Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Umræður um for-
virkar rannsókn-
arheimildir lögreglu
hafa skotið upp koll-
inum af og til en
sjaldan fengið að
njóta sín í mál-
efnalegu umhverfi.
Með forvirkum rann-
sóknarheimildum er
átt við að lögreglu sé
heimilað að nota
ákveðin úrræði til rannsóknar á
málum áður en sannað er að brot
sé framið. Hugmyndin er að lög-
regla fái heimild til slíkra rann-
sókna samkvæmt ákvörðun dóm-
ara hverju sinni. Lögregla yrði því
að færa rök fyrir nauðsyn rann-
sóknarinnar.
Hugtakið forvirkar rannsókn-
arheimildir hefur ranglega fengið á
sig stimpil sem leyniþjónustubrölt
og umræðunni hefur fylgt sú hug-
mynd að einhvers
konar lögregluríki,
þar sem réttindi borg-
ara yrðu fótum troðin
af lögreglumönnum
myndist í kjölfarið.
Hér skal bent á
nokkra punkta sem
eru mikilvægir fyrir
umræðuna enda er
tímabært að færa um-
ræður um þessar
heimildir á annað stig
hér á landi.
Allar okkar helstu
nágrannaþjóðir eins og Svíar,
Finnar, Danir og Norðmenn hafa
veitt lögreglu forvirkar rannsókn-
arheimildir. Í þessum löndum telja
yfirvöld lögreglu, að þessar heim-
ildir hafi verið ómetanlegar í bar-
áttunni gegn m.a. skipulagðri
glæpastarfsemi jafnt innlendri sem
erlendri, mansali, fíkniefnainn-
flutningi og hryðjuverkaógn, svo
að hið helsta sé nefnt.
Flestir geta verið sammála um
að þessi ríki verði seint talin til
lögregluríkja, þvert á móti. Það er
hinsvegar, því miður, staðreynd að
erlend og innlend glæpasamtök
hafa fest rætur á Íslandi og að
skipulögð glæpastarfsemi er
stunduð hér.
Það er ekki markmið þessara
skrifa að ræða um þá ógn sem hef-
ur skapast á Íslandi af slíkri starf-
semi, en hún fer vaxandi, á því
leikur ekki mikill vafi. Forvirkar
rannsóknarheimildir væru öflugt
vopn til að sporna við þessum
ófögnuði, og það sem er eflaust
mikilvægara, að koma í veg fyrir
frekari aðkomu erlendra glæpa-
gengja að landinu.
Í umræðum um forvirkar rann-
sóknarheimildir er því stundum
fleygt, að með slíkum heimildum
geti lögregla njósnað um hvern og
einn með símhlerunum eða á ann-
an hátt. Þegar þetta er sagt er lit-
ið fram hjá þeirri staðreynd, að
lögregla verður að leita til dómara
til að fá rannsóknarheimildina.
Einnig er gert ráð fyrir eftirliti af
hálfu kjörinna fulltrúa í umboði Al-
þingis, annað hvort þingmanna
sjálfra eða manna, sem þeir kjósa
til slíks eftirlits. Hið stranga að-
haldskerfi utan um þennan þátt ör-
yggisgæslu ríkisins miðar að því
að veita þeim aðhald, sem á þess-
um vettvangi starfa.
Þegar um þessi mál er rætt má
minna á að lögreglan er og hefur
lengi verið sú stofnun sem almenn-
ingur ber hvað mest traust til á Ís-
landi. Heimild til forvirkra rann-
sókna myndi efla öryggis- og
löggæslu á Íslandi í baráttunni við
skipulögð glæpasamtök og gegn al-
mennri glæpastarfsemi. Það er
orðið löngu tímabært að ræða mál-
efnalega um þetta mikilvæga við-
fangsefni. Grípi íslensk yfirvöld
ekki til sambærilegra ráðstafana
og gerðar eru í öðrum löndum
gæti Ísland orðið griðastaður fyrir
þá sem svífast einskis gegn sam-
borgurum sínum hvar um heim
sem er.
Lögreglan á Íslandi er því í
þessum skilning með aðra hönd
bundna og má færa rök fyrir því
að ekki liggi fyrir nægilega góð
ástæða fyrir slíkri heftingu. Mat
Ríkislögreglustjóra á skipulagðri
glæpastarfsemi og hættu á hryðju-
verkum á Íslandi frá árinu 2009 er
eitt af mörgum skjölum sem benda
á þær heftingar sem íslenska lög-
reglan stendur frammi fyrir. En
þar kemur m.a. fram að þar sem
lögreglan á Íslandi býr ekki yfir
forvirkum rannsóknarheimildum
þá séu „…möguleikar lögreglunnar
á Íslandi til þess að fyrirbyggja
hryðjuverk ekki þeir sömu og á
hinum Norðurlöndunum. Þessu
fylgir einnig að lögreglan hérlendis
hefur mun takmarkaðri upplýs-
ingar um mögulega ógn eða hættu-
lega einstaklinga.“
Forvirkar rannsóknar-
heimildir – tímabær umræða
Eftir Tryggva
Hjaltason » Lögreglan á Íslandi
er með aðra höndina
bundna þegar kemur
að því að berjast gegn
skipulagðri glæpa-
starfsemi.
Tryggvi Hjaltason
Höfundur er öryggis- og
varnarmálafræðingur.
Nú á dögunum
kynnti fjármálaráð-
herra umdeilt frum-
varp til fjárlaga fyrir
árið 2011. Í framhaldi
af kynningu frum-
varpsins hafa fjöl-
margir lýst yfir undr-
un sinni á
forgangsröðuninni í
niðurskurðinum. Þar
má helst nefna orð
Ásbjörns Óttarssonar þingmanns.
Þá spurði Ásbjörn einfaldlega af
hverju við værum að styrkja listir
og bætti við að listamenn ættu ein-
faldlega að fá sér vinnu. Ásbjörn
hafði ekki fyrr sleppt orðinu en nær
allir listamenn landsins fóru að
réttlæta störf sín í fjölmiðlum og
fóru sumir þeirra meðal annars að
skipuleggja listaverkfall. Það er
hins vegar mín skoðun að Ásbjörn
hafi bent á forvitnilega punkta, en
klúðraði röksemdafærslu sinni með
því að gera lítið úr starfi lista-
manna. Því flestir, ef ekki allir,
skilja vel mikilvægi listamanna og
lista fyrir þjóðfélög. Stutt yfirlit yf-
ir mannkynssöguna sýnir og sannar
aftur og aftur mikilvægi þess. Því
ég tel landsmenn að mestum hluta
sammála því að halda hér uppi líf-
legu listalífi.
En þá kemur stóra spurningin,
hversu mikið erum við tilbúin að
greiða fyrir listina? Það er eflaust
persónubundið, en til þess að taka
upplýsta afstöðu er ágætt að byrja
á því að átta okkur á því hversu
mikið stefnir í að við munum greiða
fyrir hana. Því skulum við skoða
frumvarp til fjárlaga 2011 og taka
saman lauslega þær upphæðir sem
augljóslega fara beint eða óbeint í
listastarfsemi af einhverjum toga.
Fyrir það fyrsta, þá greiðum við
samtals 2.821.700.000 kr. til að
halda uppi Sinfóníuhljómsveitinni,
Þjóðleikhúsinu, Listaháskólanum,
Kvikmyndamiðstöð Íslands, Lista-
safni Íslands, Kvikmyndasafni Ís-
lands, Íslenska dansflokknum og
Listasafni Einars Jónssonar.
Við þetta bætast svo 795.800.000
kr. sem fara í ýmis framlög til lista
og 266.900.000 kr. sem fara í ýmis
framlög til safna og í Safnasjóð.
Jafnframt væri hægt að nefna
424.400.000 kr. sem fara í byggingu
á tónlistarhúsinu Hörpu og ekki má
gleyma 408.800.000 kr. sem fara í
launasjóð listamanna.
Samtals gerir þessi
stutta upptalning mín
4.717.600.000 kr. eða
um 4,7 milljarða. Sem
er forvitnilegt, þar sem
heildarniðurskurð-
urinn í heilbrigðis-
málum í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir árið
2011 er 4.761.600.000
kr. eða 4,7 milljarðar.
Það væri barnalegt
af mér að halda því
fram að hægt væri með einu penna-
striki að loka á allar greiðslur til
lista. Fyrir það fyrsta þá væri það
ósiðlegt og ólöglegt, m.a. á grund-
velli þess að inni í þessum upp-
hæðum er starfsfólk sem á rétt á
uppsagnarfresti. Jafnframt væri
hægt að benda á að við þessa aðför
gegn listum myndi mikill peningur
fara í framkvæmd þess, útgreiðslu
atvinnuleysisbóta og jafnframt
væri óklárað tónlistarhús að molast
niður við Reykjavíkurhöfn. Að lok-
um má auðvitað deila um hvort
616.000.000 kr. sem fara í Listahá-
skólann séu raunverulega framlag
til lista. En sú staðreynd að þessi
fyrrgreindu framlög eru jafnhá nið-
urskurðinum í heilbrigðisgeiranum,
fær mig til að velta fyrir mér fjöl-
mörgum spurningum.
Ég velti því fyrir mér hversu
mikið af framlagi til lista fer annað
en til höfuðborgarsvæðisins.
Hversu mikið af niðurskurðinum í
heilbrigðismálum fer annað en á
landsbyggðina? Af tvennu slæmu,
hvort myndi fólk kjósa heilbrigð-
isþjónustu án frekari niðurskurðar
eða líflegt listalíf? Myndi hér ekki
viðhaldast líflegt listalíf án fram-
lags ríkissjóðs til lista? Væri raun-
hæft að skera fyrrnefnd framlög til
lista um helming og takmarka nið-
urskurðinn í heilbrigðismálum um
helming?
Hvað kostar hið
líflega listalíf?
Eftir Arnþór
Gíslason
Arnþór Gíslason
» Í þessari grein fjalla
ég lauslega um
heildarframlag rík-
issjóðs til lista og ber
það saman við nið-
urskurðinn innan heil-
brigðiskerfisins.
Höfundur er nemi og á sæti
í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Skuldaþrælkun í
boði stjórnvalda, sem
blessuð er af ASÍ,
blasir nú við þús-
undum heimila.
Hvergi í veröldinni
greiða hlutfallslega
fleiri í verkalýðsfélög
en á Íslandi en þau
velta yfir 10 millj-
örðum á ári hverju.
Frá hruni hefur sam-
einuð hreyfingin ekki haldið einn
samstöðu- eða mótmælafund utan
hina árlegu 1. maí-göngu. Þrátt
fyrir mestu hamfarir launafólks er
þögnin orðin aðalsmerki þeirra sem
verja almúgann fyrir auðvaldinu og
þiggja forstjóralaun fyrir.
Í verkalýðshreyfingunni er að-
allega notast við bananalýðræði
sem virkar þannig að félagsmenn
geta ekki kosið sér forystu beinni
kosningu. Stjórnir félaganna hand-
velja sérstök trúnaðarráð sem aft-
ur kjósa stjórnirnar. Þetta er eins
og ef ríkisstjórnin skipaði Alþingi
og Alþingi kysi svo ríkisstjórn. Því
er ekki að undra að forystusauðir
og stjórnarmenn verkalýðsins skuli
sitja áratugum saman í sömu stól-
unum. Það er líklega auðveldara að
komast til metorða í Norður-Kóreu
en innan verkalýðshreyfingarinnar
nema þú sért með réttar skoðanir.
Í stað þess að brýna vopnin með
samstöðu launafólks er ASÍ búið að
afvopna hreyfinguna með aðgerða-
leysi og yfirlýsingum á borð við
„lítið sem ekkert svigrúm“, „hvar á
að fá peninga“, „halda fengnum
hlut“, „koma í veg fyrir frekari
kaupmáttarrýrnun“ og einhverju
sem þeir kalla
„ábyrgar kröfur“.
Þetta sýnir best upp-
gjöfina og vonleysið.
Eini hávaðinn frá
hreyfingunni eru
öskrin í kóngunum ef
einhver dirfist að
gagnrýna þá. Neyð-
arópin frá Akranesi
og Húsavík eru af-
greidd með sama
hætti.
Í Frakklandi spyr
verkalýðshreyfingin
ekki hvernig eða hvar á að fá pen-
inga. Það er hlutverk stjórnvalda
að leysa það. Þegar til stóð að
hækka eftirlaunaaldur í Frakk-
landi um tvö ár var hraðbrautum
lokað og verkalýðshreyfingin boð-
aði til fjöldamótmæla. Við komum
með kröfurnar, það er annarra að
finna lausnir og framkvæma.
Ég skrifaði grein þar sem ég líki
aðilum vinnumarkaðarins við ríki í
ríki. Með alla sína sjóði berjast
þeir fyrir stærri sneið af köku
launafólks með stofnun endalausra
sjóða í formi launatengdra gjalda í
bland við að verja hásæti sín fyrir
frekum lýðnum. Er eðlilegt að
þegar ríkisstjórnin kallaði til hags-
munaaðila, vegna leiðréttingar á
skuldum heimilanna, voru aðilar
vinnumarkaðarins hinum megin
við borðið að verja lífeyrissjóðina
sem blésu hæst í eignabólum út-
rásarinnar og sprungu svo eft-
irminnilega? Hlutverk þeirra nú er
að verja bólurnar sem eftir eru
inni í kerfinu og passa að þær
springi ekki fyrr en kemur að
skuldadögum við framtíðarlífeyr-
isþega en þá verða núverandi
stjórnendur á bak og burt. Aðilar
vinnumarkaðarins dæla svo ið-
gjöldum sjóðfélaga og illa fengnum
verðbótum fasteignalána í áhættu-
fjárfestingasjóði til höfuðs vel
reknum fyrirtækjum.
Af hverju skattpínir rík-
isstjórnin ekki fjármálafyrirtækin
með ábyrgum hætti um minnst 60-
80% af framtíðarhagnaði til að
standa undir leiðréttingum hús-
næðislána? Það er alveg ljóst að
fjármálakerfið ber höfuðábyrgð.
Af hverju eru ekki sett neyð-
arlög sem gera ríkinu mögulegt að
ná til baka megninu af því fjár-
magni sem útrásaraularnir hirtu
úr gjaldþrota einkahlutafélögum,
sem við borgum nú skuldirnar af?
Tala nú ekki um eignir fyrrverandi
ráðherra sem fóru úr ráðherradóm
í ríkidóm á kostnað skattgreiðenda.
Það er hægt að senda mann til
tunglsins en það er ekki hægt að
skattleggja séreignasparnað. Ekk-
ert má gera, þetta er ólöglegt, við
erum skaðabótaskyld, hendur okk-
ar eru bundnar, lögin banna okkur
þetta og hitt o.s.frv.
Hingað til hefur ríkið sett alls
kyns lög til að verja sérhags-
munahópa en þegar kemur að okk-
ur sem raunverulega framleiðum
og byggjum þetta land vandast
málið. Það er ótrúlegt að horfa upp
á sjúklega samtryggingu valda í
þessu litla samfélagi.
Við getum sett lög um allt og
ekkert. Við gætum sett lög á hurð-
arhúna, sett vörugjöld á gula liti,
sem er gáfulegra en flest það sem
núverandi stjórnvöld hafa lagt til í
niðurskurðarmálum.
Við getum borað göng undir
Hvalfjörð, reist risatónlistarhöll út
í sjó, búið til peninga úr þunnu lofti
á kostnað allra þeirra sem fyrir
eru, lánað vildarvinum ígildi 1.000
ævistarfa sem aldrei verða greidd
til baka án eftirmála, horft framhjá
fyrrverandi stjórnendum landsins
skammta sér ríkiseigur án at-
hugasemda, en við getum ekki lyft
litla fingri fyrir heimilin.
Það sem heimilin þurfa er vilji.
Vilji í formi pennastrika og orða-
lagsbreytinga í lagafrumskógi auð-
valdsins. Það er ekki verið að færa
til fjöll, það þarf engar stórvirkar
vinnuvélar, það þarf ekkert innflutt
stál frá Kína, þetta snýst um að
breyta orðalagi og forsendum sem
skrifaðar verða með bleki á A4-
blað.
Forsendubresturinn er mann-
anna verk. Það þarf vilja til að
breyta honum og ekkert annað.
Þrælahald á Íslandi
er orðið staðreynd
Eftir Ragnar Þór
Ingólfsson » Það er hægt að
senda mann til
tunglsins en það er ekki
hægt að skattleggja
séreignasparnað.
Ömurlegt að horfa upp
á samtryggingu valda
í þessu samfélagi.
Ragnar Þór Ingólfsson
Höfundur er sölustjóri og er
stjórnarmaður í VR.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050