Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010
Hvað? Írisi Guðnadóttur brá þegar eiginmaður hennar reyndi að toga hana til sín þar sem hún heilsaði upp á Baltasar frænda sinn og fjölskyldu hans við frumsýningu myndarinnar Inhale í gær.
Kristinn
Sýndargjörningur stjórnar
Vatnajökulsþjóðgarðs (VJÞ) sem
sendur var þeim sem gerðu form-
legar athugasemdir við útfærslu
verndaráætlunar þjóðgarðsins er
blaut tuska í andlit þeirra sem láta
sig þetta mikilvæga mál varða.
Verndaráætlunin hefur nú verið
send ráðherra til samþykktar,
óbreytt frá fyrstu tillögum og sýnir
grímulaust þann valdhroka sem
menn hafa tileinkað sér við stjórn
þessa málaflokks á síðustu miss-
erum. Annars vegar með því að fara
á svig við stjórnsýslulög með tak-
markaðri aðkomu hagsmunaaðila
og móðgandi meðferð athuga-
semda. Hins vegar með því að gæta
ekki hófs í boðuðum aðgerðum sem
í senn eru mótsagnakenndar og
taka í engu tillit til meðalhófsreglu
stjórnsýslulaga, auk þess sem ekki
er gengið nægilega langt í að upp-
fylla skilyrði stjórnsýslulaga um
rannsóknarskyldu (á sérstaklega
við um áhrif skotveiða á lífríki og
stofnstærðir.)
Samráði á opinberum vettvangi
hefur verið haldið í lágmarki og
nauðsynlegar aðstæður hafa ekki
verið skapaðar þar sem hags-
munaðilar hefðu getað viðhaft eðli-
leg skoðanaskipti í átt til skyn-
samlegrar niðurstöðu. Það virðist
því sem um einstefnu stjórnar þjóð-
garðsins sé að ræða sem vísvitandi
hefur takmarkað skoðanaskipti,
hunsað staðreyndir og mótrök í
málinu frá þeim hagsmunaaðilum
sem láta sig þetta mest varða og
þessar tillögur bitna mest á.
Þetta er óþolandi framkoma við
Íslendinga, sem hingað til hafa not-
ið þess að geta ferðast og notið
landgæða með fullkomlega lögleg-
um hætti í sátt við umhverfi og
menn og fá svo ekki raunverulegt
tækifæri til að koma athugasemd-
um sínum á framfæri til efnislegrar
meðhöndlunar. Hér er verið að
stíga fyrstu skrefin í þá átt að gera
þjóðgarðinn og hálendi Íslands að
einhvers konar fyrirbæri þar sem
verið er að skapa falska ímynd um
að þar hafi maðurinn aldrei stigið
fæti og að þetta sé heimur svo fjarri
mannheimum að þeir eigi ekki sam-
leið án þess að til komi ofvernd-
unaráætlun stjórnar þjóðgarðsins.
Því spyrja menn: Fyrir hvað stend-
ur orðið þjóð í þjóðgarði?
Erfitt er að trúa því að hægt sé
að hunsa svo margar vel unnar at-
hugasemdir frá þúsundum Íslend-
inga með þeim hætti sem hér hefur
verið gert. Slíkir gerræðistilburðir
leiða hugann að því hvaða lög og
reglur gilda um aðkomu venjulegra
Íslendinga í svona málum. Getur
verið að það sé útbreiddur mis-
skilningur að borgarar þessa lands
geti haft einhver áhrif á stjórn-
valdsaðgerðir? Hvað er til ráða?
Almenningur stendur ráðþrota
gagnvart slíku ofríki, sem með
skipulögðum hætti hefur útilokað
raunverulega aðkomu þeirra sem
verða fyrir hvað mestri skerðingu
athafna og ferðafrelsi í tillögum að
verndaráætluninni. Stjórnvöld
hefðu í þessu máli átt að sjá tæki-
færi í því að vinna að stjórnun veiða
og veiðistofna á svæðinu í nánu
samstarfi og samráði við stofnanir
og hlutaðeigandi hagsmunasamtök
líkt og Skotvís sem eru einu lands-
samtök skotveiðimanna á Íslandi.
Það er því aldrei mikilvægara en nú
að handhafar veiðikorta (um 12.000
talsins) fylki sér bakvið Skotvís og
geri það að öflugum málssvara okk-
ar. Skotvís var stofnað 1978 með
það meginmarkmið að verja rétt
skotveiðimanna til veiða með land-
réttarmál sem aðalbaráttumál.
Réttlætið náði þá fram að ganga í
ýmsum málum en nú stöndum við
frammi fyrir nýjum áskorunum
með flóknari stjórnsýslu og tilheyr-
andi lagaflækjum sem kallar á nýj-
ar baráttuaðferðir. Stærð Skotvís
skiptir hér miklu máli að því mark-
miði að hafa bolmagn til hags-
munagæslu veiðimanna gagnvart
stjórnsýslunni. Þörf er á öflugu
kynningarstarfi meðal almennings,
þingmanna og ekki síst að veita lög-
gjafarvaldinu og framkvæmdavald-
inu nauðsynlegt aðhald í þessum
málaflokki.
Til þess að takast á við það að
stjórnvöld hunsi athugasemdir al-
mennings þarf að leggja pólitískan
þrýsting á þau með gagnrýnni um-
fjöllun og fræðslu í fjölmiðlum og
vert að gera þetta mál að hitamáli
enda virðist það vera stefna stjórn-
valda að þrengja enn fremur og/eða
útrýma almannarétti til landnýt-
ingar, hvort sem það er til veiða,
plöntusöfnunar eða frjálsra ferða
um landið og snertir þetta mál í
hinu víðara samhengi hvern einasta
Íslending og rétt okkar til sjálf-
bærrar nýtingar lands og gæða
þess.
Þar sem tillaga stjórnar VJÞ
liggur nú á borði umhverf-
isráðherra til samþykktar, þá er
síðasta von um réttláta meðferð sú
að ráðherra, sem er vel kunnugt um
alla málavexti, sjái að hér sé stór-
slys í vændum og að viðeigandi leið-
réttingar verði gerðar á núverandi
verndaráætlun og að vandaðri
vinnubrögðum verði beitt fram-
vegis með virkri aðild hags-
munaaðila.
Eftir Kristján Sturlaugsson,
Arne Sólmundsson og Kjartan
Þór Ragnarsson
»Erfitt er að trúa því
að hægt sé að hunsa
svo margar vel unnar
athugasemdir frá þús-
undum Íslendinga með
þeim hætti sem hér hef-
ur verið gert.
Arne og Kristján eru verkfræðingar
og Kjartan er meistaranemi í lög-
fræði. Höfundar eru veiðimenn.
Fátt um svör frá stjórn
Vatnajökulsþjóðgarðs
Kjartan Þór
Ragnarsson
Kristján
Sturlaugsson
Arne
Sólmundsson
Í viðtali við Baugs-
tíðindi á laugardaginn
15. október lýsti dr.
Pétur H. Blöndal
þeirri skoðun, að í stað
þess að hagræða 10%
með því að reka tíunda
hvern starfsmenn, sem
þá hverfur með sinn
mannauð úr fyrirtæk-
inu, eigi að hagræða
með því að lækka
starfshlutfall allra starfsmanna um
10%.
Ég hitti Gunnar Þorláksson, hinn
þekkta athafnamann úr Bygginga-
félagi Gylfa og Gunnars. Hann er
einn af þeim eldhugum sem hægt er
að binda vonir við að reyni að rífa
upp atvinnulífið. Hann sagði að fyrir
lægi nauðsyn samdráttar í opinber-
um rekstri. Gunnar spurði hverju
það breytti að ríkis- og sveitarfé-
lagafyrirtæki yrðu þá bara lokuð í
vetur á mánudögum. Frí yrði í skól-
um, tollurinn lokaður, ráðuneytin
lokuð, sjónvarpið lokað, skrifstofur
O.R., bankar, ÁTVR
og svo framvegis, lok-
að á mánudögum?
Verslunarmannahelgi
allar helgar. Fólkið
mætti vinna eitthvað
annað hjá sjálfu sér á
mánudögum, ef það
gæti og vildi. Skafa
timbur hjá BYGG
spurði ég? Því ekki?
svaraði Gunnar.
Er þetta ekki í þá
veru sem Pétur Blön-
dal vill leysa málin?
Reyna að gera þetta á hinn mann-
eskjulegasta hátt án tilheyrandi taps
og tjóns mannauðsins fyrir framtíð-
ina? Segja upp dýrmætu fólki sem
verður atvinnulaust eða flyst úr
landi?
Þetta er ekki það ástand sem ég
vil hafa til framtíðar. Ég vil að allir
sem geta vinni eins og þeir geta. Ég
myndi miklu frekar vilja hafa opið á
mánudögum og allir myndu vinna þó
kauplaust væri þessa daga. Mánu-
dagar yrðu þá bara vinnudagar fyrir
Ísland. Framleiðsludagar hag-
vaxtar. Hugsanlega má gera þetta
að vali hvers vinnustaðar fyrir sig.
Þannig myndum við rífa Ísland fyrr
upp úr lægðinni.
Jón Gunnarsson þingmaður sagði
mér að ríkisstjórn Taiwans hafði
sent hverjum þegni úttektarheimild
fyrir 100 evrum. Þessi aðgerð kost-
aði ríkið ekki neitt því hagvöxtur
jókst við þetta um 1% og skilaði sér
inn síðar. Minnir á gömlu þjóðlána-
stefnuna.
Ekki finnst mér líklegt að núver-
andi ríkisstjórn geti gert neitt svona.
Þar fer allt í japl og jaml og fuður.
Eilífa fundi um ekki neitt eins og
Pétur lýsir.
Því verðum við að fá nýja ríkis-
stjórn strax og svo kosningar sem
fyrst.
Reynum endilega að rífa okkur
upp!
Rífum okkur upp
Eftir Halldór
Jónsson
»Minnkum vinnu-
framlag allra frekar
en segja upp fólki.
Halldór Jónsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi
verkfræðingur.