Morgunblaðið - 21.10.2010, Qupperneq 11
Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustígnum hefur fest
sig í sessi og nú verður dagurinn sá haldinn hátíð-
legur í áttunda sinn næstkomandi laugardag, á
fyrsta vetrardegi. Með því að bjóða vegfarendum að
smakka á heitri kjötsúpu vilja verslunar- og fyrir-
tækjaeigendur á Skólavörðustígnum fagna komu
vetrar, bjóða fólk velkomið, fá það til að koma út,
hittast og spjalla og skapa þannig þjóðlega og
skemmtilega götulífsstemningu.
Maður er jú manns gaman.
Súpurnar eru rammíslenskar, því sauðfjárbændur
og garðyrkjubændur landsins leggja til hráefnið.
Sex eðalkokkar sem starfa á veitingastöðum í ná-
grenni Skólavörðustígsins ætla hver og einn að elda
sína útgáfu af kjötsúpu fyrir gesti og gangandi, þeir
Úlfar á Þremur Frökkum, Eiríkur Ingi og Friðgeir á
Holtinu, Hrafnkell og Teódór frá Óðinsvéum og Dóra
frá Á næstu grösum. Og öll gefa þau vinnu sína.
Þetta er mikil götuhátíð og fastur liður í deginum
er að einn af kokkunum fer með fullan súpupott inn
á Níuna, öðru nafni Hegningarhúsið við Skólavörðu-
stíg, klukkan tvö, á þeim tíma sem hátíðin hefst
formlega, svo vistmenn þar fái líka sína súpu.
Steindór Andersen hefur ævinlega flutt rímur af
sinni alkunnu snilld í verslun Eggerts feldskera í til-
efni dagsins, en núna ætlar Steindór að fá til liðs
við sig félaga úr Kvæðamannafélaginu Iðunni. Þau
munu kveða saman rétt fyrir klukkan tvö, skömmu
áður en súpan þeirra Eiríks Inga og Friðgeirs verður
fram borin þar.
Nokkrir harmonikkuleikarar munu spila hér og
þar á Skólavörðustígnum og einnig má búast við
ýmsum uppákomum, t.d. blús og vísnaspili.
Súpusmakkið verður á fimm stöðum úti á götu: Í
grennd við Ostabúðina, við Níuna (Hegningarhúsið)
við horn Týsgötu og Skólavörðustígs, við Hand-
prjónasambandið og á Súputorginu hjá Eggerti
feldskera.
Mikil götuhátíð
ÍSLENSKT LAMBAKJÖT OG GRÆNMETI
Morgunblaðið/Ómar
Til í slaginn Þau Dóra frá Á næstu grösum, Hrafnkell frá Óðinsvéum, Úlfar frá Þremur Frökkum, Theodór frá Óðinsvéum, Eiríkur Ingi
og Friðgeir frá Hótel Holti, ætla öll að vera vel búin áhöldum til súpugerðarinnar, þegar þau elda heilt tonn af íslenskri kjötsúpu.
½-1 hvítkálshaus
4 góðar rófur
nokkrar kartöflur
gulrætur
sellerí
blaðlaukur
sumir nota líka hrísgrjón
og haframjöl
Kjötið sett í pott með köldu
vatni og suðan látin koma upp. Froð-
an fleytt af jafnóðum. Látið sjóða í
40-50 mín. Grænmetið skorið gróft
og sett út í soðið af kjötinu. Soðið í
u.þ.b. 20 mín.
Blandið saman við góðu lamba-
kjötssoði sem búið er að sjóða í átta
tíma til að fá extragott bragð í
súpuna. Öllu blandað saman við kjöt-
ið og smakkað til með salti og pipar.
Hver gerir sína súpu
eins og honum sýnist
Úlfar á Þremur Frökkum gaf upp
mjög einfalda og frjálslega uppskrift.
Hann sagði að hver og einn réði
magninu á hverju hráefni:
Súpukjöt
rófur
gulrætur
laukur
hrísgrjón
lambakraftur
súpujurtir í poka
soðið í 1½ tíma
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
appelsínunni ásamt rifna appels-
ínuberkinum. Sjóðið niður um helm-
ing og bætið þá rifsberjunum út og
lækkið hitann. Sjóðið áfram í tvær
mínútur eða svo og hrærið þá mat-
skeið af volgu smjöri út í.
Athugið að þessi sósa getur orð-
ið svolítið sýrumikil. Það á mjög vel
við fituna úr öndinni og dregur
fram bestu eiginleika rauðvínsins.
Ef þið viljið almennt hafa meiri
sætu í sósunni þá er ráðlegt að
setja svo sem eina góða matskeið
af rifsberjahlaupi út í og hræra
saman við áður en þið bætið við
smjörinu.
Skerið nú niður andarbringurnar
í um hálfs til eins sentimetra þykk-
ar sneiðar. Hún á helst að vera ör-
lítið bleik í miðjunni. Setjið á diska
og hellið sósunni yfir.
Það er mjög gott að hafa steiktar
kartöflur þessu til viðbótar og þá
að sjálfsögðu steiktar úr andarfitu.
Forsjóðið og skerið í bita. Þegar þið
eruð búin að steikja bringurnar þá
hellið þið megninu af feitinni á
aðra pönnu og steikið kartöflurnar
á henni upp úr feitinni þar til þær
verða stökkar og fínar. Saltið með
Maldon-salti í lokin.
Steingrímur Sigurgeirsson
Fleiri uppskriftir má finna á Matur
og vín-vef Morgunblaðsins:
mbl.is/matur og á www.vinotek.is.