Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 25
mér ég ekki geta haldið áfram lífinu
vegna sorgar og vonaðist eftir að ég
myndi ekki þurfa að upplifa sorgina
aftur, en lífið spyr víst ekki að því og
hefur sinn gang. Ég er svo þakklát að
geta yljað mér við fallegar og góðar
minningar sem ég á um þig.
Það var alltaf yndislegt að koma til
ykkar í Krummahólana og mun það
vera yndislegt áfram að heimsækja
ömmu þó að ákveðið tómarúm fylgi
heimsóknunum núna. Það er tómlegt
að enginn situr í afastól þegar maður
kemur í dag. Ég heiti þér því að við
munum hugsa vel um ömmuna okkar
sem þú varst giftur í rúmlega 60 ár.
Ég veit að þú verður hér með okkur í
anda og ert hér í kringum okkur og
passar vel upp á okkur öll. Ég vil
þakka þér fyrir að deila svo mörgum
skemmtilegum og fallegum sögum
með mér ásamt því að sýna mér hluta
af gömlu myndaalbúmunum ykkar.
Við áttum enn eftir að fara saman yfir
nokkur myndaalbúm en nú mun ég
klára það verkefni með ömmu. Ég
hafði mikið dálæti á því að hlusta á
sögur frá því að þið bjugguð á Heiði í
Mývatnssveit og sjá hvar þið höfðuð
verið með bú og hvar mamma ólst
upp. Ég elska Mývatnssveitina og
finnst yndislegt að koma þangað því
þar er svo fallegt. Þegar ég kem
þangað keyri ég upp að Heiði og
skoða þar í kring.
Það er fullt af góðu fólki sem hefur
tekið á móti þér með opnum örmum
þegar þú fórst yfir móðuna miklu. Við
munum halda vel utan um ömmu
hérna megin. Öll systkini þín, foreldr-
ar þínir og m.a. pabbi minn hugsa vel
um þig hinum megin. Viljið þið pabbi
knúsa hvor annan fyrir mig, sakna
ykkar beggja ólýsanlega.
Elsku amma og aðrir ástvinir, guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Elsku afi, takk fyrir að hafa verið
til, takk fyrir að gefa mér tíma með
þér, takk fyrir allt.
Þín afadóttir,
Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Elsku afi.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum. Ég þakka þér fyrir
allar þær stundir sem við áttum sam-
an. Ég á svo mikið af ljúfum minn-
ingum um þig sem ég mun varðveita
alla ævi. Margar af mínum fyrstu
minningum eru frá því þegar ég var
lítill polli fyrir norðan hjá þér og
ömmu. Ég hugsa einnig oft til þeirra
stunda þegar ég, þú og Snævar pabbi
vorum að spila snóker í stofunni í
Hrafnhólunum. Þú varst algjör sér-
fræðingur í að reikna út skotin á litla
skakka snókerborðinu mínu. Ótelj-
andi minningar á ég um þig frá því að
við vorum uppi í dal á sumrin þegar
ég var yngri. Eins langt og ég man
aftur hef ég komið með fjölskyldunni í
heimsókn til ykkar ömmu á aðfanga-
dagskvöld og var það alltaf ómissandi
hluti af jólahátíðinni. Allar þessar
minningar og margar fleiri ylja mér
um hjartarætur. Ég er svo þakklátur
fyrir að Freyr hafi fengið að hitta þig
nokkrum sinnum. Ég veit að hann á
ekki eftir að muna eftir þessum
stundum en ég mun svo sannarlega
segja honum sögur af þér, segja hon-
um hvað þú varst góður maður. Ég
mun aldrei gleyma þér. Nú kveð ég
þig og þakka þér fyrir þann heiður að
hafa átt þig fyrir afa. Ég bið Guð að
geyma þig.
Sigurður Ingi Árnason.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að
hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel-
ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug, lyft-
ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Ég var svo heppinn að búa hjá þér
og ömmu í 3 ár á meðan ég var að
læra og kynntist ég þér enn betur á
þeim tíma. Ég á fullt af góðum minn-
ingum frá því að þið bjugguð í Hellu-
hrauninu í Mývatnssveit og síðar í
Krummahólum.
Þú varst góður karl, afi, og á ég eft-
ir að sakna þess að hafa þig ekki.
Handlaginn varstu hvort sem það
var við smíðar eða annað sem þú tókst
þér fyrir hendur.
Takk fyrir samfylgdina, afi minn.
Þinn
Ari.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Elsku langafi, mikið eigum við eftir
að sakna þín. Við komum svo oft við
hjá þér og langömmu þegar við vor-
um að hjóla heim af leikskólanum eða
bara í göngutúr um hverfið þar sem
þið amma búið bara rétt hjá okkur.
Við fengum þau forréttindi að eiga
þig að svona lengi og geta komið í
Krummahólana þegar við vildum og
alltaf var eitthvað gott til handa
litlum afakrílum þar sem þú og amma
voruð svo dugleg að baka.
Það var skrítið að koma til lang-
ömmu um daginn og enginn afi í
stólnum sínum, við munum passa
langömmu rosalega vel fyrir þig, en
veistu afi að hún er búin að vera rosa-
lega sterk og dugleg.
Við vitum að þú fylgist vel með
okkur og við söknum þín mikið.
Guð veri með þér elsku langafi,
Þín langafabörn,
Eygló, Guðni Már, Elmar
Darri og Arnar Frosti
Ómarsbörn.
Elsku Siggi, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem ég hef átt með þér
sem eru ekki fáar, við Ari búum svo
stutt frá ykkur svo ég kom oft við
þegar ég var í hjóla- eða göngutúr
með krakkana. Alltaf jafn yndislegt
að koma til ykkar og fá sér kaffisopa á
heimleið.
Í sumar áttum við góða kvöldstund
saman við að mála múrsteinsvegginn
í stofunni og er það dýrmæt minning
núna, ég man að klukkan var að
ganga 12 á miðnætti og ég spurði
hvort ég væri að halda fyrir þér vöku
með að klára og þú hélst nú ekki, það
væri ekki eins og þú þyrftir að vakna
snemma daginn eftir, he, he, he.
Þú hefðir orðið 85 ára núna í nóv-
ember og verður skrítið að hringja
ekki í þig, þú varst vanur að segja við
mig að þú værir ekki frá því að það
hefði tognað úr þér við að verða ári
eldri. Þú varst handlaginn maður og
með græna fingur sem rósirnar í
garðinum hjá ykkur bera merki um,
mjög fallegar rósir sem springa út ár
hvert. Þið hjónin bjugguð ykkur fal-
legt og hlýtt heimili í Krummahólum
og gerðuð þið allt í sameiningu.
Þú varst yndislegur maður og ég
hef oft sagt við Ara að ég voni að hann
verði svona fallegur eins og þú þegar
hann verður gamall.
Elsku afi, eins og ég kallaði þig,
takk fyrir góðar stundir og megi engl-
arnir passa þig, ég mun hugsa vel um
Mörtu mína þó svo ég viti að þú sért
hjá henni.
Elsku Baddý, Didda, Rebekka og
fjölskylda, guð gefi okkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Loks er dagsins önn á enda
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Ég skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin fall heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk)
Þín
Anna.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
✝ Margrét Jó-hannsdóttir
fæddist 23. maí 1927
á Þrasastöðum í
Stíflu, Skagafirði.
Hún lést 30. sept-
ember sl.
Foreldrar Mar-
grétar voru Jóhann
Guðmundsson bóndi
á Þrasastöðum f. 29.
maí 1898, d. 13. júlí
1983 og Sigríður
Gísladóttir húsmóðir
f. 8. júlí 1896, d. 4.
desember 1977.
Systkini Margrétar eru 1) Gyða f.
19. sept. 1923, 2) Ástrún f. 2. apríl
1925, 3) Gísli f. 5. ágúst 1929 d. 24.
júlí 1964, 4) Einar f. 5. júlí 1939, d.
7. apríl 1974.
Árið 1935 flutti hún með for-
eldrum sínum til Siglufjarðar. Hún
gekk í barnaskóla á Siglufirði og
lauk Gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskólanum á Siglufirði. Árin
1946-1947 dvaldi hún í Svíþjóð við
vinnu og stundaði síðan nám við
hússtjórnarskóla. Margrét starfaði
við skrifstofustörf hjá Síldarverk-
smiðjum ríksins á Siglufirði og hjá
Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga um skeið. Einnig stundaði
hún nám við Hjúkrunarkvennaskóla
Íslands 1954-1956.
Margrét giftist Jóni Finn-
bogasyni Arndal 14. apríl 1956, d.
30. janúar 1999. Synir þeirra eru 1)
Hlynur Jónsson Arndal
hagfræðingur, f. 20.
janúar 1957, kvæntur
Auði Eyjólfsdóttur
tannlækni, börn þeirra
eru Karen Lísa f. 5.
nóvember 1993 og
Jóna Margrét f. 21.
desember 1999.
2) Ívar Jónsson Arn-
dal verkfræðingur f.
28.maí 1959, kvæntur
Elínu Helgu Káradótt-
ur sjúkraþjálfara f. 8.
nóvember 1960. Börn
þeirra eru Margrét
Helga f. 28. desember 1992 og Jó-
hann Kári f. 8. janúar 1995.
Margrét og Jón bjuggu fyrst í
Reykjavík, síðan Kópavogi en fluttu
svo til Siglufjarðar þar sem þau
bjuggu til 1966 þar til þau fluttu til
Hafnarfjarðar þar sem þau ráku í
sameiningu umboðsskrifstofu
Brunabótafélags Íslands um langt
skeið. Eftir að Vátryggingafélag Ís-
lands hf. tók við rekstri Hafn-
arfjarðarumboðsins hætti Margrét
störfum en Jón hélt áfram að starfa
hjá Vátryggingafélagi Íslands.
Árið 1969 fluttu þau að Þrúð-
vangi 8, Hafnarfirði og bjuggu þar í
26 ár þar til þau fluttu að Naust-
hlein 3, Garðabæ þar sem Margrét
bjó eftir andlát Jóns 1999.
Útför Margrétar Jóhannsdóttur
hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Margrét var yngst af okkur þremur
systrum. Bræður okkar sem voru
yngri: Gísli Benedikt, fyrrverandi
skrifstofustjóri hjá Síldarútvegs-
nefnd, lést af slysförum 35 ára að aldri
og Einar vélstjóri, sem starfaði lengst
af hjá Hafskip, fékk heilablóðfall sem
varð hans banamein. Hann var þá 35
ára, ókvæntur og barnlaus. Margrét
fékk sinn skammt af mótlæti á sínum
yngri árum, en lífsbaráttan er sjaldan
án þyrna.
Margrét giftist Jóni F. Arndal 1956.
Hann var með farmannapróf frá
Stýrimannaskóla Íslands og stundaði
sjómennsku í nokkur ár. Síðar varð
hann umboðsmaður Brunabótafélags
Íslands í Hafnarfirði og í framhaldi af
því svæðisstjóri Vátryggingafélags Ís-
lands í Hafnarfirði. Hann lést 1999 eft-
ir erfið veikindi. Synirnir tveir Hlynur
og Ívar eru vel giftir, eiga glæsileg
heimili og efnileg börn. Mér er minn-
isstætt, þegar ég einu sinni sem oftar
kom í afmælisveislu til systur minnar
og settist við borðið sem var hlaðið
girnilegum tertum, að ég hafði á orði
að hún ætti ekki að hafa svona mikið
fyrir þessu. Hún svaraði með nokkru
stolti að sonardóttirin Margrét Helga
sem þá mun hafa verið 16 eða 17 ára
gömul, hefði séð um baksturinn.
Margrét var orðvör og tók aldrei
undir ef hún heyrði einhverjum hall-
mælt. Hún var hlýleg í framkomu og
umgekkst þá sem hún átti samleið
með á lífsleiðinni með tillitssemi og
vinsemd. Margrét vann ekki mikið ut-
an heimilisins. Hún prjónaði, heklaði
saumaði út og gerði marga fallega
muni sem hún gaf vinum sínum og
vandamönnum.
Ristilkrabbamein batt enda á lífs-
feril hennar. Hún vissi hvað framund-
an var og tók því með jafnaðargeði,
stundaði handavinnuna og réð kross-
gátur sér til gamans.
Margrét dvaldi síðustu vikurnar á
líknardeild Landsspítalans, en gat far-
ið heim til sín þegar hún treysti sér
til. Um dvöl sína á líknardeildinni
sagði hún að það væri eins og að vera
á fimm stjörnu hóteli.
Til hinstu stundar leið henni vel og
yfir henni hvíldi ró þess sem býr sig
undir svefninn. Sonum hennar og fjöl-
skyldum sendi ég hlýjar kveðjur og
bið þess að blessun Guðs vaki yfir
þeim.
Gyða Jóhannsdóttir.
Móðursystir mín Margrét Jó-
hannsdóttir er látin. Frá því ég man
eftir mér hefur Gréta frænka, eins og
við kölluðum hana, skipað stóran
sess í huga mínum og fjölskyldu
minnar. Ég minnist hennar með lotn-
ingu fyrir lífinu, tilverunni og dauð-
anum.
Systur Grétu voru Gyða og Ást-
rún. Gréta var yngst þeirra. Yngri
bræður voru Gísli og Einar, báðir
látnir fyrir alllöngu. Þau voru börn
Jóhanns Guðmundssonar og Sigríð-
ar Gísladóttur frá Þrasastöðum í
Fljótum og niðjar taldir til Þrasa-
staðaættar.
Gréta giftist Jóni Arndal 1956 og
eignuðust þau strákana Hlyn og Ív-
ar. Gréta og Jón hófu búskap sinn í
Reykjavík. Þau bjuggu til skamms
tíma á Siglufirði, en lengst af í Hafn-
arfirði. Jón lést árið 1999.
Gréta var búin miklum mannkost-
um. Skap hennar einkenndist af jafn-
aðargeði, hlédrægni, stóískri ró og
hlýleika. Það var ávallt notalegt að
heimsækja Grétu og Jón í Hafnar-
firðinum. Á seinni árum urðu sam-
skipti okkar og samverustundir
meiri í gegnum synina Ívar, Hlyn og
fjölskyldur þeirra. Einkum eru okk-
ur Linn og börnum okkar, Iðunni og
Jan, minnisstæðir áramótafagnaðir
síðustu ára hér á Hörgslundinum,
þar sem systurnar Gréta og Gyða,
móðir mín, skipuðu sérstakan heið-
urssess. Nærvera þeirra minnti okk-
ur hin á ræturnar og skapaði festu í
tilverunni.
Eiginleikar og mannkostir Grétu
komu vel í ljós eftir að hún greindist
með illkynja sjúkdóm fyrir um ári.
Æðruleysi, blítt viðmót og þægileg
útgeislun hennar hélst alveg fram á
síðustu stund. Það var unun að fá að
upplifa þessa eiginleika Grétu þessa
síðustu mánuði, enda þótt þessi tími
hafi verið erfiður. Minningin um
Grétu vekur hlýhug í huga okkar
sem eftir lifum. Fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar sendi ég Hlyni, Ívari
og fjölskyldum þeirra hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Jóhann Ágúst Sigurðsson.
Margrét Jóhannsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSGRÍMUR HELGASON,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fimmtudag-
inn 14. október.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
23. október kl. 11.00.
Ragnhildur Lúðvíksdóttir,
María Ásgrímsdóttir, Jón Grétar Þorsteinsson,
Hulda Ásgrímsdóttir, Jón Sigurðsson,
Þröstur Ingi Ásgrímsson, Ásta Birna Jónsdóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HRAFNKELL HELGASON
f.v. yfirlæknir á Vífilsstöðum,
Móaflöt 23,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
19. október.
Sigrún Aspelund
Helgi Hrafnkelsson, Anna Kristín Gunnlaugsdóttir,
Stella S. Hrafnkelsdóttir, Einar Sigurgeirsson,
Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir,Gunnar Karl Guðmundsson,
Ríkarður Már Ríkarðsson, Lilja Þorsteinsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elsku systir okkar,
ÁSA BJÖRGÚLFSDÓTTIR,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést sunnudaginn 10. október á Landspítalanum
í Fossvogi.
Útför fór fram í kyrrþey.
Þórunn Björgúlfsdóttir,
Ólafur Björgúlfsson
og fjölskyldan.