Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi segir að Keli annar sé al- nafni fyrirrennara síns Þorkels Ágústs Högnasonar. „Við söknum hans vissulega sárt enda þótti okkur afar vænt um hann,“ segir Helgi og bætir við að gamli Keli hafi verið orðinn 12 ára og 9 mánaða þegar hann dó 8. maí. Bjarni Valtýr segir Gamla Kela hafa fengið virðulega út- för og hann hafi verið jarðsettur heima á jörðinni hans, Svarfhóli á Mýrum. Fannst illa til reika Helgi segir að nýi Keli hafi flutt inn á Njálsgötuna hinn 17. maí, á þjóðhátíðardegi Norðmanna. „Hann hafði verið í Kattholti frá því í janúar en þá fannst hann hrufl- aður og illa til reika í nágrenninu. Þrátt fyrir auglýsingar gaf enginn sig fram sem eiganda að honum.“ Bjarni Valtýr segir að Sigríður í Kattholti sé frænka sín og hún hafi haft samband við þá félaga um leið og hún frétti að Keli gamli væri fall- inn frá. „Hún sagðist vera með góðan kött handa okkur. Það var vel valið hjá henni, því Keli annar er mikill höfðingi, blíður og þægur. Hann var maíkötturinn í Kattholti og þær sáu óskaplega eftir honum starfskon- urnar þar.“ Helgi og Bjarni Valtýr eru bún- ir að fara með nýja köttinn til dýra- læknis í þar til gerðar bólusetningar og þar var hann aldursgreindur. „Hann er ungur greyið, senni- lega um þriggja ára.“ Kveðja frá konungsfjölskyldunni Ólíkt flestum öðrum köttum fékk Keli annar bæði erfðaskrá og skírnarvottorð þegar hann eignaðist nýtt heimili. „Hann erfði allar eigur Kela fyrsta; leikföng, teppi, ljósmynda- safn og póstkortasafn þar sem meðal annars er kort til kattarins með kveðju frá sænsku konungsfjöl- skyldunni. Og hann erfði líka banka- bókina hans Kela, en inni á henni eru rúmar fimm þúsund krónur,“ segir Helgi og játar að Keli nýi sé því óvenju fjáður köttur og eignlega hálfgerður prins. Sannarlega for- dekraður. „Þegar við erum að horfa á fréttirnar kemur hann og stekkur upp í fangið á okkur og vill láta klappa sér. Stundum er hann með glettur og hann á það til að rétta klóna og glefsa í okkur, en hann bít- ur aldrei í gegnum skinn. Hann sef- ur mikið á daginn en vakir á næturn- ar. Við þorum ekki að hleypa honum út, þá væri hann endanlega glataður. Hann sættir sig vel við að vera inni- köttur og sækir ekkert út, situr bara stundum í gluggakistunni og fylgist með lífinu úti við, leitar frétta.“ Ljóð á afmælisdaginn Þar sem ekki er vitað hvenær Keli annar er fæddur, þá fékk hann úthlutað sama afmælisdegi og Keli fyrsti, 17. ágúst og er vel við hæfi að þessi ógnarstóri köttur sé í ljóns- merkinu. „Við ætlum að sjálfsögðu að halda upp á afmælið hans, rétt eins og við gerðum alltaf hjá Kela fyrsta. Þá munum við mæla af munni fram ljóðið Á afmæli kattarins, eftir Jón Helgason, en það gerði Jóhanna heitin alltaf sem bjó hér á hæðinni fyrir ofan, en hún var upphaflegur eigandi Kela fyrsta. Við eigum ekki von á öðru en að fólk sýni Kela öðr- um sömu virðingu og Kela fyrsta og sendi honum sumarkort og jóla- kort.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010 M bl 11 83 38 5 Frábært úrval af undirfötum Masqurade Audelle, Charnos, Lejaby, Lepel, Panache, Elexir Hæðasmára 4 - Kópavogi - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 - www.selena.is Vertu vinur á Facebook Full búð af nýjum vörum 30% afsláttur af völdum línum Glæsilegur kvenfatnaður á góðu verði Nýtt kortatímabil Skálastærðir A-G Ekkert minna dugar en virðu- legt og undir- ritað skírnar- vottorð fyrir Kela annan. Sá fyrri Keli fyrsti var stór og myndarlegur, rétt eins og sá seinni. Myndin var tekin árið 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.