Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 1
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skattframtöl ársins 2010 leiða í ljós
að 3.632 framteljendur áttu meira en
100 milljónir hver og þessi hópur átti
samanlagt 751,5 milljarða árið 2009.
Fjölgað hafði í þessum hópi um 520
milli ára. Þetta kemur fram í Tíund,
blaði ríkisskattstjóra.
Árið 2009 töldu 3.112 framteljend-
ur sem áttu meira en 100 milljónir
fram tæpa 674,3 milljarða í eignir.
Eignir þessa hóps hafa því aukist um
77,2 milljarða, eða 11,5% á sama
tíma og 16,7% fleiri skipa þennan
hóp. Öðru máli gegnir um skuldirnar
en skuldir þeirra sem áttu minna en
50 milljónir jukust um 154,8 millj-
arða, eða 152,8 milljörðum meira en
eignirnar. Skuldir hinna sem áttu
meira en 50 milljónir jukust um tæpa
54,4 milljarða.
Fengu bætur ofan á launin
Þá kemur einnig fram í Tíund að
hátekjufólk hefur þegið atvinnuleys-
isbætur. Í fyrra fengu 323 einstak-
lingar sem voru með meira en tíu
milljónir í laun, hlunnindi, lífeyri og
greiðslur aðrar en fjármagnstekjur,
greiddar atvinnuleysisbætur frá
Vinnumálastofnun. Þetta fólk fékk
rúmar 237 milljónir greiddar í bætur
en var með tæpa 7,4 milljarða í
tekjur. Atvinnuleysisbætur voru um
6,4% tekna þessa fólks. Í þessum
hópi voru 290 með hærri tekjur árið
sem þeir fengu bæturnar greiddar
en árið áður.
Fimm þeirra sem fengu greiddar
atvinnuleysisbætur árið 2009 voru
með meira en 40 milljónir í tekjur
það ár. Þeir voru með tæpa 391 millj-
ón í tekjur en þar af voru 4,7 millj-
ónir í atvinnuleysisbætur.
MLaun lækka en bætur hækka »14
3.632 eiga 750 milljarða
Umtalsverð fjölgun í hópi stóreignafólks Fimm einstaklingar sem fengu
greiddar atvinnuleysisbætur árið 2009 voru með meira en 40 milljónir í tekjur
Hátekjufólk 2009
Meðmeira en
10 milljónir í
launatekjur:
306
Þar af með
meira en
15 milljónir:
246
F I M M T U D A G U R 2 1. O K T Ó B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 246. tölublað 98. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
KJÖTSÚPUDAGUR
HALDINN Á FYRSTA
VETRARDEGI
FJÖLDI
AUGLÝSINGA
Á EINUM STAÐ
ÁSTARSAGA UM
DAG OG MÁNEYJU
SEM LENTU Í KRÍSU
NÝR AUGLÝSINGAMIÐILL MEGAS GEFUR ÚT BÓK 34EITT TONN AF SÚPU 10
Sú stefna stjórnvalda, að öllum sé
tryggð fjármögnun við húsnæðis-
kaup, er að mati greiningardeildar
Arion banka væntanlega liðin undir
lok, verði frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um breyttan fyrningartíma
skulda að lögum. Segir í Markaðs-
punktum Arion að frumvarpið, sem
gerir ráð fyrir því að fyrningartíminn
styttist niður í tvö ár, boði miklar
breytingar á íslenskum lánamarkaði.
Telur deildin einsýnt, að lánastofn-
anir muni gera mun meiri kröfur um
eigið fé við lánveitingar til húsnæðis-
kaupa, verði frumvarpið að lögum.
Lánamarkaðurinn muni því færast
aftur til þess sem var fyrir einkavæð-
ingu bankanna. Þetta feli í raun og
veru í sér að hin gamalgróna séreign-
arstefna íslenskra stjórnvalda – að
öllum sé tryggð lánsfjármögnun til
eigin íbúðarkaupa – sé liðin undir lok.
„Aukin krafa um borð fyrir báru í
lánveitingum mun gera að verkum að
stór hluti fólks mun ekki hafa getu til
eigin íbúðarkaupa vegna þess að eigið
fé skortir – a.m.k. ekki nema hafa
leigt og lagt fyrir um einhvern tíma.
Þetta þýðir í hnotskurn að aðgangur
uppvaxandi kynslóða að láns-
fjármagni mun skerðast stórlega
miðað við það sem hefur tíðkast hér-
lendis um nokkurn tíma,“ segir grein-
ingardeildin í Markaðspunktum. ivar-
pall@mbl.is »Viðskipti
Íbúðarkaup
ekki lengur
fyrir alla
Arion Telur stóran hluta fólks ekki
munu geta keypt íbúð.
Banaslys í Tyrklandi
T Y R K L A N D
Mugla
Istanbúl
Ankara
Antalya
BÚLGARÍA
GRIKKL.
KÝPUR
Bodrum
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Íslensk hjón létust í bílslysi í
borginni Mugla í suðvesturhluta
Tyrklands um hádegisbil í gær.
Barn hjónanna, sem er rúmlega
hálfs árs gamalt, slapp ómeitt úr
slysinu.
Hjónin voru búsett í Danmörku
og voru 25 og 34 ára.
Bíll þeirra lenti í árekstri við
stærri bíl sem hafnaði utan vegar
en bifreið íslensku hjónanna skall
á vegriði. Allir farþegar stærri
bílsins lifðu slysið af en hlutu tals-
verða áverka. Þeir voru því færðir
á ríkisspítalann í Mugla.
Ræðismaður aðstoðar
Þangað var barn íslensku
hjónanna einnig flutt en ræðis-
maður Íslands í Tyrklandi er
væntanlegur þangað í dag. Hann
mun aðstoða fjölskyldur hjónanna
við að sækja barnið og koma því
heim.
Mikil rigning var í Mugla þegar
slysið átti sér stað. Talið er að
ökumaðurinn hafi misst stjórn á
bílnum á blautum veginum og ekið
yfir á öfuga akrein. Þar hafi hann
lent í árekstri við stærri bíl.
Íslensk hjón létust
í bílslysi í Tyrklandi
Ljósmynd/IHLAS
Slys Mikil rigning var þegar slysið varð og eftir að hafa lent framan á stærri bíl hafnaði bíll Íslendinganna á vegriði.
Rúmlega hálfs árs gamalt barn þeirra slapp ómeitt
Vænta má þess
að tekist verði á
um það á árs-
fundi Alþýðu-
sambands Ís-
lands hver verði
næsti varaforseti
þess. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
lætur af því starfi eftir 15 ár. Hún
kemur úr röðum verslunarmanna,
en þó þykir ekki sjálfgefið að eft-
irmaður hennar komi úr röðum
þeirra. Starfsgreinasambandið
mun sækja fast að varaformaðurinn
komi úr þeirra röðum enda hefur
sambandið ekki átt mann í fremstu
röð ASÍ um langa hríð. Tvær konur
eru helst nefndar til sögunnar, þær
Signý Jóhannesdóttir og Sigurrós
Kristinsdóttir, en þær eiga báðar
sæti í miðstjórn. Fyrir ársfundinum
liggja fjölmargar tillögur, meðal
annars um að í stað ársfundar verði
eftirleiðis haldin ASÍ-þing annað
hvert ár. »9
Starfsgreinasam-
bandið vill fá næsta
varaforseta
„Bækling-
urinn með
upplýsingum
um frambjóð-
endur verður
heldur stærri
en við áttum
von á, en
þetta verður
engin síma-
skrá,“ sagði Hjalti Zóphóníasson,
skrifstofustjóri í dómsmála- og
mannréttindaráðuneytinu, um
kynningarbæklinginn sem gefa á
út vegna kosninga til stjórnlaga-
þings 27. nóvember, þar sem um
500 manns buðu sig fram. „Við
bjuggumst við 2-300. Það komast
sex frambjóðendur á síðu og það
er búið að plana ýmislegt enda
þarf að vinna þetta hratt þar sem
stutt er í kosningarnar,“ sagði
Hjalti. »18
Bæklingurinn stærri
en reiknað var með