Morgunblaðið - 21.10.2010, Side 14
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Upplýsingar úr skattframtölum árs-
ins 2010 bera órækan vitnisburð um
þau umskipti sem urðu haustið 2008.
Þetta er niðurstaða Páls Kolbeins,
hagfræðings hjá ríkisskattstjóra,
sem rýnt hefur í framtölin og segir
frá niðurstöðunum í nýútkominni Tí-
und, blaði emb-
ættisins.
Framteljend-
um á skatt-
grunnskrá hefur
fækkað, launa-
tekjur lækkað en
atvinnuleysisbæt-
ur og greiðslur úr
séreignarlífeyris-
sjóðum hafa hins
vegar hækkað
mikið. Þrátt fyrir að launatekjur hafi
lækkað um 5,8% á milli ára hækkaði
tekjuskattsstofn um 1,5%. Fjár-
magnstekjur af arði, vöxtum og sölu-
hagnaði lækkuðu hins vegar um
28,4%. Skatthlutföll hafa verið hækk-
uð en álagðir tekjuskattar sem renna
til ríkisins voru um 8,9 milljörðum
lægri en við álagningu í fyrra.
Síðastliðinn áratug fjölgaði fram-
teljendum á skattgrunnskrá mjög
ört. Nú, þ.e. við álagningu 2010, voru
261.436 framteljendur á skrá eða
rúmum fimmtungi fleiri en fyrir tíu
árum. Það teljast því nokkur tíðindi
að mati Páls að nú fækkaði framtelj-
endum á skattgrunnskrá um 6.058
eða 2,3% á milli áranna 2008 og 2009,
en það er í fyrsta skipti sem fækkar á
skattgrunnskrá á milli ára. Þessi
lækkun skýrist aðallega af því að
rúmlega átta þúsund útlendingar
hafa horfið aftur til síns heima eftir
að atvinnuástandið hér á landi versn-
aði. Nú voru hins vegar 1.976 fleiri ís-
lenskir ríkisborgarar á skatt-
grunnskrá.
Fjármagnstekjur lækka
Tekjur landsmanna hafa aukist
mikið á undanförnum árum. Fjár-
magnstekjur hafa aukist meira en
aðrar tekjur og er vægi þeirra því
meira. Landsmenn töldu nú fram
tæpa 955,6 milljarða í skattskyldar
tekjur en þar af voru fjármagns-
tekjur tæpir 139,3 milljarðar eða
14,6%. Nokkuð hefur dregið úr vægi
fjármagnstekna því árið 2007 voru
þær um fjórðungur skattskyldra
tekna. Tekjuskattsstofn var nú um
11,9 milljörðum hærri en í fyrra en á
móti lækkuðu fjármagnstekjur um
tæpa 55,2 milljarða eða 28,4%. Skatt-
skyldar tekjur lækkuðu því um 4,3%
á milli ára.
Samsetning annarra tekna hefur
einnig breyst nokkuð á milli ára.
Vægi launa hefur minnkað en á móti
hafa bætur og lífeyrisgreiðslur
hækkað. Starfstengdar greiðslur,
þ.e. launatekjur, endurgjald fyrir
vinnu, laun, hlunnindi, reiknað end-
urgjald og hagnaður einstaklinga
sem reka fyrirtæki í eigin nafni, hafa
hækkað mikið á undanförnum árum.
Nú bregður svo við, segir Páll, að
þessar greiðslur lækka um rúma 39,8
milljarða, eða 5,8% á milli ára.
Launatekjur voru 650,6 milljarðar
2009 samanborið við rúma 690,4
milljarða árið áður. Þegar litið er
framhjá tekjum sem menn hafa af
eignum eða fjármagnstekjum þá
voru starfstengdar greiðslur nú um
73,4% tekna en á undanförnum árum
hafa slíkar greiðslur verið um 80%
tekna.
Á móti lægri launum vega hins
vegar ýmsar bætur, s.s. atvinnuleys-
isbætur sem og greiðslur úr lífeyr-
issjóðum sem hækkuðu nú mikið. Á
meðan launa- og fjármagnstekjur
lækkuðu um hátt í hundrað milljarða
hækkuðu atvinnuleysisbætur og
greiðslur úr lífeyrissjóðum um hátt í
40 milljarða. Skatt-
skyldar tekjur lands-
manna lækkuðu því um
tæpa 43,3 milljarða.
„Þetta eru mikil tíð-
indi því tekjur lands-
manna hafa ekki lækk-
að að nafnvirði í háa
herrans tíð,“ segir Páll.
Sem fyrr segir hækkuðu atvinnu-
leysisbætur verulega milli ára. Árið
2009 greiddi Vinnumálastofnun
29.271 manns 21,5 milljarða í atvinnu-
leysisbætur sem er 17,6 milljörðum
meira en árið áður en þá fengu 11.088
manns greiddar bætur.
Atvinnuleysi var nær óþekkt hér á
landi framan af tíunda áratugnum en
á þeim tíma streymdu þúsundir út-
lendinga til landsins til að vinna. Frá
árinu 2007 hafa atvinnuleysisbætur
hins vegar hækkað mikið. Vinnu-
málastofnun greiddi 1,7 milljarða í at-
vinnuleysisbætur árið 2007 en þá
fengu 4.729 manns bætur. Á þessu
tímabili hefur fjárhæð atvinnuleysis-
bóta því hækkað um 1094% og fjöldi
þeirra sem fengu atvinnuleysisbætur
aukist um 518%. Um 11,7% þeirra
sem töldu fram útsvarsskyldar tekjur
höfðu fengið greiddar atvinnuleysis-
bætur árið 2009. „Hér hafa því orðið
mjög hröð umskipti til hins verra,“
segir Páll.
Mikið tekið út af lífeyri
Landsmenn tóku út tæpa 91,8
milljarða úr lífeyrissjóðum árið 2009.
Þeir sem orðnir voru 60 ára tóku út
tæpa 15 milljarða úr séreignarlífeyr-
issjóðum í formi almennra útborg-
ana. Ekkert þak var á útborgunum
nú og hafa margir því tekið talsverð-
ar fjárhæðir úr séreignarlífeyrissjóð-
um. Frá upphafi árs 2009 var þeim
sem ekki voru orðnir 60 ára leyft að
taka út eina milljón úr séreignarlíf-
eyrissjóði, eða 111 þús. á mánuði. Hér
er um að ræða tímabundna ráðstöfun
sem var ætlað að gera fólki kleift að
bregðast við breyttum aðstæðum í
þjóðfélaginu. Alls nýttu 39.184 sér
þessa heimild og tóku þeir samanlagt
út 21 milljarð.
Flestir þeirra sem voru með meira
en tíu milljónir í launatekjur árið
2008 voru enn með svo háar tekjur ári
síðar. Við álagningu 2009 voru 6.289
framteljendur yfir þessum tíu millj-
óna króna mörkum en ári síðar voru
4.563 þessara framteljenda enn með
meira en tíu milljónir í launatekjur.
Laun lækka en bætur hækka
Skattframtölin 2010 bera órækan vitnisburð um breytta tíma Launatekjur hafa lækkað en atvinnu-
leysisbætur og greiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum hafa hækkað mikið 955,6 milljarðar taldir fram
Eignir og skuldir einstaklinga raðað eftir eignum í árslok 2009
Eignir alls í milljónum kr.
M.kr.
800.000
700.000
600.000
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0
0 0-10 10-20 20-30 30-40 40-50 50-60 60-70 70-80 80-90 90-100 >100
Eignir Skuldir
Margir hátekjumenn
» Flestir þeirra 369 framtelj-
enda sem voru með meira en
25 milljónir í tekjur árið 2008
voru komnir niður fyrir þessi
mörk ári síðar. Aðeins 133 voru
enn yfir mörkunum.
» Árið 2009 voru 306 með
meira en 10 milljónir í launa-
tekjur og þar af voru 246 með
meira en 15 milljónir í tekjur.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
- nýr auglýsingamiðill
Finnur.is er nýr miðill fyrir þá sem eru að leita
að vinnu, húsnæði, bíl og nánast hverju sem er.
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Tilboð á finnur.is
TexTi + logo 6.500 kr.
Hægt er að senda pantanir á
finnur@mbl.is eða í síma 569-1107
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill
Það virðist sem skipti nokkuð í tvö
horn hvað varðar eignir og skuldir
landsmanna, segir Páll Kolbeins.
Annars vegar er stór hópur fólks
sem á tiltölulega lítið og skuldar
mikið og svo er tiltölulega lítill hóp-
ur sem á miklar eignir og skuldar
lítið. „Þá ber ekki á öðru en að
eignafólki hafi yfirleitt tekist að
ávaxta fé sitt nokkuð vel en al-
mennt lítur út fyrir að fleiri eigi nú
meira þrátt fyrir erfitt árferði,“ seg-
ir Páll í grein sinni. Eignir þeirra
sem áttu meira en 50 milljónir juk-
ust um 145,2 milljarða á sama tíma
og eignir þeirra sem áttu minna en
50 milljónir jukust um rúma 2,2
milljarða. Nú voru 7.729 fleiri undir
þessum eignamörkum en fyrir ári
en 1.448 fleiri voru yfir mörkunum.
Hér er litið framhjá þeim sem telja
ekki fram neinar eignir. Þeim fjölg-
aði mest sem áttu minna en tíu
milljónir eða um 7.922.
Nú áttu 520
fleiri fjölskyldur
eignir sem metn-
ar voru á meira
en 100 milljónir.
Þessir 3.632
framteljendur
áttu samanlagt
751,5 milljarða. Fyrir ári töldu 3.112
framteljendur sem áttu meira en
100 milljónir fram tæpa 674,3 millj-
arða í eignir. Eignir þessa hóps hafa
því aukist um 77,2 milljarða, eða
11,5% á sama tíma og 16,7% fleiri
skipa þennan hóp. Öðru máli gegnir
um skuldirnar en skuldir þeirra sem
áttu minna en 50 milljónir jukust
um 154,8 milljarða, eða 152,8 millj-
örðum meira en eignirnar. Skuldir
hinna sem áttu meira en 50 millj-
ónir jukust um tæpa 54,4 milljarða.
Framteljendur sem áttu meira en
50 milljónir í desember 2009 áttu
þannig tæpum 145,2 milljörðum
meira en framteljendur sem áttu
meira en 50 milljónir í desember
2008. Þá áttu þeir sem áttu meira
en 100 milljónir í desember 2009
77,2 milljörðum meira en sami
eignahópur ári fyrr.
Hér þarf að fara varlega við að
túlka upplýsingarnar segir Páll því
ekki sé alltaf um sama hóp fram-
teljenda að ræða hvort árið um sig.
Framteljendur eru flokkaðir eftir
eignum en þegar eignir aukast fær-
ast framteljendurnir upp um eigna-
flokk. Þetta gefi hins vegar vís-
bendingu um þróun eigna og skulda
í þjóðfélaginu.
Eiga mikið en skulda lítið
ERU TVÆR ÞJÓÐIR Í LANDINU?
Páll Kolbeins
Reikna má með því að árstekjur þeirra sem þurfa að
leita á náðir Vinnumálastofnunnar séu í flestum tilfellum
fremur lágar, segir Páll Kolbeins í grein í Tíund.
Þannig voru 17.769 þeirra 27.638 sem fengu greiddar
bætur með minna en þrjár milljónir í tekjur árið sem
þeir fengu bæturnar greiddar.
Þetta eru 64,3% þeirra sem fengu greiddar atvinnu-
leysisbætur árið 2009. Vinnumálastofnun greiddi þessu
fólki 14,5 milljarða í bætur. Tekjur 7.525 höfðu hækkað á
milli ára en 10.244 höfðu hins vegar lækkað. Atvinnu-
leysisbætur voru 43,7% tekna þessa fólks. Meðalbætur
voru 815.743 kr.
Árið 2009 voru 8.535 manns greiddar atvinnuleysis-
bætur sem voru með þrjár til sex milljónir í tekjur en
30,9% þeirra sem fengu atvinnuleysisbætur voru með
tekjur á þessu bili árið 2009. Þessir framteljendur fengu
rúma 5,3 milljarða í atvinnuleysisbætur en bæturnar
voru 15,5% tekna þeirra. Tekjur 4.150 höfðu hækkað á
milli ára. Sumir þeirra sem fengu greiddar atvinnuleys-
isbætur árið 2009 voru með fremur háar tekjur árið sem
þeir fengu bæturnar greiddar. Hér er þó iðulega um
undantekningartilvik að ræða. Atvinnuleysisbætur voru
þó yfirleitt ekki stór hluti tekna þessa hóps, segir Páll.
Í fyrra fengu 323 einstaklingar sem voru með meira en
tíu milljónir í laun, hlunnindi, lífeyri og greiðslur aðrar
en fjármagnstekjur, greiddar atvinnuleysisbætur frá
Vinnumálastofnun. Þetta fólk fékk rúmar 237 milljónir
greiddar í bætur en var með tæpa 7,4 milljarða í tekjur.
Atvinnuleysisbætur voru um 6,4% tekna þessa fólks. Í
þessum hópi voru 290 með hærri tekjur árið sem þeir
fengu bæturnar greiddar en árið áður. Fimm þeirra sem
fengu greiddar atvinnuleysisbætur árið 2009 voru með
meira en 40 milljónir í tekjur árið 2009. Þeir voru með
tæpa 391 milljón í tekjur en þar af voru 4,7 milljónir í at-
vinnuleysisbætur.
Margir þeirra sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur
árið 2009 voru frekar ungir að árum, undir þrítugu.
Þetta unga fólk var oft mjög tekjulágt árið sem það fékk
greiddar atvinnuleysisbætur. Flestir þeirra sem fengu
greiddar bætur og voru með minna en milljón í tekjur
það ár tilheyra þessum hópi. Hér er einnig um að ræða
fjölmenna hópa bótaþega.
Voru með 40 milljónir í tekjur
en þáðu samt atvinnuleysisbætur