Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
✝ Sigurður Bárð-arson fæddist í
Höfða í Mývatnssveit
10. nóvember 1925.
Hann lést á heimili
sínu 12. október 2010.
Foreldrar hans
voru Bárður Sigurðs-
son, f. 28. maí 1872, d.
21. febrúar 1937, og
Sigurbjörg Sigfús-
dóttir, f. 19. febrúar
1892, d. 3. júní 1964.
Systkini hans voru sjö,
elst var Sigrún, f.
1916, d. 2001, Halldór,
f. 1917, d. 1993, Karl Kristján, f.
1920, d. 1998, Stefán Aðalgeir, f.
1923, d. 1974, Sveinbjörn, f. 1928, d.
2005, Gyða, f. 1930, d. 2008, og Sig-
fús Þór, f. 1932, d. 1983.
Þann 31. des. 1949 kvæntist Sig-
urður eftirlifandi eiginkonu sinni
Mörtu Kristínu Stefánsdóttur, f. 28.
október 1929, og eignuðust þau
þrjár dætur: Björgu, f. 6. ágúst
1950, Sigrúnu, f. 10. ágúst 1955, og
Rebekku, f. 8. júlí 1966. Björg er gift
Lars Wessing og eru þau búsett í
Svíþjóð.
Börn Bjargar af fyrra hjónabandi
ur Mörtu eru: Ásdís Berglind Elena
og Kristell Guðbjörg Lorena, faðir
þeirra er Javier Enrique Olguin Se-
pulveda.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Sig-
urður og Marta á Akureyri, þar sem
hann starfaði á járnsmíðaverkstæði.
Þaðan fluttu þau árið 1953 með
dótturina Björgu í Skútustaði til
foreldra Mörtu. Árið 1958 fluttu þau
með dætrum sínum Björgu og Sig-
rúnu að Heiði í Mývatnssveit, þar
sem þau eignuðust yngstu dótturina
Rebekku. Þar bjuggu þau og stund-
uðu búskap til ársins 1975 ásamt
foreldrum Mörtu og Stefáni bróður
Sigurðar. Þaðan fluttu þau og
bjuggu í Reykjahlíðarþorpi þar sem
Sigurður starfaði fyrir hreppinn,
sem umsjónarmaður hitaveitu o.fl.
Árið 1985 fluttu þau til Reykjavíkur
ásamt Rebekku. Þau keyptu íbúð í
Krummahólum 8 þar sem heimili
þeirra er í dag. Í Reykjavík starfaði
Sigurður um tíma í trésmiðjunni
Víði, þá í trésmiðjunni Viðju og síð-
ast á lager í Hagkaup í Skeifunni.
Einnig starfaði hann um árabil sem
húsvörður í Krummahólum 8. Sjö-
tugur að aldri fór hann á eftirlaun
og heima dundaði hann sér um tíma
við að smíða ýmsa smáhluti úr tré.
Útför Sigurðar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 21. október 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.
eru: a) Ómar Ari,
kvæntur Önnu Magn-
eu og eiga þau fjögur
börn, Eygló, Guðna
Má, Elmar Darra og
Arnar Frosta. b) Birg-
itta Valgerður, gift
Justin Swed er búsett
í Ástralíu og eiga þau
dótturina Linnéu
Öskju. c) Mónika
Berglind, gift Andr-
eas Henrikson, búsett
í Svíþjóð og eiga þau
börnin Símon Alex-
ander Elías, Sögu
Silju Emilíu og Freju Feliciu Perlu.
d) Daníel Heiðar og unnusta hans
Ann-Sofie Åkesson eru búsett í Sví-
þjóð og eiga þau dótturina Novu
Cristinu Björgu.
Sigrún er gift Vigni Ólafssyni og
eru þau búsett í Reykjavík. Börn
Sigrúnar eru: a) Berglind Ósk Guð-
mundsdóttir og b) Sigurður Ingi
Árnason, kvæntur Kolbrúnu Braga-
dóttur og eiga þau soninn Frey.
Rebekka er gift Jósef Smára Ás-
mundssyni, þau eru búsett í Noregi.
Börn þeirra eru: a) Heimir Smári, b)
Þórhallur og c) Marta Kristín. Dæt-
Elsku pabbi minn. Einhvern veg-
inn finnst mér svo óraunverulegt að
þú sért farinn, ég hef alltaf sagt að
það séu forréttindi að ég 55 ára eigi
foreldra á lífi, pabbi og mamma eigi
að vera eilíf en þannig er það víst
ekki. Ég hef alltaf sagt að við syst-
urnar höfum fengið besta og ástrík-
asta uppeldi sem hægt er að hugsa
sér. Þegar ég hugsa til baka koma
yndislegar minningar upp sem maður
getur yljað sér við. Fyrstu minning-
arnar eru auðvitað frá æskustöðvun-
um á Heiði. Það var svo órjúfanlegur
þáttur í lífi mínu að vakna með þér á
morgnana yfir veturinn, að borða
saman morgunmatinn áður en við fór-
um í fjárhúsin, og þá kemur fyrst upp
í hugann hveitibrauð með rúllupylsu
og sætt Melroses-te, ég finn bragðið
ennþá við tilhugsunina. Síðan var
stormað út í fjárhús, ég man litlu
hveitipokana mína sem ég hafði fyrir
heypoka og litla vatnsberann sem þú
smíðaðir handa mér svo ég gæti borið
vatnsföturnar. Það var svo gaman að
fá að stússa í þessu öllu með þér, elsk-
an mín, og ég var svo montin þegar þú
vafðir mig inn í sængina þar sem ég
var lasin og hélst á mér í fanginu út í
fjárhús til að bera kennsl á eina roll-
una af því að ég þekkti þær allar með
nafni, þetta var mikill heiður fyrir lít-
ið kríli. Þú kenndir mér að keyra bíl,
þú kenndir mér svo margt sem ég bý
að alla ævi.
Alltaf hef ég eins og allir aðrir
dáðst að ykkur mömmu, hjónaband
ykkar var einstakt, samvinnan ein-
stök, gagnkvæm ást og virðing, enda
búin að vera gift í 61 ár, það segir allt
sem segja þarf. Gaman var að fylgjast
með ykkur, þið gerðuð allt saman,
fóruð allt saman og bara eins og með
jólabaksturinn, mamma breiddi út og
þú passaðir ofninn, alltaf samvinnan í
fyrirrúmi. Unun var að horfa á ykkur
dansa, öll böllin í Skjólbrekku þar
sem þið störtuðuð alltaf böllunum og
enduðuð þau yfirleitt líka, allt svo fal-
legar minningar.
Elsku pabbi, missir okkar er sár en
sárastur er hann fyrir mömmu sem
þú elskaðir svo heitt og hún þig, en
hún er svo dugleg og sterk að það er
aðdáunarvert enda kletturinn okkar,
en ég lofa þér að ég skal passa hana
vel og halda utan um hana fyrir þig og
það mun öll fjölskyldan gera. Ég veit
að það hefur verið tekið vel á móti
þér, elsku pabbi minn, og ég veit að
þér líður vel umvafinn öllum englun-
um okkar.
Elsku mamma mín, missir þinn er
mikill og auðvitað okkar allra, og bið
ég góðan guð að gefa okkur styrk, við
höldum utan um þig og pössum þig
fyrir pabba þangað til að þið hittist
næst.
Þá kveð ég þig að sinni, elsku hjart-
ans pabbi minn, takk fyrir öll árin og
alla ástina sem þú gafst mér og fjöl-
skyldunni minni, við erum ótrúlega
rík að hafa fengið að eiga þig og elska
öll þessi ár. Guð geymi þig, ég elska
þig að eilífu.
Þín dóttir,
Sigrún (Didda).
Elsku besti pabbi minn. Ég trúi
ekki að þessi stund sé runnin upp, þú
ert sofnaður í hinsta sinn.
Þegar ég kvaddi þig og faðmaði í
síðasta sinn í fyrra, þegar við fluttum
út til Noregs, varstu svo sterkur, en
ég fann að þú varst viss um að við
myndum ekki hittast aftur. Ég hef
alltaf neitað að trúa því, en nú er það
orðin staðreynd.
Fyrsta æskuminningin mín tengist
þér. Þegar ég var um tveggja ára vor-
um við að bíða eftir kvöldmatnum og
við skriðum á fjórum fótum á gang-
inum fyrir framan eldhúsdyrnar á
Heiði geltandi, vorum að smala.
Svo tínast til minningar um fjár-
húsferðirnar, þegar þú leiddir mig
þennan spöl og ég hélt í eyrun á
Gimbli mínum og lét hann labba með
okkur. Hrósið sem ég fékk frá þér
þegar ég gat lesið orðið SÍS af fóður-
blöndupoka, þegar ég fékk að sitja
með þér á litlu grænu dráttarvélinni,
þegar ég fór með ykkur mömmu á
söngæfingarnar úti í skóla og lærði að
meta öll þessi gömlu lög og sálma sem
þið sunguð.
Mörgum klukkutímum eyddi ég
niðri í smíðahúsi á kvöldin, sitjandi
uppi í gluggakistu, með fæturna á
smíðabekknum og horfði á þig dunda
við að búa til svo marga fallega hluti.
Ég hef alltaf verið litla dekurdúkk-
an ykkar mömmu, þar sem ég er
langyngst, var vafin inn í bómull alla
mína barnæsku, elskuð og vernduð.
Þar sem ég svaf á milli ykkar
fyrstu árin mín, naut ég þess að þú
hafðir gaman af að segja mér sögur,
þótt mig gruni að þú hafir verið orð-
inn ansi þreyttur á Geitunum þremur
og Kiðlingunum sjö, sem voru uppá-
haldssögurnar mínar. Yndislegar
minningar um útilegurnar með ykkur
mömmu, í Vaglaskógi og Atlavík,
dásamlegu árin 14 sem við áttum Blá-
hvamm með ykkur mömmu.
Elsku besti pabbi minn. Þú og
elsku mamma eruð bestu foreldrar
sem ég hefði getað fengið. Þið hafið
alltaf verið stoð mín og stytta, örygg-
isnetið mitt, verndarar og óendanleg-
ur fjársjóður ástar og umhyggju. Ég
á ekki nógu stór orð um það hvað ég
er þakklát fyrir ykkur. Núna langar
mig bara að ná í elsku litlu mömmu
mína og taka hana með mér hingað í
sælureitinn okkar, annast hana allt til
enda. Þið voruð sem ein manneskja
og nú hefur hún misst klettinn sinn,
ég finn alveg óendanlega mikið til
með henni.
Gott er samt að vita að þú fékkst að
sofna heima, það vildir þú allra helst,
hjá ástinni þinni og lífsförunaut.
Þakka þér af öllu hjarta, elsku
pabbi minn, fyrir allt sem þú hefur
verið mér og sem þú hefur gert fyrir
mig og litlu fjölskylduna mína. Ég
elska ykkur endalaust. Elsku besta
mamma mín. Guð gefi þér styrk og
frið, núna þegar þú hefur misst svo
mikið.
Ég vildi að ég væri hjá þér svo ég
gæti faðmað þig og grátið með þér, þú
ert besta mamma í heimi. Ég er fegin
að vita að elsku besta Didda okkar,
stoð ykkar og stytta, er hjá þér,
ásamt elsku litlu Mörtu minni, ást-
arenglunum hennar ömmu Bekku,
Ásdísi og Kristell og öllum öðrum
sem elska ykkur svo mikið. Guð gefi
ykkur öllum styrk og frið.
Innileg kveðja frá Jobba, Heimi og
Þórhalli.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn, og
vertu kært kvaddur.
Þín
Rebekka.
Elsku afi.
Það er gríðarlega mikil sorg sem
ég upplifi nú við fráfall þitt því þú
varst svo yndislegur afi. Ég á ofboðs-
lega erfitt með að taka því að þú sért
fallinn frá og mig langar svo að fá að
knúsa þig einu sinni enn.
Þegar ég missti pabba 2001 fannst
Sigurður Bárðarson
✝
Ástkær systir okkar,
AGNES GUÐFINNA STEINADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi sunnudaginn
17. október.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 27. október kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sam-
band íslenskra kristniboðsfélaga, Háaleitisbraut
68, Reykjavík, s. 533 4900.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunarheimili
DAS, Boðaþingi, fyrir kærleiksríka umönnun.
Petrína Steinadóttir, Helgi V. Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Móðir okkar,
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
frá Galtará,
í Gufudalssveit,
andaðist á Hrafnistu laugardaginn 16. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elías Guðmundsson,
Bryndís Guðmundsdóttir.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður og fjölskyldufaðir,
GRÉTAR HALLDÓRSSON,
Kirkjuvegi 23,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn
18. október.
Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Margrét Sigurgeirsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNHEIÐUR SVANLAUGSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
20. október.
Þórarinn Sveinsson, Hildur Bernhöft,
Svanlaugur Sveinsson, Freyja Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÁSTA JOHANNSSON,
Worcester, Massachusetts,
Bandaríkjunum,
lést föstudaginn 15. október.
Minningarathöfn fer fram í Bandaríkjunum laugar-
daginn 30. október.
Gudrun Johannsson Paulino,
Maria og George C. Rush.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
LÁRUS HVAMMDAL FINNBOGASON,
Ársölum 1,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans Landakoti fimmtu-
daginn 14. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
22. október kl. 13.00.
Úlla Marteinsdóttir,
Finnbogi Hvammdal Lárusson, Íris Guðlaugsdóttir,
Kristrún Dahl, John Dahl,
Elva María Neraasen,
Ágústa Lárusdóttir, Kjell Paulsen,
Margrét Lárusdóttir, Jóhann Halldórsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RANNVEIG KRISTJANA ÞORVARÐARDÓTTIR,
áður til heimilis að,
Vallarbraut 2,
Njarðvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, sunnu-
daginn 17. október.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudag-
inn 25. október kl. 13.00.
Ragnar Hauksson, Eygló Alexandersdóttir,
Sigríður Hauksdóttir,
Pálína Hauksdóttir, Grétar Ævarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.