Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Auglýsingamiðillinn Finnur.is hefur
göngu sína í dag, bæði á prenti og á
samnefndri heimasíðu. Blaðinu verð-
ur dreift alla fimmtudaga. Finnur.is
sameinar á einum stað atvinnu-, fast-
eigna-, bíla-, rað- og smáauglýsing-
ar, svo fátt eitt sé talið til.
Blaðinu verður dreift á heimili í
stærra upplagi en aðrir miðlar bjóða
upp á. Því verður dreift í öll hús á
höfuðborgarsvæðinu, en jafnframt
verður blaðið borið út til áskrifenda
Morgunblaðsins á landsbyggðinni.
Birtast líka á netinu
Allar auglýsingar í blaðinu birtast
á vefsíðunni finnur.is, sem heyrir
undir fréttavef Morgunblaðsins,
stjórnarefni tengt t.a.m. atvinnu og
fasteignum auk ótengdra mála af
ýmsum toga. Bílablað Morgunblaðs-
ins, sem áður kom út á föstudögum,
færist jafnframt yfir í hið nýja blað.
Í blaði dagsins er meðal annars
rætt við hönnuð sem hannar búninga
fyrir nýjan söngleik um Dísu ljósálf,
ungan mann sem lærði fjármála-
verkfræði en starfar sem plötusnúð-
ur, og nýráðinn forstjóra Happ-
drættis Háskóla Íslands.
Auk þessa er fjallað um innrétt-
ingar í hinu nýopnaða kvikmynda-
húsi Bíó Paradís við Hverfisgötu,
starf leikskólakennarans, pistill um
gæludýrahald og fleira.
einarorn@mbl.is
mbl.is, mest sótta vef landsins. Mikil
dreifing blaðsins, samhliða birtingu
á finnur.is, ætti að gera blaðið að
spennandi kosti fyrir auglýsendur.
Í blaðinu verður, auk auglýsinga,
að finna margvíslegt áhugavert rit-
Nýr auglýsingamiðill
hefur göngu sína í dag
Finnur.is sameinar auglýsingar á einum stað
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s
hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Landsvirkj-
unar. Langtímaskuldbindingar félagsins fá nú
einkunnina BB+ með neikvæðum horfum í stað
BB. Skuldbindingar Landsvirkjunar eru því
áfram í svokölluðum ruslflokki en eru hins veg-
ar nær því að geta talist fjárfestingahæfar að
mati sérfræðinga S&P.
Að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra
Landsvirkjunar, er um jákvæðar fréttir að
ræða en á næstu dögum mun skýrast hvort
lánshæfiseinkunnin liðkar frekar fyrir fjár-
mögnun Búðarhálsvirkjunar. Lánshæfismat
S&P gerir ekki ráð fyrir þeim virkjunarfram-
kvæmdum en hækkun matsins hvílir meðal
annars á þeirri forsendu að ekki verði ráðist í
miklar fjárfestingar á næstunni. Andreas Kin-
dahl, sérfræðingur hjá S&P, sagði við Morg-
unblaðið að þar á bæ væru menn meðvitaðir um
Búðarhálsáformin en endurskoða þyrfti láns-
hæfiseinkunn Landsvirkjunar ef í þau yrði ráð-
ist. Hins vegar segir hann að þau þurfi ekki
endilega að leiða til lækkunar. Lánakjör og arð-
semi framkvæmdanna muni ráða því.
Aukinn stöðugleiki en léleg arðsemi
Samkvæmt S&P hefur smám saman tekist að
draga úr sveiflum og auka stöðugleika tekna
Landsvirkjunar og það, ásamt betri lausafjár-
stöðu, sé ástæða betra lánshæfismats. Auk þess
hefur endurnýjun sölusamninga Landsvirkj-
unar styrkt stöðu félagsins að mati S&P þar
sem afkoman er ekki jafnháð sveiflum á heims-
markaðsverði á áli og áður.
Samt sem áður segir S&P arðsemi af rekstri
Landsvirkjunar vera enn lélega þó svo að sér-
fræðingar matsfyrirtækisins telji það til tekna
að verið sé að reyna að auka hana. Ástæðuna
fyrir lélegri arðsemi rekja sérfræðingar S&P
til þess hversu stór hluti starfseminnar snýst
um sölu á raforku á lágu verði til orkufreks iðn-
aðar.
Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hvílir á
þeirri forsendu að á félaginu hvíli óumdeilt rík-
istrygging en það er mat S&P að „afar miklar“
líkur séu á því að ríkissjóður neyðist til þess að
hlaupa undir bagga með félaginu lendi það í
vandræðum.
Lánshæfiseinkunnin skánar
Jákvæðar fréttir, segir forstjóri Landsvirkjunar Er enn í ruslflokki hjá S&P
Einkunnin tekur ekki tillit til fyrirhugaðra framkvæmda við Búðarhálsvirkjun
Morgunblaðið/RAX
Unnið Framkvæmdir við Búðarháls.
„Tillagan fékk lítinn hljómgrunn í
stjórninni og var felld,“ sagði Kjart-
an Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og stjórnarmaður í
Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að
aukafundur stjórnar OR, sem hann
óskaði eftir, felldi tillögu hans.
Kjartan lagði fram tillögu þess
efnis að reynt yrði að komast hjá
fjöldauppsögnum hjá OR með því að
skoða aðrar leiðir og nefndi meðal
annars sérstaka eftirlaunasamninga.
„Ég gerði athugasemd við máls-
meðferðina enda tel ég að ef grípa
þurfi til slíka úrræða sem fjölda-
uppsagnir eru eigi að ræða það inn-
an stjórnar Orkuveitunnar,“ sagði
Kjartan eftir fundinn í gær.
Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar sendi frá sér ályktun í gær
þar sem lýst er yfir miklum von-
brigðum með áform OR um að ráð-
ast í svo umfangsmiklar uppsagnir.
Eðlilegt hefði verið að kanna til hlít-
ar allar aðrar leiðir. skuli@mbl.is
OR felldi
tillögu
Kjartans
Fellt Frá fundi stjórnar OR í gær.
Morgunblaðið/Ómar
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Þetta var heljarinnar stór og
sprelllifandi hákarl,“ sagði Sævar
Ólafsson, skipstjóri á Steinunni
SF, um Grænlandshákarlinn sem
kom í botnvörpuna hjá honum á
þriðjudagskvöldið þegar verið var
að trolla ofarlega í Jökuldýpinu.
„Þessi er með þeim stærri sem
ég hef séð af þessari tegund. Það
er ekki algengt að fá slíkan há-
karl á þessu svæði, en það er al-
gengt að þeir fái þessa tegund
fyrir vestan. Hann var sprelllif-
andi í trollinu, en við losuðum um
móttökuna hjá okkur og hífðum
hann upp á dekk, settum hann síð-
an út í síðu þannig að hann væri
ekki fyrir okkur.“
Sævar sagði að ákveðið hefði
verið að koma með skepnuna í
land. „Við ákváðum að koma með
hann í land. Nú eru þorrablót og
annað framundan og ekki ólíklegt
að einhver brennivínsstaupin verði
tekin með honum þessum. Ég held
hann hafi verið rétt tæp 600 kíló
þegar búið var að gera að honum
þannig að það ættu einhverjir að
geta gætt sér á honum á þorr-
anum.“
Steinunn hefur verið á steinbíts-
veiðum, en vegna ástandsins í
Frakklandi, en þangað hefur
steinbíturinn verið seldur, var
ákveðið að færa sig aðeins til á
miðunum og þá kom hákarlinn í
trollið.
Það kom ýmislegt í ljós þegar
gert var að skepnunni. „Hann var
fullur af alls konar kvikindum,
það var mikið af fiski í honum og
svo var hálfur kópur sem hann
hefur skellt í sig. Þetta eru skað-
ræðisskepnur,“ sagði Sævar.
„Hákarlinn er væntanlega kom-
inn vestur í Bjarnarhöfn þar sem
hann verður verkaður. Ég ræddi
við Hildibrand í morgun og hann
vildi ekki að hann yrði skorinn.
Hann átti von á tveimur hópum
ferðamanna og vildi endilega fá
hann heilan vestur til að sýna
þeim. Við sendum honum gripinn
og hann fær hann bara gefins,“
sagði Sævar um ferlíkið, en ef
marka má myndina hér þá er há-
karlinn um fjögurra metra langur.
Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
Fengu fjögurra metra hákarl í trollið
Var sprelllif-
andi og með hálf-
an kóp í maganum
Ferlíki Grænlandshákarlinn sem kom í trollið hjá Steinunni SF var engin smásmíði.