Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Jón Gnarr Kristinsson borgarstjórihefur þann hátt á að fjalla eink- um um þau mál borgarinnar, sem ekki eru til úrlausnar.    Nú síðast tvöbýsna ólík mál. Fyrra málið snerist um að koma hefð- bundnum verkum af borgarstjóranum yf- ir á embættismann sem enginn hafði kosið.    Sá var til hátíðabrigða ráðinn ánauglýsingar til að fara með lung- ann af verksviði borgarstjórans.    Í tilefni af umræðu um mikiðstarfsálag á borgarstjórann sagð- ist Jón ekki vilja útiloka að borg- arstjórum yrði fjölgað.    Það kæmi dagur eftir þennan dag.    Hitt málið sem var svo brýnt aðræða var sú stefna Jóns að sam- eina Reykjavík Kópavogi.    Jón gat þess sérstaklega að Kópa-vogur væri eina sveitarfélagið sem tekið hefði vel í slíka sameiningu.    Hvar hefur það komið fram?    Og hver skyldu þá meginrökinhafa verið fyrri þeirri hugdettu? Jú, þau voru þau að þá mætti spara svo mikið í yfirstjórninni.    Ekki er vitað hvort þetta hafi ver-ið „djók“ eða fúlasta alvara.    Og heldur er ekki vitað hvort hefðiverið verra. Jón Gnarr Kristinsson Jóker eða Svarti Pétur STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 heiðskírt Akureyri 1 skýjað Egilsstaðir -1 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 1 skúrir Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 2 súld Helsinki 6 skúrir Lúxemborg 5 skúrir Brussel 6 léttskýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 léttskýjað París 10 heiðskírt Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 6 skúrir Berlín 6 skýjað Vín 9 skýjað Moskva 2 skúrir Algarve 21 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 12 alskýjað New York 14 heiðskírt Chicago 13 skýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:37 17:49 ÍSAFJÖRÐUR 8:50 17:46 SIGLUFJÖRÐUR 8:33 17:28 DJÚPIVOGUR 8:08 17:16 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eftir samþykkt borgarstjórnar um breytingu á stjórnkerfi og skipuriti borgarinnar í fyrradag er Regína Ás- valdsdóttir, skrifstofustjóri borg- arstjóra, orðin æðsti embættismaður borgarinnar að borgarstjóra und- anskildum. Allir embættismenn borg- arinnar heyra því undir hana nema borgarlögmaður, skrifstofustjóri borgarstjórnar og innri endurskoð- andi. Regína hefur verið skrifstofu- stjóri borgarstjóra frá 2008. Hún seg- ir að í starfinu hafi hún fyrir hönd borgarstjóra annast mikið tengsl við sviðsstjóra og skrifstofustjóra. Á hennar borði endi mörg mál, sem mörg svið komi að og þarfnist úr- lausnar. „Helsta breytingin er að nú hef ég meira umboð til þess að taka ákvarðanir og ljúka málum sem snerta innri stjórnsýsluna,“ segir hún. Þörfin fyrir hendi Að sögn Regínu hefur þetta starf vantað í stjórnsýsluna, þótt vissulega megi skoða hvort þetta sé nákvæm- lega rétta skipulagið. Innri endur- skoðun hafi bent á að þörf væri á sterkari stjórnsýslu í kringum borg- arstjóra. Hún áréttar að starf borg- arritara hafi verið auglýst 2007 en aldrei ráðið í það. Þá hafi borgarritari átt að vera yfirmaður skrifstofustjór- anna og hafa boðvald gagnvart sviðs- stjórum, en nú væri skrifstofustjóri yfirmaður skrifstofustjóra og sviðs- stjóra. Munurinn felist því fyrst og fremst í hugtökum í skipuriti. Breytingin hefur verið gagnrýnd og m.a. segja borgarfulltrúar minni- hlutans að ekki gangi að breyta starfi borgarstjóra með þessum hætti. „Mál af þessum toga verða um- deild og umrædd,“ segir Regína. „Það er réttur minnihlutans að hafa skoðanir á þessum hlutum.“ Hún bætir við, að við venjulegar aðstæður hefði verið eðlilegast að staða borg- arritara hefði verið auglýst laus til umsóknar og hún hefði sótt um slíkt starf. Hins vegar hefði það þýtt fjölg- un stjórnenda borgarinnar í 21, en markmiðið sé fremur að fækka stjórnendum í efsta lagi borgarinnar. Staðan væri aðeins til eins árs og með það í huga hafi þótt óeðlilegt að festa hana í sessi til framtíðar þegar stjórnkerfisnefnd væri að endur- skoða skipurit og stjórnkerfi ráð- hússins. „Mér finnst að það þurfi að efla stjórnsýsluna í kringum borg- arstjóra en hvort það verður með einum skrifstofustjóra svona nálægt honum eða fleirum er í höndum stjórnmálamannanna. Nú stendur fyrir dyrum breytingatímabil og mitt mikilvægasta hlutverk er að stýra slíkum breytingum.“ Með auknum verkefnum segist Regína standa vaktina frá morgni til kvölds, en þrátt fyrir aukna ábyrgð hefur ekki verið hreyft við launum hennar. „Það hefur ekki verið rætt um kjörin og ég get ekki ímyndað mér að um verði að ræða mikla við- bót,“ segir hún. Margar kvartanir Regína ber sviðsstjórum og öðr- um stjórnendum Reykjavíkurborgar afar vel söguna en segir að taka þurfi á ýmsum málum í kerfinu sem slíku. Mál sem snerti fleiri en eitt svið hafi tilhneigingu til þess að taka lengri tíma en önnur og skrifstofunni berist á þriðja þúsund bréf á ári frá borg- arbúum með kvörtunum um beiðni um úrlausn. Í mjög mörgum tilfellum leysist þau með upplýsingagjöf en því miður falli mál á milli sviða. Aðspurð segir Regína að hag- ræðingarverkefni séu hins vegar mikilvægust á þessari stundu. Marg- ar góðar hugmyndir hafi komið m.a. frá sviðsstjórum um hvernig megi sameina og samreka ákveðna starf- semi í borginni og þessum verk- efnum þurfi að hrinda í framkvæmd. „Að finna betri leiðir til að nota fé skattborgaranna í Reykjavíkurborg“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Skrifstofustjóri borgarstjóra Regína Ásvaldsdóttir er æðsti embættis- maður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Telur þörf á að styrkja stjórn- sýsluna í kringum borgarstjóra Finna þarf betri leiðir til að nota fé skattborgaranna Regína hefur starfað hjá borginni síðan 1997. Áður en hún tók við starfi skrifstofustjóra borgarstjóra var hún sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs borgarinnar, 900 manna sviði sem fór með yfirum- sjón með þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum, sá um innkaupa- og rekstrarmál, þjónustuver og upp- lýsingatæknimál, vefmál og almenn rekstrarverkefni. Þar áður var hún breytingastjóri, sá m.a. um end- urskipulagningu á þjónustu borg- arinnar og innleiðingu á hverfa- þjónustu. Þá var hún fram- kvæmdastjóri Miðgarðs, fjölskyldu- þjónustunnar í Grafarvogi, 1997-2002. Árin 1995-1997 var hún félagsmálastjóri Sauðárkróks. Hún hefur einnig unnið í stjórnsýslunni í Noregi, bæði í Osló og í Östfold- fylki. Regína er með meistaragráðu í stjórnun úr hagfræðideild háskól- ans í Aberdeen í Skotlandi. Hún sér- hæfði sig í nýsköpun og breyt- ingastjórnun. Hún er einnig með cand. mag.-gráðu í félagsráðgjöf og afbrotafræði frá háskólanum í Osló og framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands. Eiginmaður hennar er Birgir Pálsson. Þekkir vel til hjá borginni REGÍNA ÁSVALDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.