Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Áhugaleikhús atvinnumanna sýnir áttunda örverkið af tólf um áráttur, kenndir og kenjar á fimmtudag kl. 12.30 í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir og leikarar Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guð- jónsson, Hannes Óli Ágústs- son, Orri Huginn Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Verkið sem heitir „Örverk um Ágúst eins og hann leggur sig“ er sýnt í beinni útsendingu á slóðinni www.herbergi408.is en þar er jafnframt hægt að skoða fyrri verk úr örverka- röðinni. Aðgangur er ókeypis. Leiklist Örverk um Ágúst í Hugmyndahúsi Lára Sveinsdóttir í örverki. Aðalbjörg Þórðardóttir, eða Abba eins og hún er oftast köll- uð, sýnir olíumálverk í Gerðu- bergi undir yfirskriftinni Hug- arflug. Sýningin verður opnuð á fimmtudag kl. 17.00 og stend- ur til 17. október. Viðfangsefni Öbbu eru svan- ir sem birtast í myndum henn- ar sem náttúrufyrirbrigði, en ekki síður sem sagnaminni og táknmyndir sálar. Aðalbjörg útskrifaðist sem B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands 1979. Hún lauk námi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988 og hefur starfað við hönnun, myndskreyt- ingar og auglýsingagerð hérlendis og í Svíþjóð. Myndlist Hugarflug Öbbu í Gerðubergi Aðalbjörg Þórðardóttir Schola cantorum hefur haldið vikulega tónleika fyrir erlenda ferðamenn og íslenska unn- endur kórtónlistar á mið- vikudögum í júlí og ágúst í sumar. Nú er komið að síðustu tónleikunum í röðinni og verða haldnir í Hallgrímskirkju í dag kl. 12.00. Á efnisskránni er ís- lensk og erlend kirkjutónlist og ættjarðarlög, m.a. tónlist sem tengd er sálmum Hall- gríms Péturssonar, en kórinn hefur gert sér far um að kynna íslenska kóramenningu og sálma Hallgríms. Schola cantorum var stofnaður 1996. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Tónlist Síðustu hádegistón- leikar sumarsins Hörður Áskelsson Þýsku myndlistarmennirnir Fiete Stolte og Timo Klöppel sýna nú verk sín í Hólmakaffi á Hólmavík. Sýningin er hluti af verkefni Þjóð- fræðistofu sem snýr að þjóðfræði og menningarsögu rekaviðar. Fiete Stolte lærði í Kunsthoch- schule Berlin Weissensee og út- skrifaðist þaðan 2007. Í verkum sínum tekst hann á við óhefð- bundnar hugmyndir um tímann, hvernig hann líður og hvernig við skynjum hann. Í sýningunni Sjóndeildarhringur / Skógur stillir Fiete Stolte saman andstæðum: raunverulegum og auðsnert- anlegum efniviði annars vegar, eins og t.d. rekavið í fjöru, og hins vegar sjóndeildarhringnum sem sjá má sem hinn ósnertanlega áfangastað eða einhvers konar ei- lífðartakmark sem aldrei næst. Timo Klöppel lærði við Universität der Künste og útskrifaðist þaðan 2008. Hann vinnur með staðbund- inn efnivið sem hann finnur, færir til og setur í nýtt samhengi. Verk Klöppels, Siberian Forest / Síb- eríuskógur, stendur nú í fjörunni við gistiheimilið Kirkjuból á Ströndum. Verkið er samsett úr rekaviðardrumbum sem bundnir hafa verið saman með reipisbútum úr fjörunni og mynda „skógar- lund“. Tilurð verksins er sýnd á Hólmakaffi í ljósmyndaseríu. Hólmakaffi á Hólmavík er opið alla daga frá 10.00 til 18.00 til 1. september. Þeir sem vilja skoða sýninguna utan þess tíma sem opið er geta hringt í síma 866 1940. Strandaðir skógar í Hólmakaffi  Tveir þýskir myndlistarmenn sýna verk úr rekaviði á Hólmavík Samhengi Timo Klöppel við verk sitt Siberian Forest / Síberíuskógur. Spænski alt- og sópransaxófónleik- arinn Perico Sambeat kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur næstkom- andi föstudagskvöld með Asa tríóinu; Agnari Má Magnússyni á orgel, Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar og Scott McLemore á tromm- ur. Sambeat er einn af helstu djasstónlistarmönnum Spánar í dag, en hann hefur líka starfað talsvert utan heimalandsins. Þann- ig bjó hann í New York um tíma á tíunda áratug síðustu aldar og spil- aði þá meðal annars með Lee Ko- nitz, Jimmy Cobb og Joe Cham- bers, en hann hefur líka unnið með Brad Mehldau, Kurt Rosenwinkel, Tete Montoliu, Michael Brecker og Pat Metheny. Alls hefur Sambeat gefið út á þriðja tug diska undir eigin nafni og leikið inn á nærfellt hundrað. Perico Sambeat hefur hlotið fjölda verðlauna, til að mynda fékk hann Bird-verðlaunin á North Sea- djasshátíðinni, en þau eru kennd við Charlie Parker. Hann hefur líka fengið ýmsar viðurkenningar í heimalandi sínu, meðal annars oft verið valinn saxófónleikari árins og hljómplata hans Flamenco Big Band hlaut verðlaun sem plata árs- ins. Perico Sambeat á Jazzhátíð Tónleikar með ASA tríóinu á Sódómu Verðlaunaður Spænski alt- og sópran- saxófónleikarinn Perico Sambeat. Á Menningarnótt sýndi Ingi Hrafn Hilmarsson leik- verkið In the Beginning í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Verkið, sem er án orða og tekur um það bil 30 mínútur í flutn- ingi, var lokaverkefni hans við leik- listarskólann Rose Bruford College í London. Tveir leikarar komu fram í sýn- ingunni, Ingi Hrafn og Kane Hus- bands. Á sýningunni sl. laugardag fór svo illa að Ingi Hrafn slasaðist og því verður verkið ekki flutt í Hafnarhúsinu annað kvöld eins og til stóð. Leiksýningu aflýst Ingi Hrafn Hilmarsson Arnar Eggert Thor- oddsen lýsir eftir meiri ástríðu við lýsingar á knattspyrnuleikjum 30 » Árni Matthíasson arnim@mbl.is Næstkomandi laugardag heldur Tríó Esja tónleika í Selinu á Stokka- læk. Á þessum tónleikum skipa þau tríóið Arngunnur Árnadóttir klarín- ettuleikari, Greta Salóme Stef- ánsdóttir fiðluleikari og Hákon Bjarnason píanóleikari, en annars sér Páll Palomares um fiðluleik. Arngunnur segir að þau þrjú, hún, Hákon og Páll, hafi kynnst í Listahá- skóla Íslands á árunum 2005 til 2008 og svo vildi til að þau spiluðu öll ein- leik með Sinfóníunni í janúar 2008. Þau kynntust svo betur úti í Berlín þar sem þau voru öll við nám og upp úr þeim kynnum varð til Tríó Esja. „Páll forfallaðist svo í ágúst og þá hljóp Greta í skarðið, en við Hákon þekktum hana úr Listaháskólanum og Hákon hafði spilað með henni í kammerhóp. Hún þekkti prógramm- ið mjög vel svo það small vel saman hjá okkur.“ Djass með meiru Þó dæmi séu um verk sem samin eru fyrir tríó með klarínettu, píanói og fiðlu, þá er það ekki fyrr en á tutt- ugustu öld sem almennileg efnisskrá verður til. Verkin sem Tríó Esja hyggst spila eru líka öll frá tutt- ugustu öldinni, samin af Darius Mil- haud, Igor Stravinskíj og Leifi Þór- arinssyni. „Okkur finnst gaman að spreyta okkur á tuttugustu aldar verkum þó við séum hrifin af Mozart, Bach og Beethoven,“ segir Arngunnur, en bendir á að það sé lítið til af verkum fyrir þessa hljóðfærasamsetningu, nema frá tuttugustu öldinni. „Verkin eftir þá Milhaud og Stravinskíj eru samin í París þegar þar var mikið á seyði í tónlistinni og eins og heyra má á þeim voru tónskáld þess tíma mjög hrifin af djassinum sem barst frá Bandaríkjunum. Þau eru bæði byggð á tónlist fyrir sviðsverk og það renna því saman í þeim lista- stefnur. Verkið eftir Leif, Áfangar, sem er innblásið af málverki eftir Kristján Davíðsson, er aftur á móti miklu yngra, samið 1979. Leifur var eitt fyrsta íslenska tón- skáldið til að skrifa verk í seríalisma, sem heyra má í þessu verki, en það má líka finna djassáhrif í því.“ Tríó Esja leikur tuttugustu aldar tónlist á Stokkalæk  Verk eftir Dar- ius Milhaud, Igor Stravinskíj og Leif Þórarinsson Ljósmynd/Árni Árnason Tríó Arngunnur Árnadóttir klarínettuleikari, Greta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og Hákon Bjarnason píanóleikari. Það var evrópskum tón- skáldum mikil upplifun að kynnast djass á þriðja áratugn- um og mörg nýttu sér hum- yndir þaðan í tónsmíðar, til að mynda Stravinskíj og Darius Milhaud, sem varð fyrir áhrif- um af djass og hafði einnig áhrif á djass vestan hafs. Milhaud, sem fæddist 1892 og lést 1974, heyrði djass í fyrsta sinn í heimsókn sinni vestur um haf 1922 og varð stórhrifinn. Ári síðar samdi hann eitt sitt þekktasta verk, Sköpun heimsins, sem beitir djasshugmyndum. Milhaud fluttist síðan til Bandaríkjanna 1940 og bjó þar fram yfir seinni heimsstyrjöld- ina, stundaði tónsmíðar og kennslu. Meðal nem- enda hans voru tón- skáldin Philip Glass og Steve Reich, lagasmið- urinn snjalli Burt Bacharach og nokkrir djasstónlistarmenn, þar á meðal píanó- leikarinn Dave Brubeck. Milhaud og Brubeck DJASS Í FRAKKLANDI Darius Milhaud

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.