Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 8
FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Leó Örn Þorleifsson, forstöðumað- ur Fæðingarorlofssjóðs, segir allar símalínur sjóðsins vera rauðglóandi í kjölfar frétta um fyrirhugaðan niðurskurð og breytingar á sjóðn- um sem lagðar eru til í fjárlaga- frumvarpi. „Fólk er að spyrja að því hvað þetta feli í sér. Hvort stytta eigi tímann, hverjar há- marksgreiðslurnar verði, hver út- greiðsluprósentan verði o.s.frv. Þetta er skiljanlegur ótti fólks og það er þarft í þessari umræðu að rifja upp hvernig kerfið hefur ver- ið.“ Í lok ársins 2008 voru hámarks- greiðslur úr sjóðnum 535.700 kr. á mánuði. Á árinu 2009 voru þær lækkaðar í 400.000 en 1. júlí sama ár voru þær lækkaðar niður í 350.000 kr. Loks voru hámarks- greiðslur lækkaðar niður í 300.000 1. janúar 2010. Þá kemur fram í frumvarpi til fjárlaga að skorið verði niður um 932 milljónir hjá Fæðingarorlofs- sjóði. Í greinargerð með frumvarp- inu segir að þetta verði gert „með sértækum aðhaldsaðgerðum sem geta falið í sér styttingu orlofs- réttar, lækkun hámarksgreiðslna eða lækkun á hlutfalli útgreiðslu af reiknuðum bótum“. Leó Örn segir lagabreytingu þurfa að koma til ef skera á niður með þessum aðferðum. „Það þarf lagasetningu til allra þessara breytinga. Allt sem dregur úr rétt- indum þarf lagabreytingu til.“ Hefur víðtæk áhrif Lækkun hámarksgreiðslna getur haft neikvæð áhrif á það jafnrétt- isskref sem stigið var þegar feðr- um var gert kleift að taka orlof án þess að heimilin yrðu fyrir alvar- legri tekjuskerðingu. „Hámarks- greiðslurnar hafa talsverð áhrif á það hvort feður taka fæðingarorlof eða ekki. Sérstaklega í stöðunni í dag, hækkanir lána, aukið atvinnu- leysi og slíkt. Það eru ekkert allir sem hafa efni á að taka á sig tekju- skerðingu,“ segir Leó Örn sem kveður feður hafa dregið talsvert úr töku á fæðingarorlofi á sama tíma og fæðingar hafa aukist á Ís- landi. „Það er sérstakt því um 90% feðra hafa nýtt þennan rétt sinn og það var að aukast. Það eru alveg skýr merki um það að í kjölfar þessara breytinga er verið að draga úr þessari nýtingu og þátt- töku feðra.“ Bent hefur verið á að breytingar sem þessar kunni að hafa áhrif á launa- mun kynjanna. Í því sam- hengi bendir Leó Örn á að skerðing orlofs geti einnig haft áhrif á möguleika kynja til starfs. „Nú er þetta þannig að mæður taka frekar or- lof en faðirinn. Ef vinnuveitandi horfir fram á konu á barn- eignaraldri sækja um starf, sem mjög líklegt er að verði heima, og karl sem er á barneignaraldri, hvorn ræður hann starfsins? Eigum við að hætta á að rugga bátnum í þessum efnum?“ spyr Leó Örn sem segir niður- skurðinn einnig geta haft áhrif á þann mikilvæga þátt að barnið fái notið samvista við báða foreldra sinna sem lengst heima fyrir. Yfir á sveitarfélögin Leó Örn segir níu mánaða fæð- ingarorlof vera með því stysta sem þekkist í Evrópu. Þá hafi einnig verið bent á að ríki velti böggum yfir á sveitarfélögin með þessum niðurskurði sem ekki eru öll mjög burðug til að taka við þeim. „Hvað gerist ef við styttum fæðingarorlof niður í átta mánuði. Þá gætu for- eldrar þurft að ákveða að taka einn mánuð til viðbótar launalaust heima fyrir. Eru margar barna- fjölskyldur sem ráða við launalausa mánuði í dag? Miðað við hækkun lána, hækkun aðfanga og allt þetta? Mér finnst það hæpið,“ segir Leó og bendir á að sveitarfélög gætu hleypt fyrr inn í leikskóla eða tekið við framfærsluskyldu. „Það mun kosta sitt.“ Leó segir því tíma til kominn að menn velti fyrir sér fyrirkomulag- inu á fæðingarorlofi í heild sinni. „Það má alltaf velta því fyrir sér hversu lengi má seilast í sama vas- ann. Ef rifjað er upp hverjar skerðingarnar hafa verið frá ára- mótum 2008-2009 þá er ljóst að þetta er ekkert fyrsta skiptið. Það er aftur og aftur verið að höggva í sama knérunn. Einhvern tíma hljóta menn að spyrja sig hvort lengra verði gengið án þess að skera kerfið alveg niður. Breyta því í einhverjar einfaldar félagsleg- ar bætur óháð tekjum, einhverja fasta upphæð á mánuði. Ég held að það sé kominn sá tímapunktur að menn fari að spyrja sig að því.“ Skerðing fæðingarorlofs hefur áhrif á jafnrétti  Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs segir færri feður nýta orlofsrétt sinn 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Jóhanna og Össur fóru á Allsherj-arþing Sameinuðu þjóðanna og gerðu það gott. Jóhanna hélt ræðu og hvatti heimsbyggðina til að slá „skjaldborg“ um hungraða og fá- tæka. Þá brá mörgum sem stóðu illa fyrir.    Og Össur fluttilíka ræðu sem sérhver formaður Röskvu á þriðja ári í Háskólanum hefði verið fullsæmdur af.    Og svo komstÖssur á mynd í heimspressunni og dró alla sína sendi- nefnd þangað með sér.    Og Jóhanna komst líka á myndmeð Obama Bandaríkja- forseta. Það var það sem þeir vestra kalla „one min. photo op“. Það er gert í móttöku fyrir alla leið- togana og má enginn stoppa lengur en mínútu hjá forsetanum.    Og Jóhönnu tókst að bjóðaObama til Íslands á þeim 60 sekúndum. Hún hefur getað minnt forsetann á að það var Össur búinn að gera fyrir tæpum tveimur árum þegar hann mætti sem staðgengill á Nató-fund.    Hann flýtti sér í símann og sagðiupprifinn frá heimboðinu og þaut svo heim til að verða á undan Obama.    Jóhanna náði á síðustu sekúnd-unum að benda forsetanum á Össur og hann kinkaði kolli og sagði: „Yeah, the sleeping beauty“.    Jóhönnu þótti þetta svo áhuga-vert að hún lét þýða fyrir sig setninguna um leið og hún kom upp á herbergi. Jóhanna Sigurðardóttir. Þau gerðu það gott STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson. Veður víða um heim 4.10., kl. 18.00 Reykjavík 12 léttskýjað Bolungarvík 8 rigning Akureyri 9 alskýjað Egilsstaðir 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Nuuk 2 heiðskírt Þórshöfn 10 þoka Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 15 skúrir Glasgow 15 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 17 skýjað Vín 11 súld Moskva 2 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 20 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 22 skúrir Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 12 heiðskírt Montreal 12 léttskýjað New York 11 skúrir Chicago 12 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:49 18:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:57 18:46 SIGLUFJÖRÐUR 7:40 18:29 DJÚPIVOGUR 7:19 18:13 Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir lækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði þegar hafa leitt í ljós að feður stytta orlof sitt. „Þetta kerfi hafði þrjú meg- inmarkmið. Að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, að gefa ungbörnum færi á að kynnast báðum foreldrum frá fyrsta degi og draga úr launamun kynjanna. Þetta tvennt fyrsta hef- ur gengið eftir en launa- munur kynjanna hefur ekki gengið eftir. Með hverju skrefi sem stigið er til þess að skera niður þetta kerfi, því fjarlægari verða mark- miðin.“ Markmiðin fjarlægari JAFNRÉTTISSTOFA Kristín Ástgeirsdóttir Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Hámarksgreiðsla (þús. kr.) 600 500 400 300 200 100 0 480.000 kr. 504.000 kr. 518.600 kr. 535.700 kr. 400.000 kr. 300.000 kr. ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.