu sinni í
september en í það minnsta ætlar hún að halda kaffiboð fyrir fólk í
innsta hring. Segist hún ekki hafa verið dugleg við að halda upp á af-
mælið sitt gegnum tíðina. „En þar sem ég er að verða þrjátíu og fimm
þetta árið finnst mér nú kominn tími til!“ skulias@mbl.is
Tinna Hrafnsdóttir 35 ára
Fer batnandi með árunum
Nýirborgarar
Reykjavík
Daníel Logi Æv-
arsson fæddist 5.
júlí kl. 20.46.
Hann vó 3.150 g
og var 46,5 cm
langur. For-
eldrar hans eru
Kristrún Guð-
mundsdóttir og
Ævar Freyr Æv-
arsson.
Kristín Þorsteins-
dóttir frá Firði í
Múlahreppi, bú-
sett í dvalarheim-
ili aldraðra, Víði-
hlíð í Grindavík,
er 95 ára í dag,
25. ágúst 2010.
Í tilefni dagsins
tekur hún á móti ættingjum og vin-
um laugardaginn 28. ágúst næst-
komandi í Verkalýðshúsi Grinda-
víkur að Víkurbraut 46 frá kl.
14–17.
95 ára
Flóðogfjara
25. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 0.48 0,5 6.48 3,7 12.54 0,5 19.02 4,0 5.50 21.11
Ísafjörður 2.50 0,3 8.37 1,9 14.51 0,3 20.53 2,1 5.45 21.25
Siglufjörður 5.05 0,2 11.17 1,2 17.07 0,3 23.23 1,3 5.28 21.09
Djúpivogur 3.57 2,0 10.07 0,4 16.18 2,1 22.25 0,4 5.17 20.43
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Árnaðheilla