Morgunblaðið - 05.10.2010, Síða 14
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Þeir atvinnuvegir sem bera uppi ís-
lenska hagkerfið um þessar mundir
eru nálægt hámarksafköstum og því
er fjárfesting nauðsynleg til að ná
fram hagvexti á ný. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í nýrri skýrslu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um
þróun efnahagsmála á Íslandi. Að
mati sjóðsins liggur beinast við að
fjárfesta í núverandi burðaratvinnu-
vegunum, sjávarútvegi og orkufram-
leiðslu, til að lífga við hagkerfið. Það sé
hins vegar erfitt, í ljósi þess að fisk-
urinn í sjónum sé ekki til í ótakmörk-
uðu magni, og að erlend fjárfesting í
orkugeiranum sé viðkvæmt málefni á
Íslandi. „Sökum þess að miklar tafir á
löngu ákveðnum fjárfestingum í orku-
geiranum geta valdið talsverðu tapi,
kunna niðurstöður umræðna um þetta
málefni á Íslandi að hafa áhrif á aðra
þætti efnahagsáætlunarinnar, “ segir í
skýrslu AGS.
Spá 3% hagvexti 2011
Nýjustu tölur Hagstofunnar um
hagvöxt á síðasta ári sýna að íslenska
hagkerfið minnkaði um 6,8% á síðasta
ári. Hagspá AGS sem birt var í gær
gerir hins vegar ráð fyrir 3% hagvexti
á næsta ári. Vegur þar óneitanlega
þungt 37% aukning í fjárfestingu sem
sjóðurinn spáir. Á símafundi með
blaðamönnum í gær sagði Mark Fla-
nagan, yfirmaður sendinefndar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, að
ein helsta áskorun Íslendinga í dag
væri að ná hagvextinum aftur af stað.
Þegar Flanagan var inntur eftir því
hvort ekki hefði komið til álita hjá
AGS að skoða lækkun stýrivaxta
miklu fyrr til að örva fjárfestingu,
sagði hann að háir vextir frá hruni
bankanna væru ekki ástæða fyrir
samdrætti fjárfestingar. „Ég tel að
vaxtastigið sé ekki helsta hindrun
fjárfestingar á Íslandi í dag. Ég held
að regluverk sé oftar en ekki óhagfellt
fjárfestingu, en einnig eru fyrir hendi
stjórnmálalegur aðstæður sem auka
óvissu,“ sagði Flanagan, sem bætti því
við að veikir efnahagsreikningar nýju
bankanna hefðu hindrað þá í að ráðast
í lánveitingar að nýju: „Við verðum
líka að hafa í huga að vextir hafa lækk-
að mikið frá því að áætlun AGS var
sett af stað.“
Icesave kostar 342 milljarða
Í samtali við blaðamenn í gær lagði
Flanagan á það þunga áherslu að AGS
hefði ekki skoðun á því hvort íslenska
ríkið bæri ábyrgð á Icesave-skuld
Landsbankans. En í ljósi þess að rík-
isstjórn Íslands hefði lýst yfir vilja í þá
veru að leysa ágreininginn við Breta
og Hollendinga, væri gert ráð fyrir
skuldabyrði vegna Icesave-skuldar-
innar í hagspá AGS. „Ég er ekki sér-
fræðingur í Evrópurétti,“ sagði Fla-
nagan. Í skýrslu AGS kemur fram að
heimtur á eignum Landsbankans hafa
gengið hratt fyrir sig, og því reiknar
sjóðurinn með að kostnaður ríkisins
við greiðslu á Icesave verði um 16% af
landsframleiðslu ársins 2015. Miðað
við spá sjóðsins um hagvaxtarþróun
næstu ára, mun áætlaður kostnaður
skattborgara verða um 342 milljarðar
króna.
Segir háa vexti ekki helstu
ástæðu lítillar fjárfestingar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með að á næsta ári verði 3,0% hagvöxtur
AGS Öldruð kona mótmælir veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi við höfuðstöðvar sendinefndarinnar að Hverf-
isgötu. Sjóðurinn hefur lokið þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og birti skýrslu þar að lútandi í gær.
Morgunblaðið/Ernir
Fjárfesting
» AGS telur að tækifæri til
frekari fjárfestinga í sjávar-
útvegi og orkuiðnaði séu tak-
mörkuð á Íslandi til með-
allangs tíma.
» Reiknað er með 3% hag-
vexti á Íslandi í spá sjóðsins.
» Mark Flanagan telur að hátt
vaxtastig sé ekki helsta
ástæða lítillar fjárfestingar.
» AGS áætlar nú að kostnaður
íslenska ríkisins við Icesave
verði um 342 milljarðar.
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
STUTTAR FRÉTTIR
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 1,14 prósent í gær og endaði í
191,48 stigum. Verðtryggði hluti vísi-
tölunnar lækkaði um 1,15 prósent og sá
óverðtryggði um 1,11 prósent. Und-
anfarinn mánuð hefur vísitalan lækkað
um 6,47 prósent, en það sem af er ári
hefur hún hins vegar hækkað um 8,56
prósent. Velta á skuldabréfamarkaði í
gær nam 18,2 milljörðum króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
hækkaði um 0,37 prósent í 20,2 millj-
óna króna viðskiptum. Hækkuðu bréf
Össurar um 0,92 prósent en önnur bréf
hreyfðust ekki. bjarni@mbl.is
Skuldabréf lækka enn
● Ráðið hefur ver-
ið í stöður átta
framkvæmdastjóra
hjá Landsbank-
anum, en stöð-
urnar voru auglýst-
ar lausar til
umsóknar nýverið.
Fjórir þeirra störf-
uðu áður hjá bank-
anum.
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sem
áður starfaði sem ráðgjafi fjár-
málaráðherra, tekur við End-
urskipulagningu eigna hjá bankanum,
en hinir framkvæmdastjórarnir eru Árni
Þór Þorbjörnsson, Hrefna Ösp Sigfinns-
dóttir, Helgi Teitur Helgason, Hreiðar
Bjarnason, Frans Páll Sigurðsson, Perla
Ösp Ásgeirsdóttir og Jensína Kristín
Böðvarsdóttir.
Landsbankinn
Framkvæmdastjórar
ráðnir hjá Landsbanka
Dimta Nordica er fyrsta verslunin
undir Dimta-vörumerkinu sem er
opnuð utan Spánar, en þar í landi
eru um 90 slíkar verslanir. Eyvind-
ur Jóhannsson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Dimta Nordica, segir
að markmiðið sé að bjóða við-
skiptavinum allt til heimilisins á
viðráðanlegu verði, en allar vörur
eru á undir þúsund krónum.
„Við erum að bjóða upp á ná-
kvæmlega sömu vörur og ég veit að
í öðrum verslunum eru seldar á allt
að fimm þúsund krónur.“
Segir hann að í versluninni séu
fjórtán deildir, sem bjóði allt sem
þarf til heimilisins. „Við erum með
búsáhöld, glervöru, skó og sokka,
hreinlætisvörur, gæludýravörur og
leikföng svo eitthvað sé nefnt.“
Fyrsta verslunin er til húsa í
Smáralind, þar sem ELKO var áð-
ur, en Eyvindur segir að markmiðið
sé að opna fleiri verslanir. „Við er-
um þá að horfa til Selfoss, Vest-
urbæjar Reykjavíkur og Akureyr-
ar, en viðtökurnar hingað til hafa
verið langt umfram væntingar og
ég er bjartsýnn á framtíðina.“
Opna nýja
lágverðs-
verslun
Vill opna Dimta-
búðir um allt land
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.+
+/0
++1-1+
,1-234
+4-+/5
+2-2/,
++.-23
+-5342
+/.-1/
+.5-43
++,-/0
+/0-35
++1-55
,1-/14
+4-,,4
+2-/,+
++.-42
+-5.5.
+/.-.4
+.3-5/
,12-1053
++5-1.
+/0-02
++1-2.
,1-/24
+4-,0.
+2-//
++2-,0
+-5./3
+/2-++
+.3-0