Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Hann stóð í lappirnar 1996
2. Ók inn í Íslandsbanka
3. Segir Lýsingu ekki fúsa að mæta
4. Tuttugu kg en aðeins 10 mánaða
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Dúettinn Ghostigital vinnur þessa
dagana að nýrri breiðskífu sem er
væntanleg um jólin. Ghostigital skipa
tónlistarmennirnir Curver Thorodd-
sen og Einar Örn Benediktsson.
Fengu þeir félagar fjölda gesta með
sér á plötuna, þar á meðal David
Byrne, sem syngur í einu lagi á breið-
skífunni. »33
Morgunblaðið/Ómar
Curver, Einar Örn
og David Byrne
Fyrsta breið-
skífa hljómsveit-
arinnar Swords of
Chaos verður fá-
anleg í forsölu á
Gogoyoko í dag og
í tilefni þess ætlar
hljómsveitin að
halda forútgáfu-
tónleika á
skemmtistaðnum Venue í kvöld kl. 21.
The end is as near as your teeth kem-
ur út á vegum Kimi Records og fer í
almenna sölu 3. september.
Forsala og for-
útgáfutónleikar
Kvikmyndin The Good Heart eftir
Dag Kára Pétursson er framlag Ís-
lands í ár til norrænu kvikmyndaverð-
launanna þar sem hún keppir við fjór-
ar aðrar myndir um
peningaverðlaun upp á
350.000 danskar krónur,
7,3 milljónir íslenskra.
Myndirnar fimm
verða sýndar á veg-
um Græna ljóssins
29. október til
4. nóvember í
Háskólabíói.
The Good Heart
framlag Íslands
Á fimmtudag og föstudag Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað en úr-
komulítið á vestan- og norðanverðu landinu, en annars skýjað með köflum. Hiti 6 til 14
stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag Suðvestan 5-10. Rigning um vestanvert landið en skýjað austantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Súld eða rigning á norðaustanverðu landinu, en bjart með köflum í
öðrum landshlutum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
VEÐUR
Strákarnir hans Alfreðs
Gíslasonar í Þýskalands- og
Evrópumeistaraliði Kiel
urðu að sætta sig við tap
gegn Hamburg í meist-
araleiknum í þýska hand-
boltanum en liðin áttust við
í München í gærkvöldi.
Aron Pálmarsson skoraði
þrjú af mörkum Kiel í leikn-
um sem markar upphaf
handboltavertíðarinnar í
Þýskalandi. »1
Tapleikur hjá
Alfreð og Aroni
Hólmfríður Magnúsdóttir spilar á
móti mörgum af bestu
knattspyrnukonum heims í banda-
rísku atvinnudeildinni. Lið hennar
hefur komið mjög á óvart og á
ágæta möguleika á
meistaratitlinum.
„Það er frábært
að fá að upplifa
þetta á mínu
fyrsta sumri
í Banda-
ríkj-
unum,“
segir
Hólm-
fríður í
viðtali
við Morg-
unblaðið. »3
Hólmfríður í baráttu
um meistaratitilinn
Óvissa ríkir um þátttöku Ásdísar
Hjálmsdóttur spjótkastara í tveim-
ur síðustu alþjóðlegu frjáls-
íþróttamótunum sem hún hyggst
taka þátt í á Ítalíu í næstu viku.
Hálsbólga hefur verið að angra Ás-
dísi síðustu dagana en hún hefur
tekið þátt í mörgum mótum erlend-
is í sumar, meðal annars í demanta-
mótaröðinni. »1
Óvissa ríkir um þátt-
töku Ásdísar á Ítalíu
ÍÞRÓTTIR
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Ég sé um allt sem viðkemur húsinu
en aðallega að markaðssetja það sem
tónleikasal. Svo bý ég líka yfir al-
mennri ræstikunnáttu,“ segir Davíð
Ólafsson, kirkjuvörður í Guðríð-
arkirkju í Grafarholti.
Fengur er að Davíð fyrir kirkjuna
þar sem hann tekur oft lagið fyrir
kirkjugesti, bæði við guðsþjónustur og
önnur tækifæri. Hann er vel þekktur
sem óperusöngvari og skemmtikraft-
ur, ekki síst í félagi við Stefán Helga
Stefánsson tenór, sem með honum
skipar frægan söngdúett. „Ég trana
mér aldrei fram þannig séð, en hingað
kemur fólk sem vill fá kirkjuna undir
ýmsar athafnir. Svo horfir það á mig
og spyr: „Hvað ert þú að gera hér?“
Ég segi: „Ég er kirkjuvörður hér.“ Og
oft er svarið þá: „Nú syngur þú þá
ekki bara?“ Svo ég geri það og ef það
koma hingað ferðahópar og túristar
tek ég náttúrlega lagið.“
En af hverju er Davíð kirkjuvörður
hér heima en ekki úti í heimi að syngja
þar og sigra heiminn?
„Ég var að vinna í þrjú ár í Þýska-
landi og Sviss. Ég söng í Lübeck þar
sem er þúsund manna hús og svo í
skemmtilegum uppfærslum á útisviði
rétt hjá Berlín þar sem voru 5.000
manns á hverju kvöldi. Og einnig í
Suður-Þýskalandi á útitónleikum þar,
þar sem voru 5-6.000 manns. Það var
rosalega skemmtilegt. En það er voða-
lega lítils virði að gera einhvern frama
annars staðar þegar það er enginn til
staðar til að njóta þess með
manni, fjölskylda eða
ættingjar. Ég gerði
það sem mig
dreymdi um, stóð á óperusviðum úti í
heimi. Ég er búinn að því og það var
draumur sem rættist,“ segir Davíð.
Nú er hann meiri skemmtikraftur og
veislustjóri og fær alveg jafnmikla
ánægju út úr því.
Fjölskyldulífið sem hann saknaði er
nú orðið að veruleika. „Ég barnaði
organistann,“ segir Davíð, ánægður
með afrekið, en Hrönn Helgadóttir,
organisti í kirkjunni, er konan hans.
Þau eignuðust nýverið tvíbura og Dav-
íð er því nýkominn úr sex mánaða fæð-
ingarorlofi. Nú er hann í hálfu starfi
við kirkjuna, en sinnir þess á milli föð-
urhlutverkinu og skipuleggur starf
söngdúettsins.
Þar er margt á döfinni. Nú er verið
að semja revíu fyrir þá Davíð og Stef-
án og í september fara þeir af stað
með sögu- og söngskemmtun í sam-
starfi við textahöfundinn Þorstein
Eggertsson.
Fyllir Guðríðarkirkju af tónum
Syngjandi
kirkjuvörður
eignaðist nýverið
tvíbura með
organistanum
Morgunblaðið/Golli
Í Guðríðarkirkju Þótt Davíð sé trúaður getur hann því miður ekki gengið á vatni eins og Frelsarinn gerði forðum.
Guðríðarkirkja var vígð í desember
2008 en vegna kreppunnar er enn
ekki komið pípuorgel þangað. Það
er í smíði hjá Björgvini Tómassyni
á Stokkseyri. „Ég er að fara af stað
með söfnunarátak sem byrjar 3.
október og þá verðum við með
tónleika og leiksýningar hér á
hverju einasta kvöldi,“ segir
Davíð. Orgelið er það eina
í smíði á landinu, en
ef ekki safnast
peningur til að
klára verk-
ið þarf smiðurinn að flytja úr landi
til að fá vinnu. En hann er líka eini
maðurinn á landinu sem gerir við
gömul orgel svo það yrði missir.
Diddú, karlakórinn Fóstbræður
og barnakór frá Berlín hafa skráð
sig til leiks og fleiri munu slást í
hópinn. Orgelið þarf 1.100 pípur og
kostar þrjátíu milljónir. Tvo þriðju
af því á eftir að fjármagna. „Ég
ætla að selja pípur fyrir jólin. Fólk
má kannski ekki taka þær með sér
heim, en má alltaf koma og hlusta
á pípuna sem það kaupir,“ segir
Davíð.
Safnar fyrir orgeli í kirkjuna
FÓLK GETUR KEYPT SÉR PÍPU Í ORGELINU
Guðríðarkirkja