Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 2

Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 2
Morgunblaðið/Ómar Fjölskylda Ellen, lengst t.v., ásamt dætrum sínum, Töru, Natalíu og Leu, og systur, Jóhönnu. Ellen Erlingsdóttir sér ekki fram á annað en hún missi íbúð sína í Kópavogi. Þótt ekki hafi verið krafist uppboðs á íbúðinni sér hún ekki fram á að sér takist að halda henni. Um það bil ár er síðan Ellen missti vinnuna, við bókhald, og hún hefur ekki fundið starf síðan. Ellen vonast eftir því að mótmælin hreyfi við stjórnvöldum, að þau komi með nýjar lausnir. „Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá nóg,“ sagði hún við blaðamann Morgunblaðsins á Aust- urvelli í gærkvöldi. Með Ellen voru þrjár dætur hennar sem héldu á skiltum sem ekki þarfnast nánari skýringa. runarp@mbl.is Sér fram á að missa íbúðina Morgunblaðið/Ómar Mótmæli Fast var barið á trumbur. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Mótmælin á Austurvelli hófust um kl. 19 en hávað- inn magnaðist og fólkinu fjölgaði eftir því sem leið að því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flytti stefnuræðu sína. Þeir sem höfðu sig mest í frammi voru næst álgirðingunni sem lögregla hafði reist við þinghúsið. Aftar var hópurinn fjöl- breyttari. Þar var mikið um fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra, þarna voru foreldrar með ung börn í kerru og unglingar, fólk úr flestum stéttum þjóð- félagsins. Á nokkrum stöðum hafði stæðum af stórum eggjabökkum verið komið fyrir og það var greinilegt frá upphafi að sumir ætluðu sér ekki að mótmæla á friðsamlegan hátt. Sá hópur var þó að- eins lítið brot af öllum fjöldanum, líkt og í fyrra. Fyrst í stað voru lögreglumenn fáir fyrir utan þinghúsið og með húfur í stað hjálma. Eftir því sem meiri hiti færðist í mótmælin fjölgaði lög- reglumönnunum og fljótlega var þeim húfuklæddu skipt út fyrir hjálmbúna menn í hlífðarbúningum. Tilefnið var ærið. Eggjunum rigndi yfir húsið og einhverjir úr sístækkandi hópi mótmælenda köst- uðu m.a. golfkúlum, glerflöskum og stórum spýt- um að húsinu og lögreglumönn- unum. Enginn lögreglumaður meiddist en brot kom í nokkrar rúður þinghússins og rúða fyrir ofan anddyri þingskálans brotnaði. Mótmælendur voru heldur ekki óhultir og a.m.k. einn þeirra skarst á höfði þegar hann fékk í sig glerílát. Af og til sprungu flugeldar á Aust- urvelli, með augljósri slysa- hættu fyrir þá sem þar voru. Þegar umræðum á þingi var lokið um kl. 22 hafði mótmælendum fækkað mikið. Þegar von var á þingmönnum út úr bílakjallara færði drjúgur hluti hópsins sig að útgangi hans. Borði sem lögregla notaði til að loka svæðið af var ítrekað slitinn sundur og lítilli skottertu var hent logandi niður í bílskýlið. Nokkrir þingmenn fóru ekki út um bíl- skýlið heldur gengu þeir í gegnum hópinn og smeygðu sér undir lögregluborðann, óáreittir. Þeir sem óku nokkru síðar upp úr bílakjallaranum fengu verri móttökur, bílar þeirra fengu á sig egg og grjót. Um miðnætti voru enn 400-500 manns við húsið. Morgunblaðið/Ómar Óánægja Mikið bál logaði í vörubrettum á Austurvelli í mótmælunum í gær. Kveikt var í flugeldum, og eggjum og fleiru kastað í þinghúsið. Langflestir mótmæltu með friðsamlegum hætti. Hávaðinn stigmagnast  Lítill hópur grýtti eggjum, golfkúlum, grjóti og fleiru  Bílar þingmanna grýttir þegar þeim var ekið á brott Einn fékk glerílát í höfuðið. 2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Ég er að mótmæla þess- ari svívirðilegu háttsemi sem er búin að ganga yfir okkur endalaust,“ sagði Bjarney Magnúsdóttir sem var við Austurvöll í gær- kvöldi ásamt eiginmanni sínum. Búið væri að fremja mikla glæpi í þessu þjóðfélagi og almenningur væri látinn blæða fyrir þá. „Það er öll þessi spilling, þetta er bara glæpamennska út í eitt, finnst mér,“ sagði Bjarney. Spillinguna og óréttlætið væri að finna í öllum lögum þjóðfélagsins. Ekkert hefði breyst eftir mótmælin í ársbyrjun 2009, sama spillingin hefði haldið áfram. Hún vill nýjar kosningar og þjóðstjórn að þeim loknum, lausa við alla flokkapólitík. runarp@mbl.is Þetta er glæpa- mennska út í eitt Bjarney Magnúsdóttir Mótmæli á Austurvelli „Mér finnst að Alþingi megi vita að almenningur ætlar ekki að láta valta yfir sig,“ sagði Inga Björk Andrésdóttir á Austurvelli. „Mat, mat! Lýðveldi mitt fyrir mat,“ sagði á skiltinu hennar og Inga Björk sagði að þótt hún glímdi ekki við erfið lán og stæði ágætlega væri erfitt að koma sér áfram í lífinu á eigin spýtur. Björk Konráðsdóttir mótmælti harkalegum niðurskurði og skatta- hækkunum sem væri kannski ekk- ert mál að takast á við „ef maður er með milljón á mánuði eins og fólkið þarna inni,“ sagði hún og benti í átt að þinghúsinu. Hún er nemi í list- fræði og var í hlutastarfi á lista- safni þar til henni var sagt upp vegna niðurskurðar. Morgunblaðið/Ómar Vinkonur Inga Björk og Björk með spjöld- in á lofti á Austurvelli í gærkvöldi. „Látum ekki valta yfir okkur“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.