Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnmála-legur rétt-trúnaður fer vaxandi og sí- fellt fleiri beygja sig undir hann. Það gera menn einkum til að forðast óþæg- indi en stundum mun alvar- legri hluti eins og persónu- legar árásir og fordæmingu. Við slíkan rétttrúnað bætist svo alls kyns tíska sem ófriðvænlegt er að setja sig opinberlega gegn. Kven- réttindabarátta er ekki ýkja gömul en hefur reynst hin þarfasta eins og dæmin sanna hér á landi. Alda- gamlir fordómar og glóru- laust gildismat höfðu skák- að helmingi þjóðarinnar á hverjum tíma á lægri skör en hinum vegna kynferð- isins eins. Jafnvel þótt litið sé framhjá mikilvægasta þætt- inum í slíkri mismunun, mannréttindum einstak- lingsins, þá þarf ekki að hafa mörg orð um hið sam- eiginlega tap, fjárhagslegt og félagslegt sem af þessari skipan leiddi öldum saman hér á landi. Síðasta rúma öld hefur sem betur fer sett slík mál í gjörbreyttan far- veg í allstórum hluta heims- ins. En víða búa konur enn á réttindalegri steinöld, jafnvel einnig þar sem efna- hagurinn er blómlegur. Margvísleg lagasetning hér og í nálægum löndum stuðl- aði að breytingum jafnt og þétt og hugarfarið gjör- breyttist í kjölfarið. Nú er svo komið að hug- arfarið og almennur skiln- ingur skiptir meira máli fyrir eðlilegt jafnrétti kynjanna en reglur og laga- fyrirmæli, þótt enn megi ekki algjörlega án þeirra vera. En síðar hafa komið til margvíslegar tískur og stjórnmálalegur rétttrún- aður og fjölbreytileg „fræði“ sem jafnvel er reynt að færa í vísindalegan búning, en bera þó einatt með sér að vera fremur gervivísindi en vísindi. En menn forðast að amast við slíku innan vísindastofnana sem annars staðar og reyna að umbera þótt fræðin birt- ist stundum í skrítnum myndum. „Fræðimenn“ setjast niður og „kynja- greina“ ýmsa atburði, stóra og smáa og „niðurstöð- urnar“ eru birtar í virðu- legum skýrslum, rétt eins og þær hafi einhverja raun- verulega merkingu. Ekki hefur svo sem verið sýnt fram á að slíkir tilburðir hafi mælanlega skaðleg áhrif, ut- an einhvern við- bótarkostnað við einstök verkefni. Og ugg- laust er þetta einnig at- vinnuskapandi. „Fjölmenningarsamfélag“ er eitt tilverustigið sem hefur verið dásamað einum munni, þótt sjálfsagt hafi ekki allir vitað út í hörgul fyrir hvað það stendur. Rétttrúnaðurinn var með fjölmenningarsamfélagið of- arlega á sínum skrám, og því affarasælast að vera ekki með neitt múður. Að auki hefur það jákvæða skírskotun og virðist fela í sér í senn umburðarlyndi, sanngirni og tillitssemi. Því til viðbótar er hið auðsæja að sérhvert samfélag hefur augljósan ávinning af því að kynnast, nema og njóta menningarheima sem áður voru framandi. Kanada er ríki sem hefur tekist allra þjóða best að blanda saman ást á og trúnaði við þjóðrík- ið og um leið tryggð við sögu og menningu landnem- anna. En þar skiptir miklu að Kanada er nútíma land- nemaríki. Málið verður flóknara þegar stórir hópar setjast að í grónum sam- félögum, laga sig lítt að tungu, menningu og siðum og gera kröfur um að þeir sem fyrir voru sýni að- komufólkinu ríkulegt tillit. Við slíkar aðstæður má oft litlu muna að upp úr sjóði og þá er stutt í að menn reyni að slá pólitískar keilur, og því næst að ala á hatri og sundurþykkju í von um atkvæði. Slík dæmi blasa við víða í Evrópu og jafnvel glittir í þau í okkar norrænu frændríkjum. Merkel, kanslari Þýska- lands, er farin að óttast þessa þróun hjá sér. Og hún brást við nú um helgina og hélt ræðu sem fékk kröft- ugar undirtektir, þar sem hún setti fram ýmsar kröfur gagnvart innflytjendum. Vegna hryllings í nýliðinni sögu Þjóðverja hafa þeir verið allra þjóða varkár- astir í slíkum efnum. Við- brögð þýska kanslarans eru því mjög eftirtektarverð, því þar er farið að minnsta kosti út á ystu brún þess pólitíska rétttrúnaðar sem gilt hefur í Þýskalandi og víða í Evrópu. Verður fróð- legt að sjá eftirleikinn. Merkel kanslari set- ur spurningarmerki við fjölmenningar- samfélagið} Ræða kanslarans H vergi á jarðarkringlunni hafa orð- ið jafnmiklar framfarir á öllum sviðum mannlífsins og í vestræn- um lýðræðisríkjum. Og gildir þá einu hvort litið er til frelsis, jafn- réttis eða bræðralags, sem voru kenniorð frönsku byltingarinnar. Lífskjör eru með besta móti, þrátt fyrir sveiflur í efnahagslífinu, og mannréttindi ekki fótum troðin. Það er einkenni lýðræðisríkja að ofar öðrum almennum lögum séu gildandi grundvallarlög eða stjórnarskrá, sem ætlað er að vernda borg- arana fyrir drambi eða duttlungum löggjafans. Ekki aðeins með því að færa almenningi vald yf- ir valdhöfunum í kosningum, heldur dregur þrí- greining ríkisvaldsins úr samþjöppun valds. Ef til vill er það lykillinn að því, að samfélagsþróun- in horfir til framfara, að minnsta kosti til langs tíma litið. „Okkur, sem aðhyllumst lýðræði, þykir sjálfsagt, að allir valdhafar ríkisins sæki heimild sína til umboðs eða sam- þykkis þjóðarinnar,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, í Landi og lýðveldi. „Á Íslandi má leiða þetta af ákvæðum stjórnarskrárinnar, þar sem reglur eru settar um meðferð ríkisvaldsins og greint milli helztu handhafa þess. Þeim reglum er ætlað að tryggja skipulegan rekstur ríkisins, en jafnframt draga úr ofurvaldi þess, svo sem gleggst kemur fram í þrískiptingu ríkisvaldsins og ákvæðunum um óhagganleg mannréttindi.“ Það má því segja, að á sama hátt og stjórnarskráin hlúir að lýðræðinu, þá verndi lýðræðið stjórnarskrána. Ekkert er að marka stjórnarskrá í ríkjum, þar sem er sýndar- lýðræði eða einræðisstjórnir eru við völd. Til marks um það má nefna, að hvergi voru mann- réttindaákvæði stjórnarskrárinnar ítarlegri og háleitari en í Sovétríkjunum sálugu. Um leið talaði Eyjólfur Konráð Jónsson um að enska stjórnarskráin væri best, því hún væri ekki til! Þar hafa lögin sem liggja til grundvallar þróast með lýðræði og þingræði, sem sýnir að saman mynda þessir þættir lifandi vef – nokkurskon- ar öryggisnet fyrir samfélagið. Stjórnarskrá Íslands hefur að meginstofni til verið óbreytt frá 1874, þegar hún var sett í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það á ekki að hrófla við henni, nema að vand- lega yfirveguðu ráði. Ef til vill er brýnasta málið, sem stjórnlaga- þingið þarf að taka á, hvaða umgjörð á að vera um beint lýðræði í stjórnarskránni. Þjóðar- atkvæðagreiðslan um Icesave í vetur markaði tímamót. Þá tók þjóðin völdin af ríkisstjórninni og sýndi að hún lætur ekki ráðskast með sig. En það á ekki að þurfa milligöngu forsetans til að þjóðin hafi eitthvað um framtíð sína að segja. Umræðan um beint lýðræði er ekki ný af nálinni á Ís- landi. Jóhann Hafstein, annar fyrrverandi forsætisráð- herra, flutti erindi árið 1945. Þar vék hann að hinum „lýð- ræðislegu grundvallarlögum Sviss, þar sem ákveðinn fjöldi borgara getur „krafizt þess, að lagafrumvarpi sé skotið undir þjóðaratkvæði“ og klykkti út með: „Þetta fyr- irkomulag er það, sem nú nálgast beina þátttöku fólksins í stjórn landsins. Sviss er öndvegisríki lýðræðis og frelsis og öðrum þjóðum til fyrirmyndar í því efni.“ Pétur Blöndal Pistill Stjórnarskráin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is B arnalæknar hafa miklar áhyggjur af því að boð- aður niðurskurður í fjárlagafrumvarpinu muni skerða þjónustu við börn, ekki aðeins í heilbrigðis- kerfinu heldur einnig mennta- og fé- lagslega kerfinu. Óttast læknar sam- legðaráhrif niðurskurðarins, þegar skorið sé niður á öllum vígstöðvum minnki getan til að sinna erfiðustu málunum. Samfara niðurskurði í heilbrigð- ismálum finna læknar fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bráðatilfellum hefur fjölgað eftir bankahrunið á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, BUGL, og aukin ásókn hef- ur verið í þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Á sama tíma hafa þessir aðilar þurft að mæta kröfum um niðurskurð í rekstrinum. Ná ekki bestu færni Hafa læknar og sálfræðingar einnig töluverðar áhyggjur af því að verið sé að skera niður þjónustu utan heilbrigðisstofnana, eins og sér- kennslu og ráðgjöf í skólum og fé- lagslega aðstoð við börn og fjöl- skyldur þeirra. Þannig segir Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Grein- ingarstöðvarinnar, að hætta sé á að börnin nái ekki bestu mögulegu færni til framtíðar litið. „Þá höfum við að sjálfsögðu áhyggjur af högum fjöl- skyldnanna. Það liggur í hlutarins eðli að meginhluti foreldra skjólstæð- inga okkar er ungt fólk sem jafn- framt er að koma undir sig fótunum í lífinu,“ segir Stefán. Björn Hjálmarsson, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir að komið sé að sársaukamörkum í hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og frekari hagræðing leiði bara til skerðingar á þjónustu. „Það er einnig farið að þrengja að félagslega kerfinu og menntakerfinu og við óttumst mjög um börn í mestum vanda, að þau geti orðið út undan,“ segir Björn. Hann telur þanþolið í heilbrigðiskerf- inu vera orðið gríðarlegt, þar sem verið sé að reyna að halda uppi sama þjónustustiginu. Starfsfólk sjúkra- stofnana hafi þurft að leggja mikið á sig og sumstaðar sé komin upp þreyta og álag þar sem minna er um afleysingar. „Allir eru að reyna að gera sitt besta en við óttumst að erf- iðum málum eigi eftir að fjölga. Ef það gerist þá er geta kerfisins til að taka á móti þeim minnkuð vegna nið- urskurðar,“ segir Björn og bendir einnig á að vegna kreppunnar sé erf- iðara að manna stöður en áður. Fáir snúi heim að loknu sérfræðinámi og reyndir barnalæknar fari utan til starfa. Þyngri mál til BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir BUGL, segir að þegar litið sé til fjölda tilvísana á göngudeild og innlagna á legudeildir þá hafi lítil breyting orðið á eftirspurn eftir þjón- ustu BUGL frá bankahruninu. Það sem hafi merkjanlega aukist sé fjöldi bráðatilfella sem kemur til mats í bráðateymi deildarinnar. Hluti sjúk- linga sem metin er af því teymi leggst inn, aðrir fá áframhaldandi þjónustu teymisins eða á göngudeild. „Tilvísunum til okkar hefur sem- sagt ekki fjölgað en þau mál sem við fáum eru að öllu jöfnu þyngri nú en áður, til dæmis vegna erfiðari fjár- hagsstöðu foreldra með tilheyrandi fjölskyldu- og húsnæðisvanda og vegna minna framboðs af stuðn- ingsúrræðum í nærumhverfi barnanna,“ segir Ólafur, sem deilir áhyggjum með barnalæknum af stöðu mála. Niðurskurður bitni ekki á börnunum Morgunblaðið/Golli Börn Yngsta kynslóðin hefur ekki málsvara í viðræðum um skuldavanda þjóðarinnar. Barnalæknar hafa áhyggjur af áhrifum niðurskurðarins. „Að undanförnu hefur verið stöðug umræða um að skera þurfi niður í þjónustu á nánast öllum sviðum og bitnar slíkur niðurskurður því miður oft á börnum. Börn eru ekki þrýsti- hópur í stjórnmálalegu tilliti og sú staðreynd liggur fyrir að sjónarmið þeirra gleymast oft og tíðum í heimi hinna full- orðnu,“ skrifar Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í pistli sínum í Áhrifum, tímariti um vímuefnamál og forvarnir. Segir hún börn klár- lega finna fyrir efnahags- ástandinu í landinu. Í nýjasta hefti tímaritsins er mikil umfjöllun um börn í kreppu en út- gefendur eru Fræðsla og for- varnir, ÍUT- forvarnasamtök og Brautin, bindindisfélag ökumanna. Börnin geta gleymst UMBOÐSMAÐUR BARNA Margrét María Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.