Morgunblaðið - 21.10.2010, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Innan Evrópu-sambandsinshefur þrýst-
ingur farið vax-
andi á að sam-
bandið fái eigin
skattstofna í stað
þess að fá skatt-
tekjur óbeint í gegnum fram-
lög aðildarríkjanna. Fram-
kvæmdastjórn
Evrópusambandsins leggur
nú áherslu á málið og segja má
að þar með séu verulegar líkur
á að þetta muni ná fram að
ganga innan fárra ára, en nú-
verandi sjö ára fjárlagarammi
rennur út árið 2013.
Í fyrradag lýsti fram-
kvæmdastjórnin þeirri skoðun
sinni, í umfjöllun um fjárlög
sambandsins, að núverandi
fyrirkomulag hentaði ekki
lengur. Framkvæmdastjórnin
stillir málinu ekki þannig upp
að hún vilji auka skattheimtu
af íbúum sambandsins heldur
eigi nýju beinu skattarnir að
koma í stað þeirra óbeinu sem
renni nú til sambandsins í
gegnum aðildarríkin. Fyrst
um sinn kann að vera að sú
yrði raunin, en allar líkur eru
til að smám saman yrði þessi
beina skattheimta Evrópu-
sambandsins til að auka tekjur
þess og þar með umsvif enn
frekar.
Meðal þess rökstuðnings
sem framkvæmdastjórnin set-
ur nú fram fyrir afstöðu sinni
er að lög Evrópusambandsins
frá 1957 hafi gert ráð fyrir því
að það hefði sínar eigin tekjur.
Þessi röksemd er sett fram til
að sýna að málið sé ekki nýtt
af nálinni og þar með að kom-
inn sé tími á breytinguna, eins
og iðulega er gert. En hún er
ef til vill ekki síður sett fram í
þeim tilgangi að reyna að kom-
ast framhjá því að einstök ríki
geti hindrað þessa breytingu.
Hingað til hefur neikvæð af-
staða einstakra ríkja við hug-
myndinni um sérstaka Evr-
ópusambandsskatta komið í
veg fyrir upptöku
þeirra, en takist
framkvæmda-
stjórninni að
þvinga í gegn þá
lagatúlkun að eng-
in þörf sé á fullri
samstöðu er málið
nánast í höfn.
Meðal þeirra skatta sem
rætt er um innan fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins er skattur á flug-
samgöngur. Nú eru þeir að
vísu til hér á landi sem trúa því
að Íslands bíði fátt annað en
undanþágur gerist landið aðili
að Evrópusambandinu. Breyt-
ir þar engu þó að stækk-
unarstjóri sambandsins hafi
sérstaklega sett ofan í við Öss-
ur Skarphéðinsson, utanrík-
isráðherra, fyrir slíkt fleipur.
Vegna þessarar hugmyndar
skiptir máli að Ísland er háð-
ara loftsamgöngum en flest
önnur ríki. Ætli einhverjir vilji
treysta því að við munum hafa
þau áhrif innan Evrópusam-
bandsins að við gætum komið í
veg fyrir að flugskattur þess
legðist á okkur ef af yrði?
Sumir segjast vilja vita hvað
Evrópusambandsaðild mundi
þýða fyrir Ísland. Því er vita-
skuld auðsvarað og þarf ekki
aðildarviðræður til. Evrópu-
sambandsaðild mundi einfald-
lega þýða aðild að sambandinu
eins og það er. Engar var-
anlegar undanþágur eru í
boði, eins og forsvarsmenn
sambandsins hafa ítrekað
staðfest. Eina óvissan er hvert
Evrópusambandið stefnir og
þá aðallega hversu hratt það
stefnir í átt að auknum sam-
runa. Áform framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins
um beina skattlagningu eru
sterk vísbending um hvert
stefnir. Eðlilegt er að þau
áform verði liður í að Íslend-
ingar endurskoði umsókn sína,
enda gæti þessi skattlagning
komið mun þyngra niður hér á
landi en annars staðar.
Skattlagning ESB
gæti orðið Íslandi
sérlega þungbær
yrði landið aðili að
sambandinu}
Áform um beina skatta
Evrópusambandsins
Fornbókaversl-unin Bókin er
hálfrar aldar göm-
ul um þessar
mundir og ber ald-
urinn vel. Feðgarnir Bragi
Kristjónsson og Ari Gísli
Bragason standa þar vaktina
og veita nútíma Íslendingum
innsýn í menningararf þjóð-
arinnar. Ekki veitir af.
Í Bókinni er hvorki reynt að
hlaupa á eftir duttlungum
dagsins né ímynduðum tíð-
aranda. Þetta er
augljóst þeim fjöl-
mörgu sem heim-
sækja verslunina
og er þá ekki að-
eins átt við þá staðreynd að
þar er engin tölva til að dreifa
huganum.
Margur hefur varið tíma
sínum verr en að gramsa í
bókum Bókarinnar sl. hálfa
öld og vonandi gefst mönnum
færi á að gramsa í að minnsta
kosti hálfa öld enn.
Gott er að gleyma
sér í gömlum bókum }Bókin
M
annréttindaráð Reykjavík-
urborgar er sérstakt fyr-
irbæri sem þarfnast greini-
lega nánari rannsóknar. Á
sparnaðartímum, eins og nú
eru, þá gengur ekki að ríki og borg hafi fólk á
fullum launum við að fá galnar hugmyndir
sem það ætlast til að tekið verði mark á og
hleypt í framkvæmd eins og ekkert sé sjálf-
sagðara.
Mannréttindaráð hefur nú komist að þeirri
niðurstöðu að boðskapur kristinnar trúar um
að maður eigi að elska náungann eins og sjálf-
an sig, fyrirgefa óvinum sínum og muna að
sælla sé að gefa en þiggja sé vafasamur og
særandi fyrir minnihlutahópa og ekki beri að
breiða hann út í leik- og grunnskólum borg-
arinnar. Bænahaldi, sálmasöng og „list-
sköpun í trúarlegum tilgangi“ innan veggja skóla verður
úthýst, nái tillögur þessa furðuráðs fram að ganga.
Væntanlega þýðir þetta að mörg fallegustu trúarlög sem
þjóðin á hætta að hljóma í skólum fyrir jól.
Vandséð er hvernig kennarar ætla framvegis að út-
skýra tilgang jólanna fyrir ungum nemendum sínum ef
þeir mega ekki minnast á Guð og Jesúbarnið án þess að
eiga á hættu að vera sakaðir um að stunda trúboð og inn-
rætingu og skaða þannig illilega áhrifagjarnar sálir. Inn-
an skólastofunnar munu jólin því verða hátíð umbúða,
haldin Mammoni til dýrðar.
Framvegis verða kennarar að gæta sín því orðin „Guð“
og „Jesús“ verða talin særandi og vanvirðandi
fyrir alls kyns minnihlutahópa. Kennarar
munu því fara að stunda sjálfsritskoðun því
ekki vilja þeir hætta á að fá áminningu yf-
irvalda fyrir að hafa brotið reglur með því að
tala af sér og minnast á almættið.
Nú vill svo til að vestræn siðmenning er
grundvölluð á kristinni trú. Listasagan, bók-
menntasagan og tónlistarsagan er undirlögð
af kristnum gildum. Það er ekki hægt að
skilja vestræna menningu nema þekkja sög-
ur Biblíunnar. Öfgamönnunum í Vantrú kann
að gremjast að listamenn skuli hafa verið svo
uppteknir af Guði og Kristi að þeir hafi skap-
að ódauðleg listaverk kristinni trú til dýrðar.
En þannig er það nú samt. Vantrúin fær því í
engu breytt. Er það ekki einmitt eitt af hlut-
verkum skólans að mennta börn með því að
kynna þeim þá merku menningar- og listasögu sem hvílir
á kristnum grunni? Þeir sem þekkja þá menningu alls
ekki teljast ekki sérlega vel menntaðir.
Hvernig kemst jafn vitlaus og illa grunduð ályktun
upp á borð, eins og sú sem kemur frá mannréttindaráði?
Er ekki einhver innan mannréttindaráðs sem hefur
næga skynsemi til að benda félögum sínum á hvers lags
vitleysa er þarna á ferð? Og ætla borgarfulltrúar að taka
undir þennan furðulega gjörning? Hvar er dómgreind
þeirra? Sefur hún föstum svefni?
Nú þarf skynsamt fólk að segja stopp við vitleysunni.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún Berg-
þórsdóttir
Pistill
Vantrú mannréttindaráðs
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
U
ndanfarna daga hafa
ýmsir bent á að fram-
kvæmd kosninganna
til stjórnlagaþings
sem fram fara hinn
27. nóvember sé ruglingsleg fyrir
kjósendur. Frambjóðendur til
stjórnlagaþingsins eru í kringum
fimm hundruð og geta kjósendur
valið tuttugu og fimm úr þeirra hópi.
Frambjóðendum verður úthlutað
fjögurra stafa númeri af handahófi
sem kjósendur skrifa á kjörseðilinn í
stað nafna. Erfitt gæti reynst fyrir
fólk að kynna sér slíkan fjölda fram-
bjóðenda og koma vilja sínum skýrt
á framfæri í kjörklefanum.
Ástráður Haraldsson, formaður
landskjörstjórnar, segir ljóst að
framkvæmd kosninganna verði ekki
einföld. „Það er ekki einföld fram-
kvæmd að velja 25 menn úr 500
manna hópi,“ segir Ástráður. Hann
segir fólk þó geta undirbúið sig áður
en það mætir á kjörstað.
„Fólki verður gert kleift að hafa
með sér gögn í kjörklefann. Það
verður sett upp sérstök vél á netinu
þar sem það getur undirbúið sig. Þar
getur fólk valið frambjóðendur og
raðað þeim upp að vild og fær þá
númerin í réttri röð. Það blað getur
fólk svo prentað út, haft með sér í
kjörklefann og fyllt út kjörseðilinn
eftir því,“ segir hann.
Viðbúið er að kosningarnar taki
meiri tíma en venjulega enda kost-
irnir á kjörseðlinum mun fleiri en
venjulega. Ástráður segir ómögulegt
að segja hvort raðir muni myndast
en reynt verði að undirbúa kosning-
arnar eins vel og hægt er til að fram-
kvæmd þeirra verði sem best úr
garði gerð.
Pólitískt flókin kosning
Kosningarnar til stjórnlaga-
þings eru bæði flóknar fyrir kjós-
endur og út frá pólitísku sjónarmiði
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Hann segir persónukjör með slíkum
fjölda frambjóðenda og sæta ekki
eiga sér neina hliðstæðu í heiminum
svo hann viti til. Yfirleitt sé persónu-
kjör talið helst henta þar sem fjöldi
sæta og framboða sé takmarkaður.
„Sumir munu væntanlega mikla það
fyrir sér að skrifa niður númer fram-
bjóðenda heima hjá sér og svo aftur í
kjörklefanum, sérstaklega ef þeir
vilja velja tuttugu og fimm tölur,“
segir hann.
Gunnar Helgi segir enga von til
þess að kjósendur geti á málefna-
legan hátt gert upp á milli fimm
hundruð frambjóðenda. Því sé vel
mögulegt að fólk mæti og kjósi að-
eins einn eða tvo frambjóðendur eða
mæti alls ekki á kjörstað. Það þýði
hins vegar það að atkvæði þeirra
sem kjósa aðeins einn frambjóðanda
falli í raun dauð niður fái sá fram-
bjóðandi ríflega þann fjölda atkvæða
sem til þarf til að ná kjöri.
Fá atkvæði dugi til kjörs
Verulegar líkur eru á því að
töluverður fjöldi frambjóðenda verði
kjörinn á þingið með mjög fáum at-
kvæðum að sögn Gunnars Helga. Ef
atkvæði dreifist verulega á milli
þessa mikla fjölda frambjóðenda
bjóði kerfið upp á slíkt. „Maður
getur ímyndað sér að töluverð-
ur fjöldi kjósenda
kjósi sömu tíu fram-
bjóðendurna. Þá
gætu aðrir fram-
bjóðendur komist
inn á afar fáum at-
kvæðum. Þetta er
mjög óvenjulegt fyr-
irkomulag,“ segir
Gunnar Helgi.
Morgunblaðið/Kristinn
Kjörklefar Það er hætt við að kjósendur þurfi lengri tíma í kjörklefunum í
kosningum fyrir stjórnlagaþing en venjulega vegna fjölda kosta í boði.
Flóknar stjórnlaga-
þingskosningar
Kjósendur geta greitt tuttugu
og fimm frambjóðendum at-
kvæði sitt á kjörseðlinum í
kosningunum til stjórnlaga-
þings. Þá er best að fara vel
yfir seðilinn áður en honum er
skilað því að ef vallína er skil-
in eftir auð á seðlinum er að-
eins tekið tillit til útfyllingar
fram að auðu línunni. Hið
sama á við ef sama númer
frambjóðanda er skrifað oftar
en einu sinni á kjörseðilinn.
Þannig verður kjörseðillinn í
heild sinni ógildur ef fyrsta
vallínan er skilin eftir auð.
Ástráður Haraldsson, for-
maður landskjörstjórnar, seg-
ist ekki hafa miklar
áhyggjur af því að
þetta fyrirkomulag
vefjist fyrir fólki. Val-
línurnar séu allar í
röð og því ætti að
vera auðvelt að sjá
hvort einhver þeirra
sé auð.
Bil leiða til
ógildingar
MEINBUGIR Á KJÖRSEÐLUM