Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 10
Puð Úrslitin réðust á hjólaleggnum. faldur Íslandsmeistari, Hafsteinn Ægir Geirsson. DeGaul tapaði for- skotinu á hjólaleggnum og gott bet- ur því að honum loknum var DeGaul um 12 mínútum á eftir Catalínufrels- urunum. Litlu munaði þó að DeGaul næðu að landa sigri á kajakleggnum, frá Álftanesi yfir í Nauthólsvík, því aðeins skildu um tvær mínútur liðin að þegar upp var staðið. Græningjarnir sem höfðu verið í þriðja sæti fram að þessu duttu, eða öllu heldur ultu, úr keppni þegar einn liðsmaður velti kajak sínum og annar fylltist af vatni. Báðir komust í land heilir á húfi en liðið var úr leik því í reglunum er kveðið á um að þrír af fjórum verði að skila sér af sjálfsdáðum í mark. Þar með komst Lið Sölva í bronssætið. „Þetta tókst frábærlega og allir keppendur voru mjög ánægðir,“ segir Kári Logason, einn skipuleggj- enda. Þegar sé farið að huga að næstu keppni. Ýmislegt komi til greina, bæði styttri og auðveldari leiðir og einnig mun lengri og erfið- ari. Menn séu m.a. að ræða um keppni sem taki 1-2 sólarhringa. Meiri upplýsingar um keppnina má finna á vefnum: adventurerace.is Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fyrsta Ævintýrakeppninsem haldin var um helginavar æsispennandi ognokkur lið bitust um efstu sætin allt til enda. Í keppninni þurfti að hlaupa, hjóla og róa kajökum. Níu fjögurra manna lið hófu keppni við Bláfjallaskála á laugar- dagsmorgun. Þaðan áttu þau að hlaupa á tiltekinn stað á Bláfjalla- vegi skammt frá vegamótunum að Krýsuvíkurvegi. Engin fyrirmæli voru gefin um hvaða leið átti að hlaupa og keppendur höfðu einungis kort frá skipuleggjendum keppn- innar og áttavita sér til halds og trausts. Gps-tæki og gsm-símar voru bannaðir. Á þessum legg sýndu liðsmenn DeGaul mestu útsjónarsemina með því að velja bestu leiðina yfir ófærur og úfið hraun og þegar hlaupinu lauk voru þeir fyrstir. Aðeins tvær mínútur voru þó í næsta lið, Frelsun Catalínu. Þá þegar var ljóst að De- Gaul átti við ramman reip að draga því í Frelsun Catalínu voru sérlega sterkir hjólreiðamenn, þ. á m. marg- Blautt Græningjarnir lagðir af stað frá Álftanesi. Þeir voru í þriðja sæti þegar þarna var komið sögu en á leiðinni hvolfdi einum og annar bátur fylltist af sjó. Þar með féll liðið úr keppni. Sprettharka dugir skammt ef bátnum hvolfir Utanvegahlaup Tvö lið voru eingöngu skipuð konum og eitt var blandað. 10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ásdís Kristjánsdóttirþurfti ung að byrja aðvinna fyrir sér og vandistþví fljótt að smáerfiðleikar væru í raun ekki erfiðleikar heldur verkefni sem þyrfti að leysa. Sá hugs- unarháttur kemur sér vel þegar keppt er í Járnkarli, sem svo er kall- aður, Iron Man; þá byrjar keppand- inn á því að synda 3,8 kílómetra, hjól- ar síðan 180 km og hleypur loks 42,2 km – heilt maraþon. Mörgum þætt ein grein nóg, en þær tvær fyrstu segir hún nokkurs konar upphitun! „Þegar hlaupið hefst þá hefst keppnin í raun,“ segir Ásdís í samtali við Morgunblaðið. Hún varð á dögunum fyrst kvenna Íslandsmeistari í þessari erf- iðu grein og þriðja íslenska konan sem lýkur heilum Járnkarli. Tvær komu í mark á eftir henni á Íslands- mótinu þannig að Járnkonur landsins eru nú formlega orðnar fimm. Þríþrautarsamband Íslands var ekki stofnað fyrr en á þessu ári og því var Íslandsmótið nú haldið í fyrsta sinn. Reyndar hefur ekki verið keppt hér heima nema í hálfum Járnkarli og fyrsta Íslandsmótið fór fram í þeim gamla höfuðstað landsins; Kaup- mannahöfn. Þar fagnaði Vignir Sverrisson Íslandsmeistaratign í karlaflokki. Keppendur í Kaupmannahöfn voru alls um 1.700, þar af 17 Íslend- ingar, 14 karlar og þrjár konur. Ásdís segir þríþrautina eiga vax- andi vinsældum að fagna hvarvetna í heiminum, m.a. hér á landi, og ánægjulegt sé að sífellt fjölgi þeim konum sem stundi þessa erfiðu grein. Nóg að gera heimafyrir Gaman er að segja frá því að Ás- dís, sem verður 43 ára í lok október, æfði aldrei íþróttir sem barn eða ung- lingur og það var ekki fyrr en á full- orðinsárum sem hún fór að hlaupa; „fór í skokkhóp“ og þá varð vart aftur snúið. Og þó; meiðsli settu strik í reikninginn en þrátt fyrir að hún sé með brjósklos í bakinu heldur Ásdís ótrauð áfram. Og hefur sannarlega nóg að gera; eiginmaður hennar, Benedikt Ólafsson, sem er rafmagns- tæknifræðingur, fékk vinnu í Noregi þannig að hún er heima með börnin og lýkur senn námi í bygginga- tæknifræði frá HR. Elsta dóttir þeirra Ásdísar, Andrea, lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í vor og ætlar sér í ársfrí áður en hún hefur nám í lækn- isfræði. Hún er nú í Noregi hjá pabba sínum og vinnur þar á tveimur veit- ingahúsum. Synirnir tveir, Heiðar 15 ára og Anton níu ára, eru enn í faðmi móðurinnar. En hvernig kom það til að hún hóf þátttöku í jafnerfiðri íþróttagrein og Járnkarlinn er, um fertugt? „Það er alltaf saga á bak við allt,“ segir hún. „Árið 1998 byrjaði ég í skokk- hópi og hljóp með smáhléum þar til ég eignaðist barn 2001.“ Ásdís byrjaði að hlaupa aftur fljótlega eftir barnsburð og allt var með felldu næstu árin. Það var svo 2006 að hún fékk í bakið í fyrsta skipti. „Ég hljóp þá maraþon í Ham- borg í apríl, Laugaveginn um sum- arið og svo Berlínarmaraþon í sept- ember. Þar fékk ég í bakið og hljóp ekkert í heilt ár eftir það.“ Hún komst ekki að því strax hvers vegna bakverkirnir voru jafn- miklir og raun bar vitni. „Mér var alltaf illt í bakinu, hljóp samt og gerði allt sem ég var vön að gera; var venjulega góð en vissi af veikleikunum. Í fyrra kom svo í ljós að ég er með brjósklos.“ Get ekki verið aðgerðalaus Það var rétt áður en Ásdís fór í Mývatnsmaraþonið (þar sem hún sigraði) að læknirinn hringdi og til- kynnti henni hvers kyns var. „Hann sagði mér að ég ætti helst ekki að vera að þessu en ég get ekki hætt. Ég verð bara verri ef ég hætti að hreyfa mig.“ Enda hljóp Ásdís Laugaveginn Ætli ég sé ekki bara svona þrjósk Kona um fertugt sem aldrei æfði íþróttir á unga aldri varð fyrsti Íslands- meistarinn í Járnkarli; synti 3,8 km, hjólaði síðan 180 km og hljóp loks heilt maraþon! Er samt með brjósklos í baki! Þetta er gott dæmi um að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Við erum fyrirmynd barnanna okk- ar í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur og það á líka við um hreyfingu og útivist. En það er ekki nóg að börnin horfi á okkur skokka til að þau fái áhuga á að gera slíkt hið sama, það skiptir líka máli að kynna þau í verki fyrir hverskonar hreyfingu með því að taka þau með. Krökkum finnst kannski ekkert spennandi að fara út að hlaupa, en ef þau fá tækifæri til að reyna það á eigin skinni, þá komast þau að því hvort það hentar þeim eða ekki. Margir foreldrar taka börnin sín með á skíði og í sund, en það er full ástæða til að hvetja fólk til að taka börnin líka með í göngutúra, fjallgöngur, klifur og jafnvel út að skokka eða hlaupa. Endilega... ...takið börnin með í skokkið Morgunblaðið/Kristinn Gaman Að hlaupa og hjóla saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.