Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 HHH -M.M., Bíófilman HHH „Óhætt að mæla með Salt sem ofbeldisglaðari sumarafþreyingu“ S.V., MBL SÝND Í SMÁRA-, HÁSKÓLA- OG BORGAR- HHHH „Salt er blautur draumur hasarmyndafíkla“ -Þ.Þ., FBL HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH „Salt er þrælgóð... Unnendur hasarmynda fá hér eftirlætisverk“ -Ó.H.T., Rás 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 6 og 10:10 POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :15 HHHH -Þ.Þ., FBL HHH -M.M., Bíófilman Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Karate Kid kl. 6 - 9 LEYFÐ Salt kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Babies kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Sýnd kl. 3:50 (3D) og 8 (2D) HHH S.V., MBL Sýnd kl. 3:50, 5:45, 8 og 10:15 (POWER) HHHHH Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd. Gillz - DV HHH T.V - Kvikmyndir.is HHH „James Bond í G-Streng” -E.E., DV HH E.E., DV HHHH „Magnad madur, magnad” ÞÞ-FBL HHH The Expendables uppfyllir það sem hún lofar... S.V. - MBL SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÍÐUSTU SÝNING AR TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG USA! ALLAR SVÖLUSTU HASARHETJURNAR Í EINNI FLOTTUSTU MYND ÁRSINS Sýnd kl. 3:50, 5:45, 8 og 10:15 FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN OF THE DEAD KEMUR EIN FYNDNASTA OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS 2 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Kynjahlutfall bíógesta hefurverið heldur bjagað ínokkrar vikur, eða allt fráþví að Sylvester Stallone og öll hin steratröllin úr The Expend- ables komu til sögunnar og hasar- þyrstir strákar fjölmenntu í bíó. Rómantíska kvikmyndin Letters to Juliet kemur því á hárréttum tíma í kvikmyndahús og leiðréttir þessa bjögun með því að draga dreymnar stúlkur að stóra tjaldinu. Sagan segir frá hinni ungu Sophie Hall (Amanda Seyfried) sem vinnur við að sannreyna heimildir í greinum hjá New York Magazine. Hún á sér þann draum heitastan að verða greinahöfundur en yfirmaður hennar virðist ekki gefa þeim draumi nokk- urn gaum. Sophie er trúlofuð ástríðu- fulla kokkinum Victor (Gael García Bernal) sem elskar matargerð jafn- mikið ef ekki meira en unnustu sína. Parið heldur í snemmbúna brúð- kaupsferð til Verónu á Ítalíu þar sem Victor virðist hafa gleymt tilgangi ferðarinnar og mælir sér mót við hina ýmsu birgja, Sophie til mikillar mæðu. Eftir að hafa fylgt unnusta sínum í nokkurn tíma tekur hún sig til og ákveður að fara í skoðunarferð um Verónuborg upp á eigin spýtur. Á ferð sinni kemur hún m.a. að svöl- unum frægu þar sem skáldsagna- persónur Shakespears, Rómeó og Júlía, tjáðu hvort öðru ást sína. Þar kemst hún í kynni við ritara Júlíu, ítalskar konur sem vinna við að svara þeim bréfum sem konur með brostin hjörtu víðsvegar að úr heiminum hafa sent Júlíu í þeirri von að hún geti leyst úr vanda þeirra. Myndin fer á flug er Sophie finnur 50 ára gamalt ástarbréf fyrir slysni og ákveður að skrifa til baka. Upp frá því hefst leitin að ástinni sem Sophie finnur í hinum ýmsum myndum, henni sjálfri til mikillar undrunar. Flestir fara í bíó til þess að flýja raunveruleikann og gleyma sér í draumheimi þar sem nánast allt gengur upp eins og í sögu. Þennan fyrrnefnda draumheim er svo sann- arlega að finna hjá Sophie á Ítalíu. Þrátt fyrir að Letter to Juliet sé al- gjör klisja og söguþráðurinn augljós er ekki annað hægt en að falla kylli- flatur fyrir þessari ástarþvælu. Það sem einkennir myndina er hversu hrein og ljúf hún er, en nú á dögum er sjaldgæft að finna kvik- myndir sem innihalda jafnfá blótsyrði eða dónaleg atriði, því þau voru eng- in. Dætur geta farið á myndina með mæðrum sínum og/eða jafnvel ömm- um án þess að fara í kleinu yfir kyn- lífsatriðum eða öðru vandræðalegu sem bregður stundum fyrir á stóra skjánum. Ítalska landslagið hreinlega stelur senunni (eins og alltaf þegar það kemur við sögu), tónlistin gefur hárrétta tóninn og leikararnir eru geðþekkir og standa sig með prýði. Maður veit að rómantísk mynd er að gera góða hluti þegar áhorfandinn vill vera í fótsporum aðalpersónanna. Þar hittir Letters to Juliet í mark því auðvelt er að setja sig í spor Sophie og óhætt að segja að engin stelpa með fullu viti myndi fúlsa við því að lenda í hennar stöðu. Klisjan fer þó í nýjar hæðir á síðustu mínútum mynd- arinnar og létu bíógestir í sér heyra með tilheyrandi hljóðum er kjána- hrollurinn sveif hvað eftir annað yfir salinn. Einn af þeim fáu karlmönnum sem staddir voru á myndinni gekk meira að segja svo langt að veina til þess að verja karlmennsku sína. Hann átti alla mína samúð. Hvaða strákur get- ur setið hljóður undir samtali á borð við: „Can you move?“ – „Only my lips.“ án þess að missa kúlið! Þrátt fyrir yfirgengilega klisju er ekki ann- að hægt en að fara brosandi heim af myndinni, viss í sinni sök um að ástin sé þarna úti. Klisjuleg rómantík sem virkar Sambíóin Álfabakka, Kringl- unni, Keflavík og Akureyri. Letters to Juliet bbbnn Leikstjóri: Gary Winick. Aðalleikarar: Amanda Seyfried, Christo- pher Egan, Vanessa Redgrave og Gael García Bernal. 105 mín. Bandaríkin. 2010. HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR KVIKMYNDIR Gengur upp „Þrátt fyrir að Letter to Juliet sé algjör klisja og söguþráðurinn augljós er ekki annað hægt en að falla kylliflatur fyrir þessari ástarþvælu.“ Amanda Seyfried í hlutverki sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.