Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 12

Morgunblaðið - 05.10.2010, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Morgunblaið/RAX Norðurþing Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fer illa út úr niðurskurði. FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Mikil óánægja er meðal forsvars- manna heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni vegna hins mikla niður- skurðar sem boðaður er í fjárlögum. Skera á útgjöld heilbrigðisráðuneyt- isins niður um 5%, en það hlutfall er í takt við það viðmið sem gefið hafði verið út um niðurskurð. Framlög til heilbrigðisstofnana dragast hins vegar saman um 19,6% sé miðað við fjárlög ársins í ár. Niðurskurðurinn er þannig úr takti við fyrirheit, og sú undirbúningsvinna sem víða hefur farið fram að mörgu leyti unnin fyrir gýg. Ekkert samráð var haft við for- svarsmenn stofnananna, en þeim hins vegar kynnt fjárlögin degi áður en þau voru gerð opinber. Viðmæl- endur blaðsins voru á einu máli um það, miðað við reynslu síðustu ára, að ekki væri mikil von til þess að frumvarpið breyttist í meðförum þingsins, þrátt fyrir mikla óánægju. Kostnaður mikið til bundinn „Mér sýnist þetta vera byggða- stefnan, gagnvart landsbyggðinni, í hnotskurn. Það á að skera allt niður sem er opinbert,“ segir Úlfar B. Thoroddsen, forstjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar á Patreksfirði. Hann segir ekki af neinu að taka á sinni stofnun, þar sem flestir kostnaðar- og þjónustuþættir séu bundnir. Stærsti útgjaldaliðurinn sé til dæmis leiga húsnæðis. Húsnæðið er í eigu ríkisins og ekki útlit fyrir að komið verði til móts við stofnunina með af- slætti. Úlfar segist hafa reiknað með niðurskurði í kringum 5% í sinni áætlanagerð. Niðurstaðan varð hins vegar sú að skera skuli niður um 8,2% frá fyrra ári. Óhjákvæmilegt gæti reynst að fækka starfsfólki. Á Heilbrigðisstofnuninni í Fjallabyggð starfa um 70 manns í 57 stöðugildum og er stærsti vinnuveitandinn á staðnum. Konráð Karl Baldvinsson forstjóri segir ljóst að niðurskurð- urinn höggvi „stórt skarð“ í þá tölu. „Ég held að ekki nokkrir forstöðu- menn nokkurra stofnana hafi lent í öðrum eins hremmingum og við er- um að lenda í núna,“ segir hann. Frá og með næstu áramótum mun sjúkrarúmum á stofnuninni hafa fækkað um ríflega 40% frá því sem var fyrir fimm árum. Aukin áhersla á sjúkraflug Samhliða niðurskurði á heilbrigð- isstofnunum er ætlunin að efla heilsugæslu. Starfsemi heilbrigðis- stofnananna breytist þannig í „heilsugæslusjúkrahús“, sem veiti almenna grunnþjónustu. Hinn eig- inlegi bráðaþjónustuþáttur, með- höndlun bráðra alvarlegra sjúkdóma og slysa, fellur hins vegar að mestu leyti út, en til mótvægis verða sjúkraflutningar efldir. Framlag til heimahjúkrunar verður aukið, og sálfélagsleg aðstoð við ungt fólk efld. Þröstur Óskarsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða á Ísa- firði, segir fyrirhugaðar breytingar og aukna áherslu á sjúkraflug líkleg- ar til að auka óöryggi sjúklinga og íbúa svæðisins sem stofnunin þjón- ar. „Við erum þannig í sveit sett að við getum ekki treyst sjúkraflugi hvenær sem er,“ segir hann. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er gert að skera niður um ríflega 18%. „Okkur er gert að skera sjúkrasviðið niður um helming, sem þýðir að við verðum ekki sjálfbjarga um hlutina eins og við höfum verið,“ segir Þröstur. Niðurskurðurinn gæti þýtt að stöðugildum fækkaði um 40. Fjöldi starfsmanna er hins vegar meiri, þar sem ekki eru allir í fullri vinnu. Ekkert samráð á neinu stigi Hlutfallslegur niðurskurður, sam- kvæmt fjárlögunum, verður mestur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, tæp 40%. Þetta leggst almennt mjög illa í fólk, segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri stofnunarinnar. Hann segir að niðurskurðurinn hafi í för með sér uppsögn 40-45 stöðugilda, en við það missa allt að 67 einstaklingar vinn- una. Einfaldur hlutfallsreikningur sýni að þetta jafngildi því að þrjú þúsund Reykvíkingar misstu vinn- una á einu bretti. Því sé um að ræða gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir stofnunina, heldur allt atvinnusvæð- ið. Jón segir ekkert samráð hafa ver- ið haft við sig eða sína starfsmenn á neinu stigi málsins, og hann hafi ekki séð þær tölur sem liggi að baki ákvörðuninni. „Það á að reka svo- kallað heilsugæslusjúkrahús hér á Húsavík, en við höfum ekki fengið neina skilgreiningu á því hvað í því felst. Við höldum í raun að við séum að reka það í dag,“ segir hann. Stór hluti starfseminnar leggst niður í kjölfar niðurskurðarins. Jón segir að sé tekið tillit til þeirra sértekna sem tapast við það að starfsemin dregst saman sé niðurskurður framlaga til sjúkrahússhlutans um 90%. „Það þýðir auðvitað á mannamáli að hann er lagður niður,“ segir Jón. Niðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðisstofnana Grunnkort: Landmælingar Íslands *Allar upphæðir í milljónum króna Heilbrigðisstofnun Vesturlands Fjárlög 2010: 2.784,80 Frumvarp 2011: 2.699,10 Breyting milli ára: -3,1% Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Fjárlög 2010: 261,3 Frumvarp 2011: 239,8 Breyting milli ára: -8,2% Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Fjárlög 2010: 1.020,20 Frumvarp 2011: 834,9 Breyting milli ára: -18,2% Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Fjárlög 2010: 394,8 Frumvarp 2011: 351,1 Breyting milli ára: -11,1% Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Fjárlög 2010: 822 Frumvarp 2011: 577,6 Breyting milli ára: -29,7% Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð Fjárlög 2010: 451 Frumvarp 2011: 376,7 Breyting milli ára: -16,5% Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Fjárlög 2010: 925,9 Frumvarp 2011: 557,4 Breyting milli ára: -39,8% Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjárlög 2010: 2.029,20 Frumvarp 2011: 1.581,50 Breyting milli ára: -22,1% Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands Fjárlög 2010: 184 Frumvarp 2011: 162,1 Breyting milli ára: -11,9% Heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjárlög 2010: 2.016,70 Frumvarp 2011: 1.691,10 Breyting milli ára: -16,1% Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Fjárlög 2010: 672,1 Frumvarp 2011: 512,3 Breyting milli ára: -23,8% Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Fjárlög 2010: 1.704,90 Frumvarp 2011: 1.305,50 Breyting milli ára: -23,4% St. Jósefsspítali Fjárlög 2010: 1.322,70 Frumvarp 2011: 840,3 Breyting milli ára: -36,5% Breytt ásýnd heilbrigðisþjónustu  Gríðarleg óánægja og undrun vegna fyrirhugaðs niðurskurðar fjárframlaga til heilbrigðisstofnana  Dragast mun meira saman en til heilbrigðisgeirans í heild  Forstöðumenn ekki hafðir með í ráðum „Þetta hefur í för með sér verulega þjónustuskerð- ingu við íbúa þessa fjórðungs,“ segir Einar Rafn Haraldsson, for- stjóri Heilbrigð- isstofnunar Aust- urlands. Stofnuninni er gert að skera niður um 22% á næsta ári, en meg- inhluti fjármagnsins fer út af sjúkrahússviðinu. Líklegt sé að segja þurfi upp starfsfólki. „Þetta er bara hrein þjónustuskerðing,“ segir Einar. Hann efast um að hag- ræðing náist með breytingunum. Mikil þjónustuskerð- ing á Austurlandi Einar Rafn Haraldsson 39,8% niðurskurður á fjár- framlögum til Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga á fjárlögum næsta árs 60-67 fjöldi starfsmanna sem missa atvinnuna vegna niðurskurðarins og óhjá- kvæmilegra aðhalds- aðgerða ‹ NIÐURSKURÐUR › » Heilbrigðis- stofnun Vest- urlands sleppur undan niðurskurðar- hnífnum að mestu, í það minnsta í sam- anburði við aðrar stofnanir. Stofn- uninni er gert að skera niður um ríflega 3% á milli ára. Guðjón Brjánsson forstjóri segir að ekki muni koma til uppsagna. Þegar hafi verið samið við starfsmenn um lækkað starfshlutfall tímabundið, og líklegt að farið verði í frekari að- gerðir af þeim toga. Alls eru stöðu- gildi hjá stofnuninni um 440, flest á starfsstöðinni á Akranesi, eða 240. Koma vel út í sam- anburði við aðra Guðjón Brjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.