Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og amma
INGIBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR
lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 5
október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Steinar A Jóhannsson,
Hanna Sigrún Steinarsdóttir,
Páll Viðar Björgvinsson,
Hallgrímur Óli Björgvinsson, Guðrún Björk Geirsdóttir,
Magnús Karl Björgvinsson, Unnur Rúnarsdóttir,
barnabörn.
Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka
MARGRÉT HAUKSDÓTTIR
Barónsstíg 63
lést á Líknardeild Landsspítalans í Kópavogi
laugardaginn 16. október
Málfríður Steinsdóttir,
Haukur Bergsteinsson, Ragna Guðvarðardóttir,
Agnes Hauksdóttir, Þórir Borg,
Bryndís Steinunn,
Sara, Haukur og Jóhannes.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi
ODDUR GEIRSSON
pípul.meistari
Sléttuvegi 19 Rvk
áður Holtagerði 64 Kópav.
lést á hjartadeild Landspítalans 15. október
síðastliðinn.
Margrét Einarsdóttir,
Einar Oddsson, Eva Østerby,
Sigríður Sesselja Oddsdóttir,
Erna Oddsdóttir,
Sigrún Oddsdóttir, Vilmundur Gíslason,
Geir Oddsson, Ragna Björg Guðbrandsdóttir,
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANBORG GUÐMUNDSDÓTTIR
Bíldudal,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði
föstudaginn 15. október. Útför hennar fer fram frá
Bíldudalskirkju laugardaginn 23. október kl. 11:00
Kristinn Þór Þorsteinsson,
Jón Þórðarson, Ásdís Guðjónsdóttir,
Arnar Þórðarson, Guðrún Valdimarsdóttir,
Guðmundur Kristján Þórðarson,
Gróa Þórdís Þórðardóttir, Edward Karl Sigurðsson,
Eiríkur Þórðarson, Sandra Skarphéðinsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝ Magnús KjartanGeirsson fæddist
í Reykjavík 18. sept-
ember 1931. Hann
lést á heimili sínu 7.
október 2010.
Foreldrar hans
voru Rebekka Þor-
steinsdóttir, f. 15.9.
1899 í Þormóðsey í
Breiðafirði, d. 3.4.
1945, og Geir Magn-
ússon, f. 30.10. 1897
á Þurá í Ölfusi, d.
2.8. 1955. Systkini
Magnúsar eru Stein-
unn, f. 31.1. 1930, Ágúst, f. 18.3.
1933, Valgeir, f. 29.11. 1936, d.
15.10. 1962, Geir, f. 4.5. 1939,
Þorsteinn, f. 15.2. 1941, d. 26.2.
2010, og Sigurður, f. 10.4. 1943.
Þann 12. september 1953 gift-
ist Magnús Bryndísi Magn-
úsdóttur, f. 16.2. 1936. Hún er
dóttir Magnúsar Sigurjónssonar,
f. 6.5. 1912, d. 4.5. 1986, og Unn-
ar Kristínar Eggertsdóttur, f.
29.6. 1908, d. 4.11. 1960. Börn
Magnúsar og Bryndísar eru 1)
lærði rafvirkjun hjá Segli og
lauk sveinsprófi 1952. Magnús
var í stjórn Félags rafvirkja-
nema 1949-1952 og Iðnnema-
sambands Íslands 1950-1952. Þá
var hann rafvirki hjá Landsmiðj-
unni 1955-1958. Magnús var í
stjórn Félags íslenskra rafvirkja
1955-1986 og formaður þess fé-
lags 1969-1986. Hann fékk gull-
merki félagsins 1987 og var
gerður að heiðursfélaga 1995.
Magnús var í stjórn Lífeyrissjóðs
rafiðnaðarmanna frá stofnun
sjóðsins 1969-1994. Hann átti
þátt í stofnun Rafiðnaðarsam-
bands Íslands árið 1970. Magnús
sat í stjórn þess til 1993 og var
formaður sambandsins frá 1971-
1993. Magnús var í miðstjórn
ASÍ og tók virkan þátt í verka-
lýðshreyfingunni. Þá átti Magnús
sæti í bankaráði Alþýðubankans
og Íslandsbanka. Magnús tók
þátt í samstarfi norrænnar
verkalýðshreyfingar og sat í
stjórn Norrænna bygging-
armanna. Einnig sat hann í fjöl-
mörgum nefndum á vegum hins
opinbera.
Útför Magnúsar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 18. október
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Sigrún, f. 29.1.
1954, d. 25.11. 2008.
Maki Guðlaugur
Hilmarsson, f. 10.5.
1953. Sonur þeirra
er Hilmar Guð-
laugsson, f. 29.7.
1981. Sonur Sigrún-
ar frá fyrra sam-
bandi er Magnús
Sigurðsson, f. 12.6.
1971. 2) Geir, f. 5.8.
1960. Maki Áslaug
S. Svavarsdóttir, f.
19.2. 1959. Börn
þeirra eru a) Magn-
ús Brynjar, f. 2.6. 1984, sambýlis-
kona Vala Hrönn Isabel Péturs-
dóttir, f. 13.5. 1985. Barn þeirra
er Rakel Sunna, f. 10.6. 2010. b)
Rebekka Rún, f. 3.2. 1992. c)
Karólína Klara, f. 26.6. 1993. 3)
Unnur, f. 30.11. 1968. Maki Daní-
el J. Helgason, f. 22.6. 1964.
Barn þeirra er Unnur Bryndís, f.
3.4. 1990. Sambýlismaður Oddur
I. Guðjónsson, f. 14.10. 1982.
Magnús fæddist í Reykjavík og
ólst upp í foreldrahúsum. Hann
Í dag fer fram jarðarför Magn-
úsar K. Geirssonar, tengdaföður
okkar. Hann var hæverskur maður
og lét ekki mikið á sér bera. Hann
var vel að sér um málefni líðandi
stundar, fylgdist með og hafði
áhuga á því sem aðrir voru að
gera. Magnús var fróður um Ís-
land enda hafði hann ásamt fjöl-
skyldu og systkinum sínum ferðast
mikið um landið. Hann var örlátur,
alltaf tilbúinn að rétta öllum hjálp-
arhönd þegar á þurfti að halda. Öll
höfum við notið aðstoðar og ráð-
legginga hans hvort sem það var
við byggingarvinnu, bílaviðgerðir,
garðvinnu eða annað sem við vor-
um að fást við þá stundina.
Magnús var úrræðagóður og
vandaði til allra verka enda var
það hans viðhorf að öll verk á að
vinna vel og af nákvæmni eftir
bestu getu. Í frístundum hafði
hann gaman af íþróttum, sér lagi
að horfa á fótbolta í sjónvarpinu,
lesa bækur og matreiða góðan mat
sem fjölskyldan naut góðs af.
Hans aðaláhugamál var alla tíð að
efla hag og framtíð aðildarmanna
Rafiðnaðarsambandsins, efla hag
sinna manna. Hann var framsýnn,
fljótur að hugsa og var fundvís á
lausnir sem gerði hann að góðum
forystu- og samningamanni. Við
þökkum ánægjulegar samveru-
stundir og biðjum Magnúsi bless-
unar á þessari kveðjustund.
Guðlaugur, Áslaug og Daníel.
Ég kom út á vinnumarkaðinn
rétt árið 1968 og fór að sækja
fundi hjá Félagi íslenskra raf-
virkja. Þá stóðu yfir innan félags-
ins deilur um hvort fara ætti að
tillögum stjórnar félagsins um
stofnun Rafiðnaðarsambands Ís-
lands. Málflutningur Magnúsar,
nýkjörins formanns félagsins,
vakti athygli, skeleggur og rök-
fastur. Magnús var, eins og svo
margir í verkalýðshreyfingunni,
áhugamaður um þjóðmál, skap-
mikill hugsjónamaður sem fór
mikinn í umræðum á fundum og á
kaffistofum.
Magnús byrjaði að starfa hjá
FÍR í hlutastarfi árið 1955 og var
gjaldkeri. Þá var hlutverk gjald-
kera að fara á milli fyrirtækja á
föstudagskvöldum og rukka inn fé-
lagsgjöld og önnur samningsbund-
in launatengd gjöld. Þar kynntist
hann persónulega hverjum einasta
félagsmanni. Starfsemi FÍR var á
þeim árum í einni skrifborðskúffu
hjá Fulltrúaráði verkalýðsfélag-
anna, en árið 1956 keypti félagið
hluta af Freyjugötu 27 þar sem
komið var upp mjög góðri aðstöðu
fyrir starfsemina.
Á þessum árum var Óskar Hall-
grímsson formaður FÍR og áttu
þeir Magnús mjög gott og farsælt
samstarf. Þeir vor báðir atkvæða-
miklir innan verkalýðshreyfingar-
innar og lögðu mikla vinnu í að ná
fram endurbótum á skipulagi sam-
taka launamanna. Byggðu upp öfl-
ugasta styrktarsjóð í verkalýðs-
hreyfingunni og stóðu að stofnun
heildarsamtaka þeirra sem störf-
uðu í rafiðnaði. Skipulag RSÍ var
að þeirra tillögu með öðrum hætti
en tíðkaðist hér á landi, með því
náðist mun beinskeyttari rekstur.
Magnús kom víða við í baráttu
sinni, hélt vel á og undir hans
stjórn varð RSÍ áberandi sterkt
félagslega en ekki síður fjárhags-
lega. Hann var fremstur í baráttu
við stofnun lífeyrissjóðs rafiðnað-
armanna árið 1970, byggði upp
glæsilega félagsmiðstöð rafiðnað-
armanna við Háaleitisbraut 68 árið
1978, stóð fyrir uppbyggingu öfl-
ugs starfsmenntunarkerfis, ásamt
því að orlofskerfi rafiðnaðarmanna
hefur ætíð verið ákaflega um-
fangsmikið.
Til þess að ná fram helstu bar-
áttumálunum þurfti samstöðu inn-
an verkalýðshreyfingarinnar.
Magnús starfaði mikið innan ASÍ,
sat þar í miðstjórn og fjölmörgum
starfsnefndum, auk þess að starfa
í norrænum samtökum launa-
manna og nefndum hins opinbera.
Þær voru ófáar helgarnar og
kvöldin þar sem hann var á fund-
um með okkur sem störfuðum með
honum í félagslega starfinu. Magn-
ús naut ekki alltaf sannmælis fyrir
baráttu sína, eins svo oft á við um
hugsjónamenn. Þeir verða fyrir
barðinu á úrtölumönnum og þá
reynir á hversu harður skrápurinn
er og stundum brestur hann. Hann
tók inn á sig ósanngjörn ummæli,
sveið undan þeim og ræddi þau í
þröngum vinahóp.
Bryndís eiginkona Magnúsar
stóð ætíð þétt við hlið hans, þau
byggðu sér fallegt heimili og áttu
3 börn. Það er ekki hallað á neinn
þótt fullyrt sé að með Magnúsi
hafi farið einhver allra besti for-
ystumaður rafiðnaðarmanna og
um leið íslenskrar verkalýðshreyf-
ingar. Fyrir hönd rafiðnaðar-
manna sendi ég Bryndísi og fjöl-
skyldunni hugheilar samúðaróskir
og þakkir fyrir það óeigingjarna
og mikla starf sem hún og Magnús
lögðu fram í baráttu fyrir bættum
kjörum launamanna.
Guðmundur Gunnarsson
formaður Rafiðnaðarsam-
bands Íslands.
Við andlát Magnúsar K. Geirs-
sonar fara um hugann minningar,
frá yfir 30 ára samstarfi okkar í
Félagi íslenskra rafirkja, Lífeyr-
issjóði rafiðnaðarmanna og Rafiðn-
aðarsambandi Íslands. Ég mun
láta hjá líða að rifja upp baráttuna
fyrir betri kjörum rafiðnaðar-
manna, en þar unnust vissulega
margir sigrar undir forystu Magn-
úsar, en hann var verulega snjall
samningamaður. Magnús Geirsson
og Óskar Hallgrímsson voru þeir
sem lögðu á ráðin að bættum kjör-
um rafiðnaðarmanna á þessum ár-
um, í nánu samstarfi við fé-
lagsmenn.
Eitt af því sem vakti undrun
mína og aðdáun í fari Magnúsar,
var minni hans á nöfn og andlit fé-
lagsmanna. Þar var ekki komið að
tómum kofunum. Það vafðist ekki
fyrir honum að nafngreina fé-
lagsmenn, hvaðan sem þeir voru af
landinu, heldur var hann með
heimilisföng þeirra líka á hreinu
og oft fylgdu símanúmerin með, ef
á þurfti að halda. Mátti mig undra
þetta, sem hef gegnum tíðina aldr-
ei mannglöggur verið, enda oft
orðið mér til skammar af þeim
sökum.
Það skapaðist sú hefð á Freyju-
götuárunum að félagsmenn komu
gjarnan í kaffi á laugardagsmorgn-
um á skrifstofu félagsins. Þarna
komu menn úr stjórn og trúnaðar-
mannaráði, sem og hinn almenni
félagsmaður. Þar var skipst á
skoðunum um viðfangsefni líðandi
stundar. Þótti fengur er félagar af
landsbyggðinni litu við, færandi
fréttir úr heimabyggð af verkefna-
stöðu, atvinnumálum og hag fé-
lagsmanna. Var og vinsælt að á
þessum fundum áttu félagsmenn
þess kost að hitta starfsmenn fé-
lagsins að máli, án þess að þurfa
að taka sér frí úr vinnu.
Magnús var vinsæll meðal fé-
lagsmanna. Menn urðu þess fljótt
varir að hann bar velferð þeirra
fyrir brjósti. Hann vildi hvers
manns vanda leysa og gerði það
með þeim hlýleika að engum
gleymdist er reyndi. Löngu eftir
að Magnús hafði dregið sig í hlé
frá störfum var ég að hitta eldri
sem yngri félagsmenn, er minntust
Magnúsar með vinsemd og þökk.
Ákvæðisvinnusamningur, upp-
bygging orlofshúsa, endurmennt-
unarskólinn, Rafiðnaðarsamband-
ið, lífeyrissjóðurinn og félagsleg
aðstaða að Háaleitisbraut voru mál
er m.a. urðu að veruleika þann
tíma er Magnús var í forystusveit
rafiðnaðarmanna. Það segir sig
sjálft, að félags- og samningamál
auk fundaferða vítt um land hafa
tekið dýrmætan tíma frá fjöl-
skyldu og börnum. Slíkt verður
ekki gert til lengdar nema með
skilningi maka og fjölskyldu. En
Magnús átti því láni að fagna að
eftirlifandi eiginkona hans, Bryn-
dís Magnúsdóttir, tók því sem
sjálfsögðum hlut. Stóð hún jafnan
við hlið Magnúsar og minnist ég
glæsilegrar framgöngu þeirra við
móttöku fulltrúa norrænu rafiðn-
aðarsambandanna, á þingum RSÍ,
sem og á hátíðastundum Félags ís-
lenskra rafirkja.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Magnúsi samstarf og vinskap um
áratugaskeið. Mætur maður er
genginn.
Við Guðrún biðjum Bryndísi,
Geir, Unni, Guðlaugi og fjölskyld-
um þeirra, sem og ættingjum öll-
um, blessunar og styrks og vottum
þeim innilega samúð okkar.
Blessuð sé minning Magnúsar
K. Geirssonar.
Bjarni Sigfússon.
Fallinn er frá Magnús Geirsson
rafvirki. Magnús lauk sveinsprófi í
rafvirkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1952. Honum var
annt um stétt sína og var því fljót-
lega valinn til forystu á þeim vett-
vangi. Strax á námsárunum var
hann kjörinn í stjórn Félags raf-
virkjanema og Iðnnemasambands
Íslands. Hann var í stjórn Félags
íslenskra rafvirkja frá árinu 1955
og formaður um árabil. Magnús
átti einn stærsta þátt í stofnun
Rafiðnaðarsambands Íslands og
var þar formaður á árunum 1971
til 1993.
Maggi Geirs, eins og við
rafvirkjarnir kölluðum hann, var
vinsæll forystumaður sem bar hag
sinna manna fyrir brjósti og lagði
sig ávallt fram um að leysa hvers
manns vanda. Magnús var klókur
samningamaður en jafnframt rétt-
sýnn og sanngjarn. Þó að stundum
hafi verið tekist á um kaup og kjör
þá voru þau fleiri verkefnin þar
sem menn tóku höndum saman um
sameiginlega hagsmuni atvinnu-
rekenda og launþega í rafiðnaði.
Nægir þar að nefna Lífeyrissjóð
rafiðnaðarmanna og eftirmenntun
rafiðna sem síðar leiddi til stofn-
unar Rafiðnaðarskólans.
Rafverktakar senda eiginkonu
Magnúsar og fjölskyldu samúðar-
kveðjur.
F.h. SART – Samtaka rafverk-
taka
Ásbjörn R. Jóhannesson
Magnús K. Geirsson