Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins, Sniglabandið, fagnar í ár 25 ára afmæli og af því tilefni verður blásið til stórtónleika á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn, 28. ágúst, kl. 20. Blaðamaður sló á þráðinn til trymbils sveitarinnar, Björgvins Ploder, sem hefur verið í hljómsveitinni frá því hún var stofn- uð og spurði hann fyrst hvernig sveitin hefði orðið til. „Upphaflega hét hún Lagavals- nefnd Bifhjólasamtaka lýðveldisins og í þeirri nefnd voru Skúli Gauta- son og Þormar Þorkelsson. Síðan breyttist þetta í Sniglabandið af því að þeir voru jú stofnendur að Snigl- um, Bifhjólasamtökum lýðveld- isins sem sagt, og síðan höf- um við ekki getað hrist þetta nafn af okkur þó við séum bara þrír í bandinu á mót- orhjólum,“ segir Björgvin. Fyrsta gigg Björgvins með Sniglabandinu var svo um áramót- in 1985/6 á Þórshöfn á Langanesi. Í Sniglabandinu voru upphaflega Stefán Hilmarsson söngvari, Bjarni Bragi Kjartansson bassaleikari, Sig- urður Kristinsson á gítar, Björgvin trommuleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari og Skúli Gautason sem lék á gítar og söng. Fór út í fíflalæti Fyrsta plata Sniglabandsins kom út árið 1986, Fjöllin falla í hauga en umslag hennar prýðir ljósmynd af ömmu Björgvins, Aðalheiði, með mótorhjólahjálm. „Þessi hljómsveit stefndi í það að spila mótorhjólarokk sem við gerum líka alltaf reglulega en svo breyttist þetta óvart í fífla- læti, náttúrlega með alvarlegu ívafi en það er alltaf rosalega stutt í að við bullum.“ -Þið eruð enda þekktir fyrir fífla- læti … „Já, í rauninni, fyrst og fremst. Við spiluðum stundum niðri á Gauk (á Stöng) í gamla daga, vorum kannski bókaðir þrjú kvöld: sunnu- dag, mánudag og þriðjudag og það var troðfullt öll kvöldin og það kom fyrir einu sinni að við spiluðum hálft lag allt kvöldið, vorum bara að bulla og fíflast í fólkinu en svo spiluðum við stundum fimm, sex lög. Þetta var svona eins og revía stundum.“ Búa lagið bara til -Nú eruð þið líka þekktir fyrir að spila það sem fólk biður um, voruð lengi vel á Rás 2 á sunnudögum að spila óskalög hlustenda. Getið þið spilað hvað sem er? „Við getum það alveg.“ -Hafið þið ekki strandað á ein- hverju lagi? „Nei, ég kjafta alla vega ekki frá því. Ef við höfum aldrei heyrt lagið þá búum við það bara til. Og sá sem biður um lagið er þá búinn að leggja á fyrir löngu þannig að við bara spil- um lagið.“ -Nú ætlið þið að halda stór- tónleika, eða sjónleika, ætlið að leggja mikið upp úr sjónrænni upp- lifun. Hvernig verður hin sjónræna upplifun? „Það verða einhver vídeó sýnd og svo náttúrlega er þetta leikhús og við nýtum það til hins ýtrasta,“ segir Björgvin. Hljómsveitin muni hins vegar ekki sjá um að matreiða veit- ingar sem á boðstólum verða. -Nú hafið þið verið að í aldarfjórð- ung og aldrei tekið ykkur hlé. Ætlið þið að halda áfram í önnur 25 ár? „Ég býst fastlega við því. Eins og ég sagði þegar ég byrjaði í þessu: um leið og mér finnst þetta leiðinlegt þá er ég hættur. Mér finnst bara svo gaman að hitta þessa vitleysinga og spila með þeim.“ Morgunblaðið/Ómar 2007 Sniglabandið skemmtir á Austurvelli í beinni útsendingu á Rás 2 fyrir þremur árum. Alltaf stutt í bullið  Sniglabandið á 25 ára afmæli og blæs af því tilefni til stórtónleika, eða sjónleika, í Borgarleikhúsinu  Í upphafi átti að flytja mótorhjólarokk en fíflalæti tóku völdin Það er ekki hægt að sleppa Björg- vin úr viðtali án þess að biðja hann um skrautlega sögu af Snigla- bandinu. Og hann kann eina æði skrautlega. „Einar Rún- arsson hefur sungið lag sem heitir „Hægðatregðu- blús“ og á einum tónleik- unum var hann að syngja það og við ferðuðumst alltaf með klósett með okkur. Svo var kló- settið dregið fram, sett á svið og Einar söng „Hægðatregðublús“ með miklum tilþrifum, mikið garg og hægðatregða í gangi. Þá kom það fyrir að Einar gat bara ekki haldið aftur af sér og rótararnir þurftu sem sagt að þrífa það,“ rifj- ar Einar upp. Atvikið átti sér stað á bindindismóti í Húsafelli. Hægðatregðublús SKEMMTILEG SAGA ÚR SÖGU SNIGLABANDSINS Í árdaga Sniglabandið þegar Stefán Hilmars var í því. Leður áberandi í klæðum. sniglabandid.is Fáðu úrslitin send í símann þinn Sala áskriftarkorta í fullumgangi! Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur - sýningar hefjast 3. sept Gauragangur (Stóra svið) Fös 3/9 kl. 20:00 Fös 10/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 9/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Einnig sýnt á Akureyri í nóvember Enron (Stóra svið) Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Fös 24/9 kl. 20:00 Fim 30/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Lau 25/9 kl. 20:00 Fös 1/10 kl. 20:00 Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall Horn á höfði (Litla svið) Lau 18/9 kl. 14:00 Lau 25/9 kl. 14:00 Sun 19/9 kl. 14:00 Sun 26/9 kl. 14:00 Gríman: Barnasýning ársins 2010! Lei khú sko rtið 201 0/2 011 www .leikh usid.i s I Gildir ágúst 2010 til j Lei khú sko rtið 201 0/2 011 OPIÐ KO www .leikh usid.i s I mi dasal a@le ikhus id.is I s Lei khú sko rtið 201 0/2 011 www .leikh usid.i s I mi d ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Haustsýningar komnar í sölu! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 9/9 kl. 19:00 Sun 19/9 kl. 19:00 Fös 1/10 kl. 19:00 Fös 10/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Lau 2/10 kl. 19:00 Lau 18/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00 Haustsýningar komnar í sölu! Sýningarnar hefjast kl. 19:00 Hamskiptin (Stóra sviðið) Fös 27/8 kl. 20:00 Fim 2/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Lau 28/8 kl. 20:00 Fös 3/9 kl. 20:00 Sun 29/8 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Örfáar sýningar í haust vegna gríðarlegra vinsælda! Nígeríusvindlið (Kassinn) Fim 26/8 kl. 20:00 Lau 28/8 kl. 20:00 Sun 5/9 kl. 20:00 Fös 27/8 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00 Aðeins sýnt til 5. september!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.