Morgunblaðið - 05.10.2010, Page 16

Morgunblaðið - 05.10.2010, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Steingrímur J.Sigfússonríður ekki feitum hesti þessa dagana. Sífellt fleirum verður ljóst hvern mann hann hefur að geyma. Hann safnaði góðu fylgi að flokki sín- um vegna þess að mörgum kjósandanum virtist þar vera meiri festu að finna en í öðrum flokkum. Þar færi flokkur sem gæfi til kynna að til væru þær hugsjónir sem alls ekki væru falar, hvorki fyrir völd né frama. Og þannig var talað og af þeim þunga að þessu var í einlægni trúað. Það orðspor varð lítils virði, nánast á auga- bragði, þegar Evrópumálin voru aðeins talin fáeinna sessa virði, fyrst sessurnar væru í ráðherrastólunum. Þeim fylgispökustu var auð- vitað mjög brugðið eins og hin- um, en þeir reyndu að trúa því sem sagt var, að þetta væri einungis þykjustuskref í óbundnar viðræður og enn mætti bæta ráð sitt. Þegar flestum var orðið ljóst að um aðlögunarviðræður var að ræða, en ekki „könnunarvið- ræður“, enda ekki boðið upp á annað, var ætlast til að ferlið yrði stöðvað. En hið ótrúlega gerðist. Steingrímur J. og Árni Þór báru blak af fram- göngu Samfylkingarinnar og þóttust ekki hafa haft hug- mynd um hvernig að málum væri unnið. Magmamálið fór eins. Stein- grímur tók það mál persónu- lega að sér fyrir flokkinn sinn. Þegar frá því var gengið ellefu mánuðum síðar þóttist Stein- grímur hafa verið tekinn í ból- inu og nú yrði ekki aftur snúið. Sett var á laggirnar nefnd sem hafði enga stöðu að lög- um með þeim ár- angri sem að var stefnt: engum. Og nú þykist hann vera hinn ábyrgi fjármálaráðherra, sem sé að gera það sem honum þyk- ir svo hryggilegt, af illri nauð- syn. Hann var ekki búinn að þerra seinustu tárin út af eigin atlögu gegn „heiðursmann- inum“ Geir Haarde, þegar hann tekur upp nýja vasaklút- inn. Hann kemst ekki hjá því að eyðileggja heilsugæsluna og sjúkrahússtarfsemina út um landið vegna óhjá- kvæmilegs sparnaðar. Er það? Hann er að henda milljörðum króna í Evrópusambands- bröltið. Það eru peningar á hraðferð til glötunar. Er það þess virði að eyðileggja heilsu- gæslu, barnabætur og sjúkra- hússtarfsemi til þess eins að fjármagna gæluverkefni Sam- fylkingar og ramma þar með inn söguleg svik Vinstri grænna? Hann er að eyði- leggja langtímatekjugrunn ríkisins með því að þenja út alla skattstofna svo mjög dreg- ur úr vilja til starfa og sköp- unar og þar með rauntekjum til lengri tíma. En það má nor- ræna velferðarstjórnin eiga að um leið og hún tekur heil- brigðis- og félagsþjónustu landsmanna kyrkingartaki þá á Steingrímur J. Sigfússon litl- ar 148 milljónir króna til að setja í nýjar höfuðstöðvar fyrir Nato. Hann hefur að minnsta kosti forgangsröðunina sína í lagi, heiðursmaðurinn sá. Ef ekki er gengið til verks af einurð og trúnaði hlýtur illa að fara } Ekki allt sem sýnist Fréttir berastum það að Skotar séu sárir og reiðir. Þeir voru að fá til- kynningu frá Brussel um hvað þeir og aðrir Evr- ópubúar mega veiða af sjáv- arfangi upp úr miðunum sem liggja að þeirra landi. Þeir segjast vera þrumu lostnir og argir mjög enda einskis spurðir. Skotar hafa verið að fá aukna hlutdeild í völdum Stóra-Bretlands á síðustu ár- um, aukið sjálfdæmi og eigið þing sem fer með veigamikla málaflokka og þar fram eftir götunum. En Bretland var búið að semja af sér sjávar- útveginn fyrir Evrópusam- bandsaðild áður en til þess kom. Þar varð því engu um þokað. En svo allrar sanngirni sé gætt og „Evrópufræð- ingarnir“ ekki særðir að óþörfu er rétt að geta þess sem gott er. Skotar hafa enn fulla heimild til þess að verða sárir, argir og reiðir, þegar þeir fá tilkynningar um mik- ilvæg mál sín frá Brussel. Til þess hafa þeir fengið var- anlega undanþágu. Sú er ekki síðri en hin sem Malta fékk varðandi þennan vélbát sem þeirra menn, í samráði við fé- laga sína í nálægum ESB- löndum, mega hafa heilmikið að segja um hvernig ber sig að við sínar veiðar. Þetta er kannski ekki mikið. „En aldr- ei svo lítið að það hressi ekki,“ eins og „Evrópufræð- ingarnir“ hafa bent á. Skotar geta tuðað og suðað eins og þeir vilja um sín fiskimið, en Brussel ræður} Reiðir Skotar en ráðalausir Þ að var einkennilegt að sjá viðtal rík- issjónvarpsins við talsmann Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um dag- inn, þar sem hann sagði að íslensk stjórnvöld hefðu „lyft grettistaki“ í ríkisfjármálum. Tvær mögulegar skýringar eru á slíkri yfirlýsingu. Annaðhvort er mað- urinn algjörlega skyni skroppinn, eða þá að eitthvað annað en skynsemi og hlutlægni býr að baki staðhæfingunni. Nú er það svo, að ríkissjóður hefur verið rek- inn með gríðarlegum halla allt frá hruni. Á árinu 2009 var hallinn 137 milljarðar króna og fyrstu átta mánuði þessa árs er hann orðinn meiri en á sama tíma á því ári, eða 71,3 millj- arðar króna. Auknar álögur hafa ekki skilað þeim tekjum sem reiknisérfræðingar fjár- málaráðuneytisins höfðu gert ráð fyrir, enda hefur sannast hið óumflýjanlega, að aukin skattheimta dregur úr veltu og verðmætasköpun í samfélaginu. Þessi aukna skattbyrði, gjaldeyrishöft og slæm skilyrði fyrir inn- lenda og erlenda fjárfestingu urðu til þess að landsfram- leiðsla dróst saman um rúm 7% á fyrri helmingi ársins, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Hvað býr þá að baki yfirlýsingu fulltrúa AGS, um að efna- hagslífið sé á réttri leið og að lyft hafi verið grettistaki í rík- isfjármálum? Hvað býr almennt að baki komu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hingað til lands? Af hverju lánar þessi stofnun íslenska ríkinu, þegar einkaaðilar myndu ekki snerta lán- veitingar hingað með hnausþykkum pottaleppum? Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að- eins eitt. Herrar hans eru erlendir lán- ardrottnar Íslendinga. Hann beitir „lánafyr- irgreiðslu“ til þess að fá íslenska ríkið til að ábyrgjast skuldbindingar einkabanka í útlönd- um. Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna fyrstu endurskoðunar hjá sjóðnum segir að ríkið skuldbindi sig til að sjá bönkum fyrir „lausafé“ þegar gjaldeyrishöft verði afnumin. Á mannamáli þýðir það, að búið er að breyta krónueignum útlendinga í skuldir ríkissjóðs í erlendri mynt. Þessar eignir skipta mörg hundruð milljörðum króna. Ríkið ætlar að eyða gjaldeyri sínum í að bjarga þessum er- lendu fagfjárfestum, sem tóku þá óskyn- samlegu ákvörðum að hætta fé sínu í vaxta- munarviðskiptum. Allt lýtur þetta að einni niðurstöðu: Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn er handrukkari fyrir erlenda aðila, sem telja sig eiga kröfu á íslenska ríkið, en eiga hana ekki. Þess vegna verðum við tafarlaust að slíta samstarfinu við sjóðinn. Það hefði að sjálfsögðu í för með sér að lánalínur AGS, sem nota á í að endurfjármagna erlendar skuldir á gjalddaga á næsta ári, féllu niður. Ríkissjóður yrði því að leita samninga við erlenda lánardrottna – eigendur þess- ara bréfa. Margt bendir þó til þess að auðveldara verði að semja við fagfjárfesta á næsta ári en AGS og önnur erlend ríki þegar að þeim skuldadögum kemur, því AGS lítur á sig sem veðtryggðan kröfuhafa og skuldir við sjóðinn fyrn- ast ekki. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Slítum samstarfi við AGS strax STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is N orsk íslenska síldin, eða vorgotssíld, hefur hegðað sér með öðr- um hætti í sumar en undanfarin ár. Síð- ustu daga hefur verið ágæt síldveiði um 40 mílur austur af Norðfjarð- arhorni, en um þetta leyti í fyrra veiddist síldin mun norðar, eða í Síldarsmugunni og í norskri land- helgi. Þá heyrir það til tíðinda að í síðustu viku voru norsk og færeysk skip við síldveiðar í íslenskri lög- sögu. Þeir sem rætt var við í gær sögðust telja að norsk síldarskip hefðu ekki verið hér í fjölda ára. Í liðinni viku voru hér sex norsk síldveiðiskip og fjögur færeysk. Norsku skipin tilkynntu um 2.990 tonn til Landhelgisgæslunnar, en þau héldu á heimamið þegar fréttist af góðri síld þar. Afli Færeyinga var minni. Norðmenn og Færeyingar hafa heimild til veiða síld í íslenskri lögsögu skv. samkomulagi þjóðanna. Sömuleiðis hafa Norðmenn heim- ildir til að veiða loðnu í lögsögunni og hafa nýtt þær. Ýmsir velta því fyrir sér hvort síldin muni hafa vetursetu hér, en það hefur ekki gerst í yfir 40 ár. Megnið af stofninum hafði vet- ursetu á Rauða torginu austur af landinu fram til 1967 og voru þar milljónir tonna þegar mest var. Hrygningarstofninn er talinn hafa verið allt að 15 milljón tonn um 1950, en var orðinn um sex milljónir fyrir hálfri öld eða svo. Óvíst með vetursetu Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrann- sóknastofnunar, segir að því hafi oft verið spáð að veturseta síldarinnar á Íslandsmiðum yrði að veruleika á ný, en þær spár hefðu jafnoft brugð- ist. Færeyska rannsóknaskipið Magnús Heinason hefði reglulega síðustu vetur farið yfir það svæði, sem kallað hefur verið Rauða torgið, vegna veiða Rússa á þessum slóðum á árum áður, en þar hefði ekki orðið vart við norsk-íslenska síld. Í ár væri hegðun síldarinnar öðru vísi en síðustu ár og svo virtist sem hluti síldarinnar hefði ekki enn byrjað að ganga í austur, líkt og ver- ið hefur frá því að hún sást hér að nýju árið 1994. Það væri áhugavert að frést hefði af síld austur af Norð- fjarðarhorni síðustu daga, en hann teldi þó óvarlegt að spá um dvöl síld- ar á Rauða torginu í vetur miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Á miðunum austur af Norð- fjarðarhorni fékkst um helgina mjög góð síld, algengt var að hún væri 380-400 grömm. Ekki liggur fyrir hvort mikið magn er þarna á ferð- inni. Þau skip sem voru dýpst á þessum miðum fengu nokkuð af kol- munna með síldinni. Sterkur stofn Fyrir helgi kynnti Alþjóða haf- rannsóknaráðið ráðgjöf sína fyrir næsta ár. Þar kemur fram að stofn norsk-íslensku síldarinnar var mun minni en áður var talið. Eigi að síður er um sterkan stofn að ræða og er hrygningarstofninn nú talinn vera um 9 milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að hrygningarstofninn fari minnkandi og verði um 6,7 milljónir tonna árið 2012. Ráðlagt aflamark fyr- ir næsta ár er 988 þús- und tonn. Þar af verður hlutdeild Íslendinga um 143 þús. tonn (14,5%). Til samanburðar var afla- mark fyrir þetta ár um 1500 þúsund tonn og hlutdeild Ís- lands 215 þúsund tonn. Norsk skip sækja síld á Íslandsmið Norsk-íslenska síldin Tugur íslenskra skipa var við veiðar austur af Norðfjarðar- horni í gær. Milljónir tonna af síld höfðu vetursetu á Rauða torginu fyrir rúmlega hálfri öld O Norsku skipin voru í íslenskri lögsögu norður við Síldarsmuguna. S Í L D A R S M U G A N Ísland Grænland Jan Mayen Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur lét af störfum hjá Haf- rannsóknastofnun fyrir níu ár- um, en hann fylgist enn með síldargöngum. Hann segir að síldin hafi síðast haft vet- ursetu á Rauða torginu 1967 og síðan lítillega árið eftir. Jakob segir að það kæmi hon- um ekki á óvart að síldin tæki upp fyrri háttu. Hann hefði þó talið að til þess þyrfti virkilega stóran árgang. Undanfarin ár hefði síldin haft vetursetu norður af Lófó- ten og í átt að Bjarnarey. Áður fyrr hefði síldin yfirleitt komið á Rauða torgið í byrjun októ- ber og verið þar fram yfir áramót. Hún hefði haldið austur á bóginn í janúar og hrygnt við Noreg í mars. Eftir hrygningu hefði síldin fylgt vorkom- unni í sjónum norðvestur á bóginn og komið á Norður- landsmið seint í júní og því verið á Íslands- miðum hálft árið. Fylgdi vorkomunni EKKI VETURSETA Í 43 ÁR Jakob Jakobsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.