Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 9
Húseigendur Hjónin Jón Bjarni Geirsson og Ragna Magnúsdóttir hafa lagt mikla vinnu í að endurbæta Einarshús og koma því í rekstur. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sagan er í hávegum höfð við rekstur í Einarshúsi. Ragna Magnúsdóttir veitingakona segir að það mælist vel fyrir og hafi skipt sköpum fyrir uppbyggingu starfseminnar í húsinu. Einarshús er sögufrægt hús í Bolungarvík og er mörgum kært. Það hafa hjónin Ragna Jóhanna Magnúsdóttir og Jón Bjarni Geirsson fundið. Þau keyptu húsið fyrir sex árum og hafa verið að endurbyggja það og koma í rekst- ur. Húsið var í niðurníðslu. „Jóni Bjarna fannst sorglegt að sjá Ein- arshús grotna svona niður og sannfærði mig um að við ættum að kaupa það,“ segir Ragna um tildrög þess að þau festu kaup á húsinu. Síðan hefur Jón Bjarni notað allar sínar frístundir til að gera húsið upp. Þegar þau byrjuðu voru þau ekki með nein föst áform um notkun þess. „Þetta gerðist allt af sjálfu sér,“ segir Ragna. Þau byrjuðu á kjallaranum og hafa rekið krá þar í fimm ár. Áfram þokaðist verkið og þau hafa starfrækt veitingastað á hæð- inni í þrjú ár og nú er verið að innrétta efstu hæðina sem gisti- hús. Veltir hverri spýtu fyrir sér „Það er margt heillandi sem ég sá í gegnum draslið,“ segir Jón Bjarni um endurbæturnar. Hann er lærður húsgagnasmiður en er lögreglumaður og hafði ekki unnið við smíðar í áratugi þegar hann byrjaði á Einarshúsi. Hann þurfti því að kynna sér þau vinnubrögð sem notuð voru við smíði hússins í upphafi og fleygði sér síðan til sunds, eins og hann tekur sjálfur til orða. Jón Bjarni hefur velt fyr- ir sér hverri nýtilegri spýtu og reynt að nota sem mest efni úr húsinu sjálfu. Einarshús er friðað og hafa eigendurnir notið faglegs og fjár- hagslegs stuðnings Húsafrið- unarnefndar og fleiri aðila við endurbæturnar. Einhver að hjálpa Þau finna það á viðbrögðum bæjarbúa að Einarshús á sinn sér- staka sess í bæjarfélaginu. „Þetta er ein helsta perla bæjarfélags- ins,“ segir Ragna. „Það hefur farið allt of mikill tími í þetta. Nú get ég farið að hugsa um eitthvað annað,“ segir Jón Bjarni. „Þetta hús hefur hel- tekið okkur,“ bætir Ragna við. „Ég hefði aldrei byrjað ef ég hefði vitað öll handtökin sem fram- undan voru,“ segir Jón Bjarni. „Það er einhverjum í mun að þetta hús rísi úr öskustónni,“ seg- ir Ragna og það liggur í loftinu að það séu einhverjir af fyrri íbúum hússins. Aukin ferðaþjónusta Einarshús stendur við Hafn- argötuna og þaðan er útsýni út á höfnina. Ragna og Jón Bjarni hafa viðað að sér gömlum munum víða að til að skapa viðeigandi stemn- ingu á kránni og veitingastaðnum. Vel hefur gengið að koma rekstr- inum af stað. Þar er haldin tón- listarhátíð á hverju ári og einleik- urinn Pétur og Einar, sem fjallar um nafnkunnustu íbúa hússins, er sýndur þar af og til. Auk viðgerða á húsinu hafa Jón Bjarni og Ragna útbúið bak- garð sem gestir veitingahússins nýta vel á sumrin. Ragna bindur vonir við að öruggari samgöngur með nýju Bolungarvíkurgöngunum lyfti undir reksturinn. „Ég veit að margir hafa ekki þorað hingað út eftir vegna Óshlíðarinnar og má búast við að fleiri leggi leið sína hingað þegar leiðin er orðin örugg,“ segir Ragna. Þá segir hún að ferðaþjónusta fari vaxandi, ekki síst í kringum höfnina. Þaðan eru farnar ferðir á Hornstrandir og farþegum fjölgar ár frá ári. „Aukin umferð um höfnina og bæ- inn lyftir undir rekstur sem hér er,“ segir Ragna. Einarshús rís úr öskustónni  Jón Bjarni Geirsson hefur varið frístundum sínum í endurbyggingu Einarshúss  Ragna Magnúsdóttir heldur sögu þess á lofti  Vettvangur tveggja mestu athafnamanna Bolungarvíkur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sögufrægt hús Einarshús er mörgum Bolvíkingum kært enda hafa helstu athafnamenn staðarins búið þar og stýrt fyrirtækjum sínum. Saga hússins er í hávegum höfð og notuð við veitingareksturinn í húsinu. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010 Sparaðu með Siemens Siemens er þekkt fyrir umhverfisvæna stefnu sína og er í fremstu röð þegar skoðaðar eru tækninýjungar er varða orkusparnað á heimilum. A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.issparnaður -50% 1995 2010 0,13 kwst. sparnaður -36% 1995 2010 0,11 kwst. 0,07 kwst. sparnaður -48% 1995 2010 Þvottavél WM 16S770DN Orkunotkun miðuð við þvott á 1 kg á 60° C. Uppþvottavél SN 46T590SK Orkunotkun miðuð við borðbúnað fyrir einn. Kæliskápur KG 36VX74 Orkunotkun miðuð við 100 l á sólarhring. 0,48 kwst. 0,25 kwst.0,26 kwst. Einarshús er vettvangur mikillar sögu, bæði harms og hamingu. Þar bjuggu tveir menn sem mest áhrif höfðu á þróun byggðarlagsins meg- inhluta tuttugustu aldarinnar. Pétur Oddsson athafnamaður reisti húsið á árunum 1902 til 1904 og var það lengi tengt nafni hans. Það var með myndarlegustu húsum þess tíma enda var Pétur helsti at- vinnurekandinn í Bolungarvík fram undir heimskreppuna miklu og um tíma talinn einn af ríkustu mönnum landsins. Líf Péturs og fjölskyldu hans var mikil sorgarsaga. Berklarnir lögðu fjölskyldu hans að velli. Pétur fylgdi fjórtán líkum til grafar frá heimili sínu á árunum 1907 til 1930. Hann var að lokum einn eftir í húsinu og tapaði öllum sínum eigum. Þegar Einar Guðfinnsson keypti eigur dánarbús Péturs af Landsbank- anum vildi hann ekki kaupa íbúðar- húsið vegna ótta við berklana. Hann eignaðist Péturshús fáum árum seinna og lét bræla það til sótt- hreinsunar 1935, áður en hann flutti inn með fjölskyldu sína. Þar bjó hann í rúm þrjátíu ár. Í Einars sögu Guð- finnssonar eftir Ásgeir Jakobsson kemur fram að öll fjölskyldan var hraust og heilsugóð og þeim leið vel í þessu húsi. Smám saman breyttist nafn Péturshúss og það hefur lengst af verið kennt við Einar. Péturshús/Einarshús var ekki ein- ungis heimili helstu athafnamanna Bolungarvíkur heldur versluðu þeir þar og stýrðu umsvifum sínum. Eftir að Einar flutti í nýtt hús var Einarshús notað sem verbúðir og síð- ustu árin var það í eigu Bolungarvík- urkaupstaðar en lítið notað. Harmur og hamingja PÉTURSHÚS/EINARSHÚS Fjölskylda Pétur Oddsson og Guðný Bjarnadóttir með börnin ung.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.