Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 11
hálfum mánuði eftir maraþonið á Mý- vatni. Varð þá í 2. sæti og nefnir að Laugavegurinn sé í sérstöku uppá- haldi hjá sér. Árið sem hún lagði hlaupaskóna á hilluna bjó Ásdís ásamt fjölskyld- unni í Danmörku þar sem eiginmað- urinn var í námi. „Þar fór ég í hjólaklúbb og fannst rosalega gott að geta hreyft mig þannig fyrst ég gat ekki hlaupið. Þegar ég flutti heim aftur seinni hluta ársins 2007 áttaði ég mig á því að heilt ár var liðið síðan ég hljóp síðast; í Berlín. Ákvað því að prófa aftur en byrjaði rólega því ég var komin í nám og hafði ekki mikinn tíma fyrir hlaup- in.“ Í janúar 2008 fór Ásdís á sund- námskeið hjá Þríþrautarfélagi Reykjavíkur. Hafði aldrei æft „en fyrst ég var farin að hlaupa og hjóla vildi ég komast að því hvernig ég yrði í sundi“. Þarna var hún farin að gæla við þríþrautina. Um sumarið tók Ásdís aftur þátt í Laugavegshlaupinu og varð í 3. sæti en var slæm í bakinu á eftir. Synti því og hjólaði um tíma á meðan hún var að jafna sig því ekki getur hún verið aðgerðarlaus. „Það má því segja að ég hafi farið í þríþrautina vegna bak- meiðslanna.“ Ásdís segist nú háð íþróttunum. „Þetta er orðinn lífsstíll. Mér finnst ómögulegt ef ég hreyfi mig ekki reglulega. Sérstaklega er það gott eftir að ég fæ skot í bakið; þá þykir manni enn vænna um það en annars að geta hreyft sig.“ Hún segir fjöl- breytnina góða; að synda, hjóla og hlaupa. Sundið er hennar lakasta grein enn sem komið er og aðalmark- iðið að bæta sig á því sviði. „Það þarf að hafa dálítið mikið fyrir því ef mað- ur hefur ekki æft sundið sem krakki. Ég vildi ég hefði byrjað miklu fyrr!“ Sundið veikasta hliðin Spurð hvort Járnkarlinn sé ekki gríðarlega erfið keppni; mörgum þætti eflaust nóg að keppa í einni grein af þessum þremur, segist Ásdís ekki geta neitað því. En keppnin sé jafnframt skemmtileg. „Þótt sundið sé mín veikasta hlið finnst mér til dæmis rosalega gaman að synda 3,8 kílómetra.“ Og þegar farið er í keppni hugsar hún aðeins um hverja grein í senn. „Fyrsti sig- urinn er að klára sundið. Þegar því er lokið byrjar næsti kafli, og mér finnst mjög gaman að hjóla. Svo er aðal- málið að hugarfarið sé í lagi þegar hlaupið er af stað því þá má segja að keppnin byrji!“ Henni fannst erfitt að hlaupa í Kaupmannahöfn um daginn. „Aðstæður voru ekki góðar; mér fannst of heitt og undirlagið var ekki gott. Við hlupum þrjá 14 km hringi við höfnina á grófum steinum. Ég gekk töluverðan hluta leiðinnar og var því alls ekki ánægð með tímann í hlaupinu. Hefði átt að geta náð hálf- tíma betri tíma.“ Vert er að geta þess að hálfum mánuði fyrir keppni fékk Ásdís mikinn bakverk og var á lyfjum í aðdraganda Íslandsmótsins. „Ég fór þess vegna með því markmiði að klára sundið og sjá svo til. En svo var allt í lagi þótt ég ætti ekki alveg inni fyrir góðu hlaupi.“ Skammt var stórra högga á milli. Járnkarlinn fór fram 15. ágúst, Ásdís kom heim hinn 18. og daginn eftir tók hún þátt í Íslandsmeistaramóti í tímatöku á hjóli – og sigraði. Fagnaði því öðrum Íslandsmeistaratitlinum á aðeins fimm dögum. „Þetta voru „bara“ 20 kílómetrar – að vísu á fullu allan tímann – en það gekk vel þótt auðvitað hefði ég verið enn betri ef ég hefði hvílt mig fyrir keppnina.“ Yngst 15 systkina Ásdís er yngst 15 systkina, faðir hennar lést þegar hún var sjö ára og hún þurfti snemma að byrja að vinna fyrir sér. Hún hafði ekki tækifæri til að fara í framhaldsskóla á þeim árum, segist hafa unnið mikið í gegnum tíð- ina auk þess að hugsa um fjölskyld- una. „Svo loks þegar maðurinn minn fór í nám til Danmerkur og við flutt- um út, 2004, ákvað ég að fara í skóla. Byrjaði á dönsku og stærðfræði og það vatt upp á sig. Kláraði frum- greinadeild og skráði mig svo í tækni- fræði í Háskólanum í Reykjavík þeg- ar við fluttum aftur heim, seinni hluta árs 2007.“ Hún lýkur námi um næstu áramót; vinnur nú að rannsókn- arverkefni vegna lokaritgerðar. En hvað skyldi drífa hana áfram? „Aðallega það að mér finnst þetta gaman og það er svo gott að vera í góðu formi. Ég hugsa fyrst og fremst um að bæta mig; keppi þannig við sjálfa mig en ekki aðra.“ Lít ekki á mig sem afrekskonu Hún segist aðspurð ekki leggja hart að börnum sínum að stunda íþróttir. Áhuginn verði að vera fyrir hendi. „Dóttir mín var í frjáls- íþróttum og eldri strákurinn, sem er að klára 10. bekk, er mjög duglegur í karate; hann fékk svarta beltið dag- inn sem hann fermdist!“ Hann varð Íslandsmeistari í kata árið 2008 og í fyrra í kumite. „Honum fannst karate strax sitt sport eftir að hann prófaði það. Yngri sonurinn prófaði líka ka- rate en fannst það ekki gaman. Við eigum eftir að finna eitthvað skemmtilegt handa honum.“ Ásdís vill þrátt fyrir allt ekki gera mikið úr afrekum sínum. Legg- ur reyndar mikla áherslu á það. „Mér finnst engin ástæða til þess að monta mig af þessu.“ Þú lítur þá ekki á þig sem afrekskonu, eða hvað? „Nei, ég hugsa ekki þannig. Mér finnst þetta skemmtilegt og vil synda, hjóla og hlaupa; ég er sennilega bara svona þrjósk. Ég er líklega óhefð- bundin kona; geri bara allt sem mér finnst skemmtilegt að gera.“ Nefna má sem dæmi að Ásdís ekur gjarnan um á mótorhjóli og hefur kafað annað slagið með eiginmanni sínum, en hann er atvinnukafari auk þess að vera tæknifræðingur. „Það er mjög margt sem mig langar að gera og tím- inn er lítill. En ég vil prófa flest það sem ég hef gaman af.“ Morgunblaðið/Golli Læknirinn sagði mér að ég ætti helst ekki að vera að þessu en ég get ekki hætt. Ég verð bara verri ef ég hætti að hreyfa mig. Ásdís Kristjáns- dóttir þríþraut- arkona. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Á næstu fjármálakvöldum verður námskeið um réttindi lífeyrisþega. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. Járnkarlar æfa jafnan af miklum krafti en Ásdís kveðst hafa æft mun minna en æskilegt er á þessu ári vegna skólans. „Fyrir Járnkarlinn æfði ég mjög lítið því ég var í sex áföngum í skól- anum eftir áramót. Æfingarnar voru því ekki eins skipulagðar og ég hefði viljað en ég reyndi að gera eitthvað í hverri viku; en ég æfði ekki af eins mikilli al- vöru og ég hefði viljað og byrj- aði ekki af krafti fyrr en í maí.“ Járnkarl SKÓLINN TAFÐI ÆFINGAR Jú, það er ekki hægt að neita því að hún er fremur svöl hún Bibba, sumir telja jafnvel að hún sé einhver teg- und af ofurkonu. Bibba þessi heitir Bryndís Baldurs- dóttir og heldur úti skemmtilegu bloggi á slóðinni: bibbasvala.blogcentral.is. Þar segir hún á lifandi hátt frá öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur og við kemur hreyfingu. Bibba er sérdeilis virk kona og hún lætur ekki duga að hlaupa, heldur kemur hún við á mörgum sviðum. Hún klifrar, hjólar og syndir. Bibba lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, er mikill kappi og varð fyrst íslenskra kvenna til að klára Iron- man-keppni árið 2007. Núna er hún á fullu í starfinu hjá Flugbjörgunarsveitinni og eftirfar- andi færslu setti hún inn síðastliðinn laugardag: „Í dag var ég úti að leika með stóru strákunum á afmælisæfingu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja- vík. Ég er stolt af því að fá að vera með í rústaflokk. Það að fá að starfa með hetjunum frá Haítí er í sjálfu sér mik- ill heiður og það skemmdi ekki fyrir að við fengum endalaust hrós fyrir frammistöðuna í dag, bæði frá stjórnendum æfingarinnar og krökk- unum sem léku slasaða fyrir okkur. En frábærast finnst mér samt að geta aftur verið úti að leika með strákunum og núna með stóra dótið. Alvöru vörubíl, allskonar vélar og mótora, brotvélar (að vísu ekki not- aðar í dag), krana og keðjur og alls- konar verkfæri. Hámark dagsins var svo það að ég lét eldgamlan draum rætast. Frá því ég var smástelpa hef ég horft löng- unaraugum á vinnupallana utan á ný- byggingunum og langað til að klifra upp eins og byggingakallarnir. Í dag þurfti ég að gera þetta. Ég klifraði frá annarri hæð og upp á þriðju eftir vinnupöllunum með stærðar sjúkratösku á öxlinni. Vá, hvað það var alveg eins spenn- andi og ég hafði ímyndað mér. Kannski ég hefði átt að verða Bibba byggir.“ www.bibbasvala.blogcentral.is Bloggið hennar Bibbu svölu Svöl Bibba á hjólinu sínu í hálfum Járnkarli í Arizona árið 2006.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.