Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 24
24 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010 Bandaríski gall- eristinn Larry Gagosian er tal- inn valdamesti maður hins al- þjóðlega mynd- listarheims af myndlistarritinu Art Review sem birti 100 nafna lista yfir valda- mestu mennina í liðinni viku. Gagosian opnar brátt nýtt list- hús í París sem verður það níunda í eigu hans en galleríin eru stað- sett víða um heim. Í fyrra vermdi efsta sætið sýningarstjórinn Hans- Ulrich Obrist en hann er í öðru sæti að þessu sinni. Efsti Bretinn á listanum að þessu sinni er safn- stjóri Tate, Sir Nicholas Serota, en hann er í sjöunda sæti. Sviss- neski galleristinn Iwan Wirth er í þriðja sæti á listanum í ár og þýskur kollegi hans, David Zwirn- er í því fjórða. Listinn er fundinn út með því að gefa áhrifamönnum í myndlistar- heiminum stig eftir því hversu mikil áhrif þeir hafa á listsköpun á alþjóðavísu, áhrif á viðskipti tengd myndlist og hversu virkir þeir hafa verið í myndlistarheiminum undanfarið ár, og koma því mynd- listarmenn einnig til greina og nokkrir þekktir eru á listanum. Má þar nefna Bruce Nauman, Mike Kelley, Cindy Sherman, Franz West, Fischli og Weiss, Marinu Abramovic, Takashi Mura- kami, Jeff Koons, Gerhard Richter og Damien Hirst. Þeir valda- mestu í myndlistinni Larry Gagosian trón- ir á toppi valdalista Larry Gagosian Hin goðsagnakennda rokkhljóm- sveit Rolling Stones mun aldrei set- jast í helgan stein ef marka má orð gítarleikarans Ronnie Wood, í þætt- inum Front Row á útvarpsstöð BBC, Radio 4, í liðinni viku. Wood er 63 ára og nálgast óðfluga eftirlauna- aldurinn líkt og félagar hans í hljóm- sveitinni. Þáttarstjórnandi spurði Wood hvort hljómsveitin ætlaði að halda tónleika eins lengi og hún mögulega gæti og svaraði Wood á þann veg að það væri alveg á hreinu, Stones myndu „rokka fram í rauðan dauð- ann“ („We will rock ’til we drop!). Rolling Stones sendi síðast frá sér hljómplötu árið 2005, A Bigger Bang. Wood hefur löngum glímt við áfengissýki en segist nú hafa verið allsgáður í sjö mánuði og hafa það býsna gott. Rokkað fram í rauð- an dauðann Reuters Grjótharður Rokkarinn Ronnie Wood lætur ekki deigan síga. Nú er það staðfest að Keith Richard mun einnig leika í fjórðu sjóræningjamynd Bruckheimers. Richard birtist óvænt í lok síðustu myndar sem faðir hins breyska skip- stjóra Sparrows sem leikinn er af Johnny Depp. Depp hefur sagt að hann hafi verið undir áhrifum frá Richard þegar hann þróaði karakterinn, Spar- row skipstjóra. Ekki er gefið upp hversu stórt hlutverk Richard verður með í þessari mynd. Það gæti verið eins og síðast að hann bara birtist rétt augnablik eða að hlutverkið yrði stærra enda er um föður aðalhetjunnar að ræða. Kvikmyndir Keith Richard með Depp Keith Richard Aðalleikari bíómyndarinnar Óróa, Atli Óskar Fjalarsson, er með stjörnuleik í myndinni. Hann er ekki óreyndur þar sem hann lék mjög vel undir leikstjórn Rúnars Rúnars- sonar í stuttmyndinni Two Birds. Hann er einnig með hlutverk í Gauragangi sem verður frumsýnd fyrir jólin í ár. Heyrst hefur að fleiri leik- stjórar horfi áhugasamir á þennan færa leikara sem hefur stolið íslensku sen- unni um tíma. Hans vonir standa til að komast ut- an til náms í leiklistinni og hann horfir áhuga- samur til leiklistarskólans Juilliard í New York í Bandaríkjunum. Kvikmyndir Ný íslensk stjarna fædd Atli Óskar Fjalarsson Sögusagnir um hverjir leika aðalhlutverkin í bíómyndinni um Hobbitana eru sumar ótrú- legar. Nöfn leikara einsog Martin Freeman, David Tenn- ant, James Nesbitt og Michael Fassbender eru nefnd. Núna þegar ljóst er að Peter Jackson mun leikstýra myndinni þá hafa aðdáendur bíómyndanna um Hringadróttinssögu róast. En sumir eru farnir að æsast vegna aðalleikaranna, sérstaklega þóttu fréttir um að Fassbender kæmi til greina óvæntar. Mart- in Freeman er aftur á móti talinn líklegur til að fá hlutverk Bilbo Baggins ef hann sjálfur vill það. Kvikmyndir Hverjir munu leika Hobbitana? Peter Jackson Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í skáldsögunni Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu-Valdimars- dóttur er hin glæsilega sjónvarps- þula Guðrún Óðinsdóttir í aðal- hlutverki en karlamál hennar eru allflókin. Bókin er sakamálasaga en um leið greinilegt tilbrigði við Lax- dæla sögu. Áður hefur Þórunn gert skáldsögu út frá Njáls sögu, Kalt er annars blóð, sem tilnefnd var til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Sæki í miðaldaarfinn „Þetta er mín aðferð til að plata fólk sem ekki les krimma til að lesa krimma af því það hefur áhuga á að sjá hvernig mér tekst að nota mið- aldaarfinn,“ segir Þórunn. „Þetta er ævaforn leið til að endurkokka göm- ul stef. Ég sæki í miðaldaarfinn af því að mig langaði alltaf að verða miðaldafræðingur. Ég tók alla kúrsa í Háskólanum í miðaldafræðum sem ég gat. Björn Þorsteinsson bauð mér svo að skrifa cand. mag.-ritgerð um Jarðræktarfélag Reykjavíkur. Ég horfði á hann og hugsaði: „Þykir þér virkilega ekkert vænt um mig Björn?“ Ég skildi ekki hvað hann var að bjóða mér að gera. En þetta varð mín lukka vegna þess að Sögu- félagið gaf rannsóknina út í rit- röðinni Safn til sögu Reykjavíkur. Ég hafði enga rithöfundakomp- lexa, var búin að taka kennslurétt- indi og ætlaði að verða kennari. Önn- ur bókin var ævisaga bónda, sem ég var beðin að skrifa af því ég hafði þegar lýst baksviðinu. Ég vann í Bændahöllinni við gerð hennar og einn daginn bankaði bóndi í bakið á mér og sagði: „Viltu ekki skrifa um forföður minn Snorra á Húsafelli?“ Og ég gerði það. Sumir eru stað- ráðnir í því frá barnsaldri að verða skáld en ég slysaðist til þess, gerði bara eins og karlar sögðu mér. Eftir þessar þrjár bækur klóraði ég mér í höfðinu og hugsaði: „Er ég kannski rithöfundur?““ Nautn að skrifa glæpasögu Hvað finnst þér skemmtilegast við að nýta þér sögu eins og Laxdælu til að skrifa nútímaskáldsögu? „Ég les ekki Íslendingasögurnar, heldur hlusta á þær lesnar sem hljóðbækur. Ég hlusta á þær í tætl- ur þangað til þær eru orðnar hluti af mér og þá get ég byrjað að draga þær inn í samtímann. Það er nautn að fara í þann leik að skrifa glæpa- sögu og nautn á öðru plani að nota miðaldafylliefni og sjá hvernig sömu sálrænu ferlin koma fram í samtím- anum. Tilfinningarnar eru enn þær sömu: afbrýðisemin, ástin, vanmátt- arkenndin. Allt það sem þróun- arsagan skóp okkur.“ Bók sem klingir Bókin átti að koma út fyrir síðustu jól en útgáfu hennar var þá frestað vegna tímaleysis höfundar. „Frest- unin var á þeim tíma vonbrigði,“ segir Þórunn. „En bókin nýtur þess að henni var frestað því hún fékk svo góða ritstjórn og yfirlestur. Ef bók fær nægilega marga yfirlestra og allir vinna eins vel og þeir geta þá fer hún að lokum að klingja. Mér finnst ég geta rétt fólki þessa bók og sagt: „Ég er loksins búin að skrifa góða bók.“ Þetta hljómar eins og of- læti en síðan ég útskrifaðist úr Há- skóla hef ég ekkert gert annað en að skrifa og vinna með texta. Ef ég væri ekki orðin nokkuð góð í því, þá væri ég hreinlega illa gefin.“ Aðferð til að plata fólk  Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir sendir frá sér glæpasögu  Tilbrigði við Laxdæla sögu  Nautn að skrifa glæpasögu og nota miðaldafylliefni, segir höfundurinn Morgunblaðið/Golli Robyn kom, söng og sigraði. Hvert sem maður leit í kringum sig skælbrostu allir… 27 » Þórunn Valdimarsdóttir fæddist árið 1954. Hún lagði stund á nám í lista- sögu og myndlist við Instituto Allende í Mexíkó veturinn 1977 – 1978. Hún lauk B.A. prófi í sögu og ensku frá Háskóla Íslands 1979 og cand.mag.-prófi í sagnfræði frá sama skóla 1983. Þórunn hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit og unnið þætti fyrir útvarp og sjónvarp. Hún hefur sent frá sér ljóðabók, skáldsögur, barna- og unglingabók, skrifað leikrit, ævisögur og sagnfræðirit. Fyrsta skáldsaga hennar, Höf- uðskepnur, kom út 1994. Langur ferill Þórunnar RITHÖFUNDURINN Sýning Ragnars Jónassonarog Tómasar Lemarquis íKling og Bang sem sam-anstendur af stuttmynd eft- ir Ragnar og klippimyndaljósaverk- um eftir Tómas býður upp á sérstæða enn kunnuglega upplifun. Ljósið, myndbrotin, afbökunin og óvæntu samsetningarnar í ofgnótt eins og hér er borin fram vísar í sjálfvirkni heila- starfseminnar, taumlaust hugs- unarflæði og hinar undarlegustu tengingar. Að mörgu leyti minna verkin á list súrrealistanna þar sem mörk vitundar og dulvitundar eru vettvangur listsköpunarinnar. Mun- urinn felst fyrst og fremst í þeirri of- gnótt myndmáls sem samtíminn býr yfir og miðlar í gegnum veraldar- vefinn. Oft er erfitt að ná tangarhaldi á myndflæði og hugrenninga- tengslum sem þjóta um í höfðum margra, en hér fanga félagarnir ein- hvers konar andleg ferðalög, sem Haraldur Jónsson líkir svo skemmti- lega í sýningarskrá við „þenslu, of- skynjun og jafnvel hugvíkkun“. Sýn- ingin virkar fyrst og fremst á staðnum og er ekkert sérlega minn- isstæð þegar heim er komið. En það er miðlun hugsunar og upplifun áhorfandans sem sýningin byggist á. Miðlun og um leið eyðing á „sjálfsvit- undarveirunni“. Upplifunin felst að hluta til í tækninni sem notuð er en einnig í því myndefni sem valið er. Ég gæti trúað því að þeir félagar séu sterkari saman en hvor í sínu lagi og að þessi sýning verði sú fyrsta í öfl- ugri sýningaröð þar sem þeir félagar nái enn betra valdi á myndefninu, nái að eima út einhver sammannleg verð- mæti og sannleiksbrot með endurtek- inni könnun, skönnun og röðun á yf- irborði sjónrænnar menningar. Kling og Bang gallerí Hverfis- götu 42, Reykjavík LUMINOUS Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis bbbmn Sýningin stendur til 24. október. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Luminous „Að mörgu leyti minna verkin á list súrrealistanna þar sem mörk vitundar og dulvitundar eru vettvangur listsköpunarinnar“. Sjálfsvitundarveiran Þórunn „Mér finnst ég geta rétt fólki þessa bók og sagt: „Ég er loksins bú- in að skrifa góða bók.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.